Dagur - 21.04.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 21.04.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 21. apríl 1987 21. apríl 1987 - DAGUR - 9 JþróttÍL. Umsjón: Kristján Kristjánsson Urslit í ein- stökum greinum á skíðalandsmótinu Stórsvig karlar 1. Guðm. Sigurjónss. A 1.04,61 2. Guðm. Jóhannsson f 1.06,48 3. Jóhannes Baldurss. A 1.07,64 Svig karlar 1. Daníel Hilmarsson D 90,44 2. Guðm. Jóhanness. í 95,29 3. Ólafur Sigurðsson í 95,39 Svig konur 1. Bryndís Ýr Viggósd, A 95,93 2. Guðrún Kristjánsd. A 96,01 3. Anna M. Malmquist A 98,13 Stórsvig konur 1. Bryndís Viggósd. A 1.07,07 2. Anna Malmquist A 1.07,18 3. Guðr. Kristjánsd. A 1.07,24 Norræn tvíkeppni stig 1. Ólafur Björnsson Ó 401,5 2. Einar Ólafsson í 380,3 3. Björn Þ. Ólafsson Ó 334,1 Stökk stig 1. Ólafur Björnsson Ó 251,9 2. Randver Sigurðsson Ó 232,7 3. Guðm. Konráðss. Ó 224,1 3xl0km Boðganga karlar 1. Sveit ísafjarðar A 98,10 2. Sveit Akureyrar 99,45 3. Sveit ísafjarðar B 1.02,54 4. Sveit Ólafsfjarðar 1.10,35 Göngutvíkeppni karlar 20 ára og eldri 1. Einar Ólafsson í 0,00 2. Haukur Eiríksson A 7,83 3. Þröstur Jóhannsson í 9,82 piltar 17-19 ára 1. Rögnvaldur Ingþórsson í 0,00 2. Baldur Hermannsson S 3,85 3. Sigurgeir Svavarson Ó 5,26 konur 16 ára og eldri 1. Ósk Ebenesardóttir í 0,00 2. Auður Yngvadóttir í 28,13 3. Eyrún Ingólfsdóttir í 30,54 Ganga 15 km/h piltar 17-19 ára 1. Rögnvaldur Ingþórss. í 55,18 2. Baldur Hemannsson S 49,45 3. Sigurgeir Svavarsson Ó 49,46 Ganga 10 km/f piltar 17-19 ára 1. Rögnvaldur Ingþórss. í 30,22 2. Baldur Hermannsson S 31,23 3. Sigurgeir Svavarsson Ó 31,48 Ganga 7,5 km/h konur 1. Ósk Ebenesardóttir í 30,10 2. Auður Yngvadóttir í 32,48 3. Eyrún Ingólfsdóttir í 33,40 Ganga 5 km/f konur 1. Ósk Ebenesardóttir í 18,13 2. Esther Ingólfsdóttir S 20,14 3. Eyrún Ingólfsdóttir í 21,40 4. Auður Yngvadóttir í 21,45 Ganga 30 km karlar 1. Einar Ólafsson í 1.36,06 2. Þröstur Jóhannsson í 1.37,21 3. Haukur Eiríksson A 1.38,49 Ganga 15 km/f karlar 1. Einar Ólafsson í 41,17 2. Haukur Eiríksson A 43,21 3. Bjarni Gunnarsson í 44,18 Alpatvíkeppni karlar 1. Guðm. Jóhannss. í 56,67 2. Ólafur Sigurðsson í 73,50 3. Valdem. Valdem.ss. A 83,42 konur 1. Bryndís Ýr Viggósd. A 0,00 2. Guðrún Kristjánsd. A 2,09 3. Anna M. Malmquist A 18,15 Samhliða svig karlaflokkur 1. Örnólfur Valdimarsson R 2. Guðmundur Sigurjónsson A 3. Daníel Hilmarsson D kvennaflokkur 1. Ásta Halldórsdóttir í 2. Bryndís Ýr Viggósdóttir A 3. Guðrún H. Kristjánsdóttir A Þær urðu í þremur efstu sætunum í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni. F.v. Guðrún H., Bryndís Yr og Anna María. Mynd: kk „Það er ætlast til að ég vinni“ - segir Daníel Hilmarsson frá Dalvík Bryndís Ýr Viggósdóttir í sigurferðinni í svigi á Iandsmótinu á ísafirði. Mynd: KK „Átti ekki von á þessum árangri“ - segir Biyndís Ýr Viggósdóttir sem kom sá og sigraði með glæsibrag í svigi stórsvigi og alpatvíkeppni Daníel Hilmarsson skíðamað- ur frá Dalvík hafði titla að verja á ísafirði en hann vann svig, stórsvig og alpatvíkeppni á landsmótinu í Bláfjöllum í fyrra. Að þessu sinni sigraði Daníel í svigi, varð þriðji í samhliða svigi en féll úr keppni í stórsviginu. Hann var spurð- ur að því hvort hann væri ánægður með árangur sinn á ísafirði. „Nei ég er ekkert ánægður með sjálf úrslitin en engu að síð- ur alveg sáttur við þetta allt. Ég var mjög óheppinn í keppninni. Ég er undir mikilli pressu sem eini A-landsliðsmaðurinn og það er nokkuð erfitt. Það er hreinlega ætlast til þess að ég vinni. Það voru þó ekki taugarnar sem klikkuðu að þessu sinni, ég var einfaldlega mjög óheppinn. Ég er ánægður með mótið sjálft og það er gott að keppa hér á ísafirði.“ - Hvað tekur nú við hjá þér? „Nú er ég kominn í sumarfrí fram í maí en þá verð ég að vera búinn að gera það upp við mig hvert Bryndís Ýr Viggósdóttir var öðrum fremur maður mótsins á Skíðamóti íslands á ísafirði nú um páskana. Bryndís sem keppti í alpagreinum sigraði í svigi, stórsvigi og alpatví- keppni og þá varð hún önnur í samhliða svigi. Blaðamaður hitti Bryndísi að máli og spurði hana fyrst hvort þessi góði árangur á mótinu hafi komið henni á óvart. „Nei ég átti nú ekki von á þess- um árangri. Ég gerði mér að vísu vonir um verðlaunasæti í svigi en síður í stórsvigi.“ - Hvernig fannst þér að keppa hér á ísafirði? „Aðstæðurnar voru mjög góð- ar í sviginu en brautin var of lin í stórsviginu. Framkvæmdin á mótinu var ágæt. Það komu að vísu upp deilumál sem ollu leiðindum en í heildina var þetta mjög gott mót“ - Liggja miklar æfingar að baki þessum árangri? „Ég hef æft mjög vel á árinu og farin að æfa allt árið. Það dugir ekkert minna ef árangur á að nást.“ - Nú hefur þú verið í E-lands- liðinu, þ.e. endurnýjunarliðinu, heldur þú að þessi árangur þinn hér dugi til þess að þú komist í A- liðið? Næsta mót á Akureyri Á Skíðaþingi ’87 sem haldið var á ísafirði á föstudaginn langa var m.a. ákveðið að næsta landsmót verði haldið á Akureyri að ári. Þá var einnig ákveðið að unglinga- meistaramótið fari næst fram á Siglufirði. „Ég vona að ég komist í A-lið- ið en ég mun engu að síður halda áfram að æfa þó það takist ekki.“ - Hvað tekur nú við hjá þér? „Ég tek mér frí frá æfingum núna og sný mér að prófum í skólanum. Ég fer síðan af stað við æfingar aftur strax í byrjun júní. Mig langar að lokum að þakka þeim fyrirtækjum á Akur- eyri sem hafa stutt mig í vetur kærlega fyrir stuðninginn sem hefur verið ómetanlegur," sagði Bryndís Ýr. Daníel Hilmarsson lauk keppni í samhliða svigi á öðru skíðinu. Mynd: KK „Verð með meðan ég hangi í þeim“ Björn Víkingsson lögreglu- þjónn á Akureyri lét sig ekki vanta á skíðalandsmótið á ísa- firði en hann mætti til leiks að þessu sinni í 12. sinn. Björn var jafnframt elsti keppandinn í alpagreinum á mótinu þó ungur sé og veitti hann yngri strákunum harða keppni. Björn var spurður að því hvort hann væri sáttur við árangurinn sinn á mótinu: „Þetta var ágætt en ég bjóst við að standa í strákunum. Ég varð 4. stórsvigi en aðeins 2/100 frá 3. sætinu. Það hefði verið gaman að komast á verðlaunapall. Nú ég var þriðji í svigi eftir fyrri ferð en féll úr í þeirri seinni.“ - Mætir þú á mæsta mót? „Já næsta skíðalandsmót verð- ur á Akureyri og ég verð með þar. Það verður jafntframt mitt 13. mót og kannski það síðasta. En á meðan ég hangi í strákunum verð ég með,“ sagði Björn Víkingsson sem stóð sig mjög vel á mótinu þó svo að blaðamaður Dags hafi jafnvel haft af honum verðlaun í sviginu. framhaldið verður t.d í sambandi við landsliðið. í dag er ég mjög þreyttur enda erfiðu keppnis- tímabili að ljúka. Ég er kominn með fjölskyldu og það er mjög erfitt að vera svona mikið að heiman eins og ég hef verið undanfarin ár. En það er freist- andi að halda þetta út fram yfir Ólympíuleikana á næsta ári. Mig langar að þakka Dalvíkur- bæ og þeim fyrirtækjum sem studdu mig í vetur fyrir stuðning- inn en án aðstoðar þeirra gengi dæmið ekki upp,“ sagði Daníel Hilmarsson. Guðmundur Sigurjónsson: „Gaman að vinna stórsvigið“ „Eg er nokkuð ánægður með árangur minn á mótinu og það var sérstaklega gaman að vinna stórsvigið. Það hefði samt verið skemmtilegra ef Daníel Hilmarsson hefði klár- að stórsvigskeppnina þar sem hann var talinn sigurstrangleg- astur,“ sagði Guðmundur Sig- urjónsson skíðamaður frá Akureyri í samtali við Dag. Guðmundur stóð sig mjög vel á Skíðamóti Islands, hann sigr- aði í stórsvigi, varð annar í samhliða svigi og varð auk þess bikarmeistari SKI í alpagrein- um karla 1987. „Ég var óheppninn í sviginu. Ég ætlaði að keyra af öryggi og var þá einnig að hugsa um alpa- tvíkeppnina en það gekk ekki upp. Ég hefði gert mig ánægðan með 2. sætið í svigi þar sem það hefði dugað til sigurs í alpatví- keppninni," sagði Guðmundur enn fremur. „Mér hefur gengið illa í svigi í vetur. Ég hef aðeins náð að klára 3 mót af þeim 15 sem ég hef tekið þátt í. En ég átti ekki von á svona góðum árangri í samhliða svig- inu.“ - Áttu von á því að komast í A-landsliðið eftir árangur þinn hér á mótinu? „Já ég geri mér stórar vonir um það. Ég tel það til góðs að breiddin í A-landsliðinu sé meiri. Ég hef æft mjög vel og stundað heils árs þjálfun síðustu tvö ár og á þessu keppnistímabili hef ég æft í kringum 300 klst.“ - Hvernig fannst þér fram- kvæmd mótsins hafa verið? „Mótið hefur gengið mjög vel og þau vafaatriði sem komið hafa upp hafa verið leyst á farsælan hátt. Mig langar að koma því að þeir Árni Óðinsson og Haukur Jóhannsson þjálfarar okkar Akureyringa staðið sig frábær- lega í vetur og ég vona að þeir að haldi áfram með okkur á næsta keppnistímabili. Þá vil ég þakka fyrirtækjum á Akureyri góðan stuðning." „Ætlaði að vinna þetta allt“ - segir Guðrún H. Kristjánsdóttir ,,Ég ætlaði að vinna þetta allt. Eg vissi samt að þetta yrði erfitt þar sem við erum allar Anna María Malmquist: Nokkuð ánægð“ jj Björn Víkingsson lét sig ekki vanta á skíðalandsmótið. „Eg ætlaði mér stærri hlut í stórsviginu en tapaði naumt þar. Miðað við þá æfingu sem ég er í, er ég nokkuð ánægð með árangurinn í sviginu,“ sagði Anna María Mahnquist frá Akureyri. Anna María varð í 2. sæti í stórsvigi, í 3. sæti í svigi og í 3. sæti í alpa- tvíkeppni á skíðalandsmótinu. „Ég hef aðeins æft lieima á Akureyri og ekki farið í neinar æfingaferðir erlendis. Ég þarf að æfa mun meira og ætla mér að gera það. Ég vonast því til þess að komast í E-landsliðið næsta keppnistímabil," sagði Anna María. Ólafur Björnsson sigurvegari í norrænni tvíkeppni og stökki. Mynd: kk „Hef æft göngu vel í vetur“ - segir Ólafur Björnsson frá Ólafsfirði mjög jafnar að getu,“ sagði Guðrún H. Kristjánsdóttir frá Akureyri. Guðrún varð í 2. sæti í svigi, í 3. sæti í stórsvigi og önnur í alpatvíkeppni á skíðalandsmótinu. Þá varð hún bikarmeistari SKÍ í kvennaflokki. - Ertu búin að æfa vel? „Já þetta er annað árið sem ég æfi allt árið en það dugir ekkert minna.“ - Hvað með framhaldið? „Ég er að fara að taka stú- dentspróf og tek mér því hvíld frá æfingum að mestu leyti á meðan. Ég ætla að halda áfram á fullu með landsliðinu og verð komin af stað aftur í byrjun júní.“ - Þú hefur verið mikið er- lendis við æfingar í vetur. Hefur það ekki bitnað á skólanum? „Jú það hefur gert það. Ég hef tekið bækurnar með mér út en aldrei haft tíma þar til þess að líta í þær,“ sagði Guðrún H. Krist- jánsdóttir. „Ég gerði mér vonir um sigur hér á mótinu og er því mjög ánægður með að það skyldi hafa tekist,“ sagði Ólafur Björnsson skíðamaður frá Ólafsfirði sem sigraði í stökki og norrænni tvíkeppni á Skíða- móti íslands á Isafirði um páskana. „Ég hef verið mest í göngu í vetur þar sem lítið hefur verið hægt að æfa stökk heima í Ólafs- firði vegna snjóleysis. Ég hef æft gönguna nokkuð vel í vetur og yfirleitt á hverjum degi.“ - Hvernig fannst þér mótið hafa tekist? „Mér fannst mótið mjög gott í alla staði.“ - Faðir þinn Björn Þór Ólafs- son keppir í sömu greinum og þú. Hvernig finnst þér að etja kappi við hann? „Það er mjög gaman að keppa við pabba. Ég hef verið að síga fram úr honum í gegnum árin en hann veitir mér alltaf keppni.“ - Keppni í stökki hefur átt mjög undir högg að sækja á seinni árum. Heldur þú að þessi Hafsteinn hættir með landsliðið Stjórn Skíðasambands íslands hcfur ráðið Helmut Mayer sem Iandsliðsþjálfara í alpa- greinum. Hann tekur við af Hafsteini Sigurðssyni sem ver- ið hefur með liðin síðastliðin fjögur ár. Mayer þessi hefur þjálfað hér á landi og þá var hann um tíma þjálfari hollenska landsliðsins á skíðurn en hann er menntaður skíðakennari í Austurríki. keppnisgrein eigi eftir að leggjast af? „Já það er rétt, keppendum í stökki fer alltaf fækkandi en ég vona að þessi grein lifi. Ég vil kenna snjóleysi um það hversu fáir stunda íþróttina hér á landi og þá er stökkinu ekki gert jafn hátt undir höfði og öðrum grein- um. Ungir krakkar í Ólafsfirði hafa mikinn áhuga á stökki en það vantar leiðbeinendur í þess- ari grein á öðrum stöðum,“ sagði Ólafur Björnsson. Úrslit í ensku Úrslit leikja í 1. og 2. deild ensku knattspyrnunnar á laug- ardag urðu þessi: 1. deild: Aston Villa-Everton 0:1 2 Leicester-West Ham 2:0 1 Liverpool-Nott.Forest 3:0 1 Luton-Coventry 2:01 Man.City-Watford 1:2 2 Newcastle-Man.United 2:1 1 Norwich-Sheff.Wed. 1:0 1 Q.P.R.-Chelsea 1:1 x Southampton-Oxford 3:0 Tottenham-Charlton 1:0 Wimbledon-Arsenal 1:2 2 2. deild: Blackburn-Derby 3:1 Barnsley-Hull 1:1 Bradford-Sunderland 3:2 C.Palace-W.B.A 1:1 Grimsby-Huddersf. 0:1 Leeds-Ipswich 3:2 1 Millwall-Brighton 3:1 Plymouth-Birmingham 0:0 Reading-Portsmouth 2:2 x Sheff.Utd.-Oldham 2:0 1 Shrewsbury-Stoke 4:1 Knatt- spyrnu- úrslit Úrslit leikja í 1. og 2. dcild ensku knattspyrnunnar í gær urðu þessi: 1. deild: Arsenal-Leicester 4:1 Charlton-Aston Villa 3:0 Chelsea-Southampton 1:1 Coventry-Q.P.R. 4:1 Everton Newcastle 3:0 Man.Utd-LiverpooI 1:0 Nott.Forest-Norwich 1:1 Oxford-Wimbledon 3:1 Sheff.Wed.-Man.City 2:1 West Ham-Tottenham 2:1 2. deild: Birminghain-Reading 1:1 Brighton-C.Palace 2:0 Derby-Bradford 1:0 Huddersf.-BIackburn 1:2 Hull-Sheff.Utd. 0:0 Portsmouth-PIymouth 0:1 Stoke-Barnsley 1:2 Sunderland-Leeds 1:1 W.B.A-Shrewsbury 1:2 Staðan í 1. og 2. deild ensku knattspyrnunnar er þessi: 1. deild: Staðan 1 Everton Liverpool Arsenal Luton Tottenham Norwich Nottm.Forest Coventry Watford Wimbledon Man.United Q.P.R. Chelsea West Ham Southampt. Shelf.Wed. Newcastle Oxford Leicester Charlton Aston Villa Man.Citv . deild 37 23- 7- 7 39 22- 7-10 38 18-10-10 37 17-11- 9 35 18-7- 10 38 15-16- 7 38 16-11-11 36 15- 8-13 36 15- 8-13 37 15- 7-14 37 13-12-12 38 13-11-14 38 12-12-14 38 13- 9-16 37 13- 6-18 37 11-11-15 38 11-10-17 38 10-12-16 38 11- 7-20 38 9-10-19 38 7-12-19 38 6-14-18 70:27 76 66:37 73 51:28 64 43:37 62 58:36 61 49:48 61 59:47 59 42:39 53 59:48 53 48:46 52 47:37 51 45:50 49 46:57 48 49:61 48 63:63 45 48:54 44 44:59 43 40:63 42 51:71 40 38:51 37 38:72 33 32:55 32 Staðan Derby Portsmouth Oldham Plymouth Leeds Ipswich C.Palace Sheff.Utd. Blackburn Birmingham Stoke Millwall Barnsley Reading Shrewsbury Hull Bradford Grimsby W.B.A. Sunderland Huddersf. Brighton . deild 38 22- 9- 7 37 21- 9- 7 36 19- 8- 9 38 16-12-10 37 16-11-10 37 16-10-11 38 17- 5-16 38 14-12-12 40 14- 9-15 38 11-17-10 37 13-10-14 37 14- 7-16 39 11-14-14 37 12-10-15 38 13- 6-19 37 10-13-14 37 11- 9-17 37 10-12-15 36 10-11-15 37 10-11-16 38 10-11-17 36 8-10-18 57:33 75 48:24 72 56:38 65 57:47 60 48:38 59 54:39 58 48:48 56 48:45 54 42:49 51 48:51 50 52:46 49 38:31 49 45:50 47 47:54 46 37:49 45 32:51 43 50:56 42 35:48 42 44:43 41 42:54 41 48:61 41 33:48 34

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.