Dagur - 16.12.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 16.12.1987, Blaðsíða 1
a Filman þín á skilið þaö besta! I Nýja Filmuhúsið Hafnarstræti 106 - Sími 27422 - Pósthóif 196 Hrað- framköllun Opið á laugardögum frá kl. 9-12. Hafa tannlæknar yfir 12.000 kr. á tímann? Flestir telja tannlækna hafa þokkalegt tímakaup en að þeir skuli hafa 12.662 krónur á tím- ann er nokkuð sem fáir hafa gert sér grein fyrir. I blaðinu í dag birtist grein eftir Vilhjálm Inga þar sem hann greinir frá tekjum tannlækna og víst er að margir munu hiksta og fölna við lestur greinarinnar. Vil- hjálmur byggir á upplýsingum frá Guðmundi Bjarnasyni heil- brigðisráðherra og reikningi frá ónefndum tannlækni. „Samkvæmt þessu dæmi hefur Tryggingastofnun fallist á að tannlækninum beri 12.662 kr. á klukkustund og fái þar að auki 8.078 kr. til að borga áfallinn kostnað, þar af vegna launakostn- aðar 1.737 (21,5%). Aðstoðar- fólk getur svo sjálft reiknað út hvað það fær raunverulega á tímann, en tannlæknafélagið og Tryggingastofnun virðast hafa samið um upphæð sem ætti að Hentu plast- brúsum í sjóinn - þegar „svarta gengið" kom í kaffi Þegar tollverðir frá Reykjavík komu til Sauðárkróks upp úr hádeginu í gær til að tollskoða Skafta hittist svo á að Hofsjök- ull var þar staddur við bryggju. Brugðu þeir sér um borð til að fá sér kaffisopa og heilsa upp á kunningja sína í flutningaskip- inu, en koma „svarta gengis- ins“ virtist skapa einhvern taugatitring meðal skipverja. Maður sem staddur var á bryggjunni varð var við að ein- hverju drasli í poka, sem hann hélt í fyrstu að væri sorp, var hent í sjóinn. Þegar skipverjum var gerð grein fyrir að ekki væri leyfilegt að henda sorpi í höfnina og grennslast var frekar fyrir um þetta, kom í ljós að 2ja lítra plastbrúsar með einhverjum tor- kennilegum vökva ilutu á sjónum. Náði lögreglan 8 þeirra strax, en björgunarsveitarmenn voru síðan kallaðir til og náðu þeir afgangnum, 10 brúsum. Tollskoðun í Skafta sem hófst ekki fyrr en um miðjan dag í gær var ekki lokið um kvöldmatar- leytið. Þá hafði sitthvað fundist, en ekki var um mikið magn að ræða. En Hofsjökull lagði úr höfn um kl. 18 án þess að leit yrði gerð í skipinu, enda stóð slíkt aldrei til. -þá láta nærri 1.340 kr. eða um 6,0- 9,0% af hverjum reikningi sem það skrifar, allt eftir því hve miklu álagi tannlæknirinn lætur bæta ofan á,“ segir Vilhjálmur. Tannlæknar hafa gjarnan rétt- lætt gjaldskrá sína með því að tala um háan stofnkostnað og dýran rekstur á stofum sínum. Aætlaður stofnkostnaður tann- læknastofu 1. júní 1986 er 1,9 milljónir, auk tækja fyrir 2,7 milljónir. Samkvæmt reikningn- um sem Vilhjálmur notar í grein sinni tekur það tannlækni aðeins um þrjá mánuði að vinna sér inn fyrir stofnkostnaði stofu sinnar. Og Vilhjálmur Ingi heldur áfram: „Þessi margumrædda gjaldskrá snertir allar launastéttir beint og óbeint, við verðum að greiða reikninga sem eru byggðir á samkomulagi sem Trygginga- stofnun fyrir hönd ríkisins hefur gert þannig úr garði, að tann- læknar hafa hærri tímalaun en nokkur önnur stétt á íslandi. Hvernig ætla samningamenn Tryggingastofnunar að færa rök fyrir því að tannlæknum beri yfir 12.000 kr. tímalaun? Voru þetta mistök? Ef ekki, þá er formaður samninganefndarinnar varla í vandræðum að koma fram fyrir skjöldu og gefa skýringar sem duga.“ SS Sjá nánar á bls. 5. Freyja Rögnvaldsdóttir, dreifíngarstjóri Dags, óskar Sævari Árnasyni tii hamingju með hljómtækjasamstæðuna. Mynd: EHB „Átti eiginlega alls ekki von á þessu“ - segir Sævar Árnason, vinningshafi í áskrifendagetraun Dags Sævar Árnason, 17 ára verk- menntaskólanemi á Akureyri hafði heppnina með sér í gær er dregið var úr réttum lausn- um í áskrifendagetraun Dags. Vinningur nóvembermánaðar er hvorki meira né minna en Pioneer hljómtækjasamstæða frá Vöruhúsi KEA að verð- mæti 98.000 kr. og hlýtur Sæv- ar hana að launum fyrir að svara tveimur spurningum tengdum efni blaðsins rétt. „Nú....,“ sagði Sævar undr- andi er við hringdum í hann í gær og tilkynntum honum um vinn- inginn. Það skiptust sannarlega á skin og skúrir í gærmorgun hjá Sævari. Er við hringdum í hann var hann nýkominn heim úr prófi í Verkmenntaskólanum og var ekkert allt of ánægður með próf- ið en að sama skapi ánægður með nýju hljómflutningstækin. „Ég átti nú eiginlega alls ekki von á þessu,“ sagði Sævar. - Hvernig gekk þér að leysa getraunina? „Hún var a.m.k. ekki erfið. Það var nóg fyrir mann að lesa blaðið til að finna svörin við spurningunum.“ Sævar segist vera ákveðinn í að taka áfram þátt í getrauninni enda borgar það sig greinilega. Þetta er í fyrsta skipti sem hann tekur þátt í verðlaunagetraun. „Ég hef bara spilað í happdrætt- um en þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ vinning," segir vinningshaf- inn. JÓH Loðnuveiðar: Jólafrí hefst um helgina - margir bátar þegar hættir veiðum Loðnuveiðar ganga nú ágæt- lega en í lok vikunnar búast við að skipin verði flest komin til hafnar og liggi þar fram yfir hátíðar. I gær voru a.m.k 13 skip hætt veiðum en sam- kvæmt kjarasamningum sjó- manna skulu þeir hafa frí frá 20. desember til 2. janúar. Um helgina var veiði með rólegra móti. Á laugardag var heildaraflinn á vertíðinni orðinn 281.355 lestir. Á mánudag veiddu 12 skip 8.700 tonn og um miðjan dag í gær höfðu 10 skip tilkynnt um 8.500 lestir. Eins og komið hefur fram hef- ur sjávarútvegsráðuneytið fellt úr gildi bann sem gilt hefur við loðnuveiðum undanfarin ár, eftir 17. eða 18. desember. Þetta er gert vegna þess hve mikið er óveitt af úthlutuðum kvóta. Veiðar liggja hins vegar niðri frá og með helginni og þá hætta flestar verksmiðjur að taka við afla. ET 8 dagar til jóla

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.