Dagur - 22.12.1987, Blaðsíða 13

Dagur - 22.12.1987, Blaðsíða 13
 22. desember 1987 - DAGUR - 13 Náðu dóttur heraiar með svikum „Ég er sennilega allt of auðtrúa, en ég hef alltaf trúað á það besta í fólkisegir Susan, 35 ára göm- ul kona frá Esbjerg. Fyrir tveim árum féllst hún á að ganga með barn fyrir barnlaus hjón. Það varð drengur. Sjálf var hún ein- stæð móðir, átti dóttur fyrir. í dag er Susan niðurbrotin bæði andlega og líkamlega. Hjónin sem hún eignaðist drenginn fyrir, hafa ættleitt dóttur hennar, en þau hafa brotið alla samninga. Susan fær ekki einu sinni að sjá dóttur sína. Það hefur oft verið talað um þessa lausn fyrir barnlaust fólk, að fá konu til að ganga með barn fyrir það eða þá ef konan getur átt barn að fá sæði úr öðrum karl- manni, sem líkustum eigin- manninum. En hvernig snýr þetta mál að hinum aðilanum, þ.e. konunni sem gengur með barnið? Á innganginum sést að Susan fór ekki vel út úr þessu, en skyggnumst aðeins betur í sögu hennar. Sagan hefst fyrir tveim árum en þá bað kunningi Susan hana um að hjálpa barnlausum hjónum. Hún hugsaði málið því hún átti ennþá í veikindum eftir fæðingu dótturinnar. - En ég ákvað að hjálpa þeim. Ég þekkti náttúrlega vel til starf- semi kunningja míns, en hann hefur um árabil útvegað „með- göngu“-mæður fyrir fólk. Ég hef alltaf litið á þetta sem eitthvað virkilega jákvætt, en nú verð ég að viðurkenna að álit mitt hefur breyst. Okeypis Við hittumst, ég og hjónin sem ég átti að hjálpa. Það sköpuðust strax góð tengsl á milli okkar. Þau buðu mér greiðslu fyrir, en ég gat ekki hugsað mér að verð- leggja barn. Þar að auki vorum við orðin góðir vinir og þar sem þetta er löglegt ákvað ég að gera þetta fyrir ekki neitt. Allt leit vel út í byrjun, Susan fór í frí með hjónunum og fannst þau virkilega indæl. En síðar meir skildi hún hvað lá á bak við. Susan var sædd með sæði mannsins og á tilskildum tíma eignaðist hún dreng. Hjónin áttu að sækja hann strax eftir fæð- inguna. Meðan hún lá á sa;ng hugsuðu hjónin um Ölmu, dóttur Susan, sem þau höfðu fallið alveg gjörsamlega fyrir um leið og þau sáu hana í fyrsta skipti. Nú vildu þau fá að ættleiða hana. Því harðneitaði Susan. Hún gat ekki hugsað sér að láta dóttur sína frá sér. Vináttan búin En Susan varð að liggja í rúminu í marga mánuði í tengslum við fæðingu drengsins. Hjónin heim- sóttu hana stöðugt og sögðu henni hve vel Ölmu liði hjá þeim og hve hrifin þau væru af henni. Þau sem sagt spiluðu á tilfinning- ar Susan. Að sumu leyti höfðu þau rétt fyrir sér þegar þau sögðu að Alma hefði það miklu betra hjá þeim. Þau gátu veitt henni allt það sem Susan ekki gat og á cndanum sættist hún á að þau fengju að ættleiða hana. Hjónin lofuðu að Susan fengi að hitta Ölmu eins oft og hún vildi, mætti hafa hana um helgar og fara með hana í ferðalög. En þegar búið var að skrifa undir og ættieiðingin var í höfn breyttist viðmótið. Þau voru búin að ná sínu fram. Það var ekki í þeirra þágu að Alma héldi sam- bandi við móður sína. Nú var hún þeirra og aðeins þeirra. Eftir situr Susan með sárt enn- ið og það eina sem hún bíður eft- ir er að Alma verði það stór að hún geti heimsótt hana án þess að „foreldrar" hennar geti nokkuð við því sagt. Þá er Susan ákveðin í að segja henni sannleikann um það hvernig hlutirnir gerðust raunverulega. rl dagskrá fjölmiðla SJONVARPIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. desember. 17.50 Ritmálsfréttir. 18.00 Villi spæta og vinir hans. 18.40 Súrt og sætt. (Sweet and Sour). 18.55 Fréttaágrip og téknmáls- fréttir. 19.00 Poppkorn. Umsjón: Jón Ólafsson. 19.30 Staupasteinn. (Cheers). Ný þáttaröð bandariska gaman- myndaflokksins um barinn góða í Boston og það fólk sem þangað venur komur sínar. Þýðandi: Guðni Kotbeinsson. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Það þarf ekki að gerast. Mynd um störf brunavarða og eldvamir í heimahúsum. 21.10 íþróttir. 21.50 í efra og neðra. Rabbþáttur með Austfirðingum, tekinn upp á Egiisstöðum fyrir skömmu. Þátttakendur eru:.Ásgeir Magn- ússon, Inga Rósa Þórðardóttir og Arnór Benediktsson. Umsjónarmaður: Gísli Sigur- geirsson. 22.45 Arfur Guldenburgs. (Das Erbe der Guldenburgs.) Sjöundi þáttur. Þýskur myndaflokkur í fjórtán þáttum. 23.30 Útvarpsfréttir í dagskrár- lok. SJONVARP AKUREYRI ÞRIDJUDAGUR 22. desember 16.45 Charlie Chan og álög dreka- drottningarinnar. (Charlie Chan and the Curse of the Dragon Queen.) Austurlenski lögregluforinginn Charlie Chan kom fyrst fram á sjónarsviðið um 1930 og náði þá miklum vinsældum. Nú er hann aftur mættur til leiks og kemur lögreglunni í San Francisco til hjálpar í dularfullu morðmáli. Þar kemst hann í kast við hina ógnvænlegu drekadrottningu sem ræður lögum og lofum í Kínahverfi borgarinnar. Aðalhlutverk: Peter Ustinov. 18.15 A la carte. Skúli Hansen matreiðir kalkún til jólanna. 18.40 Lína langsokkur. Leikin mynd fyrir börn og ungl* inga sem byggð er á hinum vin- sælu bókum Astrid Lindgren. Fyrri hluti. 19.19 19:19 Lifandi fréttaflutningur ásamt umfjöllun um málefni liðandi stundar. 20.30 Ótrúlegt en satt. (Out of this World.) Núr gamanmyndaflokkur um unga stúlku sem erft hefur óvenjulega hæfileika frá föður sínum sem er geimvera. Hæfileikar þessir skapa oft spaugilegar kringumstæður. Aðalhlutverk: Donna Pescow og Maureen Flanagan. 21.30 íþróttir á þriðjudegi. íþróttaannáll ársins 1987. 22.05 Lögreglustjórarnir. (Chiefs.) Lokaþáttur. 23.35 Hunter. Seinni hluti. Hunter og Dee Dee McCall hafa bæði orðið illa úti í viðureign sinni við hættulegan kynferðisglæpamann og morð- ingja og Dee Dee leggur til að þau gefist upp. 00.20 Besta litla hóruhúsið í Texas. (Best Little Whorehouse in Texas.) í nágrenni smábæjar í Texas hef- ur verið starfrækt hóruhús í 150 ár með vitund og samþykki bæjarbúa. En þegar sjónvarps- stöð fjallar um hóruhúsið í þætti sínum, fara bæjarbúar að líta það öðrum augum. Aðalhlutverk: Burt Reynolds, Dolly Parton og Dom DeLuise. 02.10 Dagskrárlok. © RÁS 1 ÞRIÐJUDAGUR 22. desember. 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Ragnheiði Ástu Pétursdótt- ur. Margrét Pálsdóttir talar um dag- legt mál kl. 7.55. 9.00 Fróttir. 9.03 Jólaalmanak Útvarpsins 1987. Umsjón: Gunnvör Braga. 9.30 Upp úr dagmálum. Umsjón: Lilja Guðmundsdóttir. 10.00 Fréttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. 11.00 Fréttir • Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. 12.00 Fróttayfirlit • Tónlist • Til- kynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir Til- kynningar • Tónlist. 13.05 í dagsins önn - Hvað segir læknirinn? 13.35 Miðdegissagan: „Buguð kona'* eftir Simone de Beauvoir. 14.00 Fréttir • Tilkynningar. 14.05 Djassþáttur. Umsjón: Jón Múli Árnason. 15.00 Fróttir. 15.03 Landpósturinn - Frá Vest- urlandi. Umsjón: Ásþór Ragnarsson. 15.43 Þingfréttir. 16.00 Fróttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi eftir Ludwig van Beethoven. 18.00 Fréttir. 18.03 Torgið - Byggða- og sveit- arstjórnarmál. Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. 19.40 Glugginn - Leikhús. 20.00 Kirkjutónlist. 20.40 Heilsa og næring. 21.10 Norræn dægurlög. 21.30 Bókaþing. Gunnar Stefánsson stjórnar kynningarþætti um nýjar bækur. 22.00 Fréttir • Dagskrá morgun- dagsins • Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Jólakötturinn. Þáttur í umsjá Sigríðar Péturs- dóttur. 23.00 Tónlist eftir Pál P. Pálsson. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. ÞRIÐJUDAGUR 22. desember 7.03 Morgunútvarpið. Fregnir af veðri, umferð og færð og litið í blöðin. Viðtöl og pistlar utan af landi og frá útlöndum. 10.05 Miðmorgunssyrpa. M.a. verða leikin þrjú uppá- haldslög eins eða fleiri hlust- enda sem sent hafa Miðmorg- unssyrpu póstkort. Umsjón: Kristín Björg Þorsteins- dóttir. 12.00 Á hádegi. Dægurmálaútvarp á hádegi hefst með fréttayfirliti. Stefán Jón Hafstein flytur skýrslu um dægurmál og kynnir hlustendaþjónustuna, þáttinn „Leitað svars" og vettvang fyrir hlustendur með „orð í eyra". Sími hlustendaþjónustunnar er 693661. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Umsjón: Snorri Már Skúlason. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. Flutt skýrsla dagsins um stjórnmál, menningu og listir og komið nærri flestu því sem snertir landsmenn, þriðjudags- pæling og hollustueftirlit dæg- urmálaútvarpsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Stæður. Rósa Guðný Þórsdóttir. 20.30 Tekið á rás. Lýst leik íslendinga og Suður- Kóreumanna í handknattleik í Laugardalshöll. 22.07 Listapopp. Umsjón: Valtýr Björn Valtýsson. 00.10 Næturvakt Útvarpsins. Gunnlaugur Sigfússon stendur vaktina til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. RlKJSUIVARHÐ AAKUREYRI ^AKUREYRi; Svæðiiútvarp fyrir Akureyri og nágrenni. ÞRIÐJUDAGUR 22. desember 8.07-8.30 og 18.03-19.00. Umsjón: Kristján Sigurjónsson og Margrét Blöndal. Mjóðbylgjan FM 101,8 ÞRIÐJUDAGUR 22. desember. 08-12 Morgunþáttur. Olga Björg kemur Norðlending- um á fætur með tónlist og spjalli um daginn og veginn. Upplýs- ingar um veður og færð. 12- 13 Ókynnt tónlist. 13- 17 Pálmi Guðmundsson á léttu nótunum með hlustend- um. Gullaldartónlistin ræður rikjum að venju. Síminn hjá Pálma er 27711. 17-19 Ómar Pétursson og íslensku uppáhaldslögin. Abendingar um lagaval vel þegnar. Siminn er 27711. Timi tækifær- anna klukkan hálf sex. 19- 20 Ókynnt tónlist. 20- 22 Alvörupopp. Stjórnandi Gunnlaugur Stefáns- son. Gæðatónlist frá flytjendum á borð við U2, Japan, Bowie, Syk- urmola, Smiths og fleiri. 22-24 Kjartan Pálmason leikur ljúfa tónlist fyrir svefninn. Fréttir sagðar kl. 10.00, 15.00 og 18.00. 989 BYLGJAN, ÞRIÐJUDAGUR 22. desember. 07.00-09.00 Stefán Jökulsson og Morgunbylgjan. Stefán kemur okkur réttum meg- in fram úr með tilheyrandi tón- list og lítur yfir blöðin. 09.00-12.00 Valdis Gunnarsdóttir á léttum nótum. Morgunpoppið allsráðandi, afmæliskveðjur og spjall til hádegis. Litið inn hjá fjölskyldunni á Brá- vallagötu 92. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10-14.00 Páll Þorsteinsson á hádegi. Létt hádegistónlist og sitthvað fleira. 14.00-17.00 Ásgeir Tómasson og siðdegispoppið. Gömlu uppahaldslögin og vin- sældalistapopp í réttum hlutföll- um. 17.00-19.00 Hallgrímur Thor- steinsson í Reykjavík síðdegis. Leikin tónlist, litið yfir fréttimar og spjallað við fólkið sem kemur við sögu. 18.00-18.10 Fréttir. 19.00-21.00 Anna Björk Birgis- dóttir. Bylgjukvöldið hafið með tónlist og spjalli við hlustendur. 21.00-24.00 Þorsteinn Ásgeirs- son. Tónlist og spjall. 24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgj- unnar. - Bjami Ólafur Guðmundsson. Tónlist og upplýsingar um veður og flugsamgöngur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.