Dagur - 22.12.1987, Blaðsíða 15

Dagur - 22.12.1987, Blaðsíða 15
22. desember 1987 - DAGUR - 15 Öspin og ýlustráið Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnar- firði, hefur sent frá sér bókina Öspin og ýlustráið, smásagnasafn eftir Harald Magnússon. Harald- ur fæddist á Árskógsströnd við Eyjafjörð 1931. Hann ólst upp í Eyjafirði og Skagafirði fram að tvítugsaldri. Lengst af hefur hann búið í Hafnarfirði. Hann hefur stundað ýmis störf bæði á sjó og landi, en síðustu tuttugu árin hef- ur hann unnið sem múrari. Har- aldur hefur starfað mikið í íþróttahreyfingunni. Þetta smásagnasafn er fyrsta bók höfundar, en þessar sögur og fleiri til hefur hann skrifað í frí- stundum sínum undanfarin ár. Sögurnar eru að ýmsu leyti óvenjulegar og flestar fela þær í sér boðskap. Þetta eru myndræn- ar og hugmyndaauðugar sögur, sem höfða til allra aldurshópa; sögur sem vekja fólk til umhugs- unar. Aldaslóð Bókaútgáfa Máls og menningar hefur gefið út bókina Aldaslóð eftir Björn Th. Björnsson. Þetta verk er af svipuðum toga og ein af fyrri bókum höfundarins, Aldateikn. Hér rekur Björn ýmsa þætti úr sögu myndlistar- innar með hliðsjón af því umhverfi og þeim tíðaranda sem verkin eru sprottin úr. Rætt er um almanakið „Gullnu stundirn- ar“ sem talið er eitt af perlum evrópskrar myndlistar við lok gotneska stílsins, hið fræga mál- verk „Arnolfini og brúður hans“ eftir Jan van Eyck, ógnvekjandi myndheim Hieronymusar Bosch í „Dauðasyndunum sjö“, högg- myndir dagsstundanna eftir Michelangelo og barokkverkin „Dómur Parísar" eftir Rubens, „Batseba“ eftir Rembrandt og „Mjólkurstúlkan“ eftir Vermeer. Frá 19. öld kynnumst við tilurð tímamótaverks Géricaults, „Flekinn af Medúsa“ og hneyksl- unarhellu Manets „Morgunverð- urinn í skóginum“. Stórverk Pic- assos, „Lífið“ frá 1903 rekur svo lestina. Björn fjallar einnig einkar aðgengilega um form myndlistar- innar í köflunum „Að skoða myndir", „Staða, stefna og hreyf- ing í myndfleti." og „Sjón og sjón- villa“. Aldaslóð prýða mörg hundruð myndir, bæði litmyndir og svarthvítar. Bókin er 157 bls. að stærð, prentuð í Prentsmiðj- unni Odda hf. niixin KfiUtÐiUt JAMUÆXX I'IXUIS SUil iHUMiitJSSimm skuccsjT Hafnarfjarðar- jarlinn Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnar- firði, hefur gefið út bókina Hafn- arfjarðarjarlinn - Einars saga Porgilssonar, sem Ásgeir Jakobs- son skráði. Ásgeir Jakobsson hefur meðal annarra bóka ritað Einars sögu Guðfinnssonar og Tryggva sögu Ófeigssonar, sem Skuggsjá gaf einnig út á sínum tíma. Hafnarfjarðarjarlinn er ævi- saga Einars Þorgilssonar og segir frá foreldrum Einars, æsku hans í þurrabúð í Garðahverfi, og síðan frá Einari sem formanni og útvegsbónda á árabátatímanum, kútteraútgerðarmanni á kúttera- tímanum og útgerðarmanni fyrsta íslenska togarans. Bókin er einnig 100 ára útgerðarsaga Ein- ars Þorgilssonar og þess fyrirtæk- is, sem lifði eftir hans dag og er elsta starfandi útgerð í landinu, rekin samfellt í heila öld og byrj- uð önnur öldin. Hafnarfjarðarjarlinn er 86 ára saga verslunar Einars Þorgilsson- ar, sem er elsta starfandi einka- verslun í landinu, íekin samfellt í heila öld og byrjuð önnur öldin. Hafnarfjarðarjarlinn er 100 ára Hafnarfjarðarsaga. Einar Þor- gilsson var einn af „feðrum“ bæjarins, ásamt því að vera stór atvinnurekandi var hann hrepp- stjóri Garðahrepps þegar hreppnum var skipt. Einar varð sem bæjarfulltrúi í flestum þeim nefndum bæjarins, sem lögðu grunninn að bænum. Einar var 1. þingmaður Gullbringu- og Kjós- arsýslu um skeið, og flutti fyrstur manna frumvarp um Hafnarfjörð sem sér kjördæmi. Hafnarfjarðarjarlinn er Coots- saga fyrsta íslenska togarans, sögð eftir heimildum, sem ekki voru áður kunnar. Bókin er almenn sjávarútvegssaga í 100 ár, sögð um leið og einkasaga Einars Þorgilssonar. fráFímd Ullarvöruhornið HAFNARSTRÆTI96 SÍMI96-27744 AKUREYRI iliiililliil kr. 834.*- ker- íkkad verð fram að jólum MATV0RU Káupangi Nordport óskar viðskiptavinum sínum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. / Þökkum viðskiptin. J HALLUR ÞEYR. JOLATILBOÐ Herraskyrta með bindi og bindisnælu Verð aðeins kr. 950.- * 10% jólaafsláttur * EYFJÖRÐ m V/SA Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275 E '(rQl FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ lOClj Á AKUREYRI Breyting á heimsóknartímum vegna jóla og áramóta Aðfangadag og gamlársdag: Heimsóknartími kl. 18.00-21.00. Jóladag, annan dag jóla, nýársdag: Heimsóknartími kl. 14.00-16.00 og kl. 19.00-20.00, og eftir samkomulagi við viðkomandi deild. nestin auglýsa: Úrval af jólagjöfum í bensínafgreiðslum Komið og skoðið úrvalið: Bílaryksugur, veiðistengur, hjól, töskur, ísborar, veiði- kassar, útvörp, segulbönd, símar - margar gerðir, hjálmar, kuldastígvél, fóðraðir vettling- ar, leikföng í úrvali, jólatré, aðventuljós, kirkjur með Ijósi í o.fl. o.fl. þjónustu með greiðslu í MARS Velkominn í néstin

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.