Dagur - 29.03.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 29.03.1989, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 29. mars 1989 - DAGUR - 9 reyri hlaut flest gullverðlaun einstaklinga á Mynd: KK Skíðalandsmótið: Hörð keppní í norrænu greinumim - Ólafsfirðingar og Siglfirðingar áberandi að vanda Að vanda var hart barist í norrænu greinununi á Skíða- landsmótinu. Haukur Eiríks- son Akureyri vann besta afrek einstaklinga á mótinu og fór heim með þrjú gullverðlaun. Siglfiröingar voru sterkir í göngunni en Ólafsfirðingar einokuðu norrænu tvíkeppn- ina og áttu feðgarnir Ólafur Björnsson og Björn Þór Ólafs- son þar stóran hlut að máli. Einnig áttu Ólafsfirðingar tvo fyrstu menn í stökkinu. Isfirð- ingar unnu hins vegar boð- göngu karla eftir harða keppni við Siglfirðinga. Stúlkur frá Siglufirði einokuðu göngukeppnina og voru heima- menn þeir einu sem gátu sent sveit í boðgöngu kvenna. En lít- um þá á úrslitin í einstökum greinum: Ganga karlar 30 km H: 1. Haukur Eiríksson A. ' 1:43.29 2. Einar Ólafsson í. 1:48.34 3. Baldur Hermannsson S. 1:50.37 Ganga 15 km piltar 17-19 ára H: 1. Sölvi Sölvason S. 54.52 2. Sveinn Traustason F. 55.48 3. Óskar Jakobsson í. 58.24 Ganga kvenna 7.5 km H: 1. Ester Ingólfsdóttir S. 43.49 2. Guðrún Pálsdóttir S. 44.54 Ganga 15 km karlar F: 1. Haukur Eiríksson A. 46.24 yringarnir Guðmundur Sigurjónsson og Anna María Malmquist unnu stórsvigið g tví- Handknattleikur 1. deild: KA og ÍBV í kvöld - í Vestmannaeyjum Heil umferð er fyrirhuguð í 1. deildinni í handknattleik í kvöld. KA-menn fljúga til Vestmanneyja, ef veður leyfir, og keppa við heimamenn kl. 20.00 Sjónir manna beinast helst að leik FH og Vals í Hafnarfirði, Grótta keppir við Stjörnuna og Fram og Víkingur mætast í Laug- ardalshöll. Leikur ÍBV og KA er mjög mikilvægur. Ef KA sigrar hafa þeir gulltryggt sæti sitt í deild- inni. Vestmannaeyingar eru hins vegar í bullandi fallhættu og mega alls ekki við því að tapa stigi. Það má því búast við hörku- leik í Eyjum í kvold. Næsti leikur KA-manna er um næstu helgi en þá koma Vals- menn hingað norður og keppa í íþróttahöllinni á sunnudags- kvöldið. Leikur UBK og KA hef- ur verið settur á föstudaginn 7. apríl, en ekki liggur ljóst fyrir hvenær leikur KA og KR í bik- arnum verður leikinn. 2. Einar Ólafsson í. 47.46 3. Rögnvaldur Ingþórsson í. 48.45 Ganga 10 km piltar 17-19 ára F: 1. Daníel Jakobsson í. 33.01 2. Guðmundur Óskarsson Ó. 33.16 3. Gísli Valsson S. 34.04 Ganga kvenna 5 km F: 1. Hulda Magnúsdóttir S. 20.02 2. Þrúður Sturlaugsdóttir S. 25.44 3. Guðrún Pálsdóttir S. 26.44 Göngutvíkeppni karla: Stig 1. Haukur Eiríksson A. 0 2. Einar Ólafsson í. 7.92 3. Baldur Hermannsson S. 16.08 Göngutvíkeppni pilta: 1. Sölvi Sölvason S. 7.42 2. Sveinn Traustason F. 9.02 3. Óskar Jakobsson í. 12.44 Göngutvíkeppni kvenna: 1. Guðrún Pálsdóttir S. Boðganga karla: 1. Sveit ísafjarðar 1:49.14 (Rögnvaldur Ingþórsson. Óskar Jakobsson og Einar Ólafsson) 2. Sveit Siglufjaröar 1:49.56 (Ólafur Valsson, Sölvi Sölvason og Baldur Her- mannsson) 3. Sveit Akureyrar 1:52.40 (Ingþór Eiríksson, Haukur Eiríksson og Sigurö- ur Aöalstcinsson) Boðganga kvenna: 1. Sveit Siglufjarðar 45:43 (Guörún Pálsdóttir. Hulda Magnúsdóttir og Prúöur Sturlaugsdóttir) Stökk: Stig: 1. Ólafur Björnsson Ó. 241.9 2. Guðmundur Konráðss. Ó. 216.8 3. Helgi K. Hannesson S. 215.4 Norræn tvíkeppni: 1. Ólafur Björnsson Ó. 491.6 2. Björn Þór Ólafsson Ó. 371.5 3. Guðmundur Konráðss. Ó. 362.7 Ólafur Björnsson frá Ólafsfirði sigraði örugglega í stökkinu. Skíðamenn frá Dalvík nöguðu neglur í Fljótum: Auðvitað var maður svekktur! Það má fullyrða að Skíða- landsmótið á Siglufirði um páskana verði tveimur frækn- um skíðamönnum frá Dalvík, Daníel Hilmarssyni og Jóni Áka Bjarnasyni, eftirminni- legt. Þeir félagarnir máttu bíta í það súra epli að naga neglur í Fljótum á meðan að kollegar þeirra geystust á milli stanga í samhliðasvigi og svigi á föstu- daginn langa og laugardag. Þetta naglanag þeirra félaga kom ekki til af góðu. Þeir lentu í ófærð í Fljótunum á miðvikudag, eins og fjölmargir aðrir lands- mótsgestir, og þurftu því að ^ista á senunni í Ketilási aðfaranótt skírdags. Á skírdag var bíla- strollunni fylgt til baka til Sauð- árkróks þar sem fólk fór um borð í Stálvíkina og komst með henni á áfangastað. Daníel, Jón Áki og Ingþór (ísfirskur skíðamaður) brugðu hins vegar á það ráð að fara heim að Bjarnargili í Fljótum með það í huga að fara með húsbóndanum þar, Trausta Sveinssyni (margföldum íslands- meistara í skíðagöngu á árum áður) á snjótroðara yfir til Siglu- fjarðar. Þessi áform runnu út í sandinn þegar troðaraskömmin tók upp á því að bila. Þá var skírdagur að kvöldi kominn en þó sá möguleiki í stöðunni að fara með svokölluðum „túttu- jeppurn" yfir til Siglufjarðar. Misskilningur manna í milli, sem ekki verður tíundaður hér, varð þó þess valdandi að ekki reyndist unnt að ferja skíðamennina yfir til Siglufjarðar. Þeim var því boðið upp á gistingu á Bjarnar- gili, sem og þeir þáðu. Norðangarrinn á föstudaginn langa gerði það að verkum að skíðamennirnir frá Dalvík létu fyrir berast á Bjarnargili þann daginn. „Við urðum að gera okk- ur að góðu að fara á gönguskíði segir Daníel Hilmarsson þann dag,“ sagði Daníel í samtali við Dag. Það var loks síðla laugardags sem þeir félagar komust til Siglu- fjarðar. Farskjótarnir voru vél- sleðar úr Fljótum. Farið var um Mánárskriður og Strákagöng. Björgunarsveitarsleðar frá Siglu- firði komu á móti þeim og ferj- uðu skíðamennina á áfangastað. Það var að sjálfsögðu ætlun Daníels og Jóns Áka að keppa í öllum þremur alpagreinunum, en úr því sem komið var urðu þeir að gera sér stórsvigið á sunnudag að góðu. Daníel var nærri því að vinna til verðlauna, hann náði fjórða sæti, sekúndubroti á eftir Vilhelm Þorsteinssyni Akureyri. Jón Áki stóð sig vel á sínu fyrsta stórmóti, náði þrettánda sæti í stórsviginu. Jú, ég neita því ekki að þetta landsmót er eitt af eftirminnileg- ustu skíðamótum sem ég hef tek- ið þátt í. Auðvitað var maður mjög svekktur að missa af sviginu og samhliðasviginu. Þú getur rétt ímyndað þér,“ sagði Daníel, þeg- ar Dagur náði tali af honum á Hótpl Höfn á Siglufirði síðdegis í gær. Þá voru þeir félagar enn og aftur tepptir vegna ófærðar. Vegagerðarmenn höfðu ekki lok- ið við að ryðja veginn til Siglu- fjarðar og því var ekkert annað að gera en að bíða átekta. Bíll þeirra Daníels og Jóns Áka beið eftir þeim í Fljótum og sagðist Daníel ekki búast við að komast að honum fyrr en seint í gærkvöld. Það þýðir að hrakning- arskíðamennirnir frá Dalvík hafa komist þreyttir og svekktir til Dalvíkur í nótt. óþh Daníel Hilmarsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.