Dagur - 12.06.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 12.06.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 12. júní 1990 frétfir Norðurland: Urslit sveitarstjómarkosningaima sl. laugardag Síðari hluti sveitarstjórnar- kosninganna var um helgina. Gengið var að kjörborðinu í fimmtíu sveitarfélögum, þar af átján sveitarfélögum á Norð- urlandi. Hlutbundin kosning var í tveim þeirra, Skarðs- hreppi í Skagafjarðarsýslu og Sveinsstaðahreppi í Austur- Húnavatnssýslu. Dagur birtir hér úrslit kosninganna í sveit- arfélögunum átján. Þessar upplýsingar voru fengnar frá Fréttastofu Útvarps og kann blaðið henni bestu þakkir fyrir. Vestur-Húnavatnssýsla Staðarhreppur Á kjörskrá í Staðarhreppi voru 67. Atkvæði greiddu 52 eða 77,6%. Enginn seðill auður og ógildur. í hreppsnefnd voru kjörnir Þórarinn Þorvaldsson Þóroddsstöðum (46), Magnús Gíslason Stað (27) og Bjarni Aðalsteinsson Reykjaskóla (24). Fremri-Torfustaðahreppur Á kjörskrá voru 53. Atkvæði greiddi 41 eða 77,4%. Einn seð- ill var auður og ógildur. í hrepps- nefnd voru kjörnir Ásmundur Smári Valdemarsson Torfastöð- um (25), Eggert Pálsson Bjargs- hóli (22) og Haukur Stefánsson Haugi (21). Ytri-Torfustaðahreppur Á kjörskrá voru 146. Atkvæði greiddu 111 eða 76%. Einn seðill var auður og ógildur. í hrepps- nefnd voru kjörin Benedikt Björnsson Neðri-Torfustöðum (78), Herdís Brynjólfsdóttir Laugabakkaskóla (64), Jóhanna Sveinsdóttir Laugabakka (45), Jón Jónsson Skarfhóli (40) og Guðni Þór Ólafsson Melstað (38). Kirkjuhvammshreppur Á kjörskrá voru 69. Atkvæði greiddu 37 eða 53,5%. Enginn seðill auður og ógildur. í hrepps- nefnd voru kjörnir Heimir Ágústsson Sauðadalsá (33), Ing- ólfur Sveinsson Syðri-Kárastöð- um (30), Tryggvi Eggertsson Gröf (30), Loftur Guðjónsson Ásbjarnarstöðum (29) og Indriði Karlsson Grafarkoti (27). Þorkelshólshreppur Á kjörskrá voru 123. Atkvæði greiddu 96 eða 78%. Enginn seð- ill auður og ógildur. í hrepps- nefnd voru kjörin Ólafur B. Ósk- arsson Víðidalstungu (84), Sig-. rún Ólafsdóttir Sólbakka (47), Steinbjörn Tryggvason Galtar- nesi (39), Sigurður Björnsson Kolugili (38) og Ragnar Gunn- laugsson Bakka (36). Austur-Húnavatnssýsla Sveinsstaðahreppur Á kjörskrá voru 73. Atkvæði greiddi 71 eða 97,3%. Fimm seðlar voru auðir og ógildir. Tveir listar voru í kjöri, H-listi sjálfstæðismanna og óháðra og I- listi frjálslyndra. H-listi fékk 38 atkvæði eða 53,5% greiddra atkvæða og þrjá menn kjörna og I-listi 28 atkvæði eða 39,4% og tvo menn kjörna. í hreppsnefnd voru kjörnir af H-lista Björn Magnússon Hólabaki, Hjördís Jónsdóttir Leysingjastöðum, Einar Svavarsson Hjallalandi og af I-lista Magnús Pétursson Mið- húsum og Ragnar Bjarnason Norðurhaga. Skagahreppur Á kjörskrá voru 57. Atkvæði greiddu 27 eða 47,3%. Einn seð- ili var auður og ógildur. í hrepps- nefnd voru kjörnir Sveinn Sveinsson Tjörn (24), Rafn Sig- urbjörnsson Örlygsstöðum 2 (23), Finnur Karlsson Víkum (22), Kristján Kristjánsson Steinnýjarstöðum (22) og Sigurð- ur Ingimarsson Hróarsstöðum (17). Skagafjarðarsýsla Skefilsstaðahreppur Á kjörskrá var 41. Atkvæði greiddu 30 eða 73,2%. Einn seð- ill var auður og ógildur. I hrepps- nefnd voru kjörin Bjarni Egils- son Hvalnesi (19), Guðmundur Vilhelmsson Hvammi (17), Ás- grímur Ásgrímsson Mallandi (16), Hreinn Guðjónsson Selá (16) og Brynja Ólafsdóttir Þor- bjargarstöðum (15). Skarðshreppur Á kjörskrá voru 76. Atkvæði greiddu 75 eða 98,7%. Einn seð- ill var auður og ógildur. Tveir listar voru í kjöri, H-listi borinn fram af Úlfari Sveinssyni og fleir- um og L-listi borinn fram af Andrési Helgasyni og fleirum. H- listi fékk 39 atkvæði eða 52% og þrjá menn kjörna og L-listi 36 atkvæði eða 48% og tvo menn kjörna. í hreppsnefnd voru kjör- in af H-lista Ölfar Sveinsson Ing- veldarstöðum, Jón Eiríksson Fagranesi og Sigurður Guðjóns- son Sjávarborg og af L-lista Andrés Helgason Tungu og Sig- rún Aadnegaard Bergsstöðum. Lýtingsstaðahreppur Á kjörskrá var 191. Atkvæði greiddu 134 eða 70,2%. Þrír seðl- ar voru auðir og ógildir. í hrepps- nefnd voru kjörin Elín Sigurðar- dóttir Sölvanesi (98), Rósa Björnsdóttir Hvíteyrum (63), Guðsteinn Guðjónsson Tungu- hálsi 1 (59), Valgarð Guðmunds- son Tunguhlíð (37) og Indriði Stefánsson Álfgeirsvöllum (36). Eyjafjarðarsýsla Skriðuhreppur Á kjörskrá voru 90. Atkvæði greiddu 70 eða 77,8%. Enginn seðill var auður og ógildur. í hreppsnefnd voru kjörin Sturla Eiðsson Þúfnavöllum (57), Árni Arnsteinsson Stóra-Dunhaga (53), Sigurbjörg Sæmundsdóttir Skriðu (49), Armann Búason Myrkárbakka (43) og Hreiðar Aðalsteinsson Öxnhóli (39). Öxnadalshreppur Á kjörskrá voru 46. Atkvæði greiddu 31 eða 67,4%. Tveir seðlar voru auðir og ógildir. í hreppsnefnd voru kjörin Ari Jósavinsson Auðnum (25), Fjóla Rósantsdóttir Hólum (25) og Þorsteinn Rútsson Þverá (20). Suður-Þingeyjarsýsla Hálshreppur Á kjörskrá voru 150. Atkvæði greiddu 110 eða 73%. Enginn seðill var auður og ógildur. I hreppsnefnd voru kjörin Jón Óskarsson Illugastöðum (65), Ingvar Jónsson Sólvangi (64), Svanhildur Þorgilsdóttir Hjarðar- holti (47), Sigurður Stefánsson Fornhólum (36) og Þórhallur Hermannsson Kambsstöðum (36). Bárðdælahreppur Á kjörskrá voru 105. Atkvæði greiddu 87 eða 83%. Einn seðill var auður ojg ógildur. í hrepps- nefnd voru kjörin Skarphéðinn Sigurðsson Ulfsbæ (77), Páll Kjartansson Víðikeri (56), Bald- ur Vagnsson Eyjadalsá (53), Elín Baldvinsson Svartárkoti (49) og Guðrún Sveinbjörnsdóttir Mýri (31). Reykdælahreppur Á kjörskrá voru 239. Atkvæði greiddu 179 eða 74,9%. Fimm seðlar voru auðir og ógildir. í hreppsnefnd voru kjörin Benóný Arnórsson Hömrum (116), Erl- ingur Teitsson Brún (91), Unnur Harðardóttir Kárhóli (79), Jón Jónasson Þverá (75) og Karl Sig- urðsson Heiðarbraut (74). Norður-Þingeyjarsýsla Öxafjarðarhreppur Á kjörskrá voru 93. Atkvæði greiddu 72 eða 77,4%. Einn seð- ill var auður og ógildur. I hrepps- nefnd voru kjörnir Karl Sigurður Björnsson Hafrafellstungu (53), Brynjar Halldórsson Gilhaga (49) , Benedikt Kristjánsson Þverá (46), Björn Benediktsson Sandfellshaga (36) og Jón Hall- dór Guðmundsson Ærlæk (30). Presthólahreppur Á kjörskrá voru 187. Atkvæði greiddu 124 eða 66,3%. Einn seðill var auður og ógildur. í hreppsnefnd voru kjörin Ingunn St. Svavarsdóttir Duggugerði 12 Kópaskeri (118), Haraldur Sig- urðsson Núpskötlu (74), Dag- bjartur Ingimundarson Brekku (50) , Skúli Þór Jónsson Boða- gerði 6 Kópaskeri (46) og Iðunn Antonsdóttir Duggugerði 7 Kópaskeri (45). Svalbarðshreppur Á kjörskrá voru 83. Atkvæði greiddu 58 eða 70%. Einn seðill var auður og ógildur. I hrepps- nefnd voru kjörnir Jóhannes Sig- fússon Gunnarsstöðum (48), Þor- lákur Sigtryggsson Svalbarði (44), Stefán Eggertsson Laxárdal (42), Björgvin Þóroddsson Garði (34) og Jóhannes Jónasson Brú- arlandi (27). óþh Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri: Þijár deildir formlega opnaðar Þrjár nýjar deildir við Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri voru opnaðar við hátíðlega athöfn sl. föstudag. Um er að ræða röntgendeild, rannsókna- deild og meinafræðideild. Þær tvær síðarnefndu hafa starfað um nokkurt skeið en röntgen- deild flutti um helgina í nýja húsnæðið úr gömlu og þröngu húsnæði. Tækjakostur röntgendeildar var að nokkru leyti endurbættur. Mesta byltingin er án efa sneið- myndatæki, sem búið er að koma fyrir í nýjum vistarverum rönt- gendeildar Fjórðungssjúkrahúss- ins. Til þessa hefur þurft að senda sjúklinga suður til Reykja- víkur í sneiðmyndatöku. Margt var um manninn á opn- unarathöfninni sl. föstudag og var gestum boðið upp á veglegar veitingar í tilefni dagsins. Við þetta tækifæri fluttu m.a. ávörp Guðmundur Bjarnason, heil- brigðis- og tryggingaráðherra, og Jón Sigurðarson, formaður stjórnar Fjórðungssjúkrahússins. Meðal annarra gesta voru Sigurð- ur J. Sigurðsson, forseti bæjar- stjórnar Akureyrar, Páll Sigurðs- son, ráðuneytisstjóri í heilbrigð- isráðuneytinu og Ólafur Ólafs- son, landlæknir. Kristján Logason, ljósmyndari Dags, var á staðnum og tók með- fylgjandi myndir. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.