Dagur - 22.05.1992, Blaðsíða 14

Dagur - 22.05.1992, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 22. maí 1992 Íþróttir íþróttafélagið Leiftur, Ólafsfirði. Stofnað 1931. Besti árangur: 9. sæti í 1. deild 1988. 3. deildarmeistari 1986 og 1991. 4. deildarmeistari 1983. Undanúrslit í bikarkeppni KSÍ 1988. Nýir leikmenn síðan 1991: Einar Einarsson frá KA, Goran Barianovitch frá Júgóslavíu, Jón Atli Gunnarsson frá ÍBV, Mark Duffi- eld frá KS, Pétur B. Jónsson frá ÍR, Pétur H. Marteinsson frá Fram. Farnir síðan 1991: Aðalsteinn Aðalsteinsson í Víking, Friðgeir Sigurðs- son hættur, Geirhörður Ágústsson hættur, Guðjón Kristinsson í Gróttu, Halldór Guðmundsson hættur, Róbert Gunnarsson hættur, Rósberg Óttarsson í Dalvík, Stefán Aðalsteinsson. Flestir 1. deildarleikir: Einar Einarsson 68, Mark Duffield 53, Þorvald- ur Jónsson 34, Sigurbjörn Jakobsson 18. Flest 1. deildarmörk: Steinar Ingimundarson 6. Stærsti deildarsigur: 10:0 gegn Dagsbrún í 3. deild 1977. Stærsta deildartap: 1:10 gegn KS í 3. deild 1970. (Tölurnar á eftir nöfnum leikmanna tákna meistaraflokksleiki fyrir Leiftur. Get- ið er um leiki í 1. deild hjá þeim sem ekki hafa leikið áður fyrir Leiftur). Marteinn Geirsson 41 árs - þjálfari Goran Barjactarevic. 28 ára - 0 leikir Jón Atli Gunnarsson 24 ára - 0 leikir Pétur B. Jónsson 20 ára - 1. d: 4 Sturla Sigmundsson 21 árs - 0 leikir Einar Einarsson 28 ára - 1. d: 68 Gunnlaugur Sigursveinsson 24 ára - 74 leikir Bergur Björnsson 17 ára - 3 leikir Hannes Víglundsson 21 árs - S leikir Magnús Þorgeirsson 20 ára - 9 leikir Pétur H. Marteinsson 18 ára - 0 leikir Þorlákur Árnason 22 ára - 42 leikir Mark Duffield 28 ára - 1. d: 53 Sigurbjörn Jakobsson 29 ára - 187 leikir Þorvaldur Jónsson 28 ára- 110 leikir Friðrik Einarsson 24 ára - 77 leikir Helgi Jóhannsson 28 ára - 142 leikir Matthías Sigvaldason 22 ára - 20 leikir Steingrímur Örn Eiðsson 20 ára - 32 leikir Þorlákur Árnason átti frábært tímabil í fyrra og varð langmarkahæstur í 3. deild með 20 mörk. Marteinn Geirsson, þjálfari: Markmiðið fyrst og fremst að halda sætinu í „Ég hef trú á að þetta verði skemmtilegt tímabil. Baráttan verður örugglega mikil enda er 2. deildin alltaf að verða erfið- ari og liðin farin að leggja meiri áherslu á að gera góða hluti. Það er af sem áður var að liðin sem falli eigi greiða leið beint upp aftur,“ segir Marteinn Geirsson, þjálfari Leifturs í Ólafsfirði. Þetta er fyrsta tímabil Marteins með Leiftursliðið en undanfarin ár hefur hann þjálfað Fylki í 1. og 2. deild. Marteinn segir að sitt markmið sé fyrst og fremst að halda liðinu í deildinni. „Liðið er í fyrsta lagi að koma upp úr 3. deild og svo hafa orðið nokkrar breytingar, einir sex nýir leikmenn, og það tekur alltaf nokkrar umferðir að slípa þetta til. Ég held að þetta sé raunhæft markmið, mig minnir að okkur hafi verið spáð 6. sæti í íþróttablaðinu og það er nokkuð gott og allt þar fyrir ofan auðvit- að enn betra. Ég reikna með að lið eins og Keflavík, Fylkir og jafnvel Stjarnan verði sterk í sumar og Grindavík og Þróttur eru lið sem ómögulegt er að segja hvað gera. Ég sé ekki fyrir mér hvaða lið verða í botnbaráttunni en við ætlum ekki að vera þar. Ólafsfjörður á að geta átt gott 2. deildarlið en það er afar erfitt og deíldirmi dýrt fyrir ekki stærra bæjarfélag að setja markið hærra. Ég hef hins vegar fundið að áhuginn hér er gífurlegur og menn eru tilbún- ir að leggja sitt af mörkum. Ég hef trú á að þessi stuðningur eigi eftir að reynast dýrmætur í sumar.“ Marteinn segir að munurinn á 1. og 2. deild sé ekki svo mikill í dag. „Það eru kannski 3-4 lið í 1. deildinni sem skera sig virkilega úr en það er lítill munur á fimm neðstu liðunum í 1. deild og fimm efstu í 2. deild. Aðalmun- urinn á þessum deildum held ég að liggi í umfjölluninni." Marteinn segist mjög ánægður með að vera kominn norður í land að þjálfa. Hópurinn sé nán- ast allur kominn til Ólafsfjarðar og hann sé skemmtileg blanda af eldri og yngri leikmönnum. Mar- teinn var spurður hvernig fót- bolta Leiftursliðið myndi spila í sumar. „Ég er hrifinn af taktíkinni 3-5- 2 og reikna með að leggja hana upp. Annars ætlum við fyrst og fremst að spila skemmtilegan fót- bolta og ég legg áherslu á að liðið haldi boltanum, byrji strax að spila honum aftast og byggja sóknirnar upp þaðan. Pá finnst mér mikið atriði að nýta heima- völlinn vel og vona að við verð- um erfiðir heim að sækja,“ sagði Marteinn Geirsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.