Dagur - 14.06.1994, Blaðsíða 2

Dagur - 14.06.1994, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 14. júní 1994 FRÉTTIR Verktryggingarmál Akureyrarbæjar gegn VÍS: Þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur öðru hvoru megin við réttarhlé Öðru hvoru megin við réttarhlé verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur mál sem Akureyr- arbær hefur höfðað gegn Vá- tryggingafélagi íslands til greiðslu verktryggingar vegna Helgamagrastrætis 53 á Akur- eyri (grænu blokkarinnar). Kristján Þorbergsson mun flytja málið fyrir hönd Akureyrarbæj- ar en Hákon Árnason fyrir hönd VÍS. Forsaga þessa máls er sú að 11. mars 1993 var kveðinn upp dómur í Hæstarétti í máli þrota- bús Híbýla hf., verktakans við Helgamagrastræti 53, sem varð gjaldþrota í október 1989, gegn bæjarsjóði Akureyrar. Með hæstaréttardómnum var viður- kenndur eignarréttur Akureyr- arbæjar á íbúðum í „grænu blokkinni“. Að þessarri dóms- niðurstöðu fenginni hófust við- ræður Akureyrarbæjar og VÍS um greiðslu verktryggingar vegna hússins, en það hafði ver- ið sameiginleg ákvörðum máls- aðilja að fresta verktryggingar- málinu þar til búið væri að kveða upp dóm í Hæstarétti. ^ Noröurland: Urslit sveitarstjórnar- kosninganna sl. laugardag Síðari hluti sveitarstjórnarkosn- inganna var sl. laugardag og var gengið að kjörborði í átta sveit- arfélögum á Norðurlandi. Úrslit kosninganna urðu sem hér segir: Staðarhreppur (V-Hún.) A kjörskrá: 71 Alkvæói greiddu: 55 (77.5%) Auðir og ógildir: 7 Hreppsnefnd: Iwarinn Þorvaldsson (41), Magnús Gíslason (29) og Bjami Aóal- steinsson (26). Fremri-Torfustaðahreppur (V-Hún.) A kjörskrá: 45 Atkvæði greiddu: 31 (69%) Auóir og ógildir: 2 Hreppsnefnd: Sólrún Þorvaröardóttir (28). I>orsteinn Hclgason (26) og Eggert Pálsson (24). Ytri-Torfustaðahreppur (V-Hún.) Á kjörskrá: 157 Atkvæói greiddu: 119 (76%) Hreppsnefnd: Jóhanna Sveinsdóttir (53), Stefán Böóvarsson (48). Jóhannes Bjömsson (43), Flosi Eiríksson (42) og Rafn Benediktsson (41). Kirkjuhvanunshreppur (V-Hún.) Á kjörskrá: 82 Atkvæói greiddu: 35 (43%) Auöir og ógildir: 1 Hreppsnefnd: Heimir Ágústsson (31). Indriói Karlsson (29),_Loftur Guðjónsson (28), Tryggvi Eggertsson (28) og Ingólf- ur Sveinsson (21). I»orkelshólshreppur (V-Hún.) Á kjörskrá: 106 Atkvæói greiddu: 85 (80%) Auóirog ógildir: 1 Hreppsnefnd: Ólafur B. Óskarsson (66), Ragnar Gunnlaugsson (54). Sigrún Ól- afsdóttir (44). Steinbjöm Tryggvason (40) og Elías Guómundsson (28). Skagahreppur (A-Hún.) Á kjörskrá: 47 Atkvæói greiddu: 27 (57%) Hreppsnefnd: Sveinn Sveinsson (27), Rafn Sigurbjömsson (25), Finnur Karls- son (22), Siguróur Ingimarsson (19) og Guójón Ingimarsson (15). Skarðshreppur (Skagaf.) Á kjörskrá: 80 Atkvæói greiddu: 80 H-listi Úlfar Sveinsson og fleiri: 42 at- kvæði og þrjá menn kjöma - Úlfar Sveinsson, Jón Eiríksson og Siguróur Guójónsson. L-listi Andrés Helgason og fleiri: 37 at- kvæði og tvo menn kjöma - Andrés Helgason og Sigrún Aadnegaard. Hálshreppur (S-Þing) Á kjörskrá: 137 Atkvæói greiddu: 107 Auóir og ógildir: 1 Hreppsnefnd: Jón Óskarsson (85). Sig- urður Stefánsson (79), Þórhallur Her- mannsson (36), Ingvar Jónsson (32) og Amór Erlingsson (31). Aðalfundur Menor: Samstarf við Gilfélagið verði kannað rækilega - stjórn samtakanna endurkjörin Aðalfundur Menningarsamtaka Norðlendinga var haldinn á Siglufirði síðastliðinn laugardag. Auk venjulegra aðalfund- arstarfa voru umræður um framtíð félagsins og íjárhags- grundvöll. Stjórn Menor var endurkjörin og er Ólafur Þ. Hallgrímsson, Mælifelli, því áfram formaður samtakanna. Með Ólafi í stjórn eru Rut Han- sen, Akureyri, varaformaður, Kári Sigurðsson, Húsavík, ritari, Hlín Torfadóttir, Dalvík, gjaldkeri og Guðrún Helga Bjarnadóttir, Hvammstanga, mcðstjórnandi. Ein breyting varð á varastjórn. Margrét Jónsdóttir, Löngumýri, kom inn í stað Sólveigar Arnórs- dóttur, Útvík. Aðrir í varastjórn cru Guðmundur Ármann, Akur- eyri, Skarphéðinn Einarsson, Blönduósi, Emclía Baldursdóttir, Eyjafjarðarsveit og Anna Helga- dóttir, Kópaskcri. Að sögn Ólafs Þ. Hallgríms- sonar voru talsveróar umræður um framtíð Menor og traustari fjár- hagsgrundvöll og voru tillögur mótaöar í Ijósi umræðna. Sam- þykkt var tillaga um aö Menor íeiti eftir nánara samstarfi við Gil- félagið á Akureyri um hugsanlcg afnot af skrifstofu með sameigin- legan starfsmann í huga. Nánari útfærsla á að liggja fyrir er hausta tekur. Ólafur sagði aó þetta mál hefði reyndar verió í umræóunni býsna lengi en nú ætti að kanna samstarfsgrundvöllinn rækilega. Fundarmenn nutu gestrisni Siglfirðinga. Þeim var boðið á myndasýningu Örlygs Kristfinns- sonar um sögu og mcnningu stað- arins og síðan var kvöldvaka í Siglufjarðarkirkju þar scm heima- menn lluttu dagskrá í tali og tón- um. SS Ólafur Þ. Hallgrímsson HÁSKÓLINN Á AKUREYRI HÁSKÓLINN ÁAKUHEYRI Háskólinn á Akureyri boðar til starfs- mannafundar fimmtudaginn 16. júní kl. 16.00. í stofu 16 í húsnæði skólans við Þingvallastræti. Á fundinn eru boöaðir stundakennarar og starfsmenn, aðrir en fastráðnir kennarar. Bæjarráð 16. des. 1993 Þetta mál var tekið fyrir á fundi bæjarráós Akureyrar 16. desember sl. Þar var lagt fram bréf frá Brunabótafélagi Islands/Vátrygg- ingafélagi Islands hf. hvar óskaó var eftir að ágreiningur vegna verktrygginganna um Helga- magrastræti 53 verði lagður fyrir gerðardóm. Þessi ágreiningur snérist um greiðsluskyldu og fjár- hæö. I bréfinu er greint frá efni bréfs frá forsvarsmönnum Híbýla hf. til Akureyrarbæjar dags. 11. október 1989, sama dag og óskað var eftir gjaldþrotameðferð Híbýla hf„ þar sem þess er farió á leit að Híbýli verði leyst undan verk- framkvæmd samkvæmt verk- samningi, en erindió samþykkt f.h. bæjarsjóðs af Sigfúsi Jóns- syni, þáverandi bæjarstjóra. Einnig kom fram í þessu bréfi frá Brunabótafélaginu/VÍS að í bréfi frá lögmanni fyrrverandi eigenda Híbýla hf„ Benedikt Ólafssyni, hafi komið frarn sú skoðun að meó samþykki fyrrnefnds bréfs hafi Híbýli hf. verið leyst undan öllum skyldum sínum samkvæmt verksamningi og þar með hafi verkábyrgóirnar fallið úr gildi. Einnig var greint frá efni bréfs frá fyrrverandi bæjarlögmanni, Hreini Pálssyni, dags. 19. nóvem- ber 1993, þar sem hann skýrir til- urð bréfsins frá 11. október 1989 og lýsir þeirri skoðun sinni að ekki hafi verið ætlun bæjarsjóðs Akureyrar að falla frá kröfum í verktryggingarnar vegna hugsan- legra galla á vcrkum sem unnió hefðu verið. Loks var grcint frá el'ni símbréfs frá Sigfúsi Jónssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, þar sem hann telur að nefnt bréf hafi verið ritað í tilefni af gjaldþroti Híbýla hf. Bæjarstjórn hafnaði VÍS um gerðardóm Bæjarráð samþykkti á þessum l'undi 16. desember sl. að það gæti ekki oróið við beióni Brunabóta- félags Islands/Vátryggingafélags Islands hf. um að leggja málið fyr- ir gerðardóm og bæjarráð ítrckaði þá skoðun sína að verktrygging- arnar væru í fullu gildi. Á fundi bæjarstjórnar Akureyr- ar 11. janúar sl. var þessi bókun tekin fyrir og samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum. Gísli Bragi Hjartarson (A), einn eigenda Hí- býla, vék af fundi og tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. Á þessum bæjarstjórnarfundi kom fram að afrit af nefndu bréfi forsvars- manna Híbýla til bæjarsjóðs Ak- ureyrar hafi ekki fundist í skjala- geymslum Akureyrarbæjar og ekki sé að finna stafkrók fyrir því í gögnum bæjarins. Tekist á um verktryggingu og gildi bréfs Eins og áóur segir veróur þetta mál dómtekið . Ágreiningur í mál- inu tekur annars vegar til þess hvort VIS beri að greiöa Akureyr- arbæ verktrygginguna og jafn- framt gildi umrædds bréfs frá 11. október 1989. Hins vegar tekur málið til upphæðar verktrygging- arinnar. Ætla má aö dómur falli í Hér- aðsdómi. Veröi málinu áfrýjað til Hæstaréttar, sem verður að teljast fremur líklegt hvernig sem dómur Héraðsdóms verður, er langt í aö endanleg niðurstaða málsins liggi fyrir. óþh Á föstudag varð harður árckstur á mótum Glerárgötu og Gránufélagsgötu. Ökumaður bifreiðarinnar sem valt er grunaður um ölvun við akstur. Mynd: Brynjólfur. Akureyri: Fjórir árekstrar sl. föstudag Á fóstudag hafði lögreglan á Akureyri afskipti af fjórum árekstrum, þar af tveimur alvar- legum. Annar árekstranna varð á mótum Glerárgötu og Gránu- félagsgötu, með þeim afleiðing- um að önnur bifreiðanna valt og Ienti á mannlausri bifreið. Ann- ar ökumannanna er grunaður um ölvun við akstur en engin slys urðu á mönnum. Hinn áreksturinn átti sér stað á mótum Hlíðarbrautar og Hörgár- brautar og var annar ökumann- anna fluttur á slysadeild. Báðar bifreiðarnar reyndust mikiö skemmdar og þurfti aðstoð krana- bíls til að flytja þær brott. Á laugardagskvöld var ekið á stúlku fyrir utan Sjallann, hún slapp þó með skrekkinn, þar sem meiðsl hennar reyndust lítil sem engin. Eitt umlerðarslysið enn átti sér síðan stað á áttunda tímanum í gærmorgun, er ekið var á unga stúlku á reiðhjóli á mótum Teigar- síðu og Bugóusíðu. Stúlkan var llutt á slysadeild með minniháttar áverka á höföi. ÞÞ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.