Dagur - 10.11.1995, Blaðsíða 1

Dagur - 10.11.1995, Blaðsíða 1
78. árg. Akureyri, föstudagur 10. nóvember 1995 217. tölublað Verið viðbúin vinningi! Svarfaðardalur: Kind fannst á lífi eftir þrettán daga í skafli Fjögurra vetra kind frá bæn- um Helgafelli í Svarfaðardal fannst lifandi í snjóskafli skammt frá bænum, eftir að hafa verið hulin snjó í þrettán sólarhringa. „Kindin var ótrú- lega vel á sig komin þegar hún fannst,“ sagði Sigtryggur Jó- hannsson, bóndi í Helgafelli, í samtali við Dag í gær. Snjó, sem setti niður í áhlaup- inu fyrir tveim vikum, hefur mikið verið að taka upp síðustu daga. Skaflar í Svarfaðardal voru margir hátt í tveir metrar að þykkt, en hafa sjatnað um allt að helming. „Ég var á gangi á fönninni hér skammt frá bænum sl. þriðjudag þegar ég steig niður úr snjónum og í geil í skaflinum var þessi kind. Hún hafði allgott rými þama niðri og það hefur sjálfsagt bjarg- að henni,“ sagði Sigtryggur. Kind- inni var strax komið í hús og líðan hennar virðist góð. Sigtryggur í Helgafelli hefur fundið sextán kindur dauðar eftir áhlaupið í síðustu viku, en einnar er enn saknað. I ljósi síðustu at- burða kveðst Sigtryggur alls ekki útiloka að hún finnist einnig á lífi. -sbs Þorsteinn Már Baldvinsson kominn heim án samnings við DFFU: Tilboð American Seafood torveldaði samninga Ekkert samkomulag hefur enn verið undirritað milli Samherja hf. á Akureyri og þýska útgerðarfyrirtækisins Deutsche Fischfang Union GmbH & Co KG (DFFU) í Cuxhaven í Þýskalandi um kaup Samherja á umtalsverð- um hluta í þýska fyrirtækinu. Með samningum hugðist DFFU nýta sér íslenska þekk- ingu á sviði veiða og vinnslu um borð. DFFU hefur m.a. 7 þúsund tonna þorskkvóta í Barentshafi og 15 þúsund tonna síldar- og makrflkvóta í Norðursjó. Fyrir- tækið American Seafood í Osló, sem m.a. er með umtalsverða út- gerð í Seattle í Bandaríkjunum, hefur einnig gert DFFU tilboð sem torveldað hefur viðræðurnar við Samherja hf. Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samheija hf., er kominn heim til Akureyrar frá Cuxhaven án þess að undir samninga hafi verið skrifað. Hann sagði að forsvars- menn DFFU verði að ákveða við hverja þeir sernji, og það geti dregist fram í lok næstu viku. Á meðan hafi möguleikar Sam- herja hf. a.m.k. ekki verið af- skrifaðir en það sem trufli málið sé fyrst og fremst tilboð norska fyrirtækisins á seinni stigum samningaviðræðnanna. GG Hér eru þær Erla S. Magnúsdóttir og Vigdís Jónsdóttir við happakassann í KEA Hrísalundi, en milljónamæringur- inn akureyrski keypti hér lottómiða sl. laugardag. Mynd: BG Akureyringur 13,4 milljónum króna ríkari Enn einu sinni hafa Akureyr- 1 kl. 17 og 18, keypti einstaklingur /ingar dottið í lukkupottinn á Akureyri, sem hefur óskað eftir og að þessu sinni er vinningur- því að nafns hans verði ekki getið, inn stærri en gengur og gerist. lottómiða í kjörmarkaði KEA við Síðastliðinn laugardag, á milli Hrísalund. Og viti menn, sl. laug- Þorbjorg Gests- dóttir 100 ára á sunnudag Þorbjörg Gestsdóttir á Þórs- höfn heldur næstkomandi sunnudag, 12. nóvember, upp á 100 ára afrnæli sitt. Hún mun þann dag taka á móti gestum í hjúkrunar- og dval- arheimilinu Nausti milli kl. 16 og 18, en samsætið heldur Þórshafnarhreppur henni. Þorbjörg er enn við góða heilsu og dvelst nú á Nausti. Hún er fædd á Völlurn í Þistil- firði og hefur alla tíð verið bú- sett í heimabyggð. Hún er ógift og barnlaus. -sbs. ardagskvöld reyndust tölur þær sem hann hafði valið á lottómið- ann vera þær sömu og dregnar voru út. Lottópotturinn var fjór- faldur og Akureyringurinn heppni var einn með fimm tölur réttar. Hann er því um 13,4 milljónum króna ríkari, Friðrik Sigþórsson, verslunar- stjóri í KEA Hrísalundi, segist auðvitað vera hæstánægður með þá heppni sem fylgi viðskiptavin- um verslunarinnar, en fyrir nokkr- um vikum keypti annar viðskipta- vinur þar happaþrennumiða og varð 2 milljónum króna ríkari. Hjá íslenskri getspá fengust þær upplýsingar að þessi lott- óvinningur sé í hópi stærstu vinn- inga sem komið hafi á einn lottó- miða í hérlendri sögu lottósins. Starfsmaður íslenskrar getspár sagði að hinn heppni hafi óskað eftir nafnleynd, en ljóst væri að vinningurinn hafi komið á góðan stað. óþh Segir mest um Valdimar - seglr Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri VSÍ, um þau orð formanns AN að ekki verði beðið eftir úrskurði Félagsdóms Verkamannasamband íslands samþykkti á nýafstöðnu þingi sínu að skora á launanefnd ASI og aðildarfélög sín að segja upp gildandi kjarasamningum fyrir 1. desember nk. Þannig yrðu samningar lausir um næstu áramót. Valdiinar Guðmannsson, for- maður Alþýðusambands Norður- lands, sagði aðspurður fyrir nokkru að verkalýðsfélögin mundu ekki bíða eftir úrskurði Fé- lagsdóms vegna uppsagnar Verka- lýðsfélagsins Baldurs á ísafirði á kjarasamningum þótt vissulega kynni niðurstaða dómsins að hafa einhver áhrif. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands Islands, segir launanefnd VSI hafa hist á fundi á fimmtu- dag, í gær. Það hafi verið gagnleg- ur fundur og skoðanaskipti og aft- ur verði fundað nk. þriðjudag. „Mér finnst orð formanns Al- þýðusambands Norðurlands segja mest um þann sem viðhefur slík ummæli. Það var Norðlendingur fyrr á öldum sem viðhafði þau orð að um leið og menn slitu sundur lögin þá slitu menn sundur frið- inn. Ég tek svona ummæli hins vegar ekki alvarlega, því ég held að þorri fólks vilji halda gerða samninga, vilji fara að lögum og virða niðurstöðu réttra dómstóla ef um ágreining er að tefla. Það er hins vegar ákaflega þreytandi þetta tal ýmissa verkalýðsforingja oft á tíðum að þeir geri lítið með niðurstöðu dómstóla. Alþýðudóm- stóllinn sem þessi menn vilja leika er ekki það sem er þessu þjóðfé- lagi heppilegastur," sagði Þórar- inn V. Þórarinsson. Þórarinn segir að því miður bregðist Félagsdómur nokkuð að því leyti hversu seint hann taki málið fyrir, en málflutningur hefur verið ákveðinn 22. nóvember nk. og dómsniðurstöðu þá að vænta fljótlega upp úr því. Það sé óþægi- lega nálægt 1. desember. GG Hreppsnefnd Svarfaðardalshrepps: Frestaði afgreiðslu á tilboði Tréverks Hreppsnefnd Svarfaðardals- hrepps frestaði á fundi sín- um 5. nóvember sl. að taka af- stöðu til tilboðs frá Tréverki hf. á Dalvík um lokafrágang á íþrótta- og félagsheimili hrepps- ins við Húsabakkaskóla. Reikn- að er með að það verði gert nk. sunnudag. í vikunni náði arkitekt hússins, Helgi Már Halldórsson, niður- stöðu með Tréverki hf. og sú nið- urstaða var síðan lögð fyrir hreppsnefnd Svarfaðardalshrepps. Hreppsnefndin tók sér umhugsun- arfrest til næsta sunnudags, en nokkur atriði vöktu upp spurning- ar, m.a. um notagildi hússins, sem leitað var svara og skýringa við hjá arkitektinum. Það mun m.a. snúast um möguleika á því að hólfa húsið niður þegar þess gerist þörf. Stefnt hefur verið að því að ljúka frágangi við húsið í febrúar- mánuði 1997, tímanlega fyrir þorrablótsvertíðina. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.