Dagur - 05.06.1996, Blaðsíða 15

Dagur - 05.06.1996, Blaðsíða 15
IÞROTTIR Miðvikudagur 5. júní 1996 - DAGUR - 15 FROSTI EIÐSSON Knattspyrna - bikarkeppni KSÍ: Völsungar lögðu ungliða Þórs Völsungar eru komnir í þriðju umferð bikarkeppninnar eftir sigur á liði Þórs skipað leik- mönnum 23 ára og yngri. Hús- víkingar stóðu uppi með 2:0 sig- ur eftir mikinn baráttuleik en fengu færi til að skora fleiri mörk gegn ungliðum Þórs. „Þetta var mjög svipað og ég bjóst við. Þórsararnir eru ungir og fnskir og börðust vel en við spil- uðum ekki af fullum krafti þar sem það er erfiður deildarleikur á fimmtudag. Við vorum full lengi að skora annað markið og tryggja sigurinn en við höfðum þetta þó alltaf í hendi okkar, þó svo að ein- beitingin hafi ekki verið alveg hundrað prósent," sagði Sigurður Lárusson, þjálfari Völsungs, eftir leikinn. Leikurinn byrjaði af krafti og greinilegt að liðin ætluðu ekkert að gefa eftir. Þórsarar voru sókn- djarfari framan af en náðu ekki að nýta sér kraftinn í upphafi leiks. Það dró síðan til tíðinda um miðj- an hálfleikinn þegar vítaspyma var dæmd á Þórsara fyrir bak- hrindingu. Guðni Rúnar Helgason tók spyrnuna og kom Völsungum yfir. Leikurinn var rétt byrjaður að nýju þegar Orri Stefánsson, leik- maður Þórsara, braut gróflega af sér og fékk að launum reisupass- ann, rauða spjaldið. Leikurinn hafði verið grófur framan af og allt var á suðupunkti. Sérstaklega voru Þórsarar fastir fyrir. Eftir út- afreksturinn áttu Þórsarar undir högg að sækja og Völsungar tóku völdin á vellinum. Harkan var ekki söm í síðari hálfleik og færunum fjölgaði. Guðni Rúnar lék á als oddi og fór oft illa með vamarmenn Þórs. Sævar Eysteinsson, markvörður Þórs, varði glæsilega frá honum skot úr aukaspymu en skömmu síðar brenndi Guðni af í dauðafæri eftir að hafa leikið á markvörðinn. Hjörtur Hjartarson klúðraði tveim- ur ákjósanlegum færum áður en yfir lauk en Þórsarar náðu einnig ágætri pressu að marki gestanna inn á milli. Það var síðan komið sex mínútur fram yfir hefðbund- inn leiktíma þegar Róbert Skarp- héðinsson innsiglaði sigurinn með góðu skoti, 2:0. Athygli vakti að Kristján Örn Sigurðsson, 15 ára sonur þjálfara Völsungs, kom inná síðustu tíu mínúturnar og er óhætt að segja að hann líkist bróður sínum, Lár- usi Orra, bæði í útliti og leikstíl. Ef hann hefur sama kraft og áhuga á að standa sig gæti yngri bróðir- inn einnig náð langt. SH Hart barist á Þórsvelli. Völsungurinn Skúli Hallgrímssun í baráttu við Þórs- arann Jóhann Þórhallsson, sem einnig hefur getið sér gott orð sem skíða- maður. Þessi mynd er dæmigerð fyrir þá baráttu sem einkenndi bikarslag- inn á mánudag. Mynd: BG Golf: Birgir þriðji á stigamóti Um síðustu helgi fór fram stiga- mót til landsliðs í unglingaflokki í golfi á Leiruvelli á Suðurnesj- um. Leiknir voru þrír hringir en samhliða stigamótinu var einnig opið Pepsi Cola-mót. Ak- ureyringurinnn Birgir Haralds- son endaði í þriðja sæti í piltatlokki á stigamótinu og Jóna Björg Pálmadóttir úr Golfklúbbi Húsavíkur sigrað í stúlknaflokki. Örn Ævar Hjartarson úr GS lék best allra í unglingaflokknum, tók forustu strax á fyrsta degi á 76 höggum, 78 á öðrum degi, 74 síð- asta hringinn og 228 höggum alls. Friðbjöm Oddsson úr GK varð annar á 232 höggum og Birgir Haraldsson varð þriðji á 234. Birgir byrjaði illa og lék á 81 höggi en bætti sig síðan og lék á 77 og 76 höggum. I stúlknaflokki sigraði Jóna Björg úr GH á 278 höggum. Hún lék á 83 fyrsta daginn en missti dampinn og lék á 104 höggum annan dag. Síðasta daginn lék hún á 91 höggi og tryggði sér öruggan sigur. SH Heiðmar Felixson, til hægri, hafði ærna ástæðu til að fagna á mánudagskvöld þegar hann skoraði fjögur mörk í stórsigri Dalvíkinga á Stólunum frá Sauð- árkróki. Með honum á myndinni fagnar Garðar Níelsson marki. Mynd: bg Handknattleikur: Heiðmar í U20 ára landsliðinu Heiðmar Felixson, hand- knattleiksmaður úr KA, var valinn í karlalandslið íslands skipað leikmönnum 20 ára og yngri, sem tekur um helg- ina þátt í riðlakeppni Evr- ópumótsins. í riðli með íslendingum em Danir og Finnar og leikið verður í Láland Falster í Dan- mörku. Island mætir Finnum á laugardag og Dönum á sunnu- dag. Liðið sem lendir í fyrsta sæti riðilsins vinnur sér sæti í úrslitakeppni, sem fram fer í Rúmeníu 16.-25. ágúst nk. SH Knattspyrna - bikarkeppni KSÍ: Heiðmar blómstrar á Dalvík - skoraði fjögur í stórsigri á Tindastól Dalvíkingar unnu auðveldan sigur á Tindastólsmönnum á mánudagskvöld. Lokastaðan var 8:0 fyrir Dalvíkinga og eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðirnir mjög miklir. Heið- mar Felixson fór á kostum í liði Dalvíkinga - skoraði fjögur mörk og lagði grunninn að öðr- um. Þetta var tímamótalcikur á Dalvík því liðið hefur ekki náð að sigra nágranna sína frá Sauðárkróki undanfarin átta ár. Liðin hafa mæst sex sinnum í deild og bikar síðan 1988 og hafa Tindastólsmenn sigrað í ölluin leikjunum - með marka- hlutfallinu 15:4. Markaveislan byrjaði um miðj- an fyrri hálfleik þegar Heiðmar skoraði beint úr aukaspymu. Gest- irnir voru yfirspilaðir og áður en blásið var til leikhlés hafði Jón Örvar Eiríksson bætt tveimur góð- um mörkum við. I síðari hálfleik komu mörkin jafnt og þétt og Heiðmar var í að- alhlutverki. Hann skoraði annað mark sitt eftir misheppnað útspark markvarðar og fullkomnaði þrenn- una skömmu síðar með því að stinga sér í gegnum vörn gestanna og skora af öryggi, 5:0. Gunnlaug- ur Gunnlaugsson bætti sjötta markinu við eftir undirbúning Heiðmars, sem sá sjálfur um að skora sjöunda markið skömmu síðar. Heiðmar, sem er í bikar- meistaraliði KA í handbolta, var þar með kominn með fjögur mörk og kann greinilega ýmislegt fyrir sér á knattspymuvellinum. Loka- orðið átti síðan Ólafur Ingi Stein- arsson, 8:0. Þráinn Bjömsson, leikmaður Tindastóls, fékk að líta rauða spjaldið hjá dómaranum þegar staðan var 6:0 og ekki vænkaðist hagur gestanna við það. Dalvíkurliðið verður ekki dæmt af þessarri viðureign, til þess var mótspyrnan of lítil. Tindastólsmenn áttu engin um- talsverð færi og þar á bæ verða menn að rífa sig upp fyrir átökin í 4. deildinni. SH Krabbameinshlaupið á laugardag Hið árlega hlaup Krabba- meinsfélagsins verður á Akur- eyri og Olafsfirði nk. laugar- dag, 8. júní. Dagskráin á Akureyri verður við Dynheima og hefst kl. 11.00 þegar hljómsveit Félags harm- onikuunnenda við Eyjaförð leik- ur undir stjóm Atla Guðlaugs- sonar. Innritun í hlaupið hefst reyndar hálftíma fyrr, eða kl. 10.30. Upphitun fyrir hlaupið verður undir stjórn Bjarkar Pálmadóttur og hefst kl. 11.30. Eftir hlaupið verða síðan gerðar teygjuæfingar. Hlaupið sjálft hefst kl. 12.00 og hlaupið verður frá Dynheimum suður Hafnar- stræti og suður Aðalstræti, aust- ur Duggufjöru og norður Drottn- ingarbraut að Dynheimum (hringur háður vindi). Styttri leiðin er frá Dynheimum niður með Höepfner og Drottningar- braut til baka. I Ólafsfirði verður dagskráin við Gagnfræðaskólann. Innritun hefst kl. 11.00 og upphitunin kl. 11.40. Hlaupið verður af stað kl. 12.00 frá íþróttahúsi að gatna- mótum að Hlíð og til baka. Eftir hlaup verður síðan teygt líkt og á Akureyri. Umsjón í Ólafsfirði hefur Klara Ambjömsdóttir en á Akureyri er hlaupið í umsjón Halldóru Bjamadóttur og Guð- rúnar Agnarsdóttur, forstjóra Krabbameinsfélags íslands. SH M Knattspyrna - bikarkeppni KSÍ: Oruggur sigur Magna Magni frá Grenivík er kominn í þriðju umferð eftir sigur á Hvöt á Blönduósi. Lokastaðan var 4:1 fyrir Magnamenn og skoraði Brynjar Óttarsson þrjú af mörkunum. Magni byrjaði betur og Brynjar skoraði fyrsta markið en þegar líða tók á fyrri hálfleik komust heima- menn betur inn í leikinn og fengu Körfuboltapilturinn Birgir Öm Birgisson, sem ákveðið hefur að yfirgefa herbúðir Þórs fyrir næsta vetur, er eftirsóttur hjá öðrum liðum. Dagur hefur heim- ildir fyrir því að átta félög hafi haft samband við hann og viljað fá hann í jsínar raðir. Birgir er nú á heimaslóðum á Vestfjörðum og gerir upp hug sinn. færi til að jafna. Heilladísimar voru ekki með þeim og í síðari hálfleik vom það gestirnir sem tóku völdin. Brynjar bætti tveimur mörkum við og Ingólfur Áskelsson skoraði það fjórða. Heimamenn sóttu aðeins í sig veðrið og minnk- uðu muninn áður en yfir lauk. Markið skoraði Ólafsfirðingurinn Albert Arason beint úr aukaspymu. > Urslit Bikarkeppni KSÍ 2. umferð Dalvík-Tindastóll 8:0 Þór U23-Völsungur 0:2 Hvöt-Magni 1:4 Þróttur-Höttur 1:2 ÍA U23-Keflavík U23 0:2 Fram U23-Ökkli 5:1 GG-Ægir 1:5 Grótta-Breiðablik U23 1:3 ÍR-KR U23 6:4 FH U23-Valur U23 1:2 HK-Stjarnan U23 1:2 Leiknir-Reynir S. 7:2 UMFA-Víkingur Ó. 4:0 Víkingur-Selfoss 4:0 Magni spilaði af skynsemi og nýtti færin vel. Þar eru reynslu- miklir menn innan um sem stjóma leik liðsins. Hvöt er með unga og óreynda menn og það sýnir sig á leik liðsins. SH Sumarbúðir í Hamri Fyrsta námskeið 10.-21. júní Allar upplýsingar og skráning í Hamri í síma 461 2080 íþróttafélagið Þór

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.