Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 18
œ H MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1994 Fréttir DV Dómur í nágrannaerjum í Dalasýslu: Sýknaður af ákæru um árás Héraösdómur Vesturlands sýknaði nýlega Pétur Má Ólafsson, Galtar- tungu í Dalasýslu, af ákæru um lík- amsárás. Átök sem uröu tilefni kær- unnar áttu sér stað á brú yfir Kjar- laksstaöaá í Dalasýslu. Pétri var gefiö aö sök að hafa ráð- ist á feöga í júlí á seinasta ári, kastað steini og sparkað í hægri síðu fööur- ins með þeim afleiöingum að hann marðist þar og bólgnaöi. Honum var einnig gefið að sök að hafa sparkaö í vinstri síöu sonarins og slegiö hann með krepptum hnefa í andlitið með þeim afleiöingum að hann hlaut blóðnasir og hruflaöist á vinstri nös. Feðgarnir kærðu Pétur Má til lög- reglu fyrir líkamsárásina þann 20. júní og degi síðar kæröi Pétur Már feðgana fyrir líkamsárás en hann hlaut líka áverka í átökunum. Málsatvik eru þau að Pétur Már stöðvaði bíl sem hann ók á brúnni yfir Kjarlaksstaðaá til að sýna frænda sínum ána. Þá bar að dráttar- vél sem annar feðganna, sem kærðu Pétur Má, ók og var hún stöðvuð á brúnni. Ágreiningur er um hvort Pétur hafi reynt aö færa bílinn eða bakkað honum á dráttarvélina. Pétur heldur því fram að gangtruflanir hafi veriö í bílnum og erfiðlega geng- ið að færa hann, en annar feðganna heldur því fram að Pétur hafi bakkaö bílnum á dráttarvélina. Pétur hélt því hins vegar fram aö dráttarvélinni heföi verið ekið á bílinn. Þá er Ijóst aö til átaka kom en skiptar skoðanir eru um hvör hafi hafið átökin. í niöurstöðum dómsins segir aö verulegs ósamræmis gæti í fram- burði ákærða annars vegar og feðg- Pétur Már með sigurbros á vör á brúnni þar sem átökin áttu sér stað. Hann hefur verið sýknaður af ákæru um líkamsárás. DV-mynd GVA anna hins vegar en einnig gætti ósamræmis í framburði feðganna á milli. Á það ber þó að líta að fram- burður Péturs Más sé samhijóða framburði frænda hans, sem var í för með honum, í veigamiklum atriðum. Ennfremur kemur fram í niöur- stöðum aö deilur hafi staðið á milli málsaðila í talsverðan tíma og þær stundum orðið tilefni fjölmiölaum- fiöllunar. „Þykir ekki ólíklegt að deil- ur þessar hafi á einhvem hátt haft áhrif á það að átök urðu með aðilum í umrætt sinn.“ Meðal annars í ljósi þess aö ekki er ljóst hver hóf átökin, ósamræmis í framburði vitna og staðfastlegrar neitunar ákærða var Pétur Már sýknaður af ákærunni. Ferðaáskriftargetraun DV: Alveg orðlaus Hjörvar Sigurjónaaan, DV, Neskaupstaö „Ég er alveg orðlaus yfir þessu, var ég svo heppin að vera dregin út sem vinningshafi?“ sagöi Jó- hanna Axelsdóttir frá Neskaup- staö sem var dregin út í ferða- áskriftargetraun DV og fær aö launum ferð um ísland, land tækifæranna, fyrir tvo aö verð- mæti um 60.000 krónur. „Ég á örugglega eftir að geta nýtt mér þessi verðlaun því ég hef alla tíö verið dugleg að ferö- ast um landiö og hef reyndar ver- ið á ferðinni um landiö á hverju ári. Ég hef verið nokkuð heppin í happdrættinu, því einu sinni lánaðist mér að fá 5 rétta í lottó- inu og deildi vinningnum í félagi viö annan,“ sagði Jóhanna. Jóhanna Axelsdóttir fékk vinning að verðmæti 60.000 krónur i ferðaáskriftargetraun DV. OV-mynd Hjörvar Lögreglan á Ólafsfirði: 7málíoktóber „Þaö hefur ekki verið svona rólegt hjá lögreglunni hér síðan ég hóf störf fydr nokkrum árum,“ segir Jón Konráðsson, lögreglumaður á Ólafsfirði, en í síðasta mánuöi komu aöeins 7 mál upp á borð lögreglunnar þar. Haraldur Stefánsson. DV-mynd Æglr Már Sama fjölskylda unnið við símann frá upphaf i Starfsfólk P&S í Vík. Frá vinstri Helga Sveinsdóttir, Hrönn Brandsdóttir, Guöný Guönadóttir símstöðvarstjóri, Sig- þór Sigurósson, Sigríður Sveinsdóttir, Kristín Ragnarsdóttir, Sigrún Guömundardóttir og Sólveig Davíðsdóttir. Sími í Vík í Mýrdal í 80 ár: Páll Péturssan, DV, Vík í Mýrdat Nú í haust eru liðin 80 ár síðan sími kom til Víkur. Bændur í Mýrdal stofnuöu Talsímafélag Mýrdæhnga 13. nóvember 1914 til þess að fá sím- ann heim á bæina en ríkið lagði þá aðeins símann til Víkur. Sama fiölskyldan hefur unnið við símann frá upphafi í Vík. Sveinn Þorláksson var fyrsti símstöövar- stjórinn og var símstöðin i einu her- bergi á heimili hans. Símstöðin var Hús P&S i Vik. DV-myndir Páll í sama húsi allt frá 1914 til 1967 þegar flutt var í núverandi hús. Guðný Guðnadóttir, núverandi símstöðvarstjóri, er dótturdóttir Sveins Þorlákssonar en móðir henn- ar, Helga Sveinsdóttir, vann einnig á símanum í fiölda ára. Á símstöðinni i Vík hefur veriö sett upp sýning á gömlum munum í tilefni af 80 ára afmælinu, allt frá upphafi símavæð- ingar í Mýrdalnum. Má þar nefna gamalt skiptiborð, sjóðbók frá árinu 1915, símaskrár og -gamla og virðu- lega veggsíma. í dag eru þijú stööu- gildi, auk póstburðarfólks hjá Pósti og síma í Vík. Ferðaáskriftargetraun DV: Aldrei fengið vi nning áður „Ég á afskaplega erfitt meö að trúa þvi að ég hafi verið dregin út sem vinningshafi i ferðaá- skriftargetraun DV, því ég hef aldrei fengið vinning í happ- drætti áður,“ sagöi Hjördís Jó- hannsdóttir frá Reykjavík. Hún er skuldlaus áskrifandi DV og var svo heppin aö vera dregin út sem vinningshafi og fær ferð um ís- land - land tækifæranna fyrir tvo að verðmæti 60.000 krónur. Hún getur valið á milli 9 möguleika um feröir hérlendis. „Þaö er ekki hægt aö segja aö ég ferðist mikið, því ég hef varla efiú á þvi. Ég hef fariö á fimm ára íresti til Akureyrar og ekki mikiö um ferðalög fyrir utan þaö.“ Hjördís Jóhannsdóttir fær nú lerð um island aó verómæti 60.000 krónur fyrir tvo. DV-mynd GVA Borgin kaupirhús Borgarráð hefur samþykkt aö kaupa íbúðarhúsiö og útihúsin aö Þvottalaugabletti VUl í Reykjavik fyrir 7,2 milijónir króna. Helmingurinn greiöist viö undirritun kaupsamnings og af- sals og eftirstöövarnar í byijun febrúar á næsta ári. Eignimar verða afhentar borgarsjóði viö undirritun samnings og verður garðyrkjudeild falin umsjón þeirra fyrst um sinn. Slökkviliðsstjórinn á Keflavikurflugvelii: Mínir menn í toppformi Ægir Már Kárasan, DV, Suöumesjum; „Við erum með ákveðinn staöal sem við förum eftir og ég vil hafa mína menn í toppformi. Menn sem eru ekki í nógu góðu formi líkamlega og þurfa aö takast á við eld verða fyrr þreyttir - geta oröið ofsahræddir og þvælst fyrir,“ sagöi Haraldur Stef- ánsson, slökkviliösstjóri á Keflavík- urflugvelli, í samtali við DV. Talið er áð slökkviliðið á Keflavík- urflugvelli sé eitt hiö besta í heimi. Það hefur unnið til fiölda verölauna bandaríska flotans i samkeppni við slökkvilið flotans víða um heim. SlökkviUösmennimir tóku nýlega þrekpróf og 90% þeirra stóðust próf- iö. 78 brunaveröir eru í slökkviliðinu og aðeins þrir stóöust ekki prófiö. Nokkrir sem eru að nálgast sextugt þurftu ekki aö taka það. Slökkviliöið gerir mikið fyrir liðs- menn sína til þess að þeir séu í góöu formi. Þeir hafa sérstakan þjálfara og góð líkamsræktartæki á vinnu- stað. Þá geta þeir og stundað æfingar í líkamsræktarstöðvum í Keflavík í frítímum. Nýlega var fariö aö gera mjólkur- sýrúmælingar á brunavörðum eftir finnskum staðh sem notaður er víöa t.d. í BandaríKjunum, Bretlandi og á Norðurlöndum. Byggt er upp rétt lík- amlegt þol hvers og eins brunavarð- ar svo árangur náist. „Ég er ákaflega ánægður með mína menn. Þeir æfa mikið og vita að til þess að fá stöðuhækkun þurfa þeir vera í formi,“ sagði Haraldur. Hann lætur ekki sitt eftir liggja, hleypur daglega og stundar lyftingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.