Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1994, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 15 Samgöngur á Vestfjörðum Þeir sem búa við það öryggi í sam- göngumálum sem því er samfara að lifa og starfa á suðvesturhluta landsins virðast oft á tiðum eiga erfitt með að skilja þær aðstæður sem Vestfiröingar búa viö í sam- göngumálum. Varaflugvöllur Það er e.t.v. til of mikils mælst að fólk sem sjaldan eða ekki kemur austur fyrir Elliðaár skilji þær erf- iðu aðstæður sem fólk á Vestfjörö- um býr við og hvílík samgöngubót og öryggisatriði það er að fá nú loksins veg sem gerir mögulegt að halda uppi samgöngum að vetrar- lagi milli byggðakjarnanna Bol- ungarvíkur, Isafjaröar, Suður- eyrar, Flateyrar og Þingeyrar. Flug til og frá ísafirði hefur löng- um verið erfltt. Tilkoma jarðgang- anna opnar þann möguleika að gera alvöru ílugvöll á Sveinseyri skammt vestur af Þingeyri. Að- stæður eru ákjósanlegar til flug- vallargerðar þar sem aðflug yrði af hafi. Sennilegt er að á Sveinseyri megi gera varaflugvöU fyrir framan- greint byggðasvæði, með minni kostnaði en verðmiðinn sem settur er á Holiday Inn hótelið. Það sem meira er, flugvöllur þessi yrði vel nothæfur fyrir stórar millilanda- flugvélar og gæti því þjónað sem varaflugvöllur og opnaði um leið tækifæri til útflutnings á ferskum sjávarafurðum beint frá Vestfjörð- um. Skoðun á hagkvæmni slíkrar flugvallargerðar þarf að setja í gang. Þótt flugvöllur á Sveinseyri muni stórbæta allt öryggi í flugi tU og frá því svæði sem hánn þjónar má ekki líta fram hjá því að vega- samgöngur að og frá fjórðungnum eru langt frá að vera auðveldar. Betri tenging milU Þingeyrar og Vesturbyggðar mundi í reynd opna KjaUariim ferjuna frá Stykkishólmi að Brjánslæk. Vetrarvegur Sá þekkti maður Elías Kjaran, ýtustjóri og vegageröarfrömuður, telur að tvennt komi einkum tU greina í þessu sambandi. Byggja veg sem leyfi heilsárssamgöngur yfir Hrafnseyrar- og Dynjandis- heiði eða að gerð séu jarðgöng úr Kjarnastaðadal, undir Búrfell og yfir að Rauðsstöðum í Arnarfirði rétt við Mjólká. - Slík göng yrðu Hrafnseyrarheiði (Manntapagil). Sá kostur er við þá gangagerð að göngin eru mun styttri eöa um einn kílómetri en hins vegar yrðu þau í um 300 metra hæð yfir sjávarmáli. Jarðgöng úr Dýrafiröi i Rauðs- staði, stytta veginn ísaflörður- Mjólká um 30 kOómetra og gera mögulegt að ferðast „suðurleiðina" allt árið. Áður en teknar eru ákvarðanir í þessum efnum þarf að skoða hvort unnt er að fara með vetrarveg upp úr Dynjandisvogi og eftir hálend- Gunnlaugur M. Sigmundsson framkvæmdastjóri, frambjóð- andi i prófkjöri Framsóknar- flokksins á Vestfjörðum áriö um kring tvær leiðir inn á Vestfirði. Annars vegar er vegur- inn um Strandasýslu og Djúp og hins vegar sá möguleiki að taka „ ... flugvöllur þessi yröi vel nothæfur fyrir stórar millilandaflugvélar og gæti því þjónað sem varaflugvöllur og opn- aði um leið tækifæri til útflutnings á ferskum sjávarafurðum beint frá Vest- f]örðum.“ sennilega um fjögurra kílómetra löng. Einnig kemur til greina að fara með veg fram Brekkudal og undir inu í Kollafjörð í A-Barðastrandar- sýslu. Heíja þarf snjómælingar á þessu svæöi strax nú í vetur. Gunnlaugur M. Sigmundsson „Tilkoma jarðganganna opnar möguleika á að gera alvöru flugvöll á Sveinseyri... laugs. 1 segir m.a. í grein Gunn- Glæpir og dómar Hin síðari ár hefur andleg mein- semd brotist út á meir áberandi og annan hátt en áður. Þar er um að ræða fjölgun einstaklinga sem hafa svo brenglaöan hugsanagang að þeir sjá ekkert athugavert við að ráðast á saklaust fólk og berja til óbóta, jafnvel dauða. Vesalings ofbeldismaðurinn! Eyðilegging eigna af völdum þessa meinsemdarfólks er daglegt brauð. Menn hafa verið hvattir til að láta ekki afskiptalaust að eignir borgaranna séu eyðilagðar. En það getur verið lífshættulegt að reyna slíkt. Stutt er síðan maður kom þar að sem skrílmenni nokkur fengu út- rás geðveikislegri eyðileggingar- þörf sinni. Fólst það í að rífa upp tré og annan gróður. Maðurinn fann að þessu og var barinn á svo hrottalegan hátt að hann misti ann- að augað. Fólskuárásin sem þessi lítilmenni frömdu ollu manninum fleiri áverkum og má segja að líf hans hafi verið lagt í rúst. VEGNA SKERTRAR SJONAR, MISSTI HANN RÉTTINDI SEM STÝRI- MAÐUR. Lærdómur og vinna að engu gert. Hveijir geta gert svona? Ég sé fyrir mér geðbilaða eða ill- KjaHarinn saklausan manninn í andlitið með þungri glerkönnu svo að varanleg örkuml hlutust af. Vesahngs of- beldismaðurinn er ekki nema 19 ára! Sakleysislegur aldur fannst dómurunum. Þurfti hann að vera genginn í barndóm til að vera bóta- skyldur? Nokkrir mánuðir í fang- elsi fyrir slíkt voðaverk og engin fjárútlát. - Samúð dómaranna sýn- ist, eins og í fleiri málum, vera með ofbeldismönnunum. aftur. Níðingsskap þennan allan varð saklaus unglingsstúlkan að sætta sig við. Það blasir við samkvæmt þessum dómi að ef menn eru innan við tvitugt og hafa hreina sakaskrá mega þeir nauðga stúlkum á ferm- ingaraldri. Ekki veit ég hve hátt kaup dómar- ar þurfa til að þeir taki starf sitt alvarlega. í umtalsverðan tíma hafa hæstaréttardómar vakið al- Albert Jensen trésmiður menni. Máhð fór fyrir Hæstarétt, þaðan sem hinir ólíklegustu dómar koma. Að hvaða niðurstöðu skyldu nú hinir háæruverðugu, hálærðu og hálaunuðu embættismenn ríkisins hafa komist? Þeirra niðurstaða var að engin bótaskylda væri finnanleg hjá of- beldismönnunum. Einn þeirra sló „Nokkrir mánuðir í fangelsi fyrir slíkt voðaverk og engin fjárútlát. - Samúð dómaranna sýnist, eins og 1 fleiri mál- um, vera með ofbeldismönnunum.“ Refsing smávægileg Innan við tvö ár eru síðan þrír menn á aldrinum 15 til 18 ára nauðguðu 13 ára stúlku. Dómurum fannst rétt með tilliti til ungs ald- urs þessara óþokka að gefa þeim áminningu. Hún var í því fólgin að þar sem þeir hefðu ekki áöur brotið af sér og væru svona ungir væri þetta í lagi ef þeir gerðu ekki slíkt menna athygh vegna þess undar- lega boðskapar sem þeir hafa fært þjóðinni. - Sýnt réttarfarið í hnot- skurn. Boðskapurinn er: Illmenni á öll- um aldri mega fá útrás fyrir óeðli sitt og mannvonsku á fólki á öhum aldri. Refsing smávægileg, drepi þau ekki. Albert Jensen Magnús Bess, Islands- meistari I karlaflokkí. Meðog ámóti Keppni í vaxtarrækt Karlaímynd „Ég er í þessari íþrótt eingöngu fyr- ir sjálfan mig. Ég lit á þetta sem sport og keppni og hef virkilega gaman af þessu. Enn fremur er ég í þessu til að lita vel út. Ég get þó viðurkennt að ég er sammála þeirri umræðu að undanfórnu aö mér finnst ekki passa aö sjá kvenfólk í keppni í þessari íþrótt. Ég er mun sáttari við Fitness-keppnina sem verður haldin um næstu helgi Þar sjáum við kvenfólk sem lítur vel út. Keppni i vaxatarrækt er fyrst og fremst í mínum huga karla- imynd. Margrét, sem sigraði i kvennaflokknum um síðustu helgi, æfir ekkert minna en karl- mennirnir. Hún ber af kynsystr- um sínum í þessum efnum. Það þekktist hér áður fyrr aö menn voru aö nota lyf til að byggja lík- ama sinn upp en þetta er á undan- haldi í dag. Ég nota til dæmis engin lyf. Þess í stað byggi ég sjálfan mig upp enda er tæknin við shkt mun meiri en áður. Eins er mataræðiö aht annað og betra og á þeim þætti einum er hægt að komast langt. Keppni í vaxtar- rækt á hiklaust rétt á sér og ég sé fyrir mér að i henni verði keppt um ókomna framtið." Misnotkun „Ég er með vaxtarrækt sem slíkri. Ég er hins vegar á móti þéirri framþróun semorðiðhef- ur í þessum keppnura. Þetta er kom- ið út í öfgar eins og alhr vita og sjá. Ég held að í alltof mörgum tilfellum séu notaðir hormónar og það gefur auga leið að ef fólk ætlar að ná einhverjum árangri þarf eitthvað gott í kropp- inn. Annars tæki það eðlilega 1(X) ár að ná árangri. Það hefur orðið mikil breyting í þessum efnum frá því þegar ég stóð í þessu. Þá var mottóið að vera huggulegur kroppur en núna er þetta komið út í það að vera tröllvaxinn. Ég er til dæmis að fara að dæma í svokallaðri Fitness-keppni um helgina en þar kemur fram fólk sem sýnir fallegan kropp aö mínu viti. Hver þróunin verður í vaxt- arræktínni er erfitt að spá um. Ég held nú samt að vinsældir þessa úthts fari þverrandi, endir- inn verði að þetta veröi úrelt og þaö er nátturlega hiö besta mál. Það tekur einhver ár til viðbótar ogmenn drepast þá ekki í þessu, Áhuginn fyrir þessari tegund vaxtarræktar hefur farið minnk- andi meöal almennings og mun færri áhorfendur koma á islands- mótið en áður fyrr. Svona vöðva- útlit höfðar meira tíl karlmanna, það er þeim eðhlegra en kven- fólkinu. Hvað kvenfólkið áhrærn finnst mér þetta misnotkun á kvenmannskroppi. Sumir hafa eflaust auga fyrir þessu og finnst þetta flott, mér hins vegar ekki. Foreldrar í dag hugsa sig örugg- lega tvisvar um áður en þeir senda: dætur sínar út i svona íþrótt. Það eru fáar konur sem vilja líta svona út í dag, þessu fylgir að auki mikið álag á skrokkinn." Hrafnhlldur Valbjörns- dóttir, fyrrverandi vaxt- arræktarkona.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.