Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1994, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 Svidsljós Kirk kafteinn kvaddurmeð söknuði ogtrega „Það er með söknuði og trega að ég kveð persónu sem ég hef haft gaman af að leika," sagði bandaríski kvikmyndaleikarinn William Shatner nýlega. Þar var haxm að sjálfsögðu að tala um James Tiberius Kirk, kaftein úr Star Trek kvikmyndunum og sjónvarpsþáttunum sem Shatner hefur leikið undanfarin 28 ár. Síðasta Star Trek myndin sem Shatner leikur í var frumsýnd fyrir stuttu við alveg glimrandi móttökur áhorfenda. Nú eru það hins vegar nýir menn sem taka við stjórninni á geimskipinu Ent- erprise sem Shatner og félagar hafa siglt á um himingeiminn. Þegar Shatner tók að sér hlut- verk Kirks árið 1966 var Lucille Ball, gamanleikkonan fræga, yf- irmaður hans, Lyndon B. John- son var í Hvíta húsinu, Víetnam- stríðið var í fullum gangi og LSD var á góðri leið með aö verða á hvers manns vörum. fyrirmyndar Bandaríska poppsöngkonan Wlntney Houston var þeirri stund fegnust þegar hún lauk tónleikaferð sinni i Suður-Afríku á dögunum. Þarlendum fjölmiðl- um virtist nefnilega vera mjög uppsigaö við söngkonuna og létu hana svo sannarlega finna fyrir því. Blöð og sjónvarp sögðu hana hafa hagað sér illa á hótelínu þar sem hún dvaldi og hafa neitað að svara spurningum fréttamanna. Hótelstjórimi var hins vegar á öðru máli og sagði Whitney fyrir- myndargest Spænski nautabaninn Jesulin de Ubrique glímir fimlega við mannýg nautin eins og sjá má. Jesulin er aðeins tvítugur að aldri, ættaður úr Andalúsiu, og þykir með efnilegri nautabönum. Á vertíðinni í sumar barðist hann við hvorki meira né minna en 153 tudda en það er 32 fleiri en sá frægi El Cordobes gerði árið 1970. Svo er það bara spurningin hvað kappinn gerir á næsta ári. Simamynd Reuter Smá \ I H mm a MmitMssjmmmÁ Á mánudögum verður DV komið í hendur áskrifenda á suðvestur- hominu um klukkan 7.00 að morgni og aðrir áskrifendur fá blaðið í hendur með fyrstu ferðum frá Reykjavík út á land. Helgarblað DV berst einnig til áskrifenda á sama tíma á laugardögum. BREYTTUR AFGREIÐSLUTIMI: Blaöaafgreiösla og áskrift: Smáauglýsingar: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 Helgarvakt ritstjórnar: Sunnudaga 16-23 Laugardaga: 9-14 Sunnudaga: 16-22 Mánudaga - föstudaga: 9-22 Ath.: Smáauglýsing íhelgar- blað verður að berast fyrir klukkan 17 á fóstudag. 63*27*00 BEINN SIMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 63 27 77 KL. 6-8 LAUGARDAGS- OG MÁNUDAGSMORGNA Gamlar upptökur Bítlanna á geisladiskum: Sýna hversu góðir þeir voru á hljómleikum - segir gamli upptökustjórinn þeirra, George Martin „Þessar upptökur sýna hversu góðir þeir voru á hljómleikum áður en við fórum að beita öllum þessum hljóðblöndunarbrellum,“ sagði Ge- orge Martin, fyrrum upptökustjóri Bítlanna, um nýtt tvöfalt geisladiska- albúm með fjórmenningunum frá Liverpool sem kemur í verslanir inn- an skamms. Albúmið heitir: Bítlamir á tónleik- um hjá BBC og eins og nafn þess gefur til kynna er þar að finna lög sem voru tekin upp hjá og flutt í breska útvarpinu BBC. Upptökumar fundust í skjalasafni BBC þegar verið var að leita að efni fyrir heimildar- mynd um kappana. „Þetta var eins og að finna gröf Tútankhamens faraóa," sagði Kevin Howlett, þáttagerðarmaður hjá BBC. AIls eru fimmtíu og sex lög á geisla- diskunum tveimur og hefur George Martin endurblandað þau með nýj- ustu græjum. Lögin eru flest gömul klassísk rokklög frá því áður en Bítl- amir fóm aö halda tónleika í heima- bænum og í Hamborg en þó má finna þar þeirra eigin lög eins og „A Hard Day’s Night“, „Can’t Buy Me Love“ og „Ticket To Ride“. Bítlavinir hafa því fulla ástæðu til aö kætast fyrir þessi jól. bili. Með þeim á myndinni er George Martin upptökustjóri. Tom Amold í hnapphelduna Skemmtikrafturinn og leikarinn Tom Amold, fyrrverandi eiginmað- ur leikkonunnar Roseanne úr sam- nefndum þáttum, hefur tekið saman við hina 21 árs gömlu Júlíu en hún er háskólanemi. Tom er 35 ára gam- all. Formlegur skilnaður hans og Roseanne verður í næstu viku og segist Tom ætla að giftast Júlíu í júlí á næsta ári. Hann gaf henni rándýr- an trúlofunarhring fyrir skemmstu. „Það var mikil blessun að Júlía skyldi koma inn í líf mitt. Mér líkar vel að vera giftur. Ég vil dveljast sem mest með þeirri sem ég elska," sagði kappinn í yfirlýsingu nýlega. Roseanne er heldur ekki aðgerða- laus í ástarmálunum en hún hefur lýst því yfir að hún hyggist giftast Tom Arnold hyggst giftast táningn- um Júlíu á næsta ári og Roseanne ætlar að giftast lífverði sínum. lífverði sínum en sá heitir Ben Thomas. Eins og kunnugt er lét Rose- anne á sínum tíma tattóvera á líkama sinn að hún væri eign Tom Amolds. Ekki er vitað hvort búið er að fjar- lægja húðflúrið. Van Damme að skilja Darcy Van Verenberg, eigin- kona leikarans og hörkutólsins Jean Claude Van Damme, hefur farið fram á skilnað við kappann og fer að sjálfsögöu fram á að fá helming eigna hans. Darcy er fjórða eiginkona Van Damme en þau höfðu aðeins verið gift í niu mánuði. Hún vill meðal annars halda öllum þeim skartgripum og gimsteinum sem vöðvabúntið gaf henni á meðan hjónabandið entist en það mun ekki hafa verið neitt smáræði. Hún vill líka halda eftir Harley Davidsson mótor- hjóli og BMW bifreið sem Van Damme gaf henni. Rolling Stones Gömlu brýnin í Rolling Stones eru á leiöinni í hljómleikaferða- lag um Ástralíu í mars og april á næsta ári en síðast komu þeir þangað fyrir 21 ári. Rollingamir eru nú að klára hljómleikaferð sina um Banda- ríkin en hún hófst í Washington l. ágúst síðastliðinn. Þeir áætla líka að spila í Suður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Jessicu Tandy, sem margir muna eftir sem gömlu konuna í myndinni Driving Miss Daisy, var minnst sem þjóðargersemis á minningarhátíð á Broadway nú i vikunni. Tandy, sem lést nýlega, átti langan leikferil að baki og margar kvikmyndastjömur Hollywood komu fram á dag- skránni Meðal áhorfenda var auk þess fólk eins Paul Newman, Joanne Woodward og Glenn Close.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.