Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1994, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1994, Blaðsíða 36
 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 63 27 00 BLAÐAAFGREIÐSLA OG ÁSKRIFT ER 0PIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokaö Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 63 27 77 Kl. &8 LAUGARDAGS- OG MÁNUDAGSMORGNA Frjálst,óhaö daqblaö MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1994. Veðrið á morgun: Hvöss suðlæg átt Á morgun veröur hvöss suðlæg átt og rigning, mest úrkoma veröur sunnan- og vestanlands. Hiti verö- ur á bilinu 6-11 stig víöast hvar. Veðrið í dag er á bls. 44 LOKI Jæja, Jón Baldvin kemst þó enn inn sem uppbótarþingmaður! Jóhanna Sigurðardóttir: Fólk treystir ekki gömlu flokkunum „Mér sýnist á þessari könnun aö þessi nýja hreyfing sé komin með samanlagt fylgi Alþýðuflokks, Al- þýðubandalags og Kvennalista sem sýnir að þessi hreyfing getur orðið öflug forystuhreyfing jafnaðar- manna og félagshyggjufólks og sterkt mótvægi viö íhaldsöflin í landinu," segir Jóhanna Sigurðardóttir um niðurstöðu skoðanakönnunar DV. „Það er augljóst að fólk treystir ekki lengur gamla flokkakerfinu til að ná fram því sem það vill. Það kem- ur glöggt fram í þessari könnun," segir Jóhanna. „Þessi könnun sýnir að Alþýðu- bandalagið heldur algjörlega sínu fylgi þrátt fyrir útkomu Þjóðvaka. Hins vegar virðast Alþýðuílokkur- inn og Kvennalistinn vera að hrynja og Sjálfstæðisflokkurinn tapar veru- lega,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins. „Ég er ánægður með þessa skoð- anakönnun. Ég hef alltaf tekið mark á skoðanakönnunum DV. Framsókn- arflokkurinn hefur hækkað verulega frá síðustu könnun og miðað við hvað listi Jóhönnu hefur mikið fylgi þá tel ég þetta mjög góða niðurstöðu fyrir Framsóknarflokkinn," segir Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins. „Samkvæmt þessu heggur Jó- hanna drýgst skörð í raðir sinna fýrri flokkssystkina og það finnst mér rök- rétt. Ég reikna með að sveifla hennar muni eitthvað ganga niður og það muni þá skila sér til hækkunar hjá flestum en þó hugsanlega ekki hjá Alþýðuflokki,“ segir Anna Ólafsdótt- ir Björnsson, þingkona Kvennalist- ans. „Þessi könnun sýnir þá miklu hreyfingu sem virðist vera á kjósend- um og hefur endurspeglast í ýmsum könnunum upp á síðkastið. Mér sýn- ist í fljótu bragði að sveiflur í þessu geti verið og verði á næstu vikum mánuðum mjög miklar. Það er óvar- legt að draga of víðtækar ályktanir af svona könnunum," segir Guð- mundur Árni Stefánsson, varafor- maður Alþýðuflokksins. „Þessi könnun endurspeglar fyrst og fremst þá umræðu sem hefur orð- iö um flokk Jóhönnu Sigurðardóttur undanfarna daga. Sá flokkur virðist í þessari könnun taka til sín umtals- vert fylgi. Ég tel að það megi búast við talsverðum sveiflum á næstu vik- um og mánuðum meðan verið er að vinna að undirbúningi framboða og það er athygli vert að yflr þriðjungur tekur ekki afstöðu eða neitar að svara,“ segir Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Skyndilega sá ég allt svart - segir Baldur Baldursson sem er nefbrotinn og með brotnar tennur „Eg er nefbrotinn, með glóðar- auga á báöum augum, með brotna framtönn og nokkrar lausar. Égfer í aðgerð í dag til aö laga á mér nef- iö og verð sjálfsagt á sjúkrahúsi i einn til tvo daga,“ sagði Baldur Baldursson, 33 ára Keflvíkingur, við DV en hann varð fyrir tilefnis- lausri likamsárás fyrir utan veit- ingastaðinn Rána í Keflavík að- faranótt laugardagsins. Baldur, sem rekur fjölritunar- stofu í Keflavík auk þess að vera sjúkraflutningamaður, var ásamt starfsmönnum sínum viðstaddur úrshtakvöld í karaoke-söngva- keppni á Ránni. „Kvöldið var frábært að öllu leyti nema þarna í lokin. Um leiö og ég kom út var ég kýldur af manni sem ég þekki ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég hélt ég ætti ekkert sökótt viö þennan mann. Ég sá ekki manninn eða hnefann á honum því þetta gerðist svo snöggt. Ég kom út um dymar og sneri mér við. Þá sá ég bara allt í einu allt svart. Ég steinlá og missti meðvitund í smá- stund. Ég var heillengi að rembast viö að ná sjóninni aftur,“ sagði Baldur. Honum var komið á sjúkrahús um nóttina þar sem meiðsl hans voru rannsökuð. Bald- ur fékk síðan að fara heim en fer í aðgerð í dag. Fjölmörg vitni voru að árásinni. Kona Baldurs sá að árásarmaður- ínn var að tala við stelpu fyrir utan Rána. Um leið og Baldur kom- út hafi árásarmaðurinn hrint stelp- unni í götuna og kýlt Baldur um- svifalaust. Þegar DV ræddi við Baldur í gær var hann ekki búinn að kæra árás- armanninn. Hann sagðist hklega leggja frarn kæruna hjá rannsókn- arlögreglunni í Keflavík i dag. Baldur hafði reyndar heyrt að árásarmaðurinn vildi ná sáttum. Hann hefði haft samband við eig- anda Ráarinnar og beðiö hann að hafa mílligöngu um sættir við Baldur. Davíö Oddsson forsætisráðherra og Ástríður Thorarensen, eiginkona hans, komu í þriggja daga opinbera heim- sókn til Kina i gær. Li Peng, forsætisráðherra Kina, tók á móti Davíð og hér kanna þeir heiðursvörð í þjóðarhöllinni í Peking. Davið og Ástríður skoðuðu forboðnu borgina i Peking síðdegis. Þá var undirritað samkomulag um sam- vinnu í menningarmálum. Davið og Ástriður fara að Kínamúrnum í dag en í óperuna í kvöld. Simamynd Reuter Árás á HvolsveUi: horna- boltakylfu Fjórir ókunnir menn á þrítugsaldri réðust á feðga á Hvolsvelli á laugar- dagskvöldið, að því er virðist að til- efnislausu. Það er hins vegar hald lögreglunnar á Hvolsvelli að hér hafi verið um „þrælskipulagða" árás að ræða. Feðgarnir eru illa leiknir eftir árásina og varö að flytja soninn á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hann hlaut opið sár á hnakka. Hann fékk síðan að fara heim að lokinni aögerð. Árásarmenmrnir voru ekki fundnir þegar blaðið fór í prentun í nótt. Málavextir eru þeir að hringt var á heimili miðaldra manns sem starf- ar sem kennari á Hvolsvelli. Spurt var um húsráðanda sem ekki kann- aðist viö þann sem hringdi. Spurt var hvort koma mætti í heimsókn en síð- an var lagt á. Klukkutíma síðar var bankað upp á á heimilinu. Þar stóðu fjórir menn á tröppunum og sögðust hafa ekið utan í bil sem stóö innar- lega í innkeyrslunni. Kennarinn fór út og kannaði hvort bíllinn væri skemmdur. Svo var hins vegar ekki og skipti engum togum að mennirnir réðust á kennarann, spörkuöu í hann og börðu. Hann náði að kalla á hjálp og fljótlega bar að tvítugan son hans. Hann reyndi að skakka leikinn og hafa tal af ( mönnunum en án árangurs. Skyndi- lega var hann svo barinn með horna- boltakylfu í hnakkann og víðar um skrokkinn. Við þetta hlupu árásar- mennirnir á brott og hafa ekki sést síðan, þrátt fyrir ítarlega eftir- grennslan lögreglunnar á Hvolsvelli. StuLkur með ungbam: Björguðustúr bílihöfninni Tvær stúlkur og ungbarn björguð- ust úr bíl sem fór í höfnina á Skaga- strönd um klukkan hálfflmm í gær. Slysið varð með þeim hætti að öku- maðurinn, 17 ára, sem er móðir 7 mánaða barns sem var í framsætinu, var að beygja sig að gólfi bílsins eftir að barnið missti snuðið út úr sér. í Við það sá hún ekki fram fyrir bílinn j sem rann fram af bryggjunni og út í sjó. Bíllinn fór ekki allur á kaf en móð- irin komst út með barnið. 14 ára far- þegi, systir móðurinnar, komst einn- ig út og upp á bryggju. Bíllinn, sem i er af gerðinni Honda Accord, flaut j út með höfninni og sökk þar. Lög- reglan og fleiri náðu bílnum á land í gærkvöldi. Hvorki stúlkurnar né | barnið sköðuðust. íbaksturinn Á morgunmatinn í heita og kaida drykki Brjóstsykur K Skemmir ekki tennur bragðtegundir og n náttúruleg efni MTT* alltaf á Miövikudögxun i i I i l i \i I i f i i \i | i I i i i i i i i i I i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.