Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 16
32 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 4 Tækrú - tölvur Guðmundur Karl Guðmundsson hjá Media Forum í Danmörku: Hannaði tölvusímaskrá fyrir danska símafélagið í einu sveitarfélagi í nágrenni Kaup- mannahafnar á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Disklingarnir verða vænt- anlega látnir fylgja hefðbundinni símaskrá. Verið er að vinna að bein- línu- og geisladiskaútgáfu, þ.e. CD- ROM. Danskar símaskrár skiptast í fjóra meginhluta: hvítar, rauðar, bláar og gular síður. Hvítar síður innihalda venjulega nafnaskrá, bláar síður eru með almennar upplýsingar, gular síður eru auglýsingasíður og rauðar síður innihalda kort af viðkomandi sveitarfélögum eða landshlutum. Þessa f]óra þætti hefur Guðmund- ur Karl sameinað í forriti sínu með myndrænum hætti. Þannig eru t.d. kortasíður alltaf í bakgrunni þegar verið er að nota aðra hluta. Ef við tökum dæmi um að símnotandi kalli upp ákveðið nafn úr hvítu síðunum. þá kemur að sjálfsögðu upp síma- númer og heimilisfang viðkomandi. Einnig má sjá punkt sem blikkar á kortinu og sýnir hvar viðkomandi býr í bænum. Fyrirtæki og stofnanir er ennfrem- ur hægt að finna myndrænt beint af korti, af sérstökum tegundarlistum, af bæjarlíkani og af auglýsingasíð- um. 011 kort leyfa mælingu vega- lengda. Eins og DV greindi frá nýlega hefur Guðmundur Karl Guðmundsson, eigandi tölvufyrirtækisins Media Forum í Danmörku, selt hugbúnað til danska símafélagsins TeleDan- mark. Hugbúnaöurinn er tölvuvædd símaskrá sem Guðmundur sagði við DV að væri upphafið að almennu upplýsingakerfi fyrir upplýsinga- þjóðfélagið. Meðfylgjandi skjámynd- ir sýna hluta af þeim möguleikum sem hugbúnaðurinn býður upp á. Forritið sem Guðmundur sýndi DV-mönnum rúmast ásamt fylgiskrám á einum disklingi og er samið fyrir Macintosh-tölvur. Verið er að semja við IBM í Danmörku um yfirfærslu forritsins á Windows fyrir PC-tölvur. Stefnt er að dreifingu um 25 þúsund disklinga í tilraunaskyni ^Guðmundur Karl Guðmundsson. Bókhaldsforrit fyrir Macmtosh-tölvur Frá Apple er hægt að fá öflugt Baltic Business Software er eitt Apple-umboðið er umboðsaðilí bókhaldsforrit fyrir Macintosh- af stærstu hugbúnaðarfyrirtækj- MacHansa á íslandi en Menn og tölvur sem nefnist MacHansa. um Evrópu á sviði bókhaldshug- mýs hf. eru þjónustuaðilar. Þar er Framleiðandi fyrir Apple er Baltic búnaöar fyrir Macintosh-tölvim. hægt aö fá þjónustusamning sem Business Software AB. Þrenns Forrit frá Baltic eru seld í 19 lönd- gefur rétt á ótakmarkaðri síma- konar tegundir af MacHansa eru um á 15 tungumálum. Samtals eru þjónustuauknýrraútgáfnaafkerf- til á íslensku. Þaö eru Grunníjár- yfir 6.500 notendur að MacHansa inu. hagur, Bókhald I og Bókhald II. forritum. HÁSKÓLI ÍSLANDS ENDURMENNTUNARSTOFNUN Námskeið um tölvur, hugbúnað og Internet Internet-námskeið Námskeið á sviði hugbúnaðar Unix fyrir almenna notendur - í tveimur sjálfstæðum lotum • Helgi horberKsson. tölvunarfr. hjá Ríkissp. • 6.. 7.. 13. og 14. febr. kl. 8.30 12.30 • 8.000 kr. hvor lota um sig. 14.000 kr. báöar. Hópvinnukerfl „Groupware“ • Jóhann P. Malmquist, próf. við HÍ, og Ólafur Daðason, framkvstj. hjá Hugviti hf. • 15. 17. febr. kl. 8.30 12.30 • 11.000 kr. Mannlegir þættir notendaskila • Guðrún Þorbjörg Hannesardóttircand. phil.. tölvunarfr. hjá Flug- Ieiðum. • 2. mars kl. 8.30 12.30 • 4.000 kr. Unix kerfísstjórnun og netumsjón • Heimir f>ór Sverrisson, verkfrœðingur hjá Plúsplús hf. • 6. 9. mars kl. 8.30 12.30 • 18.000 kr. Hlutbundin forritun í Windows-gluggakerfinu • Ebba Þóra Hvannberg, tölvfr. hjá HÍ, og Helga Waage. tölvfr. hjá Úrlausn hf. • 15. mars 8. apríl, miðvikud. kl. 13 17 og laugard. kl. 9 13 (32 st.) • 26.000 kr. Bætt forritunartækni • Hjálmtýr Hafsteinsson, dósent við HÍ, og Oddur Benediktsson, prófessor við HÍ. • 21. og 22. mars kl. 8.30 12.30. 8.000 kr. Úrvinnsla upplýsinga úr gagnagrunnum SQL-fyrirspurnamálið fyrir tölvunotendur • Bergur Jónsson, yfirmaður tölvumála hjá Landsvirkjun. • 22. 24. mars kl. 8.30 12.30. • 13.000 kr. Framhaldsnámskeið í C + + • Heimir Þór Sverrisson, verkfræðingur hjá Plúsplús hf. • 25.. 26. og 28. apríl kl. 8.30 12.30. • 11.500 kr. Skráning og nánari upplýsingar í símum: 569 4923 og 569 4924 læiðbeinandinn á fyrstu 6 námskeiðunum verður Anne Clyde, dós- ent í bókasafns- og upplýsingafræði við HÍ, og mun kennslan fara fram á ensku. Á hinum námskeiðunum eru leiðbeinendur tilgreindir undir titli viökomandi námskeiðs. Kynning á tölvunetinu Internet • 18. fehr. kl. 10 18 • 7.000 kr. Internetogviðsk. • 4. mnrskl. 10.00 15.00. • 4.000kr. Internet og lögfræðilegar upplýsingar • II. mars kl. 10 15. • 4.000 kr. Internet og heilbrigðismál • 18. rnars kl. 10.00 15.00. • 4.000 kr. Internet fyrir blaðamenn og rithöfunda • 25. mars kl. 10 15. • 4.000 kr. Internet og afþreying • 1 laugd. í mars eða apr. • 4.000 kr. Uppsetning TCP/IP-neta og tenginga við Internetið • Heimir Þór Sverrisson verkfr. og Sveinn ólafsson tæknifr. • 7.. 8. og 10. febr. kl. 8.30 12.30. • 11.500 kr. Uppsetning WWW-þjóna á Internétinu • Heimir Þór Sverrisson verkfr. og Ari Jóhannesson tölvunarfr. • 21. og 22. febr. kl. 8.30 12.30. • 8.000 kr. Cordis - gagnabanki ESB um rannsóknir, þróun og nýsköpun • Þorvaldur Finnbjörnsson MBA, rekstrarhgfr.. form. KER. • 6. mars kl. 9.00 16.00. • 7.000 kr. ESPITI-námsk., um bætta hugbúnaðarg. ESPITI er átak á vegum ES til að bæta hugbúnaðargerð í Evrópu. Námskeið verða haldin á vormisseri 1995. Hugbúnaðarferli - fyrir stjórnendur Kerfísbundin hugbúnaðargerð - A-hluti Prófun á hugbúnaði Mat á umfangi hugbúnaðarverkefna Kerfisbundin hugbúnaðargerð - B-hluti Fjórir hlutar dönsku símaskrárinnar eins og þeir blasa við simnotendum á tölvutæku formi. Að ofan eru það Hvitu síðurnar með nafnaskrám, Gulu síðurnar, sem innihalda auglýsingar, Bláu síðurnar með almennum upplýs- ingum og Rauðu síðurnar sem eru kortasiður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.