Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1995, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 2. MARS 1995 Fréttir Álit Ríkisendurskoðunar: Greiða ber erfða- fjárskatt af kvóta „Viö leituðum eftir þessu áliti í tengslum viö uppgjör á dánarbúi þar sem um var að ræða kvóta í einstakl- ingseigu. Við áttum frekar von á þessari niðurstööu. Það geta veriö þarna miklir fjármunir í húfi,“ segir Rúnar Guðjónsson, sýslumaður í Reykjavík, vegna þess álits Ríkisend- urskoðunar að greiða beri eríðafjár- skatt af kvóta. Sóley Ragnarsdóttir, fulltrúi hjá sýslumannsembættinu, hefur með þetta mál að gera. Hún segir þetta vera í fyrsta sinn sem embættið fær til skipta fiskveiðiheimildir. „Venjulega er kvótinn í eigu hluta- félaga þannig að þetta kemur ekki til álita. Þetta er í fyrsta sinn s'em dán- arbú á kvóta sem þarf að meta til fjár,“ segir Sóley. I fyrstu grein laga um fiskveiði- stjórnun segir aö nytjastofnar á ís- landsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar. Það liggur því fyrir að við fráfall einstakiings sem á kvóta fær þjóðin hluta sameignarinnar til baka í formi erfðafjárskatts. -rt Raunveruleikinn sá að kvót- inn er eign útgerðarmanna - segir Guöjón A. Kristjánsson, forseti FFSÍ „Þetta undirstrikar það sem við forystumenn Farmannasambands- ins höfum haldiö fram á undanförn- um árum. Við höfum spáð ákveðnum afleiðingum vegna kvótakerfisins og það er komið á daginn hvert er raun- verulegt eignarhald, burtséð frá hvað lögin segja. Það er ekki þjóðin sem á þetta í framkvæmdinni heldur þeir einstakhngar sem hafa þetta undir höndum og erfingjar þeirra," segir Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasambands- ins, vegna úrskuröar Ríkisendur- skoöunar um að aflaheimildir skuh ganga í erfðir og bera erfðafjárskatt. „Það hefði verið eðlhegra að menn hefðu tekið kvótabraskið fyrir og sett á kvótann virðisaukaskatt og selt hann á opinberum markaði. Þar með yrði komið í veg fyrir þátttöku sjómanna og nokkur hundruð millj- ónir hefðu komið inn í ríkiskassann. í staðinn fyrir að fara eðhlegar leiðir til að hafa tekjur af auðhndinni eru farnar svona leiðir að ná þessu í gegnum erfðaíjárskatt. Raunveru- leikinn er sá að kvótinn er orðinn eign útgerðarmanna en ekki þjóðar- innar," segir Guðjón -rt Eiríkur Tómasson útgeröarmaöur: Stjórnvöld troða þessu upp á okkur „Stjórnvöld eru að troða því upp á okkur að við eigum þennan fisk í sjónum. Ég hef alltaf litið á það sem sitthvað, afnotarétt eða eignarrétt, þaö er ekki það sama. Ég er ekki í nokkrum vafa um að við eigum ekk- ert í þessum fiski, það er svo annað mál hvort við megum nýta þetta,“ segir Eirikur Tómasson, fram- kvæmdastjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík og stjórnarmaður í Lands- sambandi íslenskra útvegsmanna, vegna úrskurðar Ríkisendurskoðun- ar um að kvóti skuli bera erfðaíjár- skatt. Eiríkur segist vera á móti því að kvóti verði eignfærður og afskrifaö- ur. „Menn erfa auðvitaö fiskiskip eins og annað og þá felst það í hlutarins eðli aö því fylgir heimild til aö sækja fisk í sjó. Það hefur hingað til ekki verið í umræðunni að taka þennan rétt af skipum, ef undanskildir eru örfáir sérvitringar. Ég skil ekki alveg tilganginn með þessu hjá stjórnvöld- um nema ef vera skyldi undirbygg- ing undir auðlindaskatt," segir Eirík- ur. -rt Sýslumaðurinn í Reykjavík leitaði álits Rikisendurskoðunar og samkvæmt því ber að greiða erfðafjárskatt af kvóta. Út í hött að eign- færa veiðiheimildir - segir Helgi Laxdal, formaður vélstj óra sem heild eigi veiðiréttinn þá komi sjómenn þar til greina ekki síður en útgerðarmenn. „Menn mega ekki gleyma því hvernig þessi réttur varð til; með aflareynslunni og þar kom ekki bara útgerðin við sögu heldur sjómenn- irnir líka. Þessi réttur verður til á grundvehi afla sem borinn er að landi,“ segir Helgi. -rt „Fiskimiðin eru sameign þjóðar- innar, það er því út í hött að eign- færa veiðiheimildir með þessum hætti. Þetta gengur þvert á 1. grein laga um fiskveiðistjórnun sem segir að þjóðin eigi réttinn," segir Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags ís- lands, vegna áhts Ríkisendurskoðun- ar. Hann segir hka ljóst að veröi það ofan á að einhver annar en þjóðin I dag mælir Dagfari Ungur maður og glæshegur í útliti og framkomu var kjörinn íþrótta- maður ársins um síðustu áramót. Magnús Scheving Magnússon heit- ir hann og stundar þolfimi eða ero- bikk, sem er íþrótt sem hefur verið að ryðja sér tíl rúms, aðahega hjá kvenfólki á líkamsræktarstöðvum. Einhverjir karlar stunda þolfimi í hinum og þessum löndum og nógu margir til að hægt hefur verið að halda mót sem heita bæði Evrópu- mót og heimsmeistaramót og þar hefur Magnús Scheving staðið sig afburðavel. Nú síöast varð hann Evrópumeistari í keppni sem fram fór í Sofiu í Búlgaríu. Lengi vel leit út fyrir að Magnús fengi ekki að keppa. Dagfari veit ekki af hverju en hélt í fyrstu að útlendingar væru á mótí því aö ís- lendingar tækju þátt í keppni sem þeir hugsaniega gætu unnið. En svo kom 1 ljós aö það voru ekki útlendingar sem höfðu lagt stein í götu Magnúsar heldur ein- hverjir fjandmenn Magnúsar hér heima eftir því sem Magnús sjálfur segir. Magnús fékk að keppa í Evr- ópumótínu í Sofíu áöur en yfir lauk, en það er ekki annað að heyra heldur en að hann sé afar óánægð- ur með það. Sérstaklega er hann undir ofsókn sem er fólgin í því að vinna skipulega gegn því að hann keppi. Eftir á að hyggja hlýtur sú spurn- ing að vera áleitin hvort það hafi ekki verið mistök hjá Magnúsi að stunda þolfimi og ennþá meiri mis- tök að hann hafi unnið tíl verð- launa og orðið íþróttamaður árs- ins. Þetta hefur aUt skaðað Magnús gífurlega og orðið til þess að menn vinna skipulega gegn þátttöku hans með því að vinna í því að hann fái að taka þátt. Þetta hefur Dagfari alltaf sagt. íþróttir eru til skaða og því meiri skaða eftir því sem menn komast lengra. Það að vera kjörinn íþrótta- maður ársins og verða Evrópu- meistari eða heimsmeistari og eiga það yfir höfði sér að annað fólk ætíist til að maður keppi til verö- launa, allt er þetta tU trafala fyrir orðstír og mannorð og sálarheill þeirra sakleysingja sem lenda í því að keppa fyrir tílstiUi annars fólks sem hefur ekkert með þaö að gera hvort maður keppir eða ekki. Magnús Scheving hefur fundið smjörþefinn af þessu. Honum finnst nóg komið. Dagfari Ofsóttur meistari þó óánægður með að einhveijir hér heima höfðu uppi atbeina tíl að leyfa honum þátttöku. Yfir þessu er Magnús ævareiður og það er auðvitað skUjanlegt í ljósi þess að hann fékk að keppa fyrir vikið. Hann hélt sem sagt að hann væri að keppa af því að hann sjálf- ur ákvað að keppa, en svo kemur í ijós að hann fékk að keppa vegna þess að fólk upp á íslandi var aö skipta sér af því hvort hann kepptí eða ekki. Þessi afskipti fólksins uppi á íslandi voru ónauðsynleg og Magnúsi Scheving tíl ama og leiðinda og gott ef þau sköðuðu ekki mannorö hans og orðstír. Þetta er ekkert annað en ofsókn á hendur Magnúsi. Magnús Scheving vfil ekki keppa ef fólk uppi á íslandi er að leyfa honum að keppa. Magnús Scheving keppir aðeins ef fólk uppi á íslandi hefur ekki afskipti af því hvort hann keppir eða ekki. Sér í lagi hefur Magnús nafngreint mann uppi á íslandi, sem heitir Björn Leifsson og er sá sem hefur haft forystu fyrir því uppi á íslandi aö þolfimi er stunduð. Þessi Bjöm er að skipta sér af Magnúsi þegar Magnús viU ekki að Bjprn skiptí sér af honum. Nú er rétt að árétta það aftur að Magnús Scheving sigraöi í þessari umræddu keppni, en sigurinn er aukaatriði og hitt er líka aukaatriði hvort Magnús fékk að keppa, því það eina sem Magnús vill að komi fram er að hann hafi keppt á sínum eigin forsendum og án þess að nokkrir aðrir hafi ráðið þar um. Magnús er mjög dapúr yfir þessu öUu og telur að skipulega hafi verið unnið gegn þátttöku hans með því að leyfa honum aö keppa og „nú er nóg komið" segir Magnús. Ahugi Magnúsar fer hraðminnkandi á því að keppa í þolfimi eftir aö hann sigraði í Evrópumótinu og meist- aratítíUinn rýrir orðstír Magnúsar og sú hneisa að hann skuli hafa fengið að vera með fyrir tilstilU manna, sem engan þátt áttu í því að hann fékk að vera með, flokkast

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.