Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1995, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 2. MARS 1995 Fréttir Tveir sektaðir vegna „brúsamáls“ í Faxaflóa: Enginn eigandi gaf sig fram að 70 lítrum áfengis - annar fór á báti að næturlagi og tók áfengið sem flaut á sjónum Héraösdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo menn í samtals 700 þúsund króna sekt fyrir að „slá eign sinni“ á þrjá 25 litra brúsa sem áfengi var í og flutu á Faxaflóa aöfaranótt 6. júní 1994. Annar mannanna fór á báti frá Akranesi til Reykjavíkur en á leiöinni tók hann áfengið upp í bátinn. Mennirnir, sem báðir hafa fengið sektir eða sætt refsingum áður vegna smyglmála, voru ekki ákærðir fyrir smygl eða aðild að því að neinu leyti þrátt fyrir grun um aðild að slíku en refsingar þeirra voru ákvarðaöar með hliðsjón af sakaferli þeirra. Dómurinn fólst í sakfellingu á auðgunarbroti og broti á áfengis- lögum. Annar mannanna er dæmdur fyrir að hafa siglt báti frá Akranesi og tek- iö þrjá 25 lítra brúsa með áfengi í upp í bátinn. Hinn aöilinn er dæmdur fyrir að hafa næstu nótt á eftir að- stoðað hann við að koma áfenginu fyrir borð og koma því fyrir í bifreið hans í því skyni að flytja það að heim- ili bátsmannsins sem býr á höfuð- borgarsvæðinu. Mennirnir viöurkenndu báðir það sem þeim var gefiö að sök í ákæru og var því um svokallað játningar- mál að ræða með viðurlagaákvörð- un. Varðandi manninn á bátnum taldi dómurinn að honum hefði átt að vera ljóst að áfengið hefði verið „undirorpið eignarrétti". Enginn eig- andi gaf sig þó fram í máhnu. Héraðsdómur dæmdi þá 70 Utra af áfengi, sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins, upptæka til ríkis- sjóðs. Maðurinn á bátnum var dæmdur til að greiöa 350 þúsund króna sekt en hliðsjón var höfð af áfengismagninu sem fannst og „verðmæti áfengis". Maðurinn hafði einu sinni áður verið dæmdur fyrir tollalagabrot. Hinn maðurinn var einnig dæmdur til að greiða 350 þús- und króna sekt og var þá vísað til sakarferils mannsins sem síðast var dæmdur í 45 daga varðhald og 160 þúsund króna sekt fyrir brot á tolla- ogáfengislögum. -Ótt Reykvíkingar! Reglulegum fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur sem haldinn verður í dag, fimmtudag kl. 17:00, verður útvarpað á Aðalstöðinni FM 90.9. Skrifstofa korgarstjóra . DV-mynd GVA Hár og mynd- arlegureins ogpabbinn Jóhann Sigurðarson leikari og Guðrún Sesselja Amardóttir laga- nemi eignuðust sitt fyrsta barn föstu- daginn 24. febrúar. „Þetta er voða- lega gaman og við erum mjög ham- ingjusöm," sagöi hinn nýbakaði faðir í samtaU við DV en frumburður hans og Guðrúnar Sesselju er sveinbam - „hátt og myndarlegt" eins og faðir- inn. Drengurinn var 18 merkur og 55 sentímetrar við fæðingu. Ákveðið hefur verið hvaða nafn sonurinn fær. Skírn fer fram fljótlega en fram að henni verður nafninu haldið leyndu. AIR ROVER Hlaupaskórinn sem allir hafa beðið eftir. Vatnsvarinn, níðsterkur, stöðugur og léttur (320 gl). Stæðir 36-47. Verð: 9.990. AIR MAX UPTEMPO C Loksins! unglinga- og barna- Barkley-skórinn. Stærðir 32-38,5. Verð: 6.990. ■ ZOOM RIVAL Mjög góður alhliða gaddaskór. Stæðir 36-46. Verð: 5.990. IIISTDOIT! AIR GONE Mjög léttur körfubolta- og götuskór í hæsta gæðaflokki. Stæðir 38,5-47. Verð: 9.990. Nike-Air dempun er tækni sem Nike hefur einkaleyfi á og gefur þægindi og vernd. Dempunin bygg- ist á lofti og er því miklu léttari en hefð- bundin efni sem notuð eru í miðsóla. Umvafinn sterkum urethane-hjúp vinnur Nike-Air loftpúðinn á móti höggþunga líkamans. Eftir hvert skref fer hann í upprunalegt form, tilbúinn fyrir næsta högg, meðan skórinn endist. Engin önnur dempun er eins þægileg og endingargóð. Útsölustaðir Reykjavík: Frísport Laugavegi 6, Sportkringlan Kringlunni, Útilíf Glæsibæ, íþróttabúðin Borgartúni 20, Steinar Waage, Kringlunni, Sautján. Hafnarfjörður: Fjölsport Miðbæ, Keflavík: K-Sport, Selfoss: Sportbær, Akureyri: Sportver Glerárgötu, Egilsstaðir: Táp og Fjör, ísafjörður: Sporthlaðan, Sauðárkrókur: Skagfirðingabúð, Húsavík: Skóbúð Húsavíkur, Akranes: Akrasport, Borgarnes: Borgarsport, Flúðir: Sportvömr. Kópavogur: Sportbúð Kópavogs. Ath. Verið getur að vissar tegundir séu ekki til á öllum útsölustöðum á tíma augl. BABY MAX UPTEMPO Langflottasti barnaskórinn! Stærðir 17-25. Verð: 3.990. Hækkun leik* skólagjalda mótmæit Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; „Það er jafnrétti í því að einstæðir foreldrar greiði sama gjald og for- eldrar sem eru giftir eða í sambúð. Síðan er hægt að koma á móts við tekjulága einstæða foreldra fjárhags- lega sem þurfa aðstoð. Einstætt for- eldri getur verið með hærri laun en hjón til samans og það á ekki að hegna því fólki sem er gift eða í sam- búð,“ sagði Ellert Eiríksson, bæjar- stjóri nafnlausa sveitarfélagsins. Eins og kom fram í DV hefur bæjar- stjórn sameinaða sveitarfélagsins ákveðið að einstæðir foreldrar greiði sama gjald og fólk í sambúð fyrir böm sín á leikskólum. Hækkunin nemur 58% hjá einstæðum foreldr- um. Ellert hefur veriö sendur undir- skriftalisti með 150 nöfnum sem mót- mæla hækkuninni. Ef bæjaryfirvöld standa við hækkunina vflja þau að gjaldið verði hækkað í áföngum svo það fái aðlögunartíma. Að sögn Ell- erts hefur hann tekið vel í það en það verður rætt á bæjarstjórnarfundi og ákvörðun tekin imi framhaldið. SKIÐAUTSALA ígftM ELDRI ARGERÐIR AF SKIÐUM OG SKÍÐAVÖRUM Á FRÁBÆRU VERÐI Ódýrir skíðapakkar, barna, unglinga og fullorðinna Skíði barna verð frá kr. 4.900 Skíði unglinga verð frá kr. 6.900 Skíði fullorðinna verð frá kr. 8.900 Skíðaskór barna verð frá kr. 3.300 Skíðaskópokar verð frá kr. 1.190 Leðurskíðahanskar verð kr. 970 Skíðahúfur verð frá kr. 350 Skíóapokar verð frá kr. 1.900 Skíðasokkar verð frá kr. 690 Bakpokar veró frá kr. 1.290 ittistöskur verð frá kr. 590 kíðalúffur verð frá kr. 490 Big Foot ilboð kr. 6.900 /erð áður 12.500. Odýrir, vandaðir DYNASTAR skíðagallar: Barnastærðir 6-16 ára, lítir; blár, lilla og svartur. Verð kr. 5.200. Stgr. 4.940. Dömustærðir, litir; grænn, burgundy og blár. Herrastærðir, litir; dökkblár, svartur og burgundy. Verð 7.300. Stgr. 6.935. . » . ' . l/erslumn Símar: 35320 & 688860, Ármúla 40,108 R.vík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.