Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1995, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1995, Blaðsíða 1
i DAGBLAÐIÐ - VÍSIR 67. TBL. -85. og 21. ÁRG. - MÁNUDAGUR 20. MARS 1995. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 150 M/VSK Ellefu menn sluppu naumlega þegar fjögur til fimm hundruð metra breitt snjóflóð féll á mjölskemmu og verksmiðjuhús Vestdalsmjöls á Seyðisfirði um miðjan dag í gær, eins og sýnt er á þessari mynd. Níu menn voru i og við verksmiðjuhúsið en tveir snjóskoðunarmenn voru á vélsleðum uppi í hlíðinni og urðu að keyra undan þvi til að sleppa. Mjölskemman gjöreyðilagðist í flóðinu, sem náði út í miðjan fjörð, en verksmiðjuhúsið gaf sig að hluta og hálffylltist af snjó. Efstu menn fjögurra lista Forystumenn Kristilegrar stjórn- málahreyfmgar, Náttúrulaga- flokksins, Suðurlandslistans og Vestíjarðalistans verða á beinni linu I)V og svara spurningum frá þeim lesendum sem hringja í síma 563 2700 milli klukkan tó.30 og 21.30 í kvöld. Árni Björn Guðjónsson, efsti maður á lista Kristilegrar stjórn- málahreyfmgar, Jón Haildór Hannesson, efsti maður á lista Náttúrulagaflokksins, og Sigurður Ingi Ingólfsson, annar maöur á Suðurlandslísta Eggerts Haukdais, veröa á ritstjórn DV. Pétur Bjama- son, efsti maöurá Vestfjarðalistan- um, verður í beinu símasambandi frá Þingeyri og svarar spm-ningum lesenda. Halldór Ásgrímsson, formaður Pramsóknarflokksins og efsti mað- ur á lista flokksins í Austurlands- kjördæmi, var á beinni línu DV í síöustu viku og hringdu fjölmargir i til aö leggja fyrir hann spumingar. Búast má við að mikið veröi hringt í kvöld og er því brýnt að hringj- endur séu stuttorðir og gagnorðir og komi sér beint aö efni'nu. Æski- legt er að hringjendur spyrji aðeins einnar spurmngar þannig aö sem flestir komist að. Á beinni h'nu gefsf oft tilefni til orðaskipta en spyrj- endur eru vinsamlegast beönir að halda sig við spurningamar. Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, var á beinni linu í síðustu viku. AÖrir forystumeim stjómmálaflokka verða á beiirni línu síðar í vikunni og í byijmt næstu viku. Öll svörin birtast í aukablaði DV 28. og 29. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.