Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1995, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1995, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 1995 31 Ur einþáttungnum Hlæóu, Magdalena, hlæðu sem Kaffileikhúsið sýnir í Hlaðvarpanum. Köttur og mús I einþáttungnum Hlæðu, Magdalena, hlæðu lýsir Jökuil Jakobsson sambýb tveggja (roskinna) kvenna sem hafa nánast lokað sig af frá umheiminum. Þau afskipti sem þær hafa af öðru fólki eru helst þegar einn og einn kúnni rekst inn í tau- og tölubúöina þeirra en það gerist reyndar æ sjaldnar. Lífi kvennanna er lýst með samtölum þeirra, textinn er með ólíkindalegum vendingum og þátturinn ber- mörg höfundareinkenni Jökuls þó stuttur sé. Þær Ingi- ríður og Magdalena hafa komið sér upp sínu eigin víti þar sem þær engjast og trega liðinn tíma án þess þó aö detta nokkurn tíma í hug að breyta til. Smám saman afhjúpast óvæntir hlutir úr fortíðinni. Ásdís Þórhallsdóttir leikstjóri fer nokkuð fijálslega leið í uppsetningunni og flúrar textann með innskotum af ýmsu tagi. Framan af gengur þetta vel upp og lífgar upp á sýninguna, til dæmis músík- og danstilraunir þeirra stallsystra sem áttu vel heima þarna og voru prýðilegt innlegg í lýsinguna á sambandi þeirra. En undir lokin fatast tökin nokkuð, tilburðir verða hálfhjákátlegir og það er djúpt á þeim dimma undir- tóni sem ætti að vera til staðar. Óvænt uppákoma í lokaatriðinu fer fyrir lítiö og uppstoppuðu dýrin eru bara sæt og krúttaraleg í stað þess að vekja óhugnað áhorfenda þegar þeir komast að leyndarmáli Magda- lenu þannig að allt verður þetta hálf endasleppt. En að þvi undanskildu er sýningin ágætlega vel unnin og mjög athyglisvert að fá hér að kynnast þeirri sýn sem ungt fólk hefur á verk Jökuls. Reyndar löngu tímabært og þetta verk býður beinlínis upp á frumlega útfærslu og efnistök. Leikkonurnar Halla Margrét Jóhannesdóttir og Sig- rún Sól Ólafsdóttir standa ágætlega að túlkun sambýl- inganna þó að þær þurfi eðli málsins samkvæmt að Leiklist Auður Eydal leika töluvert upp fyrir sig í aldri. Fas þeirra og útlit verður þokkalega sannfærandi í návíginu í Kaffileik- húsinu og andlitsförðun er áberandi vel unnin. Þetta eru ólíkar persónur og eins og verkið er lagt upp fær Sigrún Sól líflega rullu sem Ingiríður. Hún er einföld og sér ekki í gegnum Magdalenu sem hefur töglin og hagldirnar í leiknum. Halla Margrét hefur mjög gott útlit í hlutverki hennar og er fjarræn og köld en ógnina vantar. Búningar og húsmunir eru vel valdir og sýningin er skemmtilega útfærð í því takmarkaöa rými sem henni er ætlað í Kaffileikhúsinu. Eins og aörar sýning- ar, sem þar hafa verið settar upp í vetur, hlaut þessi góðar undirtektir áhorfenda. Sýnt í Kaffileikhúsinu i Hlaðvarpanum: Hlæðu, Magdalena, hlæðu. Höfundur: Jökull Jakobsson Leikstjóri: Ásdís Þórhallsdóttir Tónlistarstjóri: Jóhanna Þórhallsdóttir Lýsing: Vilhjálmur Hjálmarsson Hringiðan jörutíu manns i eróbikk. DV-mynd Örn Ragnarsson Unnar Vilhjálmsson (Einarssonar, fv. skólameistara) við afgreiðsluborðið. Uppboð Uppboði, er fram átti að fara þann 22. apríl 1995 að Hamraborg 14a, Kópavogi, hefur verið frestað til föstudagsins 28. apríl 1995, kl. 16.00. Eftirtalið lausafé verður boðið upp að Hamraborg 14a, Kópavogi, föstudag- inn 28. apríl 1995 kl. 16.00. Garland steikingarpanna, djúpsteikingarpottur, kartöfluhitari, goskælir, 2 pizzaofnar, Electrolux ísskápur, gamall kælir, 3 vinnsluborð, 3ja metra langt borð, reiknivél, Husqvarna ísskápur, gamall ísskápur, ritvél, Vestfrost frysti- kista, Taylor ísvél, Taylor shakevél, samlokugrill, 4 borð, 16 stólar, ýmis eldhúsáhöld, s.s. sleifar, ausur, steikingarspaðar, 24 diskar og ca 15 hnífa- pör, sjóðvél, fatahengi, 2 svartir stólar og barnastóll. Greiðsla við hamarshögg. Ávísanir aðeins teknar gildar með samþykki gjald- kera. Sýslumaðurínn i Kópavogi 19. apríl 1995 Námstefna Deild meðferðar-, uppeldis- og stuðningsfulltrúa innan SFR stendur fyrir námstefnu miðvikudaginn 26. apríl 1995 að Grettisgötu 89, 4. hæð, kl. 13.00. Dagskrá: Álag í starfi og kulnun. Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur. Geðfötlun meðal þroskaheftra. Kristófer Þorleifsson geðlæknir. Atvinna, álag og vinnutækni. Ágústa Guðmarsdóttir starfsmannasjúkraþjálfari. Ráðstefnan er opin öllum, meðan húsrúm leyfir, og ber að tilkynna þátttöku á skrifstofu SFR 629644 fyr- ir þriðjudaginn 25. apríl. Deild meðferðar-, uppeldis- og stuðningsfull- trúa. ST ARFSM ANN AFÉL AG RÍKISSTOFNANA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Suðurgötu 57, Akranesi, þriðjudaginn 25. apríl 1995 kl. 11.00, á eftirtöldum eign- um: Akursbraut 22, efeta hæð, eignarhluti Björgheiðar Jónsdóttur (1/2). Gerðar- þoli Björgheiður Jónsdóttir, gerðar- beiðendur Jöfur hf. og Landsbanki íslands. Bárugata 15. Gerðarþoli Halldór Júl- íusson, gerðarbeiðendur Akranes- kaupstaður og tollstjórinn í Reykja- vík. > . Einigrund 7,02.02. Gerðarþolar Símon Hreinsson og Ingibjörg V. Sigurðar- dóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóð- ur verkamanna.____________________ Einigrund 29. Gerðarþolar Ama Böðvarsdóttir og Ámi ívarsson, gerð- arbeiðandi Byggingarsjóður verka- manna. Garðabraut _ 45, 01.02. Gerðarþolar Haraldur Ásmundsson og María Gunnarsdóttir, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður, Byggingarsjóður verkamanna og Hitaveita Akraness og BorgarQarðar. Háteigur 3, eíri hæð. Gerðarþoli Byggingarsjóður ríkisins, gerðarbeið- andi Akraneskaupstaður. Jaðarsbraut 35, miðhæð, '02.01. Gerð- arþolar Guðni Jónsson og Ingveldur M. Sveinsdóttir, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður og húsbréfadeild Húsnæðisstoínunar ríkisins. Merkigerði 10. Gerðarþoli Jens I. Magnússon, gerðarbeiðandi Lífeyris- sjóður Landssambands vömbílstjóra. Presthúsabraut 35. Gerðarþoli Hjalti Bjömsson, gerðarbeiðendur Bygging- arsjóður ríkisins og íslandsbanki hf. Skólabraut 18, neðri hæð. Gerðarþoli Alfreð W. Gunnarsson, gerðarbeið- andi Búnaðarbanki íslands. Stillholt 2, 91,1%. Gerðarþoli Smára- kjör lrf., gerðarbeiðandi Akranes- kaupstaður. Suðurgata 42. Gerðarþoli S. Skúla- son/Hansson skemmtiferðir hf., gerð- arbeiðandi Akraneskaupstaður. Sunnubraut 12, efri hæð. Gerðarþoli Hörður Ragnarsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins._________ Yesturgata 25, efsta hæð. Gerðarþoh Asdís Lilja Hilmarsdóttir, gerðarbeið- endur Akraneskaupstaður og Lífeyr- issjóður Suðumesja. Vesturgata 127, eignarhluti Lúðvíks Karlssonar (1/2). Gerðarþoli Lúðvík Karlsson, gerðarbeiðandi Hans Pet- ersen hf. Sýslumaðurinn á Akranesi Egilsstaöir: Táp og fjör Það var mikið fjör í líkamsræktar- stöðinni Táp og íjör á Egiisstöðum þegar fréttamaður DV leit þar inn á dögunum. Yfir 40 manns á fullri ferð í eróbikk undir stjórn annars eigand- ans, Hólmfríðar Jóhannsdóttur. Milli 350 og 400 manns koma þar í hverri viku. Hjónin Unnar Vilhjálmsson og Hólmfríður keyptu stöðina sl. sumar. Nýlega fékk Jóhanna Þorsteinsdóttir á Egilsstöðum viðurkenningu fyrir einstaka ástundum í þau 5 ár sem stöðin hefur starfað. „Hún rétt skrapp frá til að eignast barn og kom svo beint aftur í puðið,“ sagði Hólm- fríður. \\ I Mikiö I ’ skal seljast telgina Verslunin flytur 1. m Nýjar vörur daglega Munir og minjar f Grensásvegi 3. siwi 588-4011 sófaboró - IJósakrónur - gólflampar - sófaború - rúm kislur - fataskápar - múlverk - sófasM - skattlml - gólflampar - boróstofw.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.