Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1995, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 1995 Sviðsljós Brad Pitteyddi milljón íföt Leikarinn Brad Pitt varð litt hrifinn þegar mynd af honum birtist í tímaritinu Newsweek þar sem fjallað var um hverju fólk klæddist þegar það færi út. Birt- ist mynd af honum í druslulegum fótum sem ekki voru talin falla í kramið í finum Hollywoodveisl- um. Stuttu síðar fréttist af leikar- anum í finum herrafatabúðum í Los Angeles þar sem hann gaf eiginhandaráritanir, eyddi um einni milljón króna i sérhannaöa gleðileppa og keypti mikið af Cal- vin Klein nærbuxum. Skilnað- arraunir Ivönu komnar ábók Ivana Trump, fyrrum eiginkona fjármála- jöfursins Donalds Trumps, hefur nú skrifað bók um skilnaöarraunir, enda talar hún af reynslu. Titill bókarinnar er þó ekkert sér- lega raunalegur enda hefur Ivana úr nægum peningum að moða eftir skilnaðinn við Don- ald, meiri peningum en gengur og gerist í þess konar málum. Bók sína nefnir hún „The Best Is yet to Come“ sem getur útlagst sem Það besta er eftir. Fjallar Ivana um hvemig ráðlegast sé að fást við hjónaskiln- aði og afleiðingar þeirra og ekki síður hvemig taka eigi á tilverunni að hjónaskiln- aðinum afstöðnum. Virðist hún hafa komist bærilega af. Ivana kynnti bók sína með pomp og prakt á dögunum og skartaði þá sínu fegursta eins og myndin til hliðar sýnir. Þar kemur hún glaðhlakkaleg til veislu sem Diana og Will- iam Ellis héldu henni til heiðurs á heimili sínu í Bel-Air hverfinu, einu af fínu hverf- unum í Hollywood. Ástarsenur erfíðar Jessica Lange, sem fékk óskars- verðlaunin á dögunum fyrir leik* sinn í myndinni Blue Sky, leikur nú á móti Liam Neeson í mynd- inni Rob Roy. Hún þakkar böm- um sinúm þremur hve vel henni hefur gengið í leiklistinni. Að koma heim til barnanna eftir vinnu haldi henni í sambandi við raunveruleikann. En raunveru- leiki leikarans getur veríð erfið- ur. í nýju myndinni leikur Lange í ástarsenum með Neeson. „Þær voru svo erfiðar," segir Lange í viðtali nýlega og hlær við. „Þær voru hreinasta martröð.“ fOR EVER-BÚÐW John Bobbitt „limlausi" var í Buenos Aires að kynna klámmyndina sína. Bobbitt „limlausi" í Buenos Aires: Fékk trjáklippur frá femínistum John Bobbitt, sem öðlaðist heimsfrægð þegar eiginkona hans skar af honum getnaðarliminn, var í Buenos Aires í Argentínu á dögunum. Þar kynnti hann fyrstu klám- myndina sem hann leikur í, „John Wayne Bobbitt Un- cut“ eða John Wayne Bobbitt óklipptur. Hann var í Buenos Aires á sama tíma og Fujimori, nýendurkjörinn forseti Perú. Sá átti einnig í vandræðum vegna konu sinnar, þó ekki hafi hann nú misst liminn. Frú Fujimori fór í langt hungurverkfall til að mótmæla andfélagslegri stjórn mannsins síns en er nú byrjuð að borða aftur. Bobbitt og Fujimori bjuggu á samliggjandi hótelum. Skipuleggjendur heimsóknar Fujimoris gerðu allt til að Fujimori og fylgdarlið hans römbuðu ekki inn á Bobbitt og langleggjaðar ljóskurnar hans fyrir utan hótelin. En öryggisgæslan virðist hafa klikkað því hóparnir lentu saman. Fór öryggisgæslan þá alveg út um þúfur þar sem öryggisverðir Fujimoris góndu rjóðir á hálfberar klám- myndadrottningamar. En þó fundur Bobbitts og Fujimoris hafi gengið slysa- laust varð Bobbitt ekki um sel þegar hann tók á móti gjöf frá argentínskum kvenréttindakonum. Þegar hann tók utan af gjöfinni komu flugbeittar tijáklippur í ljós. Hvað er að gerast I - UlAf' C f JEgmm AÍuíl J p y r ó ÖÍWmTQRO 9 9*1 7*0 0 hagnýtar upplýsingar þegar þér hentar Verð aðeins 39,90 mínútan. Pamela í gaddavírshlutverki Baðstrandarkroppurinn Pamela Anderson mun leika i kvikmynd sem byggð er á teiknimyndasögunum um kvenskörunginn „Barb Wire“ eða Gaddavíru. Þar leikur hún manna- veiðara og næturklúbbseiganda í hlutastarfi sem ver svæði sitt i nýaf- staðinni borgarastyrjöld einhvern tíma i framtíðinni. Látt'ann ekki trufla þig Emma Thompson og Hugh Grant leika aðalhlutverk i nýrri kvikmynd sem nefnist „Sense and Sensibihty“, Þegar þau hitt- ust til að ræða hlutverkin skellti Thompson óskarsstyttunni sinni á borðið og sagði: „Látt’ann ekki trufla þig.“ Vildi Emma Thomp- son gera Grant Ijóst aö hann skyldi ekki gera sér of háar hug- myndir um sjálfan sig vegna vel- gengni kvilanyndarinnar Fjögur brúðkaup og jaröarfór. RE.M. afturásvið Hljómsveitin R.E.M. getur nú haldið tónleikaför sinni um Bandaríkin áffam í næsta mán- uði en hlé var gert á förinni i mars þegar trommari sveitarinn- ar, Bih Terry, gekkst undir heila- skurðaðgerð. Terry mun vera að ná sér eftir aðgerðina og leikur við hvem sinn fingur í æfinga- búðum og höfuðstöðvum hljóm- sveitarinnar í Aþenu í Georgiu- fylki. Góðirkálfar Nick Nolte, sem leikur aöal- hlutverkið í kvikmynd um veru Thomas Jeffersons í París á síð- ustu öld, segíst hafa haft mjög gaman af að klæðást fötum frá þeim tíma. Hann klæjaði reyndar undan hárkollunni en sagðist hafa haft fina kálfa í hnésokkana. Nolte fílaði svo vel að Jdæðast nítjándu aldar fötunum að þegar hann klæddist venjulegum nú- tímafótum eftir tökur leið honum eins og hverjum öðrum sóða. FéíyrirClinton Leikstjórinn Steven Spielberg og kona hans efndu til mikils íjár- öflunarmálsverðar til styrktar Demókrataflokknum á dögunum. Miðinn fyrir parið kostaði ríflega 3 milljónir króna. Meðal gesta voru stjömur eins og Sharon Stone, Barbra Streisand, Whoopi Goldberg og Rob Reinar, að ónefiidum forsetahjónunum Bih og Hillary Clinton. Leikarinn Robin Williams sá um skemmti- atriðin og þótti takast vel upp. Um 130 milljónir króna söfnuöust í sjóð demókrata.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.