Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1995, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1995, Blaðsíða 1
24. APRÍL 1995 IÞROTTIR Getraunir: Enski boltinn: x21-212-xx2-11xx ítalski boltinn: 21x-111-21x-xxx1 Lottó 5/38: 79141936(26) //////A///////////////////////////// BodO tregt að sleppa Kristjáni Kristján Jónsson, landsliös- maður í knattspymu, er enn ekki orðinn löglegur með Fram þar sem norska félagið Bodo/Glimt, sem Kristján lék með í fyrra, hefur ekki viljað gefa hanr. lausan. Kristján hefur þar með ekki getað leikið með Frömurum til þessa á Reykjavík- urmótinu. „Þeir hjá Bodo hafa neitað að skrifa undir en það er ljóst að þeir geta ekki staðið á því. Krist- ján er að fara í áhugamennsku á ný, það eru að verða liðnir sex mánuðir síðan hann spilaði síð- ast í Noregi og samkvæmt regl- um FIFA á hann þá að vera laus. Þar að auki var ákvæði í samn- ingi hans við Bodo að hann gæti komið aftrn- til Fram án greiðslu. Ég á því von á að málið leysist á næstu dögum en við höfum feng- ið KSÍ til að ganga frá því fyrir okkur,“ sagði Ólafiir Helgi Áma- son, formaður knattspymudeild- ar Fram, við DV í gær. „Brassi“ í Borgarnes Nýliðar Skallagríms í 2. deild- inni í knattspyrnu hafa fengið liðsauka alla leið frá Brasilíu fyrir baráttuna í sumar. Antonio Junior, 25 ára gamall miðjumaö- ur frá þessu mikla knattspymu- landi, kemur til Borgnesinga um miðjan maí og verður tilbúinn tU að leika með þeim gegn Víði í 1. umferð 2. deUdarinnar þann 22. maí. Junior hefur síðustu 3-4 árin leikið meö skólaliði í Bandaríkj- unum með góðum árangri og kemur hingað fyrir tUstUli Gunnars M. Jónssonar, fyrrum leikmanns Keflavíkur og BÍ, sem spUar með Skallagrími í sumar, en þeir vom saman í skóla ytra. „Við bíðum spenntir eftir því að fá þennan leikmann og von- umst tU þess að hann styrki okk- ur í baráttunni. Það er líka gam- an aö við skulum vera fyrsta ís- lenska liðið tU að fá tU sín brasUískan leikmann," sagöi Jakob Skúlason hjá knattspyrnu- deUd SkaUagríms við DV í gær. Skýrar línur í NBA-deildinni Nú liggur Ijóst fyrir hvaða liö mætast í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknatt- leik. Þegar DV fór í prentun um miðnætti var reyndar ekki Ijóst hvort Denver eða Sacramento kæmist áfram en hreinn úrslita- leikur liðanna var þá nýhaffrm. Þessi lið mætast: AusturdeUd: Orlando - Boston Indiana - Atianta New York - Cleveland Charlotte - Chicago VesturdeUd: San Antonio - Denver/Sacram. Phoenix - Portland Utah - Houston Seattie - LA Lakers Sjá nánar um lokaleiki NBA-deUdarinnar um helgina á bls. 28. Annar körfuboltasnillingur á leið í slaginn á ný: Magic er tilbúinn - vill spila með Lakers á ný og með draumaliðinu á ólympíuleikunum Magic Johnson, einhver fræg- asti körfuknattieiksmaður allra tíma, hefur mikinn áhuga á að taka fram skóna á ný og byrja að leika meö Los Angeles Lakers. Hann er ennfremur afar spenntm- fyrir því að leika með bandaríska landsliðinu „Draumaliði þrjú“ á ólympíuleikunum í Atianta á næsta ári. Magic hætti sem kunn- ugt er fyrir þremur árum eftir að í Ijós kom að hann er smitaður af HlV-veirunni. Magic sagði I viötali á NBC- sjónvarpsstöðinni á laugardaginn að sig langaði mikið til að byrja aftur en hann myndi ekki eiga fyrsta skrefið. „Ég fer ekki til eig- andans og segi að mig langi til að byrja, þeir verða að leita til mín og athuga hvort ég sé tilbúinn að spila með liðinu næsta vetur," sagði Magic og sendi þar með boltann yfir til félagsins en hann á 10 prósent hlut i Lakers og er varaforseti. Magic var spurður hvort 37 væri ekki of hár aldur til að byrja á ný. „Aldurinn er 37 en skrokk- urinn er mun yngri. Ég er 1 hörkuformi og sjáið bara brosið, það er til staðar. Drottinn hefiu: séð til þess að veikindi mín há mér ekki á neinn hátt,“ sagði snillingurinn. Michael Jordan, sem einmitt byrjaði aftur á dögunum eins og frægt er, brosti sínu breiðasta þegar hann var spurður um mögulega endurkomu vinar sins. „Það yröi gaman að fá Magic aft- ur, ég, Magic og Larry Bird gerð- um NBA-deildina að því sem hún er í dag,“ sagði Jordan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.