Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 Menning Halla Margrét Ámadóttir sópransöngkona farin að minna á sig eftir 5 ára nám á Ítalíu: Undirbýr tónleika í Bologna í sumar - fékk tilboðið eftir að hafa komist 1 úrslit í alþjóðlegri söngkeppni Allir muna eftir Höllu Margréti Árnadóttur í Evrópusöngvakeppn- inni árið 1987 þegar hún söng lag Valgeirs Guðjónssonar, Hægt og hljótt, með undursamlegum hætti. Halla var þá í söngnámi og varð landsfræg á svipstundu. Hún útskrif- aðist tveimur árum síðar frá Tónlist- arskóla Garðabæjar en síðan hefur lítið til hennar spurst. Skyndilega birtist hún á skjánum í síðasta þætti Hemma Gunn síðasta vetrardag og sýndi landsmönnum að hún er orðin sópransöngkona á heimsmæli- kvarða. Enda hefur hún varið síð- ustu árum vel. Frá 1990 hefur hún verið í einkasöngnámi hjá Rinu Malatrasi á Ítalíu, sama söngkenn- ara og Diddú var hjá. DV tók Höllu Margréti tali á dögunum en hún fer aftur til Ítalíu í næstu viku eftir stutta dvöl á íslandi. „Námið hefur fahst í söng- og tæknivinnu. Síðasta ár vann ég í óperustúdíói, hef lokið því og er meira farin að vinna við söngkeppni og -prufur. Ég er búin meö hið eigin- lega tækninám, þótt það sé aldrei í raun búið, og síðan fer ég að sjálf- sögðu reglulega í tékk til söngkenn- arans,“ segir Halla. ítalir hrifust af víðu raddsviði Hún minnti rækilega á sig um síð- ustu jól þegar hún komst í úrslit í alþjóðlegu söngkeppninni Gullljón- inu, Leon D’Oro, á Italíu og hafnaði í 2.-4. sæti. Halla segir Gullljóniö hafa verið fyrsta alvöruverkefnið eft- ir söngnámið, auk þess sem hún hafi tekið þátt í mörgum tónleikum. Hún fékk mjög góða dóma í blöðum eftir keppnina og það sem ítalir hrifust einna mest af var hversu vítt radd- svið Halla hefur um leið og kólera- túr. Þetta þykir einstakur kostur hjá sópransöngkonu. „Það hleypti nýju baráttublóði í mig að finna að ítalir taka það mikið mark á manni að ég komst í úrsht í þessari virtu söngkeppni. Eftir keppnina fékk ég tilboð um að taka þátt í stórum tónleikum í söngborg- inni Bologna á Ítalíu í sumar og núna er ég að undirbúa þá af krafti. Auk þess eru fleiri verkefni í gangi.“ Halla segist hafa verið undir mikl- um aga hjá Malatrasi enda hefur hún verið með marga heimsfræga söngv- ara í námi hjá sér. Þannig fékk Halla ekki að koma fram í heil 2 'A ár og það segir hún hafa verið mikla þrek- raun. Fannst ég vera að geggjast „Þetta voru æfingar og aftur æfing- ar og mér fannst ég vera að geggjast. Áður en ég fór út var ég bara með einhverja drauma um glæsta tíð og áttaði mig ekki á þeim mikla aga og gríðarlegu kröfum sem gerðar eru til söngvara á Ítalíu. Ef þú hefur ekki tæknina og söngstílinn líkar ítplum ekki við þig. Þetta veit kennarinn minn því hún hefur „framleitt" stjörnur í stórum stíl. Fyrst átti ég erfltt með að venjast aganum en í dag finn ég hvað ég á við fá tæknileg vandamál að etja og hvernig ég vinn allt fyrst í gegnum tæknina. Þegar ég fór út kunni ég enga tækni. Núna kemur fólk sem heyrir í mér til mín og segir mig nota svo mikla tækni. Það finnst mér mjög skemmtilegt." Kennarinn fékk ekki að vita um Eurovision! Þegar Halla kom til Ítalíu í söng- 'nám vildi hún ekki segja kennara „Eg á mér þann draum. að geta einn góðan veðurdag leikið mér að röddinni minni eins og hjartað mitt vill leika,“ segir Halla Margrét Árnadóttir sópransöngkona m.a. í viðtali við DV. DV-mynd ÞÖK sínum eða öðrum frá þátttöku sinni í Evrópusöngvakeppninni og frétti hún það ekki fyrr en eftir nokkurra ára kennslu með Höllu! Halla segist hafa viljað týnast og fortíð hennar kæmi engum við. „Ég vil frekar að öll mín fyrri reynsla komi í ljós á sviðinu heldur en að tala um hana. Þetta er visst mottó hjá mér; að vera ekki að segja hvað ég er heldur láta fólk uppgötva það. Ég hef ekki haft mig mikið í frammi hér heima til þessa því ég hef ekki getað sagt hvað ég er og hvað ég hef. En núna get ég það með söngnum." Stefnir á stóra tónleika á Islandi eftir 2 ár Um framtíðina sagðist Halla ætla aö halda áfram að bíta á jaxlinn og drífa sig áfram á erlendum vett- vangi. Námið hefur verið kostnaðar- samt en hún hefur hlotið dyggan stuðning frá stuðningsmannahópi sem Bjarni Árnason í Brauðbæ og Ingvi Hrafn Jónsson hafa farið fyrir. „Ég er og verð alltaf íslendingur. Eftir að ég söng í þættinum hjá Hemma finn ég að íslendingum þykir enn þá vænt um mig. Fólk stoppar mig úti á götu og þakkar mér fyrir. Þetta er svipuð tilfínning og ég fann eftir Eurovision. Eftir þetta langt nám er stuðningurinn ómetanlegur. Ég stefni aö því aö geta haldið stóra og fína tónleika á íslandi eftir tvö ár, ef guð lofar.“ . Aðspurð hvort hún ætti sér ekki þann draum að syngja í óperuhúsum á borð við Scala sagðist Halla ekki vilja tala svo stórt. Draumurinn væri einfaldlega aö fá áð vinna við sína atvinnu. „Ég á mér líka þann draum að geta einn góðan veðurdag leikið mér aö röddinni minni eins og hjartað mitt vill leika,“ sagði Halla Margrét. Kaffiieikhúsið á síðkvöldum KafHleikhúsiö hefur ákveðið aö brydda upp á þeirri nýjung aö standa fyrir sýningum á síð- kvöldum einu sinni í viku í sum- ar. Fyrsta sýningin verður í k völd kl. 22.30 á grínleiknum Sápa tvö; sex við sama borð eftir Ingibjörgu Hjartardóttur og Sigrúnu Ósk- arsdóttur. Sýningarkvöld verður Kaffi- leikhúsið í Hlaövarpanum opnað kl. 20 þar sem gestir geta fengið Ijúffengan kvöldverð úr eldhúsi Steinunnar Bergsteinsdóttur fyr- ir sýningu. Sveinbjörg Alexandersmeð Carmen íslenski dans- ílokkurinn ■ frumsýnir 17. maí nk. í Þjóð- leikhúsinu „Heita dansa“ þar sem á efnis- skránni verða Carmen, Sólar- dansar, Adagietto og Til Láru. Hér á landi er stödd Sveinbjörg Alexanders en hún er höfundur dansverksins um Carmen. Hún hefur síðustu ár starfaö í Banda- ríkjunum viö góðan orðstír. Málþingum myndlist Málþing um landslagsmyndlist verður haldið í Hafnarborg í Hafnaríirði á morgun í tengslum við myndlistarsýningu Norð- mannsins Patricks Huse. Meðal þátttakenda á málþinginu verða Aöalsteinn Ingólfsson listfræð- ingur, Mikael Karlsson heim- spekingur, Gystein Ixjge listfræð- ingur og Folke Edwards, fyrrum safnstjóri. Jón Proppé gagnrýn- andi stýrir umræðum. Málþingið er öllum opið og hefst kl. 10.30. Styttistífrum- sýninguStakka- Nú styttist óðum í síðustu frum- sýningu Þjóðleikhússins á þessu leikári. Föstudaginn 5. maí verð- ur frumsýnt nýtt íslenskt leikrit, Stakkaskipti, eftir Guðmund Steinsson. Hér er á ferðinni nokk- urs konar framhald leikritsins Stundarfriður eftir Guðmund sem frumsýnt var í Þjóðleikhús- inu fyrir 15 árum. Fjallar Stakka- skipti um sömu fjölskyldu og kom við sögu í Stundarfriði. Núna tekst flölskyldan á við vandamál nútímans, s.s. atvinnuleysi og fíkniefnaneyslu. Leikstjóri er Stefán Baldursson. Leikendur eru Helgi Skúlason, Kristbjörg Kjeld, Guðrún Gísla- dóttir, Lilja G. Þorvaldsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Sígurður Sigurjónsson, Árni Tryggvason, Randver Þorláksson og Edda Arnfjótsdóttir. Frá æfingu á Stakkaskiptum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.