Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 28. APRlL 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÚLFSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÖNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PALL STEFANSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999 GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblaö 200 kr. m/vsk. Átök um vexti Sérfræðingar eru yfirleitt sammála um að vextir muni hækka eftir helgina í kjölfar þeirrar ákvörðunar Seðla- bankans að hækka ávöxtunarkröfu kauptilboða um 0,55% í síðustu viku. Spádómamir byggjast á því að Seðla- bankinn hafi ekki gert annað en horfast í augu við Qár- magnsmarkaðinn, spariskírsteini ríkissjóðs hafi ekki hreyfst vegna lágrar ávöxtunar og raunvextir hafi hækk- að á markaðnum í takt við lögmálið um framboð og eftir- spum. Bankamir hljóti að fylgja á eftir. Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri hefur við- urkennt að ákvörðun Seðlabankans gangi á skjön við stefnu fyrrverandi og núverandi ríkisstjómar en segir hins vegar hækkunina óumflýjanlega af þeirri einföldu ástæðu að spariskírteini ríkissjóðs hafi ekki selst, uppboð á ríkisbréfum hafi verið treg og bankinn hafi tapað á útgáfu ríkisvíxla. Þá má heldur ekki gleyma því að lánsfj- ármarkaðurinn er nú í beinum tengslum við kjör á er- lendum fiármagnsmörkuðum og kjörin hér heima eru ekki samkeppnisfær fyrir íjárfesta. Fjármálaráðherra og nýr bankamálaráðherra hafa látið þá von í ljós að vextir hækki ekki þrátt fyrir hækk- un Seðlabankans, enda hlýtur ríkisstjómin að hafa af því áhyggjur ef almennir vextir hækka beint í kjölfarið á stjómarmynduninni. Það gengur þvert á stefnu ríkis- stjómarinnar og væntingar. Vaxtahækkanir eru sömuleiðis mikið áhyggjuefni fyr- ir allan almenning. Fram kom í kosningabaráttunni að skuldir heimilanna hafa aukist gríðarlega á undanföm- um misserum og ekki batnar sú skuldastaða þegar vext- ir hækka og greiðslubyrðin þyngist. Almenningur hefur einmitt gert sér vonir um að stjómarflokkar, sem virtust gera sér grein fyrir þessu ástandi, mundu sameiginlega ganga í það verk að létta á skuldabyrðunum með almennum ráðstöfunum, þar á meðal lækkun vaxta. Satt að segja kemur vaxtahækkun, nokkrum dögum eftir stjómarmyndun, eins og köld vatnsgusa framan í þessi sömu heimili sem bundu vonir sínar við aðra þróun. En óskhyggjan er eitt, raunveruleikinn er annað. Stað- reyndin er sú að pólitíkusar eiga ekki og geta ekki leng- ur verið með puttana í vaxtamálum með sama hætti og áður. Að því leyti er umræðan um sjálfstæði Seðlabank- ans og frjálsan íjármagnsmarkað tímabær, samanber ummæh Þrastar Olafssonar, formanns bankaráðs Seðla- bankans, um aö gera þurfi greinarmun á almennri stefnumótun stjómmálamanna og ríkisstjóma annars vegar og afskiptasemi þeirra og inngripum í lögmál mark- aðarins hins vegar. AUar þessar vangaveltur um hækkaða eða lækkaða vexti eiga rót sína að rekja til stöðu ríkissjóðs. Ríkissjóð- ur hefur verið rekinn með halla ár eftir ár og lánsfjárþörf- in óseðjandi. Síðasta ríkisstjóm stundaði þann blekkinga- leik að guma af því að erlendar skuldir fæm lækkandi en lét hjá líða að geta þess að skuldasöfnun innanlands jókst að sama skapi. Endurteknar lántökur ríkissjóðs hjá Seðlabankanum og útboð spariskírteina á íjármagns- markaðnum era að sjálfsögðu meginorsökin fyrir þensl- unni í vaxtamálunum. Ef ríkisstjómin vih halda vöxtun- um niðri hefur hún ekki önnur ráð en það eitt að draga úr útgjöldum ríkissjóðs og sinni eigin lánsfjárþörf. Þetta er meginverkefni ríkisstj ómarinnar við undir- búning íjárlaga fyrir næsta ár. AUt tal Finns Ingólfsson- ar um vaxtalækkanir er marklaust meðan ríkissjóður sjálfur eyðir meira en hann aflar. EUert B. Schram „Bandaríkjamenn voru að berjast gegn kommúnismanum og vissu litiö sem ekkert um Víetnama sjálfa," segir Gunnar m.a. í grein sinni. - Bandarískir borgarar fluttir frá Saigon i lok Víetnamstríðsins. Hinn beiski bikar Ein mestu umskipti í sögu 20. aldar urðu fyrir réttum 20 árum nú á sunnudag, þegar Víetnam- stríðinu lauk endanlega með full- um sigri Norður-Víetnama. Stríð- inu lauk í öngþveiti og upplausn, ofsahræðslu og niðurlægingu. Þessi niðurlæging situr enn í Bandaríkjamönnum og hefur litað viðhorf þeirra til umheimsins - og ekki síður til sjálfra sín - síðustu 20 ár. Þetta er það eina stríð sem Bandaríkin hafa tapað. í kjölfarið fylltust Bandaríkjamenn efasemd- um um eigið ágæti, og allt þjóðfé- lagið tók dýfu niöur á við. Almenn- ingur var visvitandi blekktur og margsvikinn í sambandi viö Víet- namstríðið, og það leiddi til slíks klofnings þjóðarinnar að slíks eru ekki dæmi síðan í borgarastríðinu á 19. öld. Öll sú uppreisnarálda ungs fólks, sem náði hámarki 1968, er nátengd Víetnamstríðinu og öld- urnar hefur enn ekki lægf. Upphaflð nær þó allt til 1946, þeg- ar Bandaríkjamenn studdu Frakka til að endurheimta nýlendur sínar eftir hérnám Japana, en þeir urðu beinir aðilar að baráttunni í Víet- nams strax á árinu 1955, á stjómar- tíma Eisenhowers. Kalda stríðið Þaö raunalegasta viö þetta stríð var að það snerist í rauninni aldrei um Víetnam. Þetta var eitt af lepp- stríðum kalda stríðsins, Banda- rikjamenn voru að berjast gegn kommúnismanum og vissu lítið sem ekkert um Víetnama sjálfa. Það sem þeir voru að berjast gegn var hugmyndin um hinn alvonda kommúnisma samkvæmt hug- 'myndum manna um 1960 og eink- um gegn útþenslu Kina, sem á þeim tíma var talið aö væri sama tóbak- ið og Sovétríkin. Þessi risar hefðu gert með sér samsæri um að leggja allan heim- inn undir kommúnismann, og ef Víetnam félli myndu öll önnur lönd Asíu fara sömu leið. Þetta var þannig eins konar trúarbragða- stríð, og á það var ekki hlustað að KjaUariim Gunnar Eyþórsson blaðamaöur Víetnamar væru einfaldlega að halda áfram sjálfstæðisbaráttu sinni, sem hafði byijað gegn Japön- um og haldið áfram gegn Frökkum og síðan Bandaríkjunum. Skipting Víetnams í suður og norður var alltaf vopnahléslína, þær kosningar sem átti að halda eftir ósigur Frakka 1954 voru aldrei haldnar því að allir vissu að Ho Chi Minh mundi sigra með yfir- burðum, og þar með kommúnism- inn. í nafni þessarar heilögu baráttu drápu Bandaríkjamenn á að giska þrjár milljónir manna í Víetnam, vörpuðu fleiri tonnum af sprengj- um en notaöar voru á öllum víg- stöðvum í allri heimsstyrjöldinni síðari, neyddu allt að sjö milljónir Víetnama á vergang, eyðilögðu stóran hluta akurlendis landsins og gerðu stór svæði óbyggileg. Sjálfir misstu þeir 58 þúsund menn, sem þeir syrgja sáran enn í dag í einhvers konar sam-þjóðernislegri sjálfsmeðaumkun, enda þótt um þriðjungur þessara 58 þúsunda hafi fallið fyrir þeirra eigin vopnum. Á það er aldrei minnst. Kaflaskil Allt var þetta til einskis. Fram að þessum tíma höfðu Bandaríkin alltaf haft sigur, sjálfsvitund Bandaríkjamanna var nátengd því að þeir væru framtíðin, þeirra gildi væru algild, og það góða, sem þeir væru fulltrúar fyrir, mundi ævin- lega sigra. En æska landsins gerði uppreisn, bandarískt þjóðfélag breyttist og hefur ekki jafnað sig enn í dag. Hinir herskárri reyna að endur- skrifa söguna og kenna fjölmiðlum um að hafa haft sigurinn af Banda- ríkjunum. En sigur var einfaldlega óhugsandi, nema þá með kjarn- orkustríði viö Kína og Sovétríkin, ef sigur skyldi kalla. ■Lygar ráðamanna á þeim tíma eru ekki gleymdar, og Persaflóa- stríðið dugði ekki til að lækna sál- arkreppuna eftir Víetnam. 30. apríl 1975 er tímamótadagsetning í bandarískri sögu, þar með urðu kaflaskil. Sigurgangan sem hófst í síðari heimsstyijöldinni var á enda. Þann beiska bikar hafa Bandaríkjamenn verið að bergja í botn siðustu 20 ár. Gunnar Eyþórsson „Persaflóastríðið dugði ekki til að lækna sálarkreppuna eftir Víetnam. 30. apríl 1975 er tímamótadagsetning í bandarískri sögu, þar með urðu kafla- skil. Sigurgangan sem hófst 1 síðari heimsstyrjöldinni var á enda.“ Skoðanir annarra Stóru orðín að vestan „Fyrir allmörgum vikum kynntu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Vestfjaröakjördæmi hugmynd- ir sínar um breytta fiskveiðistefnu... Þegar leið á kosningabaráttuna lýstu frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins í Vestíjaröakjördæmi því yfir, að þeir myndu ekki styðja ríkisstjóm, sem hefði ekki á stefnuskrá sinni umtalsverðar breytingar á fisk- veiðistefnunni... Voru þetta einungis innantóm orð fyrir kosningar? Er ekki kominn tími til, að fram- bjóðendur Sjálfstæöisflokksins í Vestíjarðakjördæmi geri kjósendum sínum grein fyrir því, hvers vegna þeir stóðu ekki við stóru prðin?" Úr forystgrein Mbl. 26. apríl Gjaldeyrisstreymi úr landi „Tjríðarlegt útstreymi gjaldeyris hefur verið úr landinu og gjaldeyrisforöinn í lok mars var hinn lægsti frá 1985. Þá var gengi krónunnar látið fljóta, nú stendur það fast. Gjaldeyrisforðinn var í lok mars um 18 miUjarðar, hafði lækkað um 2 milljarða frá því í lok síðasta árs en í millitíðinni hefur ríkis- sjóður tekið erlent lán upp á 10 milljarða króna sem greinilega er þegar búið að ráðstafa." Kristján Kristjánsson i Viðskiptablaðinu 26. april Brýnt að ná erlendri fjárfestingu „A ársfundi Seðlabanka íslands, sem haldinn var sl. mánudag, kom fram að gjaldeyrisvarasjóður landsmanna hefur rýmað um 11 milljarða króna... Eitt mesta vandamál íslenska efnahags- kerfisins um þessar mundir er að það laðar ekki að sér erlenda íjárfestingu. Hjá öllum þjóðum, sem við berum okkur saman við, er erlend fjárfesting styrk stoð í efnahagskerfinu. Eitt brýnasta verkefnið er að búa svo um hnútana að hér verði breyting á, ef íslenska efnahagskerfið á að verða fullgilt í alþjóð- legu efnahagsumhverfi." Úr forystugrein Tímans 26. apríl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.