Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1995, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA 0G ÁSKRIFT ER 0PIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL 6-8 LÁUGAftDAGS' OG MANUDAGSMORGNA FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995. Húsavík: „Sprengitil- boð“ frá SH Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Auðvitað breytir þetta miklu. Okkur sem förum með málefni bæj- arins ber auðvitað ekki að hafa neitt annað aö leiðarljósi í þessu máli en hagsmuni þeirra fyrirtækja sem um ræðir og hagsmuni bæjarins en þess- ir hagsmunir fara auðvitað saman,“ sagði einn af forsvarsmönnum Húsa- víkurbæjar í samtali viö DV í gær- kvöldi eftir að Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna haföi lagt fram tilboð um kaup hlutabréfa í Fiskiðjusam- lagi Húsavíkur. Þar með hafa báðir fisksölurisamir lagt fram formleg tilboð um kaup ' ’aðilaáþeirravegumíhlutaréfífyrir- tækinu. Hlutafé í Fiskiöjusamlaginu er í dag tæpar 200 milljónir, heimild liggur- fyrir að auka það um 200 millj- ónir og á að nýta helming þeirrar heimildar nú. íslenskar sjávarafurð- ir, sem hafa annast viðskipti með afurðir Fiskiðjusamlagsins, hafa boðist til að sjá um kaup á 75 milljón- um af þeirri upphæð á nafnverði en í tilboði Sölumiðstöðvarinnar í gær er farið fram á kaup á 100 milljóna króna hlut á genginu 1,25 eða að ____upphæð 125 milljónir króna. Humarvertíð frestað? „Það hafa komið fram margar ósk- ir um að vertíðinni verði frestað. Það er vegna þess að skólafólkið, sem er mikil uppistaða í vinnuaflinu, kemur seinna út á vinnumarkaðinn núna en áður,“ segir Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðu- neytinu. Hann segir að verði niður- staðan sú að fresta vertíðinni muni hún hefjast 21. maí í stað 14. maí. -rt Þrír handteknir Lögreglan í Reykjavík handtók þrjá menn skömmu fyrir miðnætti í nótt. Mennimir eru grunaðir um að hafa unnið skemmdir á bílum við Kaplaskjólsveg. Fjórði maðurinn, sem var með þeim, komst undan á hlaupum. Kennarar MR: Ræða rektorsmál Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík koma saman í dag til að ræða ráðningu nýs rektors við skól- ann. í gær samþykkti skólanefnd ein- -'róma að mæla með Ragnheiði Torfa- dóttur latínukennara í stöðuna. Alls bárust 10 umsóknir. -kaa Miklar skemmdir urðu á fólksbil Antons Helgasonar er olíubíll ók aftan á hann þar sem hann var kyrrstæður i snjógöngum á Steingrímsfjarðarheiði i fyrradag. Telja hann og aðrir sjónarvottar mildi að ekki urðu slys á fólki en tvö lítii börn Antons sátu í aftursæti bílsins. - DV-mynd GK HSÍ vill leyfa sölu áfengs bjórs á HM ’95: Evrópusamningur bannar bjórsölu Islensk stjómvöld hafa skuld- bundið sig til að grípa til ráðstafana tii að draga úr oíbeldi og slærari hegðun áhorfenda á íþróttamótum, meðai annars með því að útiloka eða banna áhorfendum að koma meö áfenga drykki inn á íþrótta- velli og „takmarka og helst banna sölu og hvers kyns dreifingu áfengra drykkja á leikvöngum", eins og segir í Evrópusamningi um oíbeldi og ótilhlýðilega hegðun áhorfenda á íþróttamótum, einkum á knattspymukappleilijum, sem tók gildi á íslandi 1. mars 1986. „Fulltrúi lögreglustjóra getur ekki horft fram hjá þessum samn- ingi hvað varðar áfengi inni á leik- vöngunum og aðrir sem þurfa að gefa umsögn um bjórsölu hljóta að taka tillit til hans og þá sérstaklega í hvaða tilgangi hann er settur fram,“ segir Ómar Smári Ár- mannsson, yfirmaður forvama- deildar Lögreglunnar í Reykjavík. Eins og fram hefur komið í DV hafa umsjónarmenn heimsmeist- arakeppninnar í handknattleik, HM ’95, sótt um leyfi til að selja bjór á 2. hæð Laugardalshallarinn- ar. Erindið hefur verið samþykkt með þverpóhtískum meirihluta at- kvæða í félagsmálaráði en frestað í borgarráði að tillögu Árna Sigfús- sonar og verður tekið aftur fyrir í byrjun mai. „Eg er þeirrar skoöunar að íþróttir og áfengi faii ekki saman. Eg taldi ásættanlegt að boðið yrði upp á léttari áfengisveitingar í sér- tjaldi en á síðasta borgarráðsfundi kom i ljós að það var ekki hægt. Ef ég heföi setið hjá heföi leyfisveit- ingin verið felld en ég gat ómögu- lega fengið mig til að samþykkja hana. Ég vildí frest til að sjá hvort hægt væri að afmarka betur veit- ingasölusvæðið. Ég geri ráð fyrir að viðunandi iausn finnist og að erindið verði samþykkt," segir Árni Sigfússon, oddviti sjálfstæðis- manna í Reykjavík. Bæjarráð Kópavogs hefur sam- þykkt bjórsölu í Smáranum í Kópa- vogi og verður erindið tekið fyrir hjá sýslumanni innan skamms. Umsóknir um bjórsölu á Akureyri og í Hafnarfirði eru enn óafgreidd- ar hjá bæjaryfirvöldum. -GHS Sfldarsmugan: Svartur sjórafsfld „Það er mikil síld á geysilega stóru svæði. Þetta lofar í mínum huga góðu,“ sagði ísak Valdimarsson, skipstjóri á Guðrúnu Þorkelsdóttur SU, í samtali við DV í morgun þar sem hann var á landleið með rifna nót. ísak segir að á heimleiðinni hafi hann séð mikið af síld á 100 sjómílna svæði. Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræð- ingur, um borð í Bjama Sæmunds- syni RE, tók í sama streng í samtali við DV í morgun: „Það er heilmikil sfid hér á stóm svæði, á því er enginn vafi. Við emm búnir að fara yfir 180 sjómílna langt svæði og það lóðar heilmikið á síld á þeirri leið og breiddin á því er um fimmtíu sjómíl- ur.“ Þetta svæði sem Hjálmar vitnar til er ekkert smáræði eða sem nemur 9 þúsund fermOum, eða eins og að fara þvert yfir ísland. SOdin sem veiðist er grindhoruð og í ætisleit og viðbúið að þegar hún kemst í æti þá verði mokveiði á þess- um slóðum eða jafnvel í íslenskri lögsögu. ETH/-rt HinrlkBragason: Ætlaði ekki að keppa í Svíþjóð „Ég ætlaði aidrei að fara á þetta mót. En það er mál Svíanpa að bregð- ast svona við. Lái þeim hver sem vill - ekki ætla ég að gera það,“ sagði Hinrik Bragason um ákvörðun Fé- lags eigenda íslenskra hesta í Svíþjóð um aö óska eftir að Hinrik keppi ekki á hestamannamóti þar í landi á næstu dögum vegna gruns um ólög- lega lyfjagjöf vegna gæðingsins Gýmis. Hinrik sagði fuUyrðingu Gör- ans Montans, fuUtrúa sænska sam- bandsins, í DV í gær, um áð Hinrik hefði tilkynnt þátttöku sína á mótinu ranga. Hinrik er staddur á kynbóta- sýningu Þýskalandi. „Gýmismálinu er ekki lokið og ég er ósköp rólegur yfir þessu öllu. Þaö hefur aldrei verið sannað fyrir mér að eitthvað hafi ekki verið í lagi. Þar af leiöandi hef ég aldrei haft neitt að fela. Ég get líka sagt að ég er orðinn þreyttur á þessu og vO fá niöurstöðu í þetta mál og það hið fyrsta," sagði Hinrik Bragason. -Ott r LOKI Verður þá ekki skálað á áhorfendabekkjum? Veðriðámorgun: Hlýjast sunnanlands Á morgun verður austlæg átt, aUhvöss og skýjað viö suður- ströndina en annars kaldi og skýjað aö mestu um landið sunn- anvert. Norðanlands verður hæg austlæg átt og léttskýjað víðast hvar. Hiti veröur á bihnu 0-6 stig, hlýjast um landið sunnanyert. Veðrið 1 dag er á bls. 36 txothec tölvu límmiða prentari Nýbýlavegi 28 - sími 554-4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.