Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1995, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1995 5 Fréttir I I I Tapaðir vimiudagar vegna verkfalla á síðasta ári: Hvergi í heiminum fleiri en á íslandi - útlit fyrir að við höldum þessu sæti lika í ár island er aftur komið í efsta sæti í heiminum með flesta tapaða vinnu- daga vegna verkfalla. Við vorum í því sæti á tímabilinu 1982 til 1991 með 550 tapaða vinnudaga að meðal- tali á ári á hverja eitt þúsund vinn- andi. Síðan féllum við úr því sæti niður í 3. sæti á tímabihnu 1990 til 1994, með 134 tapaða vinnudaga á ári á hverja eitt þúsund vinnandi að meðaltali á ári. Á undan okkur voru Finnar með 164 tapaða vinnudaga og ítalir með 173 tapaða vinnudaga á hverja eitt þúsund vinnandi. Allar samanburðatölur sem hér fylgja eru úr árbók Alþjóðavinnumálastofnun- arinnar og Ársskýrslu VSÍ. Ef síðasta ár eitt er tekið út úr fór- um við í fyrsta sæti. Þá fóru sjómenn í tveggja vikna verkfall í janúar en þaö var síðan stöðvað með bráða- hirgðalögum. Meinatæknar fóru í verkfall 5. maí og stóð það í 33 daga. Loks fóru sjúkraliðar í 35 daga verk- fall sem hófst í nóvember. Þessi verk- fóll urðu til þess að 700 vinnudagar á hverja þúsund vinnandi töpuðust og þar með erum við aftur komin í efsta sæti. Enda þótt Alþýðusamband íslands og Vinnuveitendasambandið hafi gert með sér tveggja ára kjarasamn- ing í vetur, sem kallaður var stefnu- markandi, eru fjölmörg stéttarfélög enn með lausa samninga og eru ýmist komin í verkfall, hafa boðað Vinnudeilur, alþjóðlegur samanburður - tapaöir vinnudagar á ári á hverja þúsund íbúa - 9 Meðaltal áranna 1990-1994 samkvæmt skýrslu Vinnuveitendasambands íslands. Óvíst 1995. 164 173 18 24 30 56 59 63 72 .<? -f 0? * / ir & .5* Á / / / / / / * <0* Þrotabú Herlufs Clausens: Kröf ur nema 141 milljón Lýstar kröfur í þrotabú Herlufs Clausens nema rösklega 141 milljón króna, samkvæmt skrá yfir lýstar kröfur sem Uggur frammi hjá skipta- stjóra. Kröfurnar eru í langflestum tilfellum almennar kröfur og nema forgangskröfur aðeins rúmum 350 þúsundum króna. Þá hefur verið lýst sex milljóna króna veðkröfu vegna ágreinings um kaup sambýliskonu Herlufs á fasteigninni númer 1 við Hofsvallagötu í Reykjavík en það hús var keypt á uppboði í fyrra. I héraðs- dómi féll málið íslandsbanka í vil en verður áfrýjað til Hæstaréttar. Herluf Clausen hefur verið stór- eignamaður í íslensku viðskiptalífi undanfarna áratugi. Hann rak meðal annars heildverslunina Clausen jr. & Co í nokkra áratugi, flutti inn vörur og lánaði verslunum andviröið. Herluf átti nokkrar fasteignir, meðal annars áðurnefnda húseign við Hofs- vallagötu og við Bröttugötu þar sem heildverslun hans var til húsa. Stærstu kröfuhafar í þrotabú Herlufs Clausens eru Landsbanki íslands, íslandsbanki, Búnaðarbank- inn og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis auk þess sem stórir kröfu- hafar eru einnig Gjaldheimtan, Skandia og fleiri fyrirtæki. Skiptafundur verður haldinn í þrotabúi Herlufs Clausens 30. maí. -GHS það eða segjast munu boða það innan skamms. Eitt verkfall er afstaðið en það er sex vikna verkfall kennara í vetur. Það mun hleypa tölu þessa árs, um tapaöa vinnudaga vegna verkfalla, upp úr öllu valdi. Sleipnis- menn eru komnir í verkfall, sjómenn .eru í verkfalli, bakarasveinar boða verkfall 29. maí, bankamenn boða verkfall í sumar og fleiri eru með lausa samninga og gætu farið í verk- fall á næstunni. Það er því allt útlit fyrir að tapaðir vinnudagar vegna verkfalla á þessu ári verði htið ef nokkuð færri en í fyrra. Leikskóli Ólafsfirði: Helgi Jánsaon, DV, ÓlaMrði: Bæjarráð Ólafsfjarðar lagði til á dögunum að aðeins yrði ráðiö til eins árs í senn í lausar stöður ófaglærðra á leikskólann Leik- hólum. Ráöningartimi yrði frá 1. septeraber til loka ágúst á næsta ári. Stöðurnar yrðu auglýstar lausar til umsóknar í apríl á hverju ári og gengið frá ráöning- um fyrir lok maímánaðar. Bæjarráð leggur til að öhum ófaglærðum starfsmönnum á Leikhólum veröi sagt upp. Vegna endurráðningar verðl þær stööur auglýstar lausar til umsóknar. Réttur ófaglærðra til endurráðn- ingar taki mið af þjónustualdri og staða ófaglærðs starfsmanns verði vemduð hafi hann sótt um réttindanám. Brosandi sumartilboö á íþróttagöllum Tvöfaldir bómullarfóðraðir íþróttagallar í sumarlitunum á einstöku tilboðsverði. 2.990, -■ nr. 4, 6, 8, 10, 12 og 14 m-fcu ." nr. XS, S, M, L, XL, XXL, XXXL Opið laugardaga til kl. 16.00 5% staðgreiðsluafsláttur Póstsendum SPORTVÖRUVERSLUNIN SPARTA iLaugavegi 49 • Sími 551 : Sumarjakkar á alla fjölskylduna. Verð frá kr. 2.890.-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.