Þjóðviljinn - 17.12.1939, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.12.1939, Blaðsíða 2
Sunnudagurinn 17. desember 1939. ÞJÖfiVILJiNN pððmnuiMM Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Kitstjórar: Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson. Bitstjórnarskrifstofnr: Aust- urstræti 12 (1. hæð). Símar 2184 og 2270. Afgreiðsla og anglýsingaskrif- stofa: Austurstræti 12 (1. bæð) sími 2184. Áskriftargjald á mánnði: Reykjavík og nágrenni kr, 2.50. Annarsstaðar á land- inu kr. 1,75. f lausasölu 10 aura eintakið. Víkmgsprent h. f. Hverfisgötu 4. Sími 2864. Nti reynír á. Ef einhver af löngu horfnum braut ryðjendum lýðræðis og sjálfstæð- is á íslandi væru risnir upp úr gröf sinni og liti það ástand, sem nú ríkir hér, myndi honum sízt af öllu koma til hugar að' hér ætti að heita að rikti lýðræði. Heildarmynd in, sem bæri fyrir augu hans væri þessi: ' ij[ Yfir fátækri alþýðu, sem þjáist af atvinnuleysi í hálf ónumdu landi, rikir fámennur hópur togaraeigenda og embættismanna. Togaraeigendurn ir hafa alla seðlaútgáfu landsins í sínum höndum og ráða yfir öllu sparifé landsmanna. Þeir hafa ein- okað lánsfé þjóðarinnar og fisk- framleiðslu fyrir sig, en samt ekki stjómað betur en svo, að þeir töp- uðu yfir 50 milljónum króna af þóðarfé á 20 árum. Fyrir þessa framúrskarandi stjómmennsku þótti sjálfsagt að gera þá skattfrjálsa og því næst að leggja á þjóðina hina þyngstu hömlur með gengislækkun og dýrtíð og setja jafnframt full- trúa skuldugasta togarafélagsins í ráðherrastól. Ennfremur var henni bannað að skapa sér» nýja atvinnu. — Og svo er henni hótað að fara skuli með hana sem þræla, flytja hana sveitafl’itningi, berja hana nið ur ineð lögregluvaldi, ef hún dirf- ist að mögla yfir þessari meðferð. Jafnframt eru svo blöðin og útvarp ið, sem ríkisvald skuldakónganna drottnar yfir, sett af staðr í hams- lausar æsingar gegn öllum þeim, sem afhjúpa framferði valdsniann- anna og vilja losa ættjörð sína und an fargi skuldakónganna. Þeir eru stimplaðir landráðamenn og settir „utangarðs við þjóðfélagið“. Þeir eru útilokaðir frá stöðum og at- vinnu nema þeir gefist upp í bar- áttu sinni og skipti um sannfær- ingu. M. ö. o. embættismenn skulda- kónganna setja þeim sömu skilyrði og embættismenn Danakonungs settu Jóni Sigurðssyni, er þeir buðu honum rektorsembættið við Mennta skólann gegn því að gefast upp. Hverjum, sem á undanfömum öld- um hefur barist fyrir frelsi íslenzku þjóðarinnar, myndi ofbjóða fjármála spilling Landsbankans, einokun Thorsaranna, einræði Jónasar, þý- lyndi þjóðstjórnarþingmannanna og hræsni og yfirdrepskapur borgara- blaðanna. En mest af öllu myndi þeim samt ofbjóða, ef íslenzka al" þýðan, sem öldum saman hefur varð veitt draumana um frelsi, léti blekkja sig svo að hún teldi draum sinn um frelsi hafa rætzt í þessu þrældóms húsi, — eða hræða sig svo að hún Halldór Kíljan Laxncss: Hús skáldsins Bókaútgáfa Heímskringlu, Reykjavík hann eigi eftir „að yrkja hin ódauð- legu ljóð manndómsáranna og semja sínar þykku bækur um vold- ugar hetjur, sem ef til vill voru ekki með öllu raunverulegar, en þó að minnsta kosti raunverulegri en 1939. lifandi fólk og gerðu hehninn nýj- an eða að minnsta kosti fegurð- Næstsiðasta bindið af sögu Ólafs Ljósvíkings er komið út. Ljós heims ins og Höll sumarlandsins komu út í hittiðfyrra og fyrra, en lokabindið væntanlegt seinna í vetur. Hús skáldsins er að vísu hlekkur i langri atburðarás, en eigi að síður afmörk- uð skáldsöguheild og verður rætt hér einsamalt. Baksýn þess í fyrri bindum nýtur síh bezt, þegar það sjálft er orðið að baksýn síðustii úrslita sögunnar. En ekki dylst ör- lagadýpið, sem slík fjarsýn, mynd að baki myndar, ljær henni. Flestar persónur úr Höll sumar- landsins lifa áfram, auk þess nýjar, sem þróttur og gustur fylgir, Jens Færeyingur og Veghusafeðgin, sem ég vil ljóstra sem fæstu upp um, vegna lesenda. Kunningjum eins og Pétri þrihrbssi, þessu yfirgengilega dýri úr Opinbeilunarbókinni, eða Júel J. Júel þarf ekki að lýsa. Það er ekki fjandinn einn, sem þekkir sína, afturhaldið á Islandi þekkir þyrði ekki að berjast fyrir frelsi sínu. Hvað hefðu þeir þá, brautryðjend ur frelsisins, mátt hugsa, sem alla sína ævi voru hundeltir og ofsótt- ir sakir baráttu sinnar? ' Það er með öllu möti reynt nú að fá íslenzka alþýðu til að gefast upp. Það er reynt að hræða hana, blekkja hana, kúga hana. Einstaka menn kunna að láta undan þessum hamagangi. En því fleiri munu liarðna að sama skapi við ofsókn- imar. Og fjöldinn sjálfur, sú aÞ þýða, sem er að vakna til meðviÞ undar um rétt sinn, mátt sinn og hlutverk í sögu þjóðarinnar, mun aldrei bregðast. Sósialistar á íslandi! Það er ykkar að sýna nú að þið eruð hold af holdi og blóð af blóði þess verka-1 lýðs, sem sækir fram til að láta þann draum um frelsi og réttlæti rætast, sem þjóðin hefur dreymt fegurstan. Það er verkalýðsins að frelsa þjóðina úr þeirri niðurlægingu, sem samvizkulausir braskarar og mútu' þegar hafa steypt henni í. Það er á færi verkalýðsins að gera þetta því frelsisbarátta þjóðarinnar gegn þessum þjóðníðingum er um leið hagsmunlabarátta hans fyrir betra kaupi, meiri atvinnu, mannréttindum, brauði og frelsi. 0|g í ístenzka verka lýðnum býr mátturinn til að geta gert þetta „því sál hans var stælt af því eðli sem er í ættlandi hörðu, sem dekrar við fátt, sem fóstrar vjð hættur, — því það kennir þér að þrjóskast við dauðann með trausti á þinn mátt, í voðanum skyldunni víkja ei úr. og vera í lifibu sjálfum þér trúr“, — eins og Stephan G. segir í kvæði sinu um Hergilseyjarbóndann, einn af þeim fornköppum alþýðunnar, er ekki vildi gefast upp fyrir „höfð- ingjum“ og þjóðníðingum þeirra tíma. Halldór Kiljan Laxness. sína og fordæmir bókina fyrir með- ferðina á þessum mönnum. örn Olfar og Dísa Péturs (beinasleggj :an) vefjast inn í söguna um skeið og eiga glæsileg hlutverk í stétta- baráttu Sviðinsvíkur, þar sem sagan gerist. En utan og ofan við þá bar- áttu er Ólafur Ljósvfkingnr, og a. n. 1. Jarþrúður heitkona hans af því hún skilur fátt og hlýðir, þegar í harðast fer, Ólafi betur en jafnvel „gv'öði“ og Pétri þríhrossi. Þó að baráttusagan sé stórmerk, vil ég nota rúm mitt til að lýsa heldur sálarbaráttu Ólafs og þeirra hjóna- leysanna. Bókin byrjar og endar á „hús- inu“, — heimilislífi skáldsins —, og hvað geta borgaralegir vandlæt- arar heimtað betra? Hitt verða þeir aftur að sætta sig við sem napran virkileika, að skáldið hefur hvorki í sig né á hjá Sviðvíkingum og miss ir börn sín úr tæriíngu og er þrátt fyrir það allt svo skáldlegur, að honum leiðist að vinna fyrir pen- ingum með feguröarsnauðu starfi, fæst ekki til að játa, að geðfelldasti iðjumaðurinn í öllu þorpinu sé „sannur maður“ (bls. 10) og inundi án efa hafa orðið ófarsæll á heiroil- inu, sem draummey hans bauð hon- uni með þessum orðum: „Aldrei skaltu lifa neitt framar, sem ekki er samboðið skáldi. Aldrei framar skal þig vanta neitt“. Hamingjuþrá skáldsins fyrir sig og aðra þarfn- aðist lífsnauðsynja, en þó ekki síður frelsis og fegurðar án takmarka. Hún var óuppfyllanleg „hér, þar sem óskir mannanna eru kallaðar ljótar, af því ekki er hægt að upp- fylla þær“. Aðeins í draumaheimi skáldsins var það hægt. Því varð Ólafur tvöfaldur maður. Jarþrúður hafði eitt sinn valið sér það hlutverk að lifa fyrir hann sem Hallgrím Pétursson endurbor- inn. Hann hafði látið hana bjarga sér þá og bundizt henni fastar en svo, að hann ætti nokkurt einka- siðferðilegt imdanfæri í því, þótt þau væru ekki gift. Og annað meira batt hann: „Hún var fulltrúi þess mannkyns, sem hann var sjálfur ó- aðskiljanlega samkolka, ástríðum hlaðið, viðkvæmt .og sorgbitið i leit inni fram úr myrkri og harðýðgi upprunans. Á maður að fyrirlíta og svikja þetta mannkyn —?--------það er að hlaupa frá sinu eigin lífi fyr- ir eitt mýraljós“. Heitkonan Jarþrúður var guð- rækileg og syndum hlaðin og þó með hár, augu og tennur, sem niinntu á dýr. 1 afbrýðisgeggjun sinni gengur hún hvað eftir annað fram af lesandanum og jafnvel fram af Ólafi Kárasyni. Hann semur sög- ur um Hinn Bera, sem flúði undan ástkonu sinni i tuttugu ár, og Jón almáttuga, sem vanaði sig til að rýmka prísund hjónabands síns. En guð og menn og náttúran hafa tek- ið frá Jarþrúði allt, sem sættir aðr ar manneskjur við að lifa með henni, þessvegna getur skáldið ekki svikið hana, — fremur sjálfan sig. Ólafur er geðþekkur maður, kurt- eis og nærgætinn og kurteisastur við Jarþrúði, en ,,húsið”, sem inni- lykur þau, hatar hann. „1 þessu húsi hafði hann aldrei verið hann sjálfur, aldrei talað satt orð, ævin- lega þagað yfir sínum innra manni eins og ódæði,------sá eini staður, þar sem hann hafði verið vondur maður eins djúpt niðtir í vitund sína og dagleg hegðun náði, inni- lega og óhjákvæmilega vondur mað ur“. Þannig dæmir Ólafur Ljósvík- ingur tvöfeldni sína og ótrúnaðinn við hamingju sína og köllun. I Húsi skáldsins er glímt við mikið siðrænt vandamál. Ljósgeisli í sögunni er Magga litla dóttir þeirra Jarþrúðar, geisli, sem kemur, yljar, dvínar og deyr. Hin dulúðuga tónlist, Röddin eða hvað það er kallað, skilur aldrei til hlítar við Ljósvíkinginn. Og hann glatar aldrei drauini sínuin um, að lólagjafðsýníng frá öllum deildum í Bankastrætí 2 í dag. 5°!.L pfifíhui hkpia^aívpu^i fjjliX ina meira aðkallandi en nokkru sinni fyrr“, — hetjur, sem eru eins og t. d. Grettir Ásmundarson, sam- anþjappaður, krystallaður raunveru- leiki úr vitund lífsreyndrar þjóðar. Víkjum frá efninu að ritlistinni, sem raunar er því samrunnin, líkt og ytra og innra borð flíkur. Hún er óendanlega margbreytt hjá Hall- dóri Laxness, en auðugust samt, þegar hún minnir á yfirlætislaust aprílkvöld án sérstakrar fegurðar, yndislegt aðeins vegna þess, að það bar í sér fyrirheit vorsins, á sama hátt og ung stúlka þarf ekki að vera falleg. Tvö smádæmi sýna valdið á is- lenzkunni og myndgáfuna: „Augu hennar undir breiðum loðnum brún- uin voru mikil og frán, skýld sterk um hvörmum og löngum brám. Hún horfði á hann“. - — „Hún var geislandi hrein eins og jurt á frjó- tið, nýsköpuð, full af ósýnilegri lit- auðgi.sem skírskotaði til leynilegra skilningarvita, og strauk með fing- urgómunum einn lokk aftur fyriv eyrað, þegar hún sá mann“. Ekkert orð né stílbrigði tung- unnar er Halldóri ónothæft. Þess vegna tala persónur hans stundum bókinenntaðra mál en gerist jafnvel hjá viðvaningumj í raunsærri sagna- list og stundum talmál, sem ýmist er of hversdagslegt eða of langsótt til að falla málhreinsunarmönnum í geð. í tilbreytninni er hvar- vetna tilgangur. Orðaval og fram- buröur skapa lit eða keim. Tilgang- inn verður lesandinn að reyna að finna, áður en hann hneykslast á nokkurr' „tiktúru“. Fyndni og kaldhæðin undirhyggja gægjast frain næstum á hverri síðu, og almenningur skýrir það svo, að „Halldór þarf nú allt að segja, senr honuni dettur í ,hug“. Og þeir, sem lialda að hann ráði ekki við þessa bannaflóandi fyndni eru honum þakk látir fyrir hana samt. Athugun sann- ar manní hinsvegar, að alstaðar er tilgangur og jafnvei svæsnasta háð- ið er ekki eintómt níð heldur und- arlega tvisær skilningur á persón- unni, sem í hlut á, — t. d. djúp fyrirlitning samfara innilegum og nærgætnum áhuga á því, hvað þessi manneskjan geti aðhafst og látið út úr sér. Og hitt ættu flestir að hafa lært, sem kynnzt hafa bókum Hall dórs Laxness, að aldrei veit, hvar einlæg samúð kann að dyljast und- ir skrápnum og skensinu. Samtöl þessarar bókar eru viða afimrðasnjöll, bæði þau hlægileg- ustu, eins og símtal Péturs Páls' sonar vjð Júel J. Júel um ríkislög- regiu að sunnan í kjördæmið, og þau, sem þrungin eru drama- tískum andstæðum. X yfirlætislausum atburðum og lít vik undir Óþveginsenni mætast and- stæður veraldarinnar. Litrófið i ævisögu Ljósvíkingsins sýnir Ijós' brot af geislum hinna málmgöfg- ustu frumefna. Björn Sigfússon.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.