Þjóðviljinn - 08.11.1940, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.11.1940, Blaðsíða 1
V. ABGANGUK. FÖSTUDAGUR 8. NQV. 1940. 255. TÖLUBLAÐ Ungvcrsbu vcrkalýðslcíðfogarnír RakosiogWcínbcrgcr koma fil Moskva og cr fagnað af míkfum mannffölda Um öll Sovétríkin vai* tuttugu og þriggja ára afmæli verklýðsbyltingarinnar haldið hátíðlegt í gær. Mikilfenglegust voru hátíðahöldin í höfuðborginni, Moskva. Fór fyrst fram hersýning á Rauða torginu og stjórnaði henni Tjúleneff hershöfðingi, yfirforingi Moskva- hernaðarsvæðis, í viðurvist Timosjenko marskálks, land- varnarþ j óðf ulltr úa Sovétrík ja nna. Eftir hersýninguna hófust skrúðgöngur alþýðufólksins í Moskva, er gekk í endalausum röðum fram lijá leghöll Lenins, en þar stóðu leiðtogarsovétstjórnarinnar og Kom- j múnistaflokksins. Á borða og spjöld voru letruð kjörorð i dagsins'. Hvað eftir annað sáust kjörorðin: “Treystum böndin milli alþýðu Sovétríkj anna og verkalýðs auðvalds- landanna!” “Lifi Alþjóðasamband kommúnista!” “Lifi hin nýju Sovétlýðveldi!” “Eflum atvinnulíf og Sandvarnir Sov étríkjanna”. Einkaskeyti til Þjóðviljans: Moskva 6. nóv. Snemma dags 6. nóv. komu þeir Matias Rakosi og Zoltan Weinberger til Moskva. Á Kieff-brautarstöðinni hafði safn- azt saman mikill mannfjöldi, margar sendinefndir verka- lýðsins í Moskva, fulltrúar Rauðu Jhjálparinnar, vinir og skyldmenni hinna ungversku verkalýðsforingja. Brautar- stöðin var prýdd rauðum borðum, sem á voru letraðar fagn- aðarkveðjur á ungversku og rússnesku. GFihmp uiliFhenna undaihald í EiMoslDfluum ei sæhja in i laiii ítalir tilkynna áframhaldandi sókn á Epírus-vígstöðv- unum og segjast hafa komizt 1 gær yfir fljótið Kalamos. í hernaðartilkynningum Grikkja er það viðurkennt, að her þeirra hafi hörfað undan á Epirus-vígstöðvunum, þar sem ítalir sækja suður með Adriáhafi. Um leið og Kieff-hraðlestin stöðvaðist við brautarpallinn stigu upp í vagninn er Rakosi og Wein- berger höfðu til umráða Manúilskí, Wilhelm Pieck, Antikainen, Sjerba koff ritari Moskvadeildar Komm- únistaflokksins, Pronin forseti borgarráðsins í Moskva, vinir og skyldmenni Ungverjanna o. fl. Rétt á eftir kemur Rakosi út, og tekið með óhemju fagnað- arlátum. Hann heilsar brosandi og er þegar uimkringdur af blaða- mönnum. Þá kemur Weinberger ásamt hóp rússneskra ungkomm- iinista. Weinberger var aðeins tuttugu og þriggja ára er hann var handtekinn í Ungverjalandi ■og dæmdur í fangelsi, og hefur set ið þar ásamt Rakosi í rúm 15 ár. Fréttaritari vor hafði stutt tal af Rakosi á brautarstöðinni, og sagði hann m. a.: „Eftir handtökuna 1925 var mér ásamt öðrum verkalýðssinn- um stefnt fyrir rétt, og ákærðir fyrir kommúnistastarfsemi. Öll afturhaldsblöðin heimtuðu lífláts- dóm, en ég var dæmdur til 8V2 árs fangelsis, og félagar mínir einnig til langrar fangelsisvistar. En hvorki pyndingar né hin stranga fangelsisvist megnaði að hræða okkur frá fylgi við málstað alþýðunnar”. Rakosi lét sérstaka ánægju sína í ljós að hann skyldi koma til Moskva, daginn fyrir byltingaraf- mælið. Frá brauitarstöðinni óku ung- versku verkalýðsleiðtogamir eftir hinum hátíðarskreyttu götum höf uðborgar alþýðuríkisins. Á morg- un, 7. nóv. mun alþýða Sovétríkj- anna ganga um göturnar í Moskva og meðal kjörorða þeirra eru: „Stéítarbræður. far.gar auðvaíds- 1 ins, bardagamenn fyrir frelsi verkalýðsins um heim allan! Við sendum ykkur beztu baráttukveðj ur”. „Lifi alþjóðleg samvinna al- þýðunnar”. Matias Rakosi og Toi- vo Antikainen eru vottar þess, að þetta enu, meira en orðin tóm. Stjórnarskrá Sovétríkjanna trygg ir þeim ríkisborgararétt sem bar- áttuhetjum fyrir málstað verka- lýðsins. Toivo Antikainen, finnski verkalýðsleiðtoginn, sem í dag býð ur Rakosi og Weinberger vel- komna, er ekki einungis sovétborg ari, heldur þingmaður þjóðþings- ins, fulltrúi Æðstaráðs Sovétríkj- anna. Enn einn af helztu leiðtogum Kongressilokksins hefur verið hand.tekinn að boði brezku yfir- valdanna. Hafði hann tekið við starfi Nehrus og ferðast um iand- ið til að hvetja til aukinnar þátt- töku í frelsisbaráttu Indverja gegn kúgunarstjórn Breta. Tilkynnt hefur verið að höfð verði sérstök umræða í brezka þinginu um Indlandsmálin á næst- unni. Amery, Indlandsmálaráðherra hefur lýst yfir því, að hann hafi beðið landstjóra Breta í Indlandi um nákvæmar upplýsingar varð- andi dóminn yfir Nehru. Á norðurvígstöðvunum heldur sókn Grikkja inn í Albaniu áfram, og segir í fregnum frá London, Enginn vafi er á því, að heima í Bretlandi er vaxandi óánægja með harðstjóm Breta á Indlandi, og skilningur á því hver áhrif það getur haft á almenningsálit um allan heim að gefa óyggjandi vitn isburð um kúgun Breta á nýlendu þjóðum jafnframt því að brezkir ráðherrar halda ræðu eftir ræðu um baráttu Breta fyrir þjóðfrelsi, baráttu brezka heimsveldisins gegn kúgun og ranglæti. Engar fangelsanir megna að bæla niður frelsisbaráttu indversku þjóðarinn ar, hún mun eflast og vaxa þar til brezka kúgunarokið er brotið. að bærinn Koritza, sem er þýðing- armikil hernaðarmiðstöð, sé í hættu. Nú þegar sé orðið örðugt með aðflutninga til borgarinnar, og hætta á að þeir teppist alveg ef. Grikkir verða ekki stöðvaðir. Gríski herinn hefur tekið allmik- ið herfang á þessum hluta víg- stöðvanna, fallbyssur, vélbyssur, og ýmsan hemaðarútbúnað. Flugvélar beggja hemaðaraðilja hafa sig mjög í frammi, og berj- ast brezkar flugvélar með flugher Grikkja. Fyrsti enski flugmaður- inn sem látið hefur lífið í Grikk- landsstyrjöldinni, var jarðaður í Aþenu í fyrradag, með mikilli við höfn. 1 brezkum fregnum er því hald- ið fram, að hemaðaráætlanir ítalska herforingjaráðsins hafi far ið út um þúfur vegna þess að Grikkjulm hafi tekizt að verja þeim aðgang að vegum, þar sem hægt er að koma við fyrir alvöru skriðdrekum og vélahersveitum. Sókn Itala á Epirus-vígstöðvun um sé aðallega gerð í því skyni að neyða Grikki til að flytja lið frá norðurhluta vígstövanna, -en það hafi ekki tekizt ennþá. Brefar hófa loffárásum á Róm Butler, aðstoðarutanríkisráð- herra Breta, var spurður í neðri málstofu brezka þingsins í gær um afstöðu stjómarinnar til þátttöku Itala í sprengjuárásunum í Lon- don. Butler svaraði því, að stjóminni væri vel kunnugt um þátttöfeu) Itala í loftárásunum og áskyldi hún sér óbundnar hendur um loft- árásir á Róm. 6 rifír áshrífend- ur að Þjóðvíljan- um í gær 22 br. frá eínni vínnu- sföd 6 nýir áskrifendur komu að Þjóðviljanum í gær.. Eru ,þá koinnir 17 nýir áskrifendur það sem af er nóveinber. Þá hafa Þjóðviljanum borizt 22 krónur frá einni vinnustöð, sem áður hefur safnað all- miklu. Er þetta vel að verið. Svona þarf að halda áfram. Herðið sóknina enn, velunnar- ar Þjóðviljans. Fangelsanír á foríngjum índ- versku frelsíshreyfíngarínn- ar halda áfram Er kúgun [Brefa í Indlandí þad sem Churchílf meínar þegar hann falar um þjóðfrelsí og lýðraeði?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.