Þjóðviljinn - 09.03.1944, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.03.1944, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 9. marz 1944. ÞJÓÐVILJINN Nú vantar þjóðsönginii Eins og 511 sjálfstæö' ríki i hljóta að eiga sér fána, þykir ; og kurteisi að þau eigi sér þjóðsöng, sem menn geta sung j ið saman á þeim stundmn þegar samheyrileiki alls fólks- ins hrífur hugann, ofar flokks kennd og hreppapólitík, — einshvers konar dásömmi á landi og lýð, upprifjanir á glæstum þjóðminningum og sigrum, hylling fána, konungs eða fagurra hugsjóna, ekki sízt frelsisins. Sumir þjóð- söngvar eru heillaóskir til á- kveðinna konunga, t. d. hinn brezki, júgóslavneski, danski (Kong Kristian) og hollenski. Aðrir eru herhvöt gegn kúg- urum, eins og Marselíusöngur- inn (marseijesinn) og Al- þ j óð asöngurinn (inter nas j ón- alinn), sem Ráðstjórnarríkin höfðu fyrir þjóðsöng fyrstu | tuttugu og fimm árin, en er annars hersöngur byltinga- ! sinnaðra verkamann um ger- | valiaiv heim. Suður-Ameríku- búar dásama frelsið manna niest í þjóðsöngvum sínum. Hugsjón kínverska þjóðsöngs- ins er héimsfriður. Til þess aö þjóðsöngur svari tilgangi er nauðsynlegt að hann sé auðskilinn og auð- læröur cg skírskoti til hjarta og hugar sérhvers manns, eins þeirra sem ekki eru gáf- aðir og menntaðir, —- í raun- inni kannski fyrst og fremst til þeirra. Þjóðsöngur er þeim mun betri sem hann tjáir hjartnæm atriði í færri og skýrari dráttum, án þess að verða þó ópkenndur. Góður þjóösöngur er aldrei þvæla og sjaldan mikil speki heldur. Hann verður að vera eins ein- faldur að sínu leyti og fáni sem geröur er eftir flatarmáls kenndu lögmáli. Brezki þjóð- söngurinn er til dæmis alveg ágætur. Víðsungnustu erindi hans segja svo: (1) Guð geymi vorn milda kóng, leingi lifi vor göfugi kóngur, guð geymi kónginn.. Lát hann ríkja yfir oss sigursælan, ham- ingjusaman og dýrðlegan, guð geymi kónginn. (2) Ó rís þú drottinn guð vor, dreifðu fjandmönnum hans og feildu þá. Ruglaðu ráð þeirra, ó- nýttu brögð þeirra, á þig fest- um við vonir okkar, guð geymi kónginn. Eistneski þjóðsöngurinn er tíka ágætur. Þar segir: Heima- 'land mitt, ást mín og yndi, mold þín er mér kær. Ekkert land í öllum heimi er mér jafnkært og þú mitt kæra land, ást mín og heimaland. Kínverski þjóðsöngurinn er þannig: Sanmintsjúí („þri- grein þjóðar“), takmark vorc sé að frelsa land vort með grundvöllun heimsfriðar. Ó, félagar, framverðir, veriö djarfsæknir; haldið stefnunni undir sól og stjörnu. Verið sterkir -og hugprúðir. Frelsiö land ykkar. Eitt hjarta, ein sál, einn hugur, eitt markmið. En það eru ekki orðin ein sem í þjóðsöng eiga að sam- eina styrk, einfaldleik og hugðnæmi, lagið verður að hafa sömu kosti. Það má ekki vera gert fyrir söngna menn eina og þá sem kunna til tón- listar eða eru raddmenn. Þaö verður að vísu aö uppfylla kröfur tónlistar, en vera þó miðað við menn sem litt eða ekki kunna til söngs. Þáð verður að vera lagið sem allir geta lært og ailir geta sungið, og syngja ósjálfrátt — eink- um þegar þeir eru glaðir. Sterkt tema, unnið með ör- fáum dráttum, og ítrekandi viðlag, eins og álýktun, í lík- ingu við lag þáð, alkunnugt slafneskt tema, sem Slóvakar hafa fyrir þjóðsöng, Nad Tatrú sa blýska, held ég sé rétt forskrift fyrir þjóðsöngslagi, — en vitaskuld verður ljóðiö að hæfa slíku lagi. Lagið vio brezka þjóðsönginn geymir ýmsa beztu kosti þjóösöngs- lags, enda hafa margar þjóðir hneigzt til að taka það eftir, meira að segja voru Þjóðverj • ar einu sinni langt komnir að gera það að lagi við þjóðsöng sinn. Við íslendingar erum fein þeirra þjóða sem tókum það traustataki við þjóösöng um skeið. Ja vi elsker dette landet, er unaðslegt þjóð- söngslgg, vítt og breitt og blátt og bjart eins og fagur vordagur, þessi fyrsta íína lags og ljóðs Ijómar í töfra- fullum dr’engilegum unaði, sem minnir á andlitið á Nor- dahl Grieg: Ja, vi elsker dette landet. Lag Ameríkumanna, O, beautiful for spaci&us skies, er yndislega ljóðrænn þjóð- söngur, en ljóðið skortir hinn sterka frumstæða einfaldleik þjóðsöngskvæðis. Marselíu- söngurinn og Alþjóðasöngur- inn fylla allar kröfur þjóö- söngva sem innblásnir eru af heilögum anda réttláts stríðs. Sami höfundur, Pacius, hefur sett lög við þjóðsöng Finna og Eista, og eru bæði dæmi á- gætra þjóðsöngslaga: Heyrið vella á heiðum hveri (Finnar) og ísland ísland ó, ættarland (Eistur). Þessi lög hafa þáð meðal annars til síns ágætis, að tónsvið þeirra er í kringum áttund, Marselíusöngurinn tekur yfir níund, en það er ókostur á þjóðsöngslagi éf það tekur yfir víðara tónsvið. Nú víkur sögunni að ís- landi. í raun réttxi höfum við Islendingar ekki átt þjóðsöng í líkingu við aðrar þjóðir síð- an við lögðum niöur Eld- gömlu ísafold, sem ekki var vonum seinna, því þó kvæðið sé gætt einfaldleika þjóð- söngs er þaö heldur klaufaleg- ur skáldskapur, — mögum þín muntu kær, og gumar gimast mær, Hafnar úr gufu hér o. s. frv.; auk þess til- heyrði lagið enska þjóðsöngn- um. Á seinni árum hefm’ ver- iö upp tekinn í þjóðsöngs stað lofsöngurinn frá þjóðhá- tíðinni 1874, Ó, guð voi’S lands. Þessi söngur stingur mjög í stúf við aði’a þjóð- söngva, hefur engin einkenni eða eiginleika þjóðsöngs, enda aldrei til þeirra nota ætlaður. Kvæðiö er ort til guðs, þáð er hátíölegt bænarandvarp, í senn ljóðrænt og heimspeki- legt, þó fjarri því að vera trú- arlegt í hinni kristilegu merk- ingu þess orðs, og getur því ekki talizt til sálma, heldur síðprótestantiskur, ókirkjuleg- ur hymnus undir í’ómantísk- um áhrifum. Kvæðið svaraði með prýði tilgangi sínum sem hátíðalofsöngur 1874. Vegna liinnar hástilltu andaktar, á kvæðið ekki viö á veraldleg- um samkomum eöa skemmt- unum, menn fyrirverða sig fyrir að syngja það glaðir á góðri stund. í kvæðinu er lögð mikil áherzla á hve þjóðin sé lítilfjöi’leg gagnvart guði sín- um, hin dulræna upphafning sj álfsniðurlægingai’innar kunrx dýrlingum og sjáendum lýstr upp kvæðið, en hversu merki- legt sem sjónarmið þetta er, mun þó sönnu nær, og líkara skilningi nútímans, að þjóð sé ævinlega nákvæmlega jafn- stór og guð hennar eða guðir. Djarfari þjóð og nálægari guð j ætti betur heima í þjóðsöng. En þótt kvæöi þetta fullnægi skáldlegum mönnum, helgum mönnum og sjáendum, og kalli fram tilætluð áhrif á stórhátíðum, þá eru þó guði sé lof ekki allir dýiiingar, að mirmsta kosti ekki alltaf, og sem betur fer er ekki ailtaf hátíð. Það er þess vegna i senn óháttvíst og smekklaust, og vottar fullkominn vanskiln ing á þessu kvæði, en þó eink- um skort á öllu sálfræðilegu skynbragöi, að halda uppi miskunnarlausri útþi’ælkun þess í Ríkisútvarpinu á hverju kvöldi sýknt og heilagt. Eng- um páfa dytti í hug að fyrir- skipa Te Deum á hverjxmi degi árið um í kring. Þessi morötilraun við hátíðalofsöng- inn hefur enda tekizt þanhig, að almenningur í landinu er höndum seirrni að skrúfa fyrir útvarpstæki sín um leið og hann byrjar. Auk þess sem Ó guð vors lands er hátíðalofsöngm’, en ekki þjóðsöngur, hefur lagið sem vænta mátti fæst þau eigindi sem geti gert það al- þýðlegt. Til dæmis hefur lag- Ný útgáfa af Flat- eyjarbók væntanleg Sigurður Nordal ritar formáia Nýtt útgáfufyrirtæki, er nefnir sig Flateýjarútgáfan, hefur til- kynnt að hún ætli að gefa út á þessu ári og því næsta Flateyjar- ! bók, en hún cr. sem kunnugt er, mesta og frægasta skinnbók, sem skrifuð hefur verið hér á landi. » Hér er því um merkan bók- menntaviðburð að ræða, ekki sízt þar sem mikill hluti efnis Flateyj- arbókar er lítið kunnugur hér á landi nema fræðimönnum. Sigurð- ur Nordal professor ritar formála með hverju bindi, en þau munu verða fjögur. í tilkynningum útgáfunnar seg- ir: „Aðalefni bindanna er þetta: 1. bindi: Ólafs saga Tryggvason- ar meiri. 2. bindi: Ólafs saga helga hin meiri. 3. bindi: Sverris saga eftir Karl ábóta Jónsson. Kákonar saga garnla, eftir Sturlu Þórðarson. 4. bindi: Saga Magnúsar góða og Haralds harðráða hin meiri. Anuáll frá upphafi heirns til 1394. En inn i eru felldar ýmsar heil- ar sögur, m. a. Orknevinga saga, Færeyinga sama, Jómsvíkinga saga og sægur af merkilegum og í skemmtilegum þátturn, t. d. af j Eindriða ilbreið, Eymundi Hrings- ' syni, Blóð-Agli, Hemingi Ásláks- svni, Völskaþáttur og nxikið af frá- sögnum, sem hvergi eru nema í. Flateyjarbók, allt austan úr Garðaríki og vestur til Vínlands". Verð hvers bindis hefur verið auglýst 100 kr., lofað er drjúgu og skíru letri og mynduin af sögu- stöðum og úr handritinu. Ætlazt er til að tvö fyi-ri bindin komi út í sumar, en tvö síðari bindin fyrri hluta næsta árs. Vlnnan fímorit Alþýðysara- hmús fslands Vinnan, tímarit Alþýðusam- bands íslands, er nýkomin út, er það S. liefti 2. árg. Vinnan flytur að þessu sinni grein eftir varaforseta Alþýðusam- bandsins, Steian Ögmundsson, sem hann nefnir: Betri heimur, og tek- ur hann þar til meðferðar þær fölsku vonir sem auðstéttir allra landa eru að gefa alþýðunni um betri heim eftir þetta stríð án þess hróflað sé við sjálfu auðvaldsskipu- laginu. Þá byrjar í þessu hefti greina- flokkur eftir Sverri Kristjánsson sagnfræðing sem hann nefnir: Þættir úr sögu verkalýðshreyfing- arinnar, og er fyrsti þátturinn um verkalýðshreyfingu Bretlands. Þá er birtur í þessu hefti samn- ingur sá er Alþýðusamband ís- lands hefur gert við Farmanna- og fiskimannasamband íslands og rætt um tildrög þess að hann var gerður. í lieftinu cr löng og ýtarleg grein um verkamannafélagið Fram á Sauðárkróki eftir Magnús Bjarnason, senx uixx laixgt skeið var, Frh. á 8. síðu. ið svo vítt tónsvið, hvorki meira né minna en þrettán tónbil, að það er óhæft til söngs fyrir almerming. Eng- inn þjóðsöngur í -.-Iðri veröld hefur svo óhagkvæmt tónsvið. Það er leitun á manni sem getur sxmgið svo hátt upp og djúpt niður, enda er lagið æv- inlega stórilla flutt, nema af völdum kröftum, hljómsveit eða menntuðum tenórum. Á okkar tímum, þegar hafning sannþjóölegra menningai’verð- mæta til æðra forms er boð- orö dagsins, finnst oss sem ofmjög beri í þessu lagi á þeim vettvangi gegn íslenzkri tónmexming fortímans, sem svo mikið þarfaverk þótti að leggja fyrir róða á 19. öld, að "þeir merrn hafa verið tignaðir brautryðjendur, sem þá tókst að drepa íslenzkan kirkju- söng og innleiða danskan á íslandi. ísland geymdi í fór- um sínum þjóðlega tónlist, þótt fi’umstæð væri sakir ’hljóöfæraleysis og fátæktar, foman söngstíl, hundruð tón- stefja sem töluöu máli ald- á að búa sem þöglasta gröf þessu mikla yrkisefni þjóðar- innar, sem er voldugra öllum öðrum norrænum tónlistar- yi’kisefnum samanlögðum. Þótt Ó guð vors lands hafi sér staka fegui’ö til aö bera ef það er flutt á hálistrænan hátt, skortir það öll einkenni íslenzks lags. Á þessu ári standa fyrir dyr um þáttaskipti í sögu vorri, jafnvel enn meiri en þegar vér þágum stjórnarskrá úr danskri hendi 1874 undir eink unnarorðinu: vér kvökum og þökkum í þúsund ár. Á þessu ári mun að vísu fara vel á því að syngja einu sinni á Þingvöllum hátíðalofsönginn til guðs í minningu ársins 1874. En það er ekki nóg. Okkur vantar þjóðsöng, lag og ljóð nýja tímans, einfalt, sterkt en þó þokkafuilt, helg- að landi, þjóð, sögu og fram- tíð — eins og vér hugsum nú á enn einum morgniþjóðarsög unnar. Áriö rná helzt ekki líða svo, að íslenzk skáld og íslenzkir tónsmiöir láti undir höfuð leggjast að gefa þjóð- anna, en dansklærðir tónlist armenn undir áhrifum þýzkr- j inni slíkan söng. ar rómantíkur lögðu allt kapp H. K. L.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.