Þjóðviljinn - 14.04.1949, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.04.1949, Blaðsíða 7
ÞJÓÐVIWINN 7 Fimmtudagnr 14. apríl 1949. Forseti í höndum sér verri manna Það vakti athygli við atkvæða greiðsluna um 2. umr. fjárlag- anna í fyrrad., hve henni var flaustrað af. Hvað eftir annað skellti forseti saman í eitt til- lögum um hin f jarskyldustu mál til að flýta afgreiðslunni. Þegar kom fram á kvöldverðar tíma tóku þingmenn að ympra á hléi eins og venja er til. En forseti, Jón Pálmason sem virð- ist hafa beðið tjón á sálu sinni við ofbeldið sem ríkisstjórnin beitti hann í afgreiðslu landráð- anna 30. marz, harðneitaði öllu slíku, atkvæðagreiðslu skyldi haldið áfram þar til henni væri lokið! Fínir menn þurftu í vezzlu! Þegar nær var gengið for- seta, kom ástæðan í ljós: Fínir menn þurftu í veizlu og máttu ekki vera að því að sinna þing- störfum. Thórsarafíflið Ólafur óð um þingsalinn eins og grenj- andi ljön, hann þurfti í veizlu. Bjarni Ben., (,,Laval“) lýsti því líka yfir að hann þyrfti í veizlu. En Björn Ölafsson hafði þann hátt á, að hann skrapp heim og fór í sparifötin, án þess hlé væri gefið. Hann hlýtur að hafá átt' að fá að vera í veizl- unni. Og áfram var haldið, og ruslað af aðalatkvæðagreiðsl- unni um f járlögin 1949. Um tíu leytið komust finu mennirnir í veizluna, byrði þingstarfanna af þeim létt. SparnaSaivilji stjórnarliðsins Fjárveitinganefnd hafði gert allmargar tillögur um nokkurn sparnað á embættisbákninu. Þegar til kom reyndist sparn- aðarvilji stjórnarinnar ekki meiri en svo að það felldi marg- ar þessar tillögur sinna eigin fulltrúa, og voru ráðuneytin og stjórnarflokkarnir þar í hinum skoplegasta skæruhern aði innbyrðis. Sparnaðartillög- ur um embættisbáknið hefðu flestar verið felldar ef stjórn- arandstaðan, Sósíalistaflokkur- inn, hefði ekki sýnt þann raun- verulega sparnaðarvilja og þegnskap að greiða þessum sparnáði atkvæði. Séet þar af því að margar þessar tillögur voru samþykktar með 26—30 atkvæðum , þó sósíalistarnir greiddu þeifn atkvæði. Lögreglan og saka- dómari á hægra bnóstirm En þegar kom að sakadóm araembættinu og lögreglustjóra éihbætfihiit£!'&em stjórnarflokk- apjffcjk fjárveitinganefnd höfðu' samhljóða lagt til að yrði nokk- uð sparað við, kom Bjarni Ben. (,,Laval“) til skjalanna. Hafði hann sýnilega myndað þar fylk ingu sem nægði til að hindra allan ,,sparnað“ í sambandi við þessi tvö uppáhaldsembætti leppstjórnarinnar. Felldu stjórn arflokkarnir allar sparnaðartil- lögur sinna eigin flokksmanna varðandi þessi embætti. Sig- urður Kristjánsson tók fram að þeir atburðir hefðu gerzt, að lögreglustjóra og sakadómara veitti ekki af sínu; hreinskilin játning um ótta og ofsóknarfyr irætlanir leppstjórnarinnar. Um eina af þessum tillögum stjórnarliðsins sjálfs varðandi lögregluna var nafnakall og hindruðu þessir þingmenn að sparnaður næði fram að ganga: Ásgeir Ásgeirsson, Barði Guðmundsson, Bjarni Ás- geirsson, Bjarni Ben., Björn Ólafsson, Eiríkur Einarsson, Emil Jónsson, Finnur Jónsson, Guðmundur í. Guðmundsson, Gunnar Thoroddsen, Gylfi Þ. Gislason, Hallgrímur Benedikts- son, Ingólfur Jónsson, Jóhann skráveifa, Jón Sigurðsson, Jón- as Jónsson, Jörundur Brynjólfs son, Lárus Jóhannesson, Ólafur Thórs, Sigurður Hlíðar, Sigurð- ur Kristjánsson, Stefán Jóh. . Stefánsson, Stefán Stefáns- son. Þorsteinn Þorsteins- son, Sigurjón Á. Ólafsson, Jón Pálmasoh — 26. Hinar sparnað artillögurnar um sakadómara- og lögreglustjóraembættin voru allar felldar með 26 eða 27 atkv. svo ljóst er hvernig blökk Bjarna Ben. er smíðuð: Það er landsölublökk Alþýðuflokks ins og íhaldsins, að viðbættum Framsóknarráðherrum, Jörundi óðalsbónda í Kaldaðarnesi og Hriflu Jónasi! Með tillögunum voru 19—21 atkv. Æsiir sparnaðarmenn þegar kom að heil- brigðis- og menning- armálum En þó illa gengi að fá sam- þykktar tillögur stjórnarflokk- anna í fjárveitingarnefnd um smávegis sparnað á embættis- bákninu og Emil og Alþýðufl. ætluðu vitlaus að verða þegar minnzt var á að klípa örlítið í skömmtunar- og verðlagsvitleys una, stóð ekki á sparnaðarhetj- unum þegar að heilbrigðismál- um kom. Þegar Katrín Thorodd sen krafðist nafnakalls um nið- urskurð launa á Landspítalan- um, gugnuðu kempurnar og felldu þá tillögu, með þeirri smekklégu athugasemd Stefáns Jóhanns(sem Alþýðubl. japlar á) að áhugi Katrínar á spítala- málum væri vegna fjölskyldu hennar! Hins vegar samþykkfu stjórnarflokkarnir að hækka d&ggjöid'sjúklinga á Lændspítal anum og fæðingardeildinni nýju. Afturhaldið sker niður framlag fil berkla- varna Ein af þessum skemmdartil- lögum sem stjórnarliðið sam- þykkti var framlag til berkla- varna, af því var klipið 19100 krónum! Þessir þingmenn unnu það frægðarverk: Ásgeir Ásgeirsson, Bernharð Stefáns- son, Bjarni Ásgeirsson, Björn Kristjánsson, Björn Ólafsson, Eysteinn Jónsson, Gísli Jóns- son, Guðm. I. Guðm., Halldór Ásgrímsson, Hallgrímur Bene- diktsson, Hannibal Valdimars- son, Helgi Jónasson, Ingólfur Jónsson, Jóhann Þ. Jósefsson, Jón Gíslason, Jón Sigurðsson, Jónas Jónsson, Jörundur Bryn- jólfsson, Páll Zóphóníasson, Páll Þorsteinsson, Pétur Otte- sen, Jón Pálmason, Sigurður Hlíðar, Sigurður Kristjánsson, Sigurjón Á. Ólafsson, Skúli Guð mundsson, Stefán Stefánsson, Steingrímur Steinþórsson, Þor- steinn Þorsteinsson. — Stoltir mega þeir vera, 29 alþingis- menn, höfðu sparað 19100 krón ur! Móti voru allir þingmenn sósíalista og fjórir að auki. Ihaldið og sjúkra- húsbygging í Reykjavík 1 heilbrigðismálakaflanum vakti athygli afgreiðsla á till. sósíalista í fjárveitinganefnd um eina milljón króna til sjúkrahúsbyggingar í Reykja- vík. Engir nema þingmenn sós- íalista tíu greiddu þeirri tillögu atkvæði. Á móti var stjórnar- liðið nærri með tölu, 37 alls, þar á meðal Sigurður Kristjáns son, Stefán Jóh. Stefánsson, Bjarni Ben., Björn Ólafsson, Emil Jónsson, Eysteinn, Hallgr; Ben., Jóhann skráveifa, Ólafur Thors. Borgarstjórinn Gunnar Thor- oddsen átti undur bágt við af- greiðslu þessarar tillögu og sat loks hjá. Hann hafði sjálf- ur borið fram breytingartillögu um 1300 000 til heilbrigðisstofn ana í Reyltjavík. En alvara í- haldsins með þá tillögu sást á því, að einungis fjórir þing- menn Sjálfstæðisflokksins greiddu henni atkv. en 28 stjórnarkempur drápu hana. Samþykkt var tillaga meiri- hluta fjárveitinganefndar um V2 milljón í þessu skyni. Meirihluti Alþýðu- flokksins fylgjandi heilsuspillandi íbúðum Fróðlegt var einnig að sjá meirihluta þingflokks Alþýðu- flokkshis fella með afturhalds- bræðrum sínum tillögu Sigfúsar SigurhjartaTsonar og Áka Jak- obssonar um tveggja og vara- till. um einnar milljóna kr. framlag til framkvæmdar laga- ákvæðum um útrýmingu heilsu spillandi íbuða, en samþykkt þeirra hefði þýtt að hægt hefði verið að byggja 100—200 íbúð- ir til að tæma verstu'kjallara- og braggaíbúðirnar. Móti því að þessi viðleitni væri höfð Vöru alþýðuléiðtog • arnir Sigurj. Á. Ólafss., Stefán Jóh. Stefánsson, Ásgeir Ás- geirsson, Barði Guðmundsson, GuðmuncTur I. Guðmundsson og Emil Jónssonr Aðaltillagan var felld með 34:1Í5 atkv., og varatillagan með 29:13 atkv. ! Sparnaðarhefjur í menningarmálum Framlög til menningarmála skáru stjórnarflokkarnir óhik- að niður, þó tækist að hindra að samþykktar væru ýmsar tillögur þeirra, þar á meðal um afnám framlags til rannsókna á þroskastígi skólabarna, af- nám smástyrks til menningar- sjóðs Blaðamannafélagsins, af- nám fjárveitingar til Vísinda- félags Islendinga, lækkun launa til vísindamanna og fræði- manna. Hins vegar tókst að lækka laun skálda, rithöfunda og lista manna um 75 þús. kr., og réð Alþýðuflokksmaðurinn Sigur- jón Á Ölafsson þar úrslitum, tillagan um niðurskurðinn var samþykkt með 25 gegn 24 at- kvæðum. Með þessari hneykslanlegu afgreiðslu greiddu þessir þing- menn atkv.: Bernharð Stefáns- son, Bjarni Ásgeirsson, Bjarni Benediktsson, Björn Kristjáns- son, Gísli Jónsson, Halldór Ás- grimsson, Hallgr. Benediktsson, son, Helgi Jónasson, Ingólfur Jónsson, Jóhann Þ. Jósefsson, Jón Gíslason, Jón Sigurðsson, Jónas Jónsson, Jörundur Bryn- jólfsson, Lárus Jóhannesson, Jón Pálmason Páll Zóphónías- son, Páll Þórsteinsson, Pétur Ottesen, Sigurður Hlíðar, Sig- urður Kristjánsson, Sigurjón Á. Ölafsson, Skúli Guðmundsson, Stefán Stefánskötl, Steingrímur Steinþórsson'. Mjög nærri lá að stjórnar- flokkunum tækist að skera nið- ur fjárveitingu til byggingu iðnskóla i Reykjavík úr 250 þús. kr. í 200 þús. kr. Sú till. var felld með 24 atkv. gegn 24! Með því að skera niður iðnskólaféð voru m. a.: Sigur- jón Á. Ólafsson, Eysteinn m,enntamálaráðherra, Jóhann Jósefsson, Sigurður Kristjáns- son. Allir sósíalistar greiddu að sjálfsögðu atkv. gegn þessu skemmdarverki. Níðsi á börnum „Hver mótmælir nú?" .tveggja,;átkv. meirihluta tókst afturhaldinu að lækka um helming, úr 200 þús. kr., fjár- veitingu til sumardvalarheimila, dagheimila og vistarheimila fyrir börn úr bæjum og kaup- stöðum (gegn jöfnu framlagi annarsstaoar frá). ,,Sparnaðarhetjurnar“ sem þetta afrek unnu eiga skilið að nöfn þeirra geymist. Þeir voru: Bjarni Benediktsson, Ólafur Thors, Eysteinn Jónsson, Jó- hann Þ. Jósefsson, Bjarni Ás- geirsson, Bernharð Stefánsson, Björn Kristjánsson, Gísli Jóns- son, Halldór Ásgrímsson, Helgi Jónasson, Ingólfur Jónsson, Jón Gíslason Jón Sigurðsson, Jörundur Brynjólfsson, Lárus Jóhannesson, Páll Þorsteinsson Páll Zóphóníasson, Jóhann Haf- stein, Skúli Guðmundsson, Sig- urður Kristjánsson, Stefán Stef ánsson, Steingrímur Steinþórs- son, Þorsteinn Þorsteinsson, Pétur Ottesen, Sigurður Hlíðar, Jón Pálmason, 26 spamaðar- hetjur, — 23 voru á móti. Vafi var talinn leika á um atkvæðagreiðslu sem fyrst fór fram með handaupprc.ttingu, og var hún endurtekin með nafna- kalli. Þegar tekizt hafði að fá fram fleiri atkv. móti börnun- um með nafnakallinu, kallaði Bjarni Ásgeirsson sigri hrós- andi yfir þingsalinn: „Hver mótmælir nú?“ Þjóðin mótmælis Hver mótmælir nú? Alþýða íslands mun festa sér í huga þessi sig- urorð Framsóknarráð- herrans, er tekizt hafði að svipta sumardvalar- heimili kaupstaðabarna helmingi fjárveitingar- innar. Hver mótmælir nú? Hér hafa aðeins verið tekin nokkur dæmi um þá hneykslanlegu af- greiðslu, sem Alþýðu- flokkurinn, Framsókn og íhaldsflokkurinn ætlar að viðhafa á fjárlögum. Þeir hrósa sigri, land- sölumennirnir á alþmgi, þykjast hafa ráðin af því þeir hafa svikizt til valda. En skuldadagur- inn nálgast. Næst þegar þjóðin fær að sýna hug sinn til þessara fínu herra, sem ekki mega vera að því að sinna þingstörfum fyrir veizlu- brölti, til afturhalds- durganna, sem níðast á framfara- og menning- armálum, en hlaða und- ir lögregluvald og saka- dómara, skal Framsókn- arráðherrann Bjami Ás- geirsson og félagar hans fá svar við spuming- unni: Hver mótmælir nú?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.