Þjóðviljinn - 05.01.1955, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.01.1955, Blaðsíða 10
30) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 5. janúar 1955 Að elsha... •. • og deyfa 20. dagur Þetta var ömurlegur dagur. Villuljós lék um snjóinn. Úr fjarlægð heyrðist dynur í flugvélum. Hann kom ekki úr loftinu; sennilega var flugvöllur falinn þarna í grennd. Nokkru seinna tók hópur af flugvélum sig upp og hækkaði 'flugið unz þær litu út eins og fugla- hópar. Graber mókti. Fuglar, hugsaði hann. Friður. Þeir hrukku við þegar tveir herlögregluþjónar komu á vettvang. „Skilríki“. Lögregluþjónarnir voru hraustlegir og sterkir og ör- uggir í fasi eins og menn sem ekki eru í hættu. Ein- kennisbúningar þeirra voru lýtalausir, vopn þein’a fægð og hvor þeirra var að minnsta kosti tuttugu pundum þyngri en hermennirnir í leyfi. Hermennirnir tóku þegjandi upp skilríki sín. Lög- regluþjónarnir rannsökuðu þau vandlega áður en þeir afhentu þau aftur. Svo báðu þeir um að fá að sjá launabækurnar. „Þið eigið að borða í þriðja skála“, sagði hinn eldri að lokum. „Og reynið að þrífa ykkur dálítið. Það em ósköp að sjá ykkur. Ætlið þið að líta út eins og svín þegar þið komið heim?“ Hópurinn rölti í áttina til herskálanna. „Þessir bölv- aðir slefberar", urraði maður með þeldökkt, ói’akað andlit. „Þeir eru nógu uppkjöftugir, enda langt frá víg- stöðvunum. Og þeir láta eins og við vænun glæpamenn“. „í Stalingrad skutu þeir tugi manna sem urðu við- skila við herdeildir sínar“, svaraði annar. <$> „Varst þú í Stalingrad?“ „Ef ég hefði verið í Stalingrad, sæti ég ekki hérna núna. Enginn slapp úr þeim hildarleik“. * „Heyrið þið“, sagði einn þeirra. „Á vígstöðvunum get- ið þið talað eins og ykkur sýnist. En héðan af ættuð þið að halda kjafti, sjálfum ykkur í hag. Skiljið þið?“ Þeir fóru í röð að bíða eftir matnum. Þeir þurftu að bíða í meira en klukkustund. Enginn fór úr röðinni. Þeim var kalt en þeir biðu. Þeir voru vanir þessu. Loks fengu þeir súpuspón með kjötögnum og grænmeti og nokkrum kartöflum á floti. Maðurinn sem ekki hafði verið í Stalingrad leit vai’- fæi’nislega í kringum sig. „Skyldu lögregluþjónarnir éta þetta glundur líka?“ „En þær áhyggjur sem þú hefur“, sagði hinn fyrir- litlega. Gi’áber slokraði í sig súpuna sína. Hún var þó að minnsta kosti heit, hugsaði hann. Heima yrði það með öðrum hætti. Móðir hans byggi til matinn. Ef til vill fengi hann bjúgu með lauk og kartöflum og jarðar- berjabúðing með vanillusósu á eftir. upp í vagn. Nokkrir sæi’ðir menn sátu þar fyrir. Menn- imir tróðust áiram og ýttu hver á annan. Lögreglu- þjónn hrópaði íyrirskipanir. Þeir m’ðu allir að fara út aftur og mynda röð. Svo var þeim sagt að ganga að næsta vagni, þar sem sæi’ðir menn voru einnig fyrir. Þeim var leyft að fara inn. Gi’áber fann sér stað í miðj- um klefanum. Hann vildi ekki sitja við gluggann. Hann vissi hvað sprengjubrot gátu orsakað. Lestin fór ekki af stað. Það var dimmt í klefanum. Allir biðu. Fyrir utan var allt hljótt, en lestin stóð enn kyrr. Þeir sáu tvo hei’lögi’eglumenn leiða hermann á milli sín. Flokkur rússneskra hermanna var að flytja sprengiefnakassa. Svo kom hópur S.S.manna sem töl- uðu saman hástöfum. Enn var lestin kyrr. Hinir særðu byrjuðu fyrstir að bölva. Þeir gátu leyft sér það. Ekkert var hægt að gera þeim að svo stöddu. Gráber hallaði höfðinu aftur á bak. Hann reyndi að sofna, svo að hann gæti vaknað þegar lestin færi af stað; en hann gat það ekki. Hann hélt áfram að hlusta eftir hvei’ju hljóði. Hann sá augu hinna mannanna í myrkrinu. Dauf skíman sem barst inn frá snjónum og stjömunum fyrir utan lét glitta í þau. Það var ekki hægt að greina andlit. Aðeins augu. Klefinn var fullur af myrkri og eirðarlausum augum og hvítum, dauðaleg- um í-eifum. Lestin tók kipp en nam samstundis staðar aftm’. Hróp heyrðust. Eftir andartak: heyrðust huðarskellir. Tvær börur voru bornar út á pallinn. Tvö lík í viðbót. Rúm fyrir tvo lifandi í viðbót, hugsaði Gráber. Bara engir nýir kæmu á síðustu stundu, svo að við verðum ekki í-eknir út! Allir voru að hugsa um hið sama. Lestin tók annan kipp. Pallurinn fór að þokast fram- hjá með hægð. Herlögregla, fangar, S.S.menn, rústa- haugar — og allt í einu sást út á sléttuna. Allir teygðu sig áfram. Þeir trúðu þessu ekki enn. Lestin gæti stanz- að enn. En hún hreyfðist og smám saman urðu óreglu- legir rykkimir að reglubundnu hljóðfalli. Þeir sáu skrið- dreka og fallbyssur. Herflokka sem störðu á eftir lest- inni. Og allt í einu fann Gráber til lamandi þreytu. Heim, hugsaði hann. Á heimleið. Ó, guð minn góður, ég þori ekki að hlakka til. Hvað fugl er þetta? Það er auðnutittlingur. Eg hafði gert mér hann allt öðruvísi í hugarlund. Skiptir ekki máli — guð hefur gert sér hann einmitt svona í hugarlund. —o— Móðirin: Mér líkar ekki þessi stúlka, sem þú ert með núna — hún er einhvernveginn svo ó- temjuleg að sjá. Sonurinn: Þér skjátlast, mamma, það ráða allir við hana. —o— Ung kona: Eg er alveg eyði- lögð: maðurinn minn er búinn að vera úti allt kvöldið, og ég hef ekki minnstu hugmynd um hvar hann heldur sig. Reyndur vinur: Vertu róleg og þakkaðu guði: þú mundir vera helmingi eyðilagðari ef þú vissir hvar hann er. Hann: Mér þætti fróðlegt að vita hversvegna konur hugsa meira um útlit sitt en gáfur. Hún: Það er vegna þess að hve heimskur sem karlmaðurinn kann að vera, þá er hann sjald- an blindur. Dómari: Og þú framdir alltaf innbrot þín einn þíns liðs; hversvegna fékkstu þér aldrei hjálparmann? Ákærði: Maður veit aldrei nema maður detti ofan á ó- heiðarlegt fólk. Ný efni í sam- kvæmiskjóla Þeir urðu að bíða fram í myrkur. Tvisvar enn urðu þeir að sýna skilríki sín. Alltaf voru nýir særðir að bætast 1 hópinn. Með hverjum vagni urðu hermennirn- ir í leyfi órólegri. Þeir voru hræddir um að þeir yrðu skildir eftir. Loks, eftir miðnætti var búið að tengja lestina saman. Það var orðið kalt og stjömubjart. Öll- um var illa við stjörnurnar, þær voi’u flugmönnum veg- vísir. Náttúran sjálf var löngu hætt að skipta máli; aðeins tengsl hennar við styrjöldina. Sem vörn eða hætta. Hinir særðu voru bomir upp í lestina. Þrír vom born- ir samstundis út aftur. Þeir höfðu dáið á meðan. Bör- umar stóðu á brautai’pallinum. Það vom engin teppi yfir líkunum. Hvergi sást ljósglæta. Næst komu særðu mennirnir sem gátu gengið. Þeir vom vandlega athugaðir. Við komumst ekki með þeim, hugsaði Gráber. Þeir eru svo margir. Lestin er full. Hann horfði sljóum augum út í nóttina. Hann var með; ákafan hjartslátt. Flugvélar svifu fyrir ofan hann. Hann ; vissi að þalð voru þýzkar vélar, en hann var hræddur. Hann var miklu hræddari en á vígstöðvunum. „Hermenn í leyfi“, hrópaði einhver að lokum. Hópurinn flýtti sér að lestinni. Herlögreglan var þar fyrir. Við síðustu skoðun hafði hver maður fengið papp- írsmiða, sem hann varö nú að skila' aftur. Þeir klifmðu Nú er ekki lengur notað ein- göngu silki og tjull í samkvæm- iskjóla. Nú sjást einnig efni eins og jersey og tweed í sam- kvæmiskjólum. Af tveimur á- stæðum, — bæði eru sam- kvæmiskjólarnir ekki eins glæsi legir og lúxuslegir og áður fyrr, og stuttir kjólar, sem eru látlausir í sniðum, eru ríkjandi. Hin ástæðan er sú að nú er farið að framleiða tweed í fallegum ljósum litum og létt og mjúkt að gerð. Jersey er einnig farið að vefa þunnt, jafnvel gegnsætt og þau efni líkjast ekki neinum þeim efn- um, sem maður hefur áður séð. dúski. Stroffið er prjónað með þrem réttvun og þrem röngum og það er því mjög auðvelt. Vettlingarnir eru sléttprjónað- ir en við úlnliðinn er breitt stroff, einnig með þrem rétt- um og þrem röngum. Vettling- arnir eru hafðir svo háir að liægt sé að bretta upp á þá. Öll samstæðan er prjónuð úr hárauðu ullargarni og þetta er fallegt og auðprjónað. ur í enska hermálaráðuneytinu, Leslie Hollis hershöfðingi, hef- ur verið útnefndur sem líkleg- ur forstjóri fyrir Peterlite Pro- ducts ltd. Nýtt verkefni fyrir hárspennur Ef maður þarf að síkka eða stytta pils er ágætt að festa faldinn méð hárspennupi. Það er auðvelt, fljótlegt að taka Plastmunír, sem þola vel hita Prjónahúfa 09 hanzkar Plastmunir hafa eins og kunnugt er þann galla, að þeir þola ekki vel hita — en að sögn er þetta vandamál nú leyst. Ensk verksmiðja, Peter- lite Products ltd. heldur því fram að þar hafi verið fram- leidd mörg ný plastefni sem þola upphitun í allt að 200 stigum, og þarafleiðandi sótt- hreinsun. Þessi 'plastefni er hægt að gera eins gegnsæ og fínasta gler og hægt er að nota þau í sjónauka og allt sem viðkemur sjóntækjum. En fyrst um sinn fá hinir al- mennu neytendur ekki að njóta þessara uppgötvana, því að hergagnaframleiðslan hefur augastað á þessum nýju plast- efnum. Einkum hefur flugiðn- aðurinn mikinn áhuga á þeim. Maður getur ímyndað sér hverjir eiga að njóta þessara nýju uppgötvana þegar þess er gætt að fyrrverandi formað- Hér er mynd af skemmtilegri samstæðu, húfu og vettlingum. Húfan er með jólasveinasniði og endar í stórum ullargams- þær úr og síddinni er hægt að breyta með því að flytja spenn- urnar til. Þegar mátað er, er gott að losna við títuprjónana sem sífellt vilja stinga mann og spennumar gegna hutverk- inu alveg jafn vel. Á myndinni er sýnt hvernig á að nota spennurnar og það skiptir engu máli þótt spennurnar á mynd- inni séu af annarri gerð en þær' sem við erum vanar, því að venjulegu spennurnar eru alveg eins hentugar. m innin^arápfoi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.