Þjóðviljinn - 16.01.1955, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.01.1955, Blaðsíða 3
Sunnudagur 16. janúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Landssmiðjan er 25 ára á morgun, stofnuö 17. jan. 1.930. Á þessum aldarfjórðungi sem Landssmiðjan hefur jstarfað hefur framleiöslan vaxið úr kr. 190 þús. í 25 millj. kv. og launagreiðslur úr kr. 75 þús. í 10.5 millj. kr. Þeir Jóhannes Zoega fram- ikvæmdastjóri og Pétur Péturs- son skrifstofustj. skýrðu blaða- mönnum í gær frá starfsemi smiðjunnar í tilefni af afmæl- inu. Áttundi báturinn Tuttugu og fimm ára afmæli Landssmiðjunnar er ekki fyrr en á morgun, en í gær afhenti Landssmiðjan 8. bátinn sem hún hefur smíðað. Er það bátur sem útgerðarfélagið Barði h. f. á Flateyri á, en framkvæmdastjóri þess er Páll Þórðarson, skipstjóri ■verður Björn Ingólfsson. Ósmíðaðir stálbátar Framkvæmdastjórinn skýrði ■ennfremur frá því að 1 Vá ár væri nú liðið frá því að Lands- smiðjan óskaði eftir því að fá lóð að sjó, svo að hún gæti rækt hlutverk sitt sem skipa- Smíðastöð. Hefði hún fengið lóð- ina myndi Landssmiðjan þegar hafa i smíðum fiskibáta úr stáli, smíðaða eftir teikningu skipa- verkfræðings smiðjunnar, Hjálm- ars R. Bárðarsonar. Stofnun smiðjunnar Um stofnun smiðjunnar og störf hennar fórust framkvæmda- stjóranum orð á þessa leið: 25 ár eru nú liðin síðan Lands- smiðjan tók til starfa, 17. janúar 1930. Starfssvið smiðjunnar er ákveðið í lögum nr. 102 frá 23. júní 1936. Þar segir svo m. a.: 1. gr. Ríkisstjórnin lætur starfrækja smiðju, er fæst við viðgerðir skipa, smíði mótora og annarra véla, og aðra smiði, og nefnist hún landssmiðja. 2. gr. Landssmiðjan annast allskonar smíði fyrir einstaklinga ■og félög, er þess kunna að óska, og auk þess annast hún alla smiði, sem hún getur tekið að Æ, ir SKIPAUTCCRÐ RIKISINS Skjaíirei vestur um land til Akureyrar hinn 20. þ.m. Tekið á móti flutningi til Súgandafjarðar, Húnaflóahafna, Skagafjarðar- hafna, Ólafsfjarðar og Dalvík- oir á morgun. Farseðlar seldir á miðvikudag. sér, fyrir þá starf.rækslu, er rík- ið hefur með höndum, og þær stofnanir sem eru ríkiseign, svo sem skipaútgerð, skóla, sjúkra- hús, vita- og hafnamál, vega- málaskrifstofur, landssíma og ríkisútvarp, enda séu vinnubrögð og verðlag, að dómi ríkisstjóm- arinnar, ekid óhagstæðari en annars staðar innanlands. Landssmiðjan greiddi tekju- skatt til ríkisins eins og einka- fyrirtæki til ársins 1945, en síð- an eins og um hlutafélag væri að ræða. Útsvar greiðir hún samkvæmt lögum um aukaút- svar ríkisstofnana, Þymir í augum Forgangsréttur Landssmiðj- unnar á vinnu fyrir ríkið og ríkisfyrirtæki, hefur ávallt ver- ið þymir í augum samkeppnis- fyrirtækja, en hinsvegar hefur forráðamönnum Landssmiðjunn-! ar löngum þótt mikið á skorta, | að þessu ákvæði væri fylgt, svo sem skýrslur og bréf um þessi mál frá fyrstu tíð sýna. Smám saman hefur þó Landssmiðjan / framleiðslan vaxið úr kr. 190.000 í kr. 25.000.000.00, launagreiðsl- ur úr kr. 75 þús. í kr. 10 millj. og 500 þús. Þessar tölur gefa þó auðvitað ekki rétta hugmynd um vöxt smiðjunnar, þar sem tímakaup járnsmiða hefur á sama tíma hækkað úr kr. 1.60 í kr. 18,09 á klst., þ. e. rúmlega 11 faldazt og efnisverð hefur .einnig hækkað mikið. Verkefni Landssmiðjunnar Verkefni Landssmiðjunnar eru: Viðgerðir og viðhald skipa, véla og tækja á sjó og landi svo og ýmiskonar smíði. Af nýsmíði má nefna nokkur stærri verkefni svo sem: Járnbrýr, lýsis- og olíu- geyma víða um land, breytingar og endurnýjanir á nokkrum skipum, t. d. Súðinni, Þyrli, Ægi o. fl., leiksviðsútbúnaður Þjóð- leikhússins, fiskibáta úr tré, vetnisgeymir (12000 rúmm.) og stálgrindur fyrir Áburðarverk- smiðjuna, nótabáta úr stáli. Smám saman, einkum síðan í stríðslok hefur aukizt fram- leiðsla Landssmiðjunnar á ýms- um tækjum og vélum t. d.: Fiski- mjölsverksmiðjur fyrir 250—1000 kg. mjölvinnslu á klst. samtals 15 stk. auk hluta í verksmiðjur. /etnisgeymir Áburðarverksmiðjunnar, smíðaður af Landssmiðjunni. Brottför m.s. „GULLFOSS“ frá Reykja- vík er frestað til miðvikudags- ins 19. janúar kl. 5 síðdegis. H.F. EIMSKIPAFÉIAG. ÍSLANDS. Hluti af málmstejT>u .i nýja húsinu. farið meir og meir inn á þá braut að keppa við aðrar smiðj- ur um smíði og viðgerðir á frjálsum markaði og er nú svo komið, að hlutur ríkisfyrirtækja og ríkisstyrktra fyrirtækja (í viðskiptum við Landssmiðjuna) nemur aðeins ca. 30% af heild- arviðskiptum smiðjunnar á s. 1. ári, en var mest 71% árið 1944. Úr 28 mönnum í 190 Smiðjan tók til starfa í húsa- kynnum vegamálastjórnarinnar við Skúlagötu og hafði þá til umráða um 150 fermetra gólf- flöt. Nú er gólfflötur smiðjunn- ar um 4000 fermetrar, þegar allir skúrar og krókar eru með- taldir, en þó hefur lítið bætzt við húsrými síðustu 10 til 12 árin, enda er lóð smiðjunnar löngu orðin of lítil fyrjr starfræksl- una. í byrjun greindist starf- semin í eldsmíði, plötusmíði, vólvirkjun og rennismíði. Skömmu síðar hófst einnig skipa- og trésmíði. Síðar hefur bætzt við málmsteypa, módel- smíði og rafvirkjun. Starfsmenn smiðjunnar voru á fyrsta ári að meðaltali 28. Nú vinna að stað- aldri um 190 menn í smiðjunni auk verkfræðinga og skrifstofu- fólks. Úr 190 þús. í 25 mlllj. Á þessum 25 árum hefur Soðkjarnatæki. Stálgrindarhús af ýmsum „stærðum. Vatns- og gufukatlar. Loftblásarar. Dælur. Hitarar. Vatnsafls- og dieselraf- stöðvar. Bílavogir. Skjalaskáp- hurðir o. m. fl. Reynt hefur verið eftir föng- um, að minnka hlutfall milli kostnaðar og framleiðslu með því að draga úr óarðbærri vinnu með aukinni framleiðslu, sem brúar bilið milli óreglulegra við- gerðarvinnukafla. Jafnframt hef- ur verið reynt að halda kostnaði í skefjum. Þannig er árið 1953, kostnaður, fymingar og tekjuaf- gangur á rekstrarreikningi 15.4% af framleiðslu, en var mest 33% af framleiðsly. Þetta, ásamt bætt- um vinnuaðferðum og auknum afköstum starfsmanna, hefur gert Landssmiðjunni kleift að lækka verðlag á ýmsum fram- leiðsluvörum og verkum, og þannig gert hana samkeppnis- hæfari. Framtíðarhorfur Um framtíðarhorfur er þetta helzt að segja: Verkefni járniðnaðarins hér á landi fara ört vaxandi vegna mik- illa framkvæmda, aukinnar véla- notkunar og vaxandi skipastóls landsmanna. Framkvæmdirnar ijálfar, svo og viðhald og endur- nýjanir þessara tækja hafa í för neð sér aukin verkefni fyrir •.miðjur þessa lands. Landssmiðj- m þarfnast nú aukins landrým- is. Lóð smiðjunnar er nú full- nýtt. Liggur þar ekki annað fyr- ir en endurnýja nokkur gömul hús, en vinnusvæðið stækkar ekki við það. Á undanförnum misserum hefur Landssmiðjan gert undirbúning að smíði báta og skipa úr stáli auk þeirrar tréskipasmíði, sern nú er rekin þar, en þetta er nauðsyn, þar sem eitt af aðalverkefnum smiðj- unnar er viðgerðir stálskipa. Einnig þetta verkefni krefst landrýmis á hentugum stað. Við- leitni Landssmiðjunnar til þess að fá nýja lóð hefur enn engan árangur borið, en undirtektir for- sætisráðherra og forráðamanna ÆFR Fundur verður haldinn i Bambandsstjórn Æskulýðs- fylkingarinnar í dag, sunnud. 16. janúar kl. 2 síðdégis a? Þingholtsstræti 27, 2. hæð. Reykjavíkurbæjar gefa góðar vonir um það, að bráðlega verði ráðið fram úr þessum vandræð- um, enda er hér um framtíð fyr- irtækis að ræða, sem hefur um 225 starfsmenn í þjónustu simii nú og er í örum vexti. Lands- smiðjunni er nauðsyn, og öðr- um atvinnugreinum bráð þörf, að takist að ráða fram úr þess- um vanda fyrir næsta sumar. Annar aðalerfiðleikinn, sem Landssmiðjan á við að stríða er rekstursfjárskortur. Önnur fyrir- tæki hafa að vísu sömú sögu a5 segja, en Landssmiðjunni þykir þó súrt í broti að hafa minna fé frá lánsstofnunum nú, en hún hafði á meðan framleiðsla henn- ar og rekstur nam aðeins 1/6 hluta af þvi, sem hann er nú. Ef ekki verður afturkippur í þróun og tæknilegum framför- um aðalatvinnuvega vorra, er ekki ástæða til annars en ætla, að næg verkefni bíði Lands- smiðjunnar á komandi árum sem og annarra fyrirtækja í þessum iðngreinum. Gullfaxi fer í alls- herjar skoðun Gullfaxi, önnur af millilanda— flugvélum Flugfélags íslands, fer n. k. miðvikudag til Kaupmanna- hafnar, þar sem framkvæmd verður á henni allsherjar skoð- un og gagngerar breytingar. Settir verða nýir stólar í vélina og farþegaklefanum gerbreytt þannig að hann á eftir breyting- arnar að geta rúmað allt að 69 farþega. Meðan Gullfaxi er í Kaupmannahöfn heldur Sólfaxl uppi áætlunarferðum hans til meginlandsins og Bretlandseyja. Tr FLOKKSGJÖLD Grelðið flolcksgjöld ykkar skilvís- lega. L ársfjórðungur 1985 er fall- inn í g.jalddaga. Skrtfstofan er op- in daglega frá kL 19-12 fh. og 1-1 eh. Kosið í dag frá kl. 2—II Dragið ekki að kjósa 1 Sjómannafélagi Reykja- víkur, því senn er kosningum lokið. Fellið stjórn. hreppstjóra, skífulagningarmeistara, forstjóra, sútara, skósmiða o.fl. Kjósið B listann, lista starfandi sjómanna. LcHidssmlðjan 25 óro á morgun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.