Þjóðviljinn - 19.01.1955, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.01.1955, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 19! janúar 1955 □ I dag er miðvikudagurlnn 19.' janúar. Marius — 19. dagur árs- ins — Sólarupprás kl. 9.47 — Sól- arlag kl. 15.30 — Tungl í hásuðrl kl. 8.52 — Árdegiskáflæðl kl. 2.12 — Sfðdegisháflæði kl. 14.45. Kl. 8:00 Morgunút- varp. 9:10 Veður- fregnir. 12:00 Há- degisútvarp. 15:30 Miðdegisútv&rp. — 16:30 Veðurfregnir. 18:00 Islenzkukennsla II. fl. 18:25 Þýzkukennsla I. fl. 18:55 Bridge- þáttur (Zóphónías Péursson). 19:15 Tónleikar: Óperulög (pl). 19:40 Áuglýsingar. 20:00 Fréttir. 20:30 Erindi: Börnin og tízkan (Arn- grímur Kristjánssoh skólastjóri). 20:50 Tónleikar og plötur: Celló- lög op. 102 eftir Schumann (André Navarra og Gerald Moore leika). 21:05 Já eða nei. Sveinn Ásgeirs- Eon hagfræðingur stjórnar þætt- inum. 22:00 Fréttir og veður- fregnir. 22:10 Upp'estur: Smásaga (Baldur Pá’mason þýðir og les). 22:35 Harmonikan hljómar. Karl Jónatansson kynnir harmonikulög. Hagskrárlok kl. 23:10. Eicki alls fyrir löngu skrifaði út- varpagagnrýnandi Morgublaðsins um einsöng konu noklcurrar í útvarpið, og hrósaði sérstaklega flutningi á einu lag- jnu — sem söngkonan hafði raun- ar aldrei sungið. Á þessu var vak- in athygli hér í blaðinu, og þótti skrýtið. I g;er er svo útvarps- gagnrýnandi þessi að hrósa sam- felldu dagskránni á laugardaginn var, en hún fjallaði um dönsku gullhornln, þá merku gripi. Og enn virðist morgunblaðsmaðurinn hafa lilustað af lítilli athygli. Hann segir að tiltekin kona hafi bjargað „þessum gripum“, en hún fann nú aldrei nema annað hom- ið. l’á er hún sögð frá Auðar- bæ, en hún var frá Austurbæ. I»á er talað um rúnir sem skráðar voru á hornin, en það voru að- eins rúnir á öðru horninu. Svona skrifa þeir í Morgunblaðlð — þetta er tilvalið dæmi: annars- vegar ólieiðarleikinn, hisvegar fá- kænskan og þelckingarleysi, að ó- gleymdum málglöpunum. Hjúkmnarkonur Bæjarráð hefur samþykkt að eftirtaldar hjúkrunarkonur verði ráðnar að Heilsuverndarstöðinni nýju við Barónsstíg: Við barna- vernd: Jónína Waa.gfjörð og Mar- grét Jóhannesdóttir; við húð- og kynsjúkdómavernd: Salóme Pálmadóttir. Styrktarsjóður munaðariausra barna, sími 7967. Kvenfélag Hallgrímskirkju Skemmtifundur að Röðli (niðri) í kvöld og hefst kl. 8.30. Félags- mál, einsöngur og upplestur. — Takið með ykkur spih ÍGengisskráning: Kaupgengl 1 sterlingspund .... 45,55 kr 1 Bandaríkjadoilar .. 16,28 — 1 Kanadadollar ..... 16,26 — 100 danskar krónur .... 235.60 — 100 norskar krónur .... 227,75 — 100 sænskar krónur .... 314,45 — 100 f lnnsk mörk ...... 1000 franskir frankar .. 46,48 — 100 belgískir frankar .. 32,65 — 100 svissneskir frankar . 873,30 — 100 gyllini .............. 429,70 — 100 tékkneskar krónur . 225,72 — 100 vestur-þýzk mörk .. 387,40 — 1000 lírur ................ 26,04 — Austfiröingafélagið í Reykjavík heldur skemmtifund í Þórskaffi næstkomandi fimmtu- dag klukkan 8:30 síðdegis. IiYFJABtíÐIB Holts Apótek | Kvöldvarzla til SEjT ■ | kl. 8 alla daga Apótek Austur- | nema laugar- bæjar daga til kl. 4. Næturvörður er í læknavarðstofunni Austur- bæjarskólanum, sími 5030. Næturvarzla er í Laugavegsapóteki, sími 1618. Ef fégirndin fær ofmikinn gang Það vil ég þér fyrst ráða, að þú sért ráðvandur, að þú hafir jafnan hina beztu menn við þína ráðagerð. Hlýð ekki á kviksögur þeirra manna, er tvítyngdir eru og hafa í sínum hvoftinum hvora tunguna. Engi skal þá menn hátt setja, er náttúran vili að lágt sitji, því að þeirra metnaður þrútnar svo skjótt af metorðunum sem lítill lækur af mikiu regni, það er og órunum næst, er veslu batnar. Eigi let eg þig þó að auka þeirra manna nafnbælur, þótt smábornir séu, er hæversklega siðu og sæmilegan manndóm hafa fram að leggja móti ætt og peningum. Gott siðferði skaltu virða gulli betra, og því skaltu eigi peninginn láta ráða nafnbótunum, að við honum selja margir svívirðilega sína dáð og drengskap. Ef þú skalt dæma milli manna, þá Iát hvorki ráða manna mun né auðæfi halla þér frá réttum dómi. Fégirndinni verður þér þó mest af kennt rangdæminu, því að hún blindar oftlega réttsýnisaugu, og ef fégirndin sú, er að réttu má kallast lastanna móðir, fær ofpiikinn gang í konungshöllinni, þá fyrirkemur hún öllum siðum og læt- nr mútugjarnan mann afrækjast lögunum. Það ræð ég þér, segir Aristotiles, að þú sért mjúkur og linur lítil- látum, auðsóttur og góður bænaþurftugum, en harður og óeiriun drambsömum. (Alexanderssaga). MitlIIandaflug: Gu’lfaxi, milli- landaflugvél Flug- félags Islands, fer til K-hafnar ár- degis í dag og fer þar í viðgerð um tíma. Hekla, milii’.andaflugvél Loftleiða, var væntanleg til Rvíkur kl. 7 i morgun frá N.Y. — Gert var ráð fyrir, að flugvélin færi kl. 8.30 til Stafangurs, Kaupmannahafnar og Hamborgar. Innanlandsf lug: 1 dag eru ráðgerðar flugferðir til Akureyrar, Isafjarðar, Siglufjarð- ar og Vestmannaeyja. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar, Egilsstaða, Fáskrúðsfjarðar, Kópa- skers, Neskaupstaðar og Vestm.- eyja. 1 gær voru gefin saman í hjóna- band af séra Jóni Auðuns ungfrú Margrét Guð- mundsd., Bræðra- borgarstíg 5, og Torfi Ólafsson, Nýiendugötu 7. Ennfremur ung- frú Elsa Unnur Guðmundsdóttir, Bræðraborgarstíg 5, og Arnar Guðmundsson, Sólvaliagötu 70. Brúðirnar eru systur. Borizt hefur tíma- ritið Ökuþór, 1,—2. tbl. 4. árg. 1 ritinu er grein um Volk- s’W'agen, alþýðubíl- inn þýzka, og fylgja nokkrar myndir, Sagt er frá Fyrstu bilasýningu á Islandi, þegar Mercedez Benz bílarnir voru sýndir, með mörgum mynd- um. Þá er greinin Hvað er at- hugavert við hinn gætna öku- mann? Þá er þátturinn Hljóð úr horni, og skýrt er frá nýjungum Volvo-verksmiðjanna sænsku. Og er þó ekki 'allt talið. Orðaskýringar Lýsingarorðið kerlegur þýðir óálitlegur, óglæsilegur: þær em ekki kerlegar flikumar sem ég er í, segir í Blöndal. Klintur þýðir galli eða skortur: það er klintur í þessu. Til er orð- ið klúka er gjarnan þýðir lít- il hrúga, oft notað imi smá- sátu eða lítinn heystabba í hlöðu. Um þvílíkan stabba er lika til orðið kleggi. Áður þýddi klúka einnig hnakkur, og hafði sá hnakkur er klúka gat nefnzt eitthvert sérstakt lag, sem 2. síðan þekkir ekki. Kvöldskóli alþýðu 1 kvöld eru á dagskrá „verkalýðs- félög og stjórnmál íslenzku verka- lýðshreyfingarinnar" eins og segir í stundaskrá; en nánar tiltekið ræðir Sigurður Guðmundsson um sögu íslenzkrar verkalýðshreyfing- ar fram til 1918. 1 síðari kennslu- stundinni í kvöld fjallar Ásgeir Blönd&l um marxismann — kenn- ingu og heimsskoðun. Gátan Hver er sá vegandi af verum skaptur, hvoftgangs við hlaup alltamur, skapara sinn má skaða og drepa, valdi vangá eða vondur hugi ? Efni hans er úr iðrum jarðar, og hæfis hjör himinbrjóta, fjötrast barmar að báðum h’iðum, ;.l. ísarnfleinum, oftast þrennum. • Hefur í baki' '• ‘borgirimóðá ' ■ férðar ár ' -c., fleinum lagða, . standa þeir í undum alla jafna, nema bilun til bana verði. Sefur hann í sjálfs sín iðrum, sezt þá aldrei upp nema aðrir til hjá’.pi. Ráðning gátunnar í gær: STROKKUR. Söfnin eru opin Bæ jarbókasaf nlö Útlán virka daga kL 2-10 síðdegis. Laugardaga kl. 2-7. Sunnudaga kl. 5-7. Lesstofan er opin virka daga kl. 10-12 fh. og 1-10 eh. Laugar- daga kl. 10-12 og 1-7. Sunnudaga kl. 2-7. Landsbókasafnið kl. 10-12, 13-19 og 20-22 alla virka daga nema laugardaga kl 10-12 og 13-19. Náttúrugripasafnið kl. 13:30-15 á sunnudögum, 14-15 á þriðjudögum og fimmtudögum. Þjóðminjasafnið kl. 13-16 á sunnudögum, kl. 13-15 á þriðjudögum, fimmtudögum og Iaugardögum. Þjóðskjalasafnið á virkum dögum kl. 10-12 og 14-19. Tll viðtals í utanríkis- málaráðuneytinu Bjarni Ásgeirsson, sendiherra í Osló, verður til viðtals ií utan- ríkisráðuneytinu i dag kl. 2 til4. iTn’«n«<y Það hafa verið mikil frost að undanförnu — og sagt fátt af líðan þeirra þúsunda Reykvíkinga sem gjalda fyrir það að bæjarstjórnaríhaldið í höfuð- borginni hefur jafnan látið sér Iynda byggingaframkvæmdir á borð við þær sem borgarstjóri þess hefur með liöndum á þessari mynd. hóíninnl* EIMSKIP: Brúarfoss fór frá Akureyri í fyrradag til Siglufjarðar, Skaga- strandar, Hólmavíkur, Drangs- ness, Isafjarðar, Patreksfjarðar og Breiðafjarðar. Dettifoss fór frá Ventspils 16. þm. til Kotka. Fjall- foss fer frá Hamborg á morgun til Antverpen, Rotterdam, Hull og Reykjavíkur. Goðafoss er í Rvík. Gullfoss fer frá Rvík í dag til Leith og Kaupmannahafnar. Lagarfoss fór frá Rvík 15. þm. til N.Y. Reykjafoss fór frá Hull 15. þm. til Rvíkur. Selfoss kom til Kaupmannahafnar 8. þm frá Falk- enberg. Tröllafoss fór frá N. Y. 7. þm. til Rvíkur. Tungufoss fór frá N. Y. 13. þm. til Rvíkur. Katla fór frá London 15. þm. til Danzig, Rostock, Gautaborgar og Kristinsand. Sambandsskip Hvassafell fór frá Túborg í gær áleiðls 'til Grahgembúth. Arnar- fell fór frá Rvtk' 10. þm. áleiðis til Brazi’.íu. Jökulfell fór frá R- vík í gær áleiðis tij Hamborgar og Ventspils. Dísarfell er í Kefla- vík. Litlafell er á leið frá Norð- urlandi tij Faxaflóahafna. Helga- fell er i N. Y. Rikisskip Hekla fór frá Rvik í gærkvöldi austur um land í hringferð. Esja er á Austfjörðum á suðurleið. Herðubreið er á leið frá Horna- firði til Rvíkur. Skjaldbreið fer frá Rvík á morgun vestur um land til Akureyrar. Þyrill átti að fara frá IRvík á miðnætti í nótt vestur um land til Isafjarðar. Skaftfellingur fór frá Rvik í gær- kvöldi til Vestmannaeyja. Togararnir Hallveig Fróðadóttir og Skúli Magnússon fóru á veiðar í gær- dag. Þorkell máni mun vera kominn til Esbjerg með saltfisk- inn handa Dönum; aðrir togarar Bæjarútgerðarinnar hafa verið á veiðum um sinn. Neptúnus kom af veiðum í gær. Egill rauði ligg- ur í 'höfninni til viðgerðar og skipar hér upp þeim af!a er hann hafði fengið, um 50 tonnum. Geir kemur af veiðum árdegis í dag. Gyllir er hér enn til viðgerðar, Vilborg liggur við Ægjsgarð, Askur er í slipp. Krossgáta nr. 557. Lárétt; 1 greiða 4 á stundinni 5 á á Italíu 7 bagi 9 atviksorð 10 nár 11 næla 13 forsetning 15 til- visunarfornafn 16 æsingur. Lóðrétt: 1 býli 2 itö'sk borg 3 fréttastofa 4 segja nei 6 karl- mannsnafn 7 e'.skar 8 slæm 12 fornguða 14 ná i 15 ekki. Lausn á nr. 556. Lárétt: 1 spurnir 7 OR 8 Anna 9 fok 11 ans 12 ók'* 14 IK 15 brot 17 óí 18 PJÁ 20 kompása. Lóðrétt: 1 sofa 2 pro 3 ra 4 NNA 5 inni 6 raska 10 kór 13 kopp 15 bíó 16 tjá 17 ók 19 ás. KlM. Happdrættismiðar í inn- anfélagshappdrætti. KÍM eru afhentir daglega kl. 5—7 á skrifstofu MÍR, Þingholtsstræti Samtök hersbálabúa halda fund í Nausti á Vésturgötu a.nnað kvöld k'ukkan 8:30. MFundur í kvöld kl. 8:30 á Skólavörðust. 19. Stundvfsi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.