Þjóðviljinn - 19.01.1955, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.01.1955, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 19. janúar 1955 ^ ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRI FRlMANN HFLGASON Hverfakeppnin á sunnudagskvöld I kvennallckki vann VesEurbær úthverfin 12:4 en í karlafl. vann Vesturbær Lang- holt 29:26 og Austurbær Hlíðar 21:18 Kvennaleikurinn var of ein- hliða. Sókn af hálfu kvenna Vesturbæjarins sem notuðust skotin vel og áttu þær hægara með að skapa opnur í vörn mótherjanna, en Úthverfingum sem virtust alltaf komast í hálfgerð vandræði er þær kom- ust upp að marki mótherjanna. 1 hálfleik stóðu leikar 5:1 fyr- ir Vesturbæ. Síðari hálfleik lauk 7:3 fyrir Vesturbæ. (12:4). Næsti leikur var af mörgum talinn úrslitaleikur keppni þess- arar og leikurinn í heiid var jafn og spennandi frá upphafi til enda og ekki vantaði að mörk væru sett, því næstum á mínútu hverri söng knött- urinn í netamöskvum mark- anna. Þó var það svo að meira örvggi og festa var í leik Vest- urbæjarmanna. í byrjun leiks- ins komust Langhyltingar yfir í mörkum. Á 6. mínútu höfðu þeir 3:2. Á 7. mínútu jafnar Vesturbær 3:3 og á 9. mín. taka þeir forustu og halda henni leikinn út nema hvað Langhyltingar náðu jafntefli á 10. mín. 4:4'og svo á 8. mín. í síðari hálfleik 17:17. Eftir það dró sundur með þeim (21:18) en aftur verður þó staðan 21:20. Dró nú heldur af Langhyltingum og endaði leikurinn með þriggja marka mun 29:26. Vesturbær fékk 5 mörk úr 5 vítaköstum en Langhyltingar úr 4. Flest mörk settu í liði Vesturbæjar Karl Jóh. 13 alls og Þórir Þor- steinsson. Þóri má benda á í fullri vinsemd að það er ekki talinn snotur háttur af svo snjöllum íþróttamanni að kasta knetti langar leiðir ef honum fellur ekki úrskurður dómara. Aftur á móti setti Gunnar Bjarnason flest mörk fyrir Langhyltinga eða 7 en Sigurð- ur Jónsson setti 6. Leikur Hlíða- og Vesturbæj- ar var ekki eins tilþrifamikill og sá fyrri, hraði var töluverð- ur til að byrja með og stund- um meiri en við réðist og virt- ist stundum ruglingslegur. Hlíðar byrja að skora. Á 8. mín. eru leikar jafnir 2:2. Lerða Austurbæingar nú sokn og á 20. mín standa leikar 7:4 fyrir þá en á 25. mín. höfðu Hlíðamenn jafnað 7:7. Á 27. mín. er eiin jafnt 8:8. Hálf- leikurinn endaði 10:9 fyrir Austurbæ. Um miðjan hálfleik eru Hlíðamenn komnir jdir 15:13 en Austurbæjarmenn virðast hafa betra úthald, jafna og halda áfram að skora og lauk leiknum með 10:9 fyrir Aust- Framhald á 11. síðu. Enska deildakeppnin I. deild ; Ármerniingar ná < góðum árangri í 1 hástökki Fyrir stuttu síðan efndu Ár- menningar til keppni með sér í hástökki, með góðum árangri. Gísli Guðmundsson stökk nú 1.82 m sem mun vera aðeins 3 sm frá innanhússmeti Skúla Guðmundssonar og er það ó- neitanlega góður árangur. Þá stökk Þorvaldur Búason 1.75 m og er það gott af svo ung- um manni (17—18 ára). Sig- urður Lárusson, líka kornungur maður kominn hingað frá Borgarnesi, stökk að þessu sinni 1.72 m en hefur þó áður gert betur (1.75 m). Virðast Ármenningar eiga þarna ágæt hástökkvaraefni. L U T J Mörk S Sunderland 26 10 13 3 44-33 33 Wolves 26 12 8 6 58-39 32 Charlton 25 13 4 8 52-39 30 Manch.Utd 25 13 4 8 55-44 30 Che’sea 26 11 8 7 51-40 30 Everton 26 12 6 8 41- 37 30 Portsmouth 25 11 7 7 49-33 30 Huddersfield 25 10 9 6 43-36 29 Manch. City 26 11 6 9 46-49 28 Burnley 26 10 7 9 32-36 27 WBA 25 10 6 9 49-52 26 Freston 24 10 5 9 56-35 25 Newcastle 25 10 4 11 57 56 24 Cardiff 25 9 6 10 42-48 24 Sheff.Utd 26 10 3 13 43-58 23 Bolton 24 7 & 9 36-40 22 Aston Villa 25 8 6 11 36-50 22 Arsenal 26 8 6 12 43-46 22 Tottenham 26 8 6 12 41-50 22 Blackpool 26 7 6 13 36-46 20 Leicester 26 5 8 13 44-61 18 Sheff. Wedn. 26 4 6 16 38-64 14 II. deild L U T J Mörk S Blackburn 26 16 2 8 84-51 34 Luton 25 15 3 7 58-36 33 Notts Co 26 14 4 8 49-42 32 Leeds 26 14 4 8 42-38 32 Stoke 25 12 6 7 38-27 30 Botherham 26 14 3 9 69-47 31 Fulham 25 12 6 7 55-48 30 Birming'ham 22 11 5 8 48-26 27 Middlesbro 26 12 3 11 43-49 27 Bury 26 9 8 9 49-46 26 Swansea 25 10 6 9 63-50 26 West Ham 25 10 6 9 46-50 26 Bristol 25 11 4 10 50-43 26 Liverpool 25 10 4 11 53-57 24 Hull City 25 8 7 10 29-34 23 Lincoln 26 i9 5 12 44-52 23 Noth. Fol>est 26 9 4 13 33-29 22 Doncaster 24 9 2 13 36-59 20 Port Vale 25 6 8 11 28-44 20 Derby 25 6 5 14 37-62 17 Plymouth 26 4 7 15 37-56 15 Ipswich 26 6 2 18 40-64 14 EDHVBORGARHÁTlÐIIV I*essi lipra stúlka á myndinni er frönsk og heitir made- moiselle Rayne 672 kr. fyrir 5 rétta Eins og komið hefur fram af fréttum af veðurfari á Bretlandi um helgina, reynd- ist ekki unnt að heyja nema fáa knattspyrnukappleiki af þeim sem ráðgerðir voru á laugardag. Hinir fórust fyrir vegna snjókomu, og var það 41 leikur sem frestað var, ogi af þeim voru 6 leikir á 2.1 getraunaseðlinum. Urslit leikj- anna urðu: Blackpool 0 Wolves 2 2 Bolton Huddersfield frestað Cardiff Chelsea frestað Charlton Manch. Utd frestað Everton 1 Burnley 1 x Manch. City 2 Leicester 2 x Newcastle Preston frestað Portsmouth 1 Aston Villa 2 2 Sheff. Wedn 1 Sunderland 2 2 Tottenham 0 Arsenal 1 2 WBA Sheff. Utd — Port Vale Stoke City — Koma aðeins 6 úrslit til greina, og var bezti árangur 5 réttir, sem komu í 27 röð- um. Er vinningur aðeins greiddur fyrir 5 rétta vegna f jölda raða með 4 og 3 rétta. Hæsti vinningur var 672 kr. fyrir seðil með 5 réttum í 8 röðum. 1. vinningur 84 kr. fyrir 5 rétta (27 raðir). Ungverjar leika við Norðurlöndin fjögur í maí Frá ungverskri fréttastofu hefur borizt skrá yfir lands- leiki Ungverja í knattspjTnu í ár. Ber skráin með sér að þeir ætli að keppa við öil Norður- löndin nema íslands í maí n.k. Alls eru þetta 12 leikir og eru þeir við þessi lönd: 24. apríl: Austurríki í Vín 8. maí: Noregur í Osló. 11. maí Svíþjóð í Stokkhólmi. 15. maí Danmörk í K.höfn. 19. maí: Finnland í Helsingfors. 1. júní: Skotland í Búdapest. 1. sept.: Sviss í Bern. 25. sept.: Sovétríkin í Búdapest 2. okt.: Tékkóslóvakía í Prag. 15. okt.: Austurríki í Búdapest. 13. nóv. Svíþjóð í Búdapest. 20. nóv. ítalía í Búdapest. Getrannaspá 3. leikvika. Leikir 22. janúar 1955. — Kerfi 32 raðir.. Aston Villa-Blackpool 1 Burnley-tNewcastle (x) 2 Ghelsea-Manch. City 1 (x) Huddersfield-Cardiff 1 Leicester-Everton x (2) Manch. Utd-Bolton 1 Preston-WBA 1 (x) Sheff Utd.-Arsenal 2 Sunderland-Portsmouth 1 Totténharn-SHéff W 1 Wolves-Charlton 1 Liverpool-Blackbum 1 (2) Framhald af 7. síðu. allt, sem fram á að fara á Edin- borgarhátíðinni hverju sinni, hjá Ferðaskrifstofu ríkisins, og sér maður þá einnig um leið verð allra aðgöngumiða á sýn- ingarnar og hljómleikana, frá ó- dýrustu sætum og upp úr, og er það allverulegur munur á verði. Ætli maður að fara á hátíðina, er sjálfsagt að panta miða mörgum mánuðum fyrir- fram, til þess að tryggja sér það, sem manni hentar bezt, bæði fjárhagslega og á annan hátt. Einnig er þarna að fá allar upplýsingar um verð á gististöðum, á öllu verði, og geta menn þá reiknað út með nokkurri vissu, hve mikið ferð- in by;;fti að kosta þá, ef til kæmi. Það er t. d. mikið af smá gististöðum, sem leigja út herbergi, ef til vill aðeins 4—6 herbergi í allt, og er þá venju- lega innif alinn morgunmatur. Ég geri ráð fyrir að verðlag sé nokkuð misjafnt, en það er hægt að búa á ágætum stöðum, nálægt miðbænum, sem sparar manni peninga í strætisvagna, fyrir ca. 12 shillinga á sólar- hring. Einnig getur maður keypt stakar máltíðir víðsvegar í bænum fyrir mjög lágt verð. Af þessu má sjá, að ekki þarf að kosta svo ákaflega mikið að fara á Edinborgarhátíðina, ef vel er hugsað fyrir öllu fyrir- fram. Ekki er mér kunnugt um hve margir íslendingar sóttu Edinborgarhátíðina í sumar, en sjálf vissi ég aðeins um einn, herra Sigurð Grímsson, hdl., sem ég af tilviljun hitti fyrir utan Botanic Gardens, en við vorum bæði að bíða eftir að garðarnir væru opnaðir, á sunnudagsmorgni, daginn eftir að Edinborgarhátíðinni lauk. Annars var það áberandi hve mikið var þarna af út- lendingum, og sérstaklega Ame- ríkumönnum og Indverjum, einn ig mjög mikið af mönnum af negraættum, af öllum litbrigð- um — frá ljósbrúnu niður í al- svart, og voru það að sjálf- sögðu einnig Ameríkumenn. Lít- ið bar hinsvegar á Skandinöv- um, sjálf hitti ég aðeins ein sænsk hjón og einn sænskan námsmann, en enga frá hinum Norðurlöndunum. Einnig furð- aði mig á því, í Danmörku, er það kom til tals, hvert ég ætl- aði í heimleiðinni, að fæstir virt- ust nokkurtíma hafa heyrt nokk- nokkurn tíma hafa heyrt nokk- uð um Edinborgarhátíðina. Mig furðaði mjög á þessu, ekki sízt þar sem þeirra ágætu sinfóníu- hljómsveit, undir stjórn Erik Tuxen, var falið að opna hátíð- ina, eins og það er kallað. Hér á landi býst ég við að all- flestir viti einhver deili á þess- ari ppiHþi hátíð, enda hafa bæði bjöð og útvarp látið sér . tíð- rætt um hana. í þeirri von, að sem flestir listelskir íslendingar eigi eftir að njóta þess, sem Edinborgar- hátíðin hefur upp á að bjóða í framtíðinni, læt ég svo þessu lokið. Útsala — Útsala AIIs konar barnafatnaður Alls konar nærfatnaður. Andlitspúður frá 2 kr. Varalitur frá 8 kr. Þvottaefni kr. 2.75 Dömuskór kr. 75.00 Afsláttur af öllum vörum. Vörum&rkaðimnn Hverfisgötu 74 og Framnesveg 5. Jólamarkaðurinn Ingólfsstrœti 6. Við sknlum ekki undrast Framhald af 6. síðu. þriðja, gengislækkanir síðustu ára, og er sú aðferðin einna áhrifadrýgst. Enda rejmdist svo þegar síðasta gengislækk- un var framkvæmd að bændur rumskuðu við, sést þar lika ljósast viðhorf ráðamanna til bænda. Ef borin eru saman viðhorf og uppbygging tveggja at- vinnugreina, það er landbún- aðar og iðnaðar, báðar nota til framleiðslu sinnar að þó nokkru leyti innflutt hráefni, sýnist eðlilegast að gengislækkunin, hefði svipuð áhrif á fram- leiðsluverð beggja atvinnugrein- anna. Sú varð þó ekki raunin, bændum var meinuð af lög- gjafarvaldinu öll hækkun á framleiðslu sinni þó innflutt hráefni hækkuðu allt að helm- ing. Aftur á móti fengu iðn- rekendur að leggja alla þá hækkun á framleiðslu sína. En þess ber jafnframt að geta að iðnrekendur leggja sig yfirleitt ekki til erfiðisvinnu, sitja gjarnan á löggjafarþingi þjóð- arinnar, og taka að sér ýms störf sem löggjafarvaldið legg- ur þeim á herðar við góð laun. En sem allir vita eru bændur ennþá uppteknir sextán stund- ir hvers sólarhrings að afla sér nauðþurfta. Af því sem að framan grein- ir mætti hverjum vinnandi manni vera ljóst hvar skórinn kreppir mest að í hagsmuna- baráttu alþýðu. 'En það er að löggjafarvaldið sýnir hagsmun- um hennar fullan fjandskap. Og hlýtur því baráttan að bein- ast að því fyrst og fremst að ná þessu. valdi úr höndum auð- stéttarinnar. Nú virðist djarfa fyrir því að vinnandi menn séu að gera sér þetta ljóst, bendir margt til þess, meðal annars það að samstarf hefur tekizt milli full- trúa alþýðu í bæjarstjórnum og hreppsnefndum víða um land, og síðast en ekki sízt á því al- þýðusambandsþingi sem nú ný- lega hefur lokið störfum. Hlýt- ur það því að vera ófrávíkjan- leg krafa alþýðunnar til sjáv- ar og sveita að fulltrúar henn- ar hefji samstarf um raunhæf- ar umbætur á lífskjörum henn- ar. En þá fyrst er hægt að bú- ast við árangri og endurbótum, að löggjafarvaldið sé ekki fjandsamlegt hagsmunum hins vinnandi fjölda.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.