Þjóðviljinn - 28.01.1955, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.01.1955, Blaðsíða 3
Föstudagur 28. janúar-1955 — ÞJÓÐVILJINN — Aðaliundur Andspyrnuhreyfingarínnar Mikill áhugi fyrir hrottför hersins frá Islandi Aðalfundur Andspyrnuhi’eyfingaxinnar var haldinn s.l. sunnudag. Fundurinn var vel sóttur af fulltrúum úr Reykjavík og Hafnarfirði, auk ýmissa annarra áhuga- manna um uppsögn herstöðvasamningsins. Stjómin gerði grein fyrir störf- um Andspyrnuhreyfingarinnar á s. 1. ári. Aðaláherzlan hafði ver- ið lögð á að sameina hemáms- andstæðinga og fylkja þeim um kröfuna um uppsögn hernáms- samningsins. Þetta bar þann árangur, að samvinna tókst með áhrifamönnum úr þremur stjórn- málaflokkum og ýmsum óflokks- bundnum mönnum að hefja al- menna undirskriftasöfnun meðal þjóðarinnar um kröfuna um brottför hersins. Undirskrifta- söfnunin hófst s. 1. haust og er enn í fullum gangi. HaTa menn úr öllum stjómmálaflokkum lagt j hönd að verki. Skýrt var í stór-; um dráttum frá undirskrifta- j söfnuninni og tölur úr fjölmörg-* 1 2 3 4 5 6 um þorpum og héruðum lesnar upp. Er undirskriftasöfnun því nær lokið í mörgum þorpum og héruðum, víða með mjög góðum árangri, 70—80 af hundraði. Og í einu kjördæmi er söfnun lokið með ágætum árangri. Er hlutur landsins yfirleitt betri en Reykjavíkur. Mjög mikið af list- um eru enn hjá umboðsmönn- um, svo að fullkomið yfirlit er ekki fyrir hendi. En haldið verð- ur áfram með auknum krafti næstu vikur. Skýrt var frá sam- vinnu æskulýðsfélaga um þessi mál, er bráðlega mun koma til starfa. Fjölmargir töluðu á fundinum. Ríkti áhugi og einhugur um að fylgja þessu stórmáli þjóðarinn- ar fram og nota hvert tækifæri til að sýna fólki fram á skað- semi hersetunnar og spillingu þá, er af henni leiðir. Á s. 1. ári hélt Andspyrnu- hreyfingin nokkra opinbera skemmti- og umræðufundi, er Gamalmenna- skemmtun á Siglufirði Siglufirði. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Kvenfélagið Von á Siglufirði hélt s.l. þriðjudagskvöld hina árlegu skemmtun sína fyrir gamla fólkið í bænum. Voru þar að vanda fjölbreytt skemmtiatriði svo sem leiksýn- ing, kórsöngur, tvísöngur, skrautsýning, kvæðalög og dans. Skemmti fólkið sér ágæt- lega. urðu vinsælir, einnig gekkst hún fyrir tveggja daga hátíð til minningar um 10 ára afmæli þjóðaratkvæðagreiðslunnar um stofnun lýðveldisins. Samþykkt var að halda innan skamms skemmti- og umræðufund. í undirbúningsnefnd voru kosin: Frú Drífa Viðar, Hálfdán Bjarnason deildarstjóri, Guð- mundur ólafsson húsgagnasm.- meistari, Þórunn Einarsdóttir form. stéttarfél. Fóstru og Þor- steinn Valdimarsson skáld. Þá fór fram stjómarkjör. Kjörin voru samkvæmt tillögu uppstillinganefndar: Gunnar M. Magnúss rith., Gísli Ásmunds- son kennari, frú Margrét Bjöms- dóttir, frú Sigríður Eiríksdóttir hjúkrunarkona, Jón Þórðarson frá Borgarholti, Bolli Ólafsson húsgagnasm. og Sigurjón Einars- son stud. theol. — Einar Gunnar Einarsson lögfræðingur, sem set- ið hefur í stjórninni frá byrjun, baðst undan endurkosningu sem aðalmaður, þar eð hann hefur tekið að sér mjög annafrek fé- lagsstörf m. a. Við framkvæmda- stjóm undir Varsjármótið í sumar. Varamenn i stjórnina voru kjörnir: Þorsteinn Valdi- marsson og Einar Gunnar Ein- arsson. Herdís Þorvaldsdétlir fer til Hafnar í 50 ára afmælisboð danskra leikara Frú Herdís Þorvaldsdóttir hefur verið valin af Félagi ísl. leikara til að sitja 50 ára afmælisboð danska leikara- sambandsins. , Félagi ísl. leikara barst ný-j leikara er boðin ókeypis dvöl í Samband bankamanna 20 ára 30. þ.m. Aímælishátíð anitað kvöld — í sam- bandinu eru nú um 300 manns Samband íslenzkra bankamanna á 20 ára afmæli á sunnudaginn kemur og heldur það hátíðlegt í Þjóðleik- húskjallaranum annað kvöld. lega bréf frá formanni Danska leikarasambandsins hr. Kaj Holm, þar sem einum íslenzkum Undirbunings- námsheið fyrir norræna sumar- háskólann SMF Námskeið til undirbúnings þátttöku í Norræna Sumarhá- skólanum, er haldinn verður að þessu sinni að Ási í Noregi, hefst í byrjun febrúar n.k, Námskeið þetta er að venju ætlað jafnt stúdentum sem kandidötum, og verður því hag- að með svipuðu sniði og gert verður í öðrum háskólabæjum á Norðurlöndum. Þeir sem kynnu að óska eft- ir þátttöku í námskeiðinu, eru beðnir að snúa sér, fyrir 1. febrúar n.k., til Ólafs Bjöms- sonar, prófessors, eða Sveins Ásgeirssonar, hagfræðings, sem gefa allar nánari upplýsingar. Þátttakendur í undirbúnings- námskeiðinu sitja fyrir um styrki, sem fást kynnu til dval- ar á Sumarháskólanum. Kaupmannahöfn vikuna 7.—14. febr. n. k., ásamt ókeypis flug- ferðum báðar leiðir. Boð þetta er í tilefni af 50 ára afmæli danska leikarasam- bandsins, er haldið var hátíðlegt í apríl s. 1. ár. Við það tækifæri hét forstjóri Richmond Hótels í Kaupmannahöfn, hr. V. Kesby, ókeypis vikudvöl á gistihúsi sínu til handa einum leikara frá ís- landi, Noregi og Svíþjóð, tveim- ur frá Finnlandi og þremur frá Danmörku utan Kaupmanna- hafnar. Nokkrir aðrir vinir nor- rænna leikara hafa svo lagt fram fé til ferðakostnaðar. Danska leikarasambandið mun annast móttökur og sjá um að dvölin verði bæði til gagns og ánægju fyrir gestina. Þetta höfðinglega boð hefur verið þakksamlega þegið af Fél. ísl. leikara og hefur frú Herdís Þorvaldsdóttir verið valin til fararinnar. Ðanðadémar I Eairo Tveir Gyðingar, annar læknir hinn kennari, voru í gær dæmd- ir til dauða af herrétti í Kairo fyrir njósnir í þágu ísraels og undirbúning að skemmdarverk- um á opinberum byggingum í Egyptalandi. Nokkrir aðrir Gyðingar voru dæmdir í fang- elsi. Jón Hjaltalín tek- ur við starfi í Fæðingadeildinni Siglufirði. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Jón Hjaltalín Sigurðsson læknir, sem starfað hefur hér í 8 ár á Siglufirði er nú á förum úr bænum. íiíun hann taka við starfi í Fæðingardeild Land- spítalans. Jón Hjaltalín hefur getið sér ágætan orðstír hér og sjá margir eftir honum héðan. Stjórn Sambands íslenzkra bankamanna ræddi við blaða- menn í gær um stofnun og störf sambandsins. Sambandið var stofnað 30. janúar 1935. — Að stofnun þess stóðu Félag starfsmanna Lands- banka íslands, sem er elzt af starfsmannafélögum bankanna, stofnað 7. marz 1928, og Starfs- mannafélag Útvegsbankans, sem var stofnað 1. júní 1933. Síðar bættust í hópinn Starfs- mannafélag Búnaðarbanka ís- lands, stofnað 7. febrúar 1936, og starfsmenn Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis. Skipulag Skipulag sambandsins var fyrst þannig, að einstakir banka- menn voru, jafnframt því að vera félagar í starfsmannafélög- unum, einnig félagar og beinir þátttakendur í starfi heildarsam- takanna. En árið 1948 var gerð sú breyt- ing á skipulagi sambandsins, að fulltrúaráð kjörið af sambands- félögunum fer með æðstu stjórn málefna sambandsins og kýs stjóm þess. Hlutverk Hlutverk sambandsins og til- gangur, samkvæmt lögum þess, er: 1. Að vinna að skipulagðri fé- lagsstarfsemi íslenzkra banka- manna. 2. Að gæta hagsmuna banka- manna í hvívetna og hafa á hendi forustu fyrir þeim út á við í þeim málum, sem snerta starf og kjör sambandsfélaga al- mennt. 3. Að vinna að því að bæta og samræma starfs- og launakjör bankamanna, í samvinnu við starfsmannafélögin. 4. Að vinna að því að auka þekkingu bankamanna í banka- fræðilegum efnum og starfs- hæfni, með blaðaútgáfu, fræðslu- erindum og á annan hátt, sem heppilegt er talið á hverjum tíma. Blómlegt starf Húnvetningafélagsins Vetrarstarfsemi Húnvetninga- félagsins í Reykjavík er mikil um þessar mundir. Fyrir áramót- in voru haldnir 2 félagsfundir og 1 spilakvöld sem var að Röðli. Hafa nú verið ákveðnar 6 skemmtanir að auki á þessum vetri, sem allar verða í Tjamar- kaffi nema árshátíðin sem verð- ur á Hótel Borg. Skemmtanimar verða sem hér segir: 1. Fimmtudaginn 27. jan. Spila- kvöld. 2. Föstudaginn 11. febr. Árs- hátíð. 3. Fimmtudaginn 24. febr. Spilakvöld. 4. Föstudaginn 25. marz. Dans- leikur. 5. Miðvikudaginn 20. apríl. Dansleikur. 6. Fimmtudaginn 5. mai. Spila- kvold. Á spilakvöldunum verða verð- laun veitt eftir hvert kvöld en auk þess lokaverðlaun þeim karli og konu sem flesta slagi hafa eftir veturinn, og hafa fyr- irtækin Raftækjaverzlunin Hekla og Verzlunin Olympía gefið þau. Á hverju spilakvöldi verða og skemmtiatriði, svo sem kvik- myndasýningar og spurninga- þættir, og siðan dansað til kl. 1. Árshátíðin sem verður að Hótel Borg þann 11. febr. verður hald- in í félagi með Skagfirðingafé- laginu og verður vel til hennar vandað að venju. Auk þessa er í ráði að efna til hópferðar Húnvetninga á næst- komandi vori norður í Húna- vatnssýslur. Skemmtinefnd Húnvetningafé- lagsins skipa þeir Jónas Ey steinsson kennari, Jón Sigurðs- son póstm. og Jón Snæbjörns- son verzlm. 5. Að koma fram fyrir hönd íslenzkra bankamanna á erlend- um vettvangi. Að þessum málum hefur sam- bandið nú unnið í tuttugu ár, við mismunandi gengi, en þó hefur verið haldið í horfinu. Hagsmunamál Það hefur, ásamt starfsmanna- félögunum, unnið að hagsmuna- málum bankamanna. — Það hóf þegar á fyrsta starfsári sinu út- gáfu Bankablaðsins, sem hefur komið út reglulega síðan. Það hefur einnig unnið nokkuð að fræðslustarfsemi fyrir banka- menn, með ýmsum hætti, og hefur nú verið undirbúin aukn- ing þeirrar starfsemi. Námsstyrkir — eftirlaun Sambandið á námssjóð er veittir eru úr fjórir styrkir ár- lega. Er annar til 6 mánaða námsdvalar en hinn til 6—8 vikna kynnisférðar. Eru veittir tveir styrkir úr hvorum sjóði árlega. Þeir sem styrksins njóta munu skuldbundnir til að vinna 2 ár hjá viðkomandi banka eða endurgreiða styrkinn ella. Þá á sambandið eftirlaunasjóð og eru hæstu eftirlaun úr sjóðn- um 65% af fullum launum en svo há eftirlaun fá aðeins þeir sem orðnir eru 65 ára og hafa starfað í 35 ár. Byggingar Sambandið stofnaði á sínum tíma byggingasamvinnufélag er reistí allmargar íbúðir (sænsku húsin). Síðar voru stofnuð bygg- ingarsamvinnufélög hverj-um banka og munu landsbanka- starfsmenn hafa komið þannig upp um 30 íbúðum. Erlend sambönd Sambandið kom þegar á fyrstu starfsárum sínum á sambandi við erlenda bankastarfsmenn, eink- um á Norðurlöndum. Þetta sam- starf, sem féll, að mestu, niður á styrjaldarárunum, var tekið upp aftur þegar að henni lok- inni og hefur haldizt síðan. Einn fundur norrænna banka- manna hefur verið haldinn hér á landi, árið 1949. Sambandið er nú þátttakandi í Sambandi nor- rænna bankamanna, sem var stofnað í Kaupmannahöfn árið 1953. Þótt sambandið hafi ekki gerzt þátttakandi í öðrum laun- þegasamtökum, hefur það átt vinsamleg samskipti við Banda- lag starfsmanna ríkis og bæja. Fyrstu stjórn Sambands ís- lenzkra bankamanna skipuðu þessir menn: Haraldur Jóhann- essen, formaður, og meðstjórn- endur Baldur Sveinsson, Ein- varður Hallvarðsson, Elías Hall- dórsson og F. A. Andersen, en í núverandi stjórn eiga sæti: Þór- hallur Tryggvason, formaður, og meðstjórnendur Adólf Björnsson, Bjarni G. Magnússon, Einvarð- ur Hallvarðsson og Sverrir Thoroddsen. Samband íslenzkra banka- manna minnist 20 ára afmælis— ins með hófi í Þjóðleikhússkjallr aranum annað kvöld.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.