Þjóðviljinn - 13.08.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.08.1958, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 13. ágúst 1958 ÞJÓÐVILJINN (3 Hlustað eftir lægsta punkti Islands Rabbað við Sigurjón Rist vatnamælingamann um dýptar- mælingar á Lagarfljóti, jarðfræði, Lagarfljótsorm o. fl. TJndanfarin tvö ár liefur Sigurjón Rist vatnamælinganiaður mælt öll helztu, vötn á landinu í þeim tilgangi að fá vitneskju *im að hverjum notum þau kunna að geta komið sem vatns- forðabúr fyrir rafvirkjanir þær sem gera þarf í framtíðinni. I eftirfarandi viðtali segir liann frá mælingum þessum o. fl. Hallormsstað í júlílok Sunnudagsmorgun einn í á- liðnum þessum mánuði átti und- irritaður ieið út með Lagar- fljóti — svo sem varla er i frá- sögur færandi — en þá þar þá nýlundu fyrir augu að í nokkr- um víkum, og við sum nes hafði einhver skrautgjam náungi komið fyrir veifum í öllum regn- bogahs iitum í vatninu skammt undan landi. . Er ég nokkru utar sá einn mikinn trukk útí rnóum og litla flatbytnu með utanborðsvél í fjörunni, grunaði mig, að kominn væri Sigurjón Rist vatnamælingamaður Raf- orkumálaskrifstofunnar. Grunur minn reyndist réttur, og nokkrum dögum seinna, er hafgolan hafði rekið Sigurjón og Eberg Elefsen handlangara hans upp að austurlandinu í Atlavik, hitti ég þá félaga, þar sem þeir stóðu í fjörunni „vað- málskufli víst óþurrum vafðir frá höku að kné“ og í rosabull- um þar fyrir neðan. Þar sem ég fer ætíð margs fróðari af fundi þeirra hugsaði ég mér og lesend- F erðir F erðaskrif - * stofunnar og BSl Ferðaskrifstofa ríkisins og Bifreiðastöð íslands efna til eftirfarandi ferðalaga i þessari viku: 1) Fimmtudag, 14. ágúst, verður farið til Þingvalla, Sogs- fossa og Hveragerðis. Lagt verður af stað kl. 11 frá Ferða- skrifstofu ríkisins, Gimli, Lækj. argötu. Komið verður til báka í bæinn um kvöldið. 2) Föstudag, 15. ágúst, kl. 9, verður lagt af stað í ferð að Gullfossi og Geysi frá sama stað. Til Reykjavíkur verður komið aftur kl. 21. 3) Laugardag, 16. ágúst kl. 13,30 hefst ferð til Krísuvík- ur, með viðkomu á Bessastöð- um, Lagt verður af stað frá Ferðaskrifstofunni. 4) Sunnudag, 17. ágúst hefjast tvær ferðir kl. 9 frá Bifreiðastöð Islands, Kalkofns- -vegi: Ferð að Gullfossi og Geysi. Aðrir viðkomustaðir eru Þing- ■vellir, Skálholt, Iðubrú og Sel- foss. Ferð um sögustaði Njálu. — Báðum þessum ferðum lýkur að kVöldi sama dags. Auk þessara eins dags ferða efna Ferðaskrifstofan og BSl til helgarferðar til Þórsmerk- ur. Lagt verður af stað kl. 14 á: laugardag frá BSl og komið til baka á sunnudagskvöld. Einnig verður efnt til ferða- lags á hestum um sögustaði Njálu. Þessi ferð verður far- ín um næstu helgi. Ferðaskrifstofa ríkisins veit- ' ir allar nánari upplýsingar um ferðir þessar. Væntanlegir þátt. takendur eru beðnir um að taka farseðla sína í tíma. um Þjóðviljans gott til glóðar- innar, dreg blað og blýant upp úr vasa mínum, sný mér að Sig- urjóni og spyr: Vatnsforðabúr — Fiski- rækt — Líf og gróður — Á hvaða ferðalagi? — Við dýptarmælingar á stöðuvötnum með bergmálsdýpt- armæli. Komum sunnan Kjöl, eftir að hafa mælt Hvítárvatn. — Síðan nokkur smávötn á hún- vetnsku heiðunum. Og nú erum við konmir að Lagarfljóti. — Hver er tilgangurinn með að mæla dýp» Lagarfljóts — finna orminn kannski? — Síðastliðin tvö ár hafa öll helztu vötn á íslandi verið dýpt- armæld. Höfuðtilgangurinn er hugsanleg not þeirra sem vatns- forðabúra fyrir raforkuver. Enn- fremur fiskirækt og almennar rannsóknir á lífi og gróðri. — Og væntanlega jarðfræði? — Jú, einmitt í sambandi við Lagarfljót hefur mælingjn kann- ski mest gildi fyrir jarðfræði. Með bergmálsmæli — Hvernig er unnið að mæl- ingum þessum? — Með aðstoð flugmynda stað- setjum við okkur við ströndina og setjum niður þessar veifur Að velja snið — Hvernig velurðu sniðin? •— Þegar maður kemur að vatni, og áður en dýptarmæl- ing hefst, verður að reyna að gera sér í stórum dráttum grein fyrir jarðfræðilegri myndun vatnsins. Tökum t. d. Lagarfljót, sem flokka verður undir jökul- sorfið dalvatn. — Má ég aðeins trufla: eru mörg slík hér á landi? — Já, þau eru æðimörg, t. d. Skorradalsvatn, Svínavatn í Húnavatnssýslu, svo að einhver séu nefnd. — Hvað einkennir slík vötn? — Þau eru löng, miðað við breidd og liggja eins og skrið- stefna jökulsins hefur verið. Ennfremur eru þau yfirleitt djúp og með reglulegum botni, miðað við vötn sem mynduð eru af jarðsigi, með hraunstíflum eða sem gígvötn. — Dæmi um vötn sem mynd- azt hafa við jarðsig? —- Þingvallavatn og Mývatn. — En komum aftur að hvern- ig sniðin eru valin. — Fyrst er lagt gróft net af sniðum til að finna takmörk ásenda oe skora útfrá ströndinni. En oft er það svo, að nes á ströndinni halda áfram sem hryggir út í vatnið. Jökulsoríin vötn og jarðsigsvötn — En hvaða not geturðu haft við lagningu sniðnetsins af því £f myndin prentast vel ættuð þið að geta séð Jínuritið sem inælirinn hefur gert af botni Lagarfljóts. — Ljósm. Sig. líl. undir Arnheiðarstaði, rétt norð- an við mitt Fljót. — Er mikið aðdýpi? —• Já, það er mjög núkið, mest þó undan Geitagerði, þar sem 50 m dýpi nær upp undir hamrana á ströndinni, og næst- um eins utan við Hafursá. — Hvað svo um dýpjð utar í Fljótinu? — Úti við Lagarfljótsbrú er dýpið aðeins ltá—2 m, en strax undan Egilsstöðum um 40 m. Grynnist síðan lítillega undan Þórsnesi og fer svo að mestu jafndýpkandi. Eberg og Sigurjón með „trukk“ sinn og ferðaútbúnað við Lagarfljót. Bak við þá sjáið þið veifurnar sem þeir setja upp á ströndunum til r*ð sigla eftir við mælingu fljótsins. — Ljósm. Sig. Blöndal. sem þú sérð þarna úti, 10—20 metra frá ströndinni, allt eftir því hve aðdjúpt er, Á ströndinni hinum megin eru hliðstæðar vejf- ur og frá einni veifu í aðra, — þvert yfir vatnið — er bátnum siglt með alveg jöfnum hraða og haldið í réttri línu með svo- nefndu vakmiði, sem ber í veifu við ströndina sem siglt er að. — Hvað gerist svo á þessari siglingu? — Bergmálsdýptarmælirinn skrifar samfelt línurit af botn- inum. Hér utan á borðstokknum er hnallur með sendara og fnót- takara fyrir hljóðbylgjur, sem tækið framleiðir. Þær fara með 1450 m hraða á sekúndu i va.tni og er því augljóst að því lengri tima sem tekur fyrir hið burt- sénda hljóð að skila sér, því meira dýpi. að hafa ákvarðað myndun stöðuvatnsins? — Hve þétt á að leggja sniðin. T. d. verða sniðin færri í reglu- legum jökulsorfnum dalvötnum en jarðsigsvötnum. Samt þarf Dýpstu punktar íslands .— Eru margir staðir á íslandi lægri en Lagarfljótsbotn? — Það er ekki líklegt að svo sé. Nokkrir vatnsbotnar ná nið- vatnsmagn á landinu, þótt Þing- vallavatn og Þórisvatn séu meiri að flatarmáli (82 og 70 ferkm), þá mun rúmtak Lagarins reyn- ast meira. Lagaríljótsormurinn — Þið hafið auðvitað lóðað Lagarfljótsorminn sérstaklega? — Já, það er nú það, við höf- um séð hann skjóta kryppunni upp úr vatnsskorpunnj! En það sem við í fyrstu héldum Orminn reyndist við nánari athugun vera klappir sem öldurnar léku um. í Fljótinu eru engar eyjar en klappahryggir halda áfram á nokkrum stöðum út í vatnið, svo boðar eru þar tíðir, einkum við austurlandið. Þeir verða merkt- ir á væntanlegu korti af Lagar- f’jóti. Þar með verður Ormurinn kortlagður! Annars má vera að fyrirbrigð- ið með Orminn sé ekki hreinn hugarburður. Plöntuleifar geta hafa safnazt saman og rotnað á vatnsbotninum, rnýrargas mynd- azt og gosið upp dökkum, boga- mynduðum strók upp úr vatn- inu, eins og sagnirnar lýsa fyr- irbærinu. Glöggar skýrslur um slík fyrirbæri eru til frá Noregi. alltaf að gera sérstaka leit að ur fyrir hafflöt, svo sem botn ásum og hryggjum, sem liggja frá ströndinni út í vatnið, og einnig hvar skorur hefjast og enda á botriinum og eru þá sam- liggjandj snið borin saman og séð hvort nokkur óvænt stökk- breyting hafi átt sér stað. — Hvað hefurðu svo fundið mikið dýpi? — Hér úti fyrir Hallormsstað er dýpið röskir 100 m, allt frá Haf- ursgerði og inn á móts við Atla- vík — og dýpst 112 m, sem er nokkuð breið spilda, lárétt. Hún Þingvallavatns, sem er 10 m undir sjó, Ilaukadalsvatn í Dala- sýslu 5 m undir sjó. Eini staður- inn sem áhöld eru um að liggi lægra en Lagarfljótsbotn er í Jökulsárlóninu á Brejðamerkur- sandi. Báðir þessir staðir eru um 90 m undir haffieti. Eg get bætt því við að Lögur- inn er 52 ferkílómetrar og þar með þriðja stærsta stöðuvatn landsins og hið mikla dýpi sem þar hefur kómið í ljós á stóru svæði bendír sennjlega til Væri auðvelt . liggur frá Droplaugarstöðum inn áð hér sé saman komið mesta — Og áfram skal förinni hald- ið til ... — suður á Þjórsársvæði. — En meðal annai-ra orða, þú sagðist hafa komið frá Hvítár- vatni. Hvað var merkilegt þar? — Vatnið reyndist 85 m djúpt Annars var þar ágætt að vera, nema hvað mývargur og borg- arís angraði okkur dálítið, — Hvert er annars dýpsta stöðuvatn íslands? — Þingvallavatn. Þar er 114 m dýpi á ofurlitlum bletti. í flóðum verður því Lagarfljót á- líka. Og ef Héraðsbúar óskuðu sérstaklega eftir væri auðvelt og ódýrt með stíflu vjð Lagarfoss að gera fljótið að dýpsta stöðu- vatni landsins! S. Bl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.