Þjóðviljinn - 08.03.1960, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.03.1960, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 8. marz 1960 — 25. árgangur — 56. tölublað. lOOmilljónirnar ó Haffírædinffarnir a enn Reyna o5 finna aSferSir fil oð rœna enn 2500 krónum af hverri meÓalfjölskyldu ofan á gengislœkkunina Eins og Þjóðviljinn skýr'ði frá fyrir helgi gerðu hinir^ vitru hagfræðingar ríkisstjórnarinnar sig seka um ein- hverja mestu reikningsskekkju, sem um getur í sögu íeikningslistarinnar. Þegar þeir reiknuöu út hvað almenn- ur 3% söluskattur af vörum og þjónustu myndi færa, íeyndust forsendur þeirra rangar um hvorki meira né minna en 2.000—3.000 milljónir króna! Afleiðingin varð sú aö í útkomunni skakkaði um 100 milljónir króna. Þeir höfðu taliö söluskattinn myndu færa 280 milljónir króna, en endurskoðun sýndi að vart var hægt að reikna með meiru en 180 milljónum. Þessi fáránlega villa vakti að vonum ótta og feimni meðal hagfræðinga og þeir gerðu þeg- ar ráðstafanir til þess að reyna að koma í veg fyrir að almenn- ingur frétti um hana og töldu ,,heiður“ sinn í veði Þeim mun meiri varð skelfing þeirra þeg- ar Þjóðviljinn birti alla mála- vexti; upphófst þá fjaðrafok í ráðuneytum og fjármálastofn- unum sem ekki er hjaðnað enn, yfirheyrslur og eftirgrennslanir um það hvernig Þjóðviljinn hefði komizt að þessu feimnis- máli. En stjórnarblöðin hafa af eðlilegum ástæðum steinþagað. Þrjár leiðir. Jafnframt hafa staðið yfir sífelld fundahöld stjórnmála- manna og hagfræðinga um það Kartöflur hœkka Tilkynnt hefur verið verðhækkun á kartöflum vegna hækkunar á inn- kaupsverði erlendis. Kíló- ið af úrvalsflokki hækkar um 25 aura úr kr. 2,25 í 2,50. Sama hækkun verð- ur á öðrum flokkum. Eins og kunnugt er eru kartöflur greiddar stór- lega niður af opinberu fé. (livernig hægt væri að lagfæra þessa afdrifaríku skekkju. Til þess eru aðeins þrjár leiðir: 1. Að skera fjárlögin nið- ur um 100 milljónir króna, en þá leið töldu stjórnmálamenn- irnir algerlega ófæra. 2. Að hækka almenna sölu- skattinn úr 3% í 5%, en þá leið telja hagfræðingarnir fullkomna niðurlægingu fyrir sig ofan i þær afdráttarlausu yfirlýsingar sem áður hafa verið birtar — auk þess sem sá hluti sölu- skattsins sem rennur í vasa ó- skilvísra innheimtumanna eykst með hækkandi prósentu. 3. Að reyna að innheimta 100 milljónir króna í viðbót eftir öðrum leiðum. ðtórhækkar söluskattur í tolli? Eftir því sem Þjóðviljinn hef- ur fregnað mun nú mest vera rætt um þriðju Ieiðina. Eru mestar lí'kur á því, að í stað þess að hækka almenna sölu- skattinn, muni ríkisstjórnin ætla sér að hækka til muna þann söluskatt sem tekinn er í tolli af innfluttum vörum. Sá söluskattur er nú 7,7%, og á fjárlagafrumvarpinu er áætlað, að hann væri 154 milljónir. Ef á að hækka hann upp í 254 milljónir. yrði skattheimtan að fara upp í 12,7%! Framhald á 3. síðu. Dr. Andrea Andreen á fundi með fréttainönnum í gær. (Ljósm. Sig Guðm.). SOSÍALÍSTAR REYKJAVÍK Fundur verður haldinn í Sósíalistafélagi Reykjavíkur n.k. miðvikudagskvöld. Fundarefni: Drög' að stjórn- málaályktun 12. þings Sósíal- istailokksins. <111111111111111■■111111111111111111111111111IJJ | Hernaðar- | | tækin flutt | I tii USA | = í gær kom eitt Moor- jí = mack skip til Reykjavík- = = ur og hefur það erindi að = = taka ýmis áhöld sem til- E = heyrðu landhernum á = = Keflavíkurflugvelli. Með- E E al þess sem flutt er út er = E skriðdrekaherdeildin, alls E E 5 skriðdrekar, lítil fall- E E byssa, bílar og annað það = = hernaðarkyns, sem nauð- = = synlegt er til að halda ó- = = vinveittum þjóðum í hæfi- = = legri fjarlægð. = íTi 11111 m 111111 i 11: m 11 ■ i 111111 ■ i ■ i ■ m u 11 it ruðningi Akureyri í gær. Frá fréttar. Þjóðviljans. Hér hefur verið hlýtt og milt veður 'í dag og bjart yfir. Víða var kominn mikill snjór og klaki á húsþök í bænum og hafa húseigendur haft ærið 'að starfa við að hreinsa húsþö'k- in. Auk þess hafa slökkviliðs- menn unnið að því að brjóta klaka af húsþökum 'í miðbænum til að forða slysahættu. Unnið er að því að ryðja snjó af vegum í héraðinu og gera þá akfæra, en víðast var orðin mjög erfið færð fyrir bifreiðir og úr sumum sveitum hefur mjólk t.d. ekki borizt til bæjarins í marga daga. „Mannkyníi verður ai útrýma striðinu áður en striðið útrýmir mannkyninu" Sænski kvennaleiðtoginn dr. Andrea Andreen talar á opinberum fundi Menningar- og friðarsamtaka íslenzkra kvenna i kvöld Dagurinn í dag, 8. marz, er alþjóölegur baráttudagur kvenna, og í tilefni af því aö hálf öld er liöin síöan kon- ur tileinkuöu sér þennan dag hafa Menningar- og friöar- samtök íslenzkra kvenna boðið kunnum sænskum kvennaleiötoga, dr. Andreu Andiæen, hingaö til aö halda aöalræöuna á fundi í tilefni dagsins. Fundurinn verður haldinn í kvöld klukkan 8.30 í Fram- sóknarhúsinu og öllum er heim- ill aðgangur. I gær kynnti Ása Ottesen, formaður MFlK, hinn sæns'ka Eyjasjémenn boða verkfaS! á bátaflotanum frá og með sunnudeginum hafi samningar ekki tekizt þá Þau urðu úrslit atkvæða- greiðslu sjómanna í Vest- mannaeyjum fyrir helgina að heimild til vinnustöðvun- ar var samþyklit með 76 at- kvæðum gegn 50. Sjómannafélagið Jötunn í Vestmannaeyjum og Vél- stjóraféla.g Vestmannaeyja Iiafa, svo sem áður liefur verið skýrt frá, krafizt nýrra samninga um fisk- verð við Útvegsbændafélag Vestmannaeyja. Félögin hafa kosið samilinganefnd eftirtalda menn: Fyrir Jöt- unn: Sigurð Stefánsson for- mann félagsins og Ármann Höskuldsson. Fyrir Vél- stjórafélagið: Sigurð Sigur- jónsson formann félagsins og Steingrím Arnar. Jafn- framt hafa félög þessi boð- að Yinnustöðvun á báta- flotanum í Vestmannaeyj- um frá og með mánudegin- um 14. þ.m. að telja. Út.gerðarmenn munu hafa rætt væntanlega samnings- gerð á stjórnarfundi sínum í gær, en formaður þess fé- lags hefur undanfarna daga verið hér í Reykjavík og rætt skiptaverð sjómanna við Landssamband íslenzkra út- vegsmanna. Er þess að vænta að samn- ingaviðræður aðila hefjist í dag. gest fyrir fréttamönnum. Dr. Andreen er ein áf fyrstu kon- um sem fengið var ábyrgðar- starf við sænska vísindastofn- un og jafnframt vísindastörf- um hefur hún starfað áratug- um saman að friðarmálum og réttindamálum kvenna. Dr. Andreen er doktor í læknisfræði frá Karolinska institutet í Stokkhólmi Hún er læknir með sérmenntun í efnaskiptasjúkdómum og líf- fræðingur. Frá 1925 til 1953 stjórnaði hún rannsóknarstofn- uninni Kliniska centrallabora- toriet í Stokkhólmi, sem byrj- aði í smáum stíl en varð að umfangsmikilli stofnun. Áhrif Elin Wágner Strax á hákkólaárunum í Uppsölum tók dr. Andreen að láta sig skipta kvenréttindabar- áttuna, sem þá snerist mjög um það að tryggja sænskum Framhald á 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.