Þjóðviljinn - 12.03.1960, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.03.1960, Blaðsíða 1
IflLIIMil ■ lUlllll Tímburverð íjaugardagur 12. marz 1960 — 25. árgangur — 60. tölublað Aðalmarkmið Breta að ná fótfestu innan tólf mílnanna við ísland Stefnan í Genf var ákveðin á fnndi í Dovvning Street á mánndasinn 1 Á haflagaráðstefnunni í Genf munu Bretar leggja allt' kapp á að ná einhverri fótfestu innan tólf mílna fisk- veiðilögsögunnar við ísland Á mánudaginn átti Macmill- an forsætisráðherra fund i for- sætisráðh.bústaðnum Downing Street 10 með Selwyn Lloyd ut- anríkisráðherra og John Hare sjávarqtvegsmálaráðherra, sem verður fyrir brezku sendinefnd- inni í Genf. Brezk blöð segja, að á þessum fundi hafi stefna Bret- lands á haflagaráðstefnunni ver- ið ákveðin. t Niðurstöðu fyrir hvern mun Að sögn Grimsby Evening Telegraph hefur brezka stjórnin ráðið það við sig að niðurstaða þurfi fyrir hvern mun að nást á þessari ráðstefnu. ,,Náist ekk- ert samkomulag' í Genf er hætt við að strandríki sölsi undir sig æ meira af úthafinu allt til yztu marka landgrunnsins", segir blaðið. Kjarni málsins frá sjónarmiði Breta er landhelgisdeilan við ís- land. Fái þeir á einhvern bátt skert tólf mílna fiskveiðilögsögu íslendinga, telja þeir sig hafa hnekkt rétti strandríkis til að færa út landhelgi sína með ein- hliða aðgerðum. Margar hugmyndir Daily Mail skýrir frá því að brezka stjórnin hafi rætt ,.ýmsar hugmyndir um málamiðlun milli krafa íslands og Bretlands“. Að sög'n blaðsins munu brezku full- trúarnir í Genf byrja á því að taka upp aftur bandarísku til- Framhald á 10. siðu ni 111111111 ■ 111111! 111111111111 i 11111111111 ii i 1 Skrautmunir 1 z: r Nýtt gervitungl sent frá USA á braut unihverfis sólina í gærmorgun var gervitungli skotið á ioft frá Cap Canaveral í Florida. Ætiunin er að gervihnöttur þessi komizt á braut umhverfis sólina. Gervihnötturinn var sendur á loft með þriggja þrepa eldflaug. Var hahn losaður frá síðasta þrepi eldflaugarinnar með fjar- stýritækjum í Jordel Bank í Bretlandi. Gervitunglið er rúm 40 kg. að þyngd. Þar af eru margvísleg vísindatæki um 20 kg. í gervitunglinu eru margs- konar mælitæki til að mæla geislun og hitastig, til að kanna ástandið í geimnum með tilliti til væntanlegra mannaferða þangað. Einnig er öflug sendistöð í því. Gervitungl þetta nefnist „Pioneer V.“. Talið er að það verði 100 millj. km. frá sólu eftir 4 mánuði. Fyrsta gervitungl umhverfis sólina^ var sent frá Sovétríkjun- um í janúarmánuði 1959. Banda- ríkjamenn sendu gervihnött sömu leið í marzmánuði sama ár. Áður höfðu þeir gert þrjár misheppnaðar tilraunir til að koma sólar-gervihnetti á braut. 1 ur jaspis og | | hrafntiimu | Þessir skrautmunir eru úr ís- Ienzkum steinum, sem slípaðir hafa verið í Þýzkalandi. Verða þeir til sýnis í Þjóðminjasafn- inu í <la<£ og nokkra rtæs'hi daga, ásamt fleiri munum til skraut.s og nytsemdar sem noltkrir menn hafa fengið gerða ytra úr jslenzkum siteintegund- «m, hrafntinmi, jaspis, gler- höllum og marmara. Fíllinn lengst til vinstri á myndinni er slípaður úr lirafn»tinnu, svo og villisvínið til hægri, en skjald- bakan og fiskurinn eru úr 'jaspis. — Sjá frétt á 12. sjðu. Þessi rnynd af málverki Kristínar Jónsdóttur af Valtý Guð- mundssyni var ‘tekin við afhendinguna í Alþingishúsinu í gær. (Ljósm. Sig. Guðm.). Alþingi afhent málverk af Valtý Guðmundssyni í gær voru liðin 100 ár frá. varðveizlu málverk af Valtý, fæðingu dr. Valtýs Guðmunds- og liefur því nú verið komið sonar, Af því tilefni afhenti j fyrir í húsakynnum þingsins. menntamálaráð Alþingi til Framhald á 10. siðu. | Fetið af borðvið | hækkar um krónu | = Viðreisnarverð er kom- = E ið á timbur, Það hefur = E hæ'kkað í verði við geng- = E islækkunina hvorki meira = E en minna en 40%. = E Sem dæmj um verð- E = hækkun einstakra tegunda = = má nefna að fetið af al- E = gengasta borðvið hækkar E E um og yfir krónu. Fet af E E 1’6” mótatimbri kostaði E E fyrir gengislækkun kr. E E 2,16 en . nú kostar það E E þrjár krónur, hæk'kunin á E fetinu er 84 aurar. Fetið = E af sm'íðavið hefur kostað E E kr. 2,82 en kostar nú 3,96, — E hækkunin er kr. 1,14. ^ E Þessi gífurlega hækkun E E á timbri stórhækkar auð-.= E vitað byggingarkostnað. = E Þegar við það bætist að = = ríkisstjórnin hefur lagt = = bann við að laun fylgi vísi = = tölu, gefur auga leið að E E fólki er gert örðugra að E E byggja yfir sig en nok'kr E E sinni fyrr á síðustu ára- E E tugum. E 111111111111111111111111111111111111111111 m iT 280 fiösicyr! í fyrrakvöld var háseti á Langajökli tekinn fastur í Keflavík; liafði liann þá flutt í lanil 280 flöskur af vodka úr skipinu og var að skipta því niður á leigubíia til að flytja það burt- Lang- jökull var tollafgreiddur á Patreksfirði, er hann kom frá útlöndum, en engin leit mun hafa verið framkvænul þar; einnig hafði hann korii- ið við á fleiri Vestfjarða- höfnum áður en hann kom til Keflavíkur. Tveir björguðust f g'ær var enn bjargað tveim mönnum úr rústunum í Agadir í Marokkó, 11 dögum eftir að jarðskjálftihn mikli varð. Annar mannanna er faðir þriggja barna, sem bjargað var í fyrradag úr rústunum á sömu slóðum. Eitt þeirra barna, 6 ára gamall drengur, lézt í fyrra- kvöld. nokkru eftir að honum var bjargað. Móðirin í fjölskyld- unni lézt af miklum meiðslum skömmu eftir jarðskjálftann. r Oreyndasti umsækjandinn var ráðinn yfirhainsögu maður Politísk misbeiting veitingavalds á hæsta stigi Hafnarstjórn samþykkti ó funýli í gær aö ráöa Einar Thoroddsen yfirhafnsögumann viö Reykjavíkurhöfn. <s>- Ráðning Einars var ákveðin með fjórum atkvæðum en annar umsækjandi, Theódór Gíslason, fékk eitt. Ilaft að engu Með þessari ráðningu hefur meirihluti Sjálfstæðisflokksins í stjórn Reykjavikur gerzt ber að svo hróplegu ranglæti í embætt- isveitingu að fá dæmi eru annars eins. Af þeim fjórum mönnum sem sóttu um yfirhafnsögu- mannsstaríið hefur, Einar iang- minnsta reynslu og minnsta sjómennskumenntun. Hann hefur verið starfandi hafnsögumaður í ein fimm ár en aðrir urrisækj- endur í allt að tvo áratugi. Hann hefur fiskimannapróf til -skip- stjórnaf en hinir farmannapróf. Haíður hefur verið að engu yfirlýstur vilji hafnsögumanna,- en þeir allir að Einari undan- téknum höfðu skorað á hafnar- stjórn og borg'arstjóra að lát Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.