Þjóðviljinn - 25.03.1960, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.03.1960, Blaðsíða 1
Bandaríkin reyna með tólbeitum að lokka íslendinga til undanhalds Hvetja til sérsamninga Wð íslendinga ef þeir falla frá rétti sinum til tólf milna fiskveiSilögsögu ,,Viðreisn“ ríkisst.iórnar- = = innar kemur í dag fram í E verði rúgbrauðs og normal- S = brauðs. Óseytt 1500 gramma = = rúgbrauð hefur kostað kr. = = 5.40 en kostar frá deginum s = í dag 6,70. Hækkunin er = = 1.30. Sama verðhækkun, úr = = 5.40 í 6.70, verður einnig ó = = 1250 gr. normalbrauði. = = Hækkunin nemur rúmlega = = 24%. = Á sjóréttarráðstefnunni í Genf lögðu Bandaríkin 1 gær íonnlega fram tillögur sínar um víðáttu landhelgi og fiskveiðilögsögu. Tillögurnar eru bein árás á hagsmuni íslendinga, en ljóst er af ræðu bandaríska fulltrúans, að Bandaríkin munu reyna að tæla íslendinga til að falla fi'á rétti sínum til 12 mílna fiskveiðilögsögu. Jafnframt setja Bandaríkin fram þá ótvíræöu hótun, aö ef ekki verði gengið að tillögu þeirra, muni þeir ekkert viðurkenna íiema þriggja mílna landhelgi. í Reutersfrétt segir að á íáðstefnunni gæti vaxandi fylgis viö 12 mílna landhelgi. Tillögur Bandaríkjanna eru » þessa leið: 1. Hámark landhelgi verði 6 sjómílur. 2. Þar fyrir utan fái strandríki takmarkaðan einkarétt til fiskveiða á 6 sjómílna við- bótarsvæði. Slik fiskveiðilög- saga yrði þá 12 sjómílur frá sömu grunnlínu og landhelg- in. 3. Erlendar fiskveiðiþjóðir megi halda áfram^fiskveiðum á ytra 6 mílna svæðinu, og veiða þar sömu fiskteguund- ir og sama aflamagn og þær hafa veitt þar árlega síðusta 5 árin, —■ allt fram til 1. janúar 1958. Strandaði við Bjargtanga Vélbáturinn Sæborg frá Patreksfirði strandaði í fyrri- nótt á Bjargtangaflögu við Látrabjarg. Hann tók tvisvar niðri en komst af skerinu. Leki kom að bátnum og var háseta- klefinn orðinn fullur af sjó, þegar komið var norður á Breiðuvík. Gúmbátur var sett- ur út en linan slitnaði. Hann náðist þó aftur með krók- stjaka. Fjórir aðrir fiskibátar og varðskipið Gautur komu á vett- vang. Afla Sæborgar var kast- að fyrir borð og með véidæiu úr Gaut tókst að tæma há- setaklefann. Sigldi báturinn siðan til Patreksfjarðar. Botvinnik hefur betri biðstöðu Fimmta skákin í einvígi þeirra Botvinniks og Tals um heimsmeistaratitilinn var tefld í gær. Botvinnik, sem hafði svart beitti Caro-Kan-vörn og tókst að ná góðri stöðu. Mikil uppskipti urðu á mönnum og er skákin fór í bið eftir 41. leik var jafnt lið, en Botvinnik hafði þó heldur rýmri stöðu og því nokkrar vinningsl’íkur. 4. Rísi deila um fiskveiðirétt- indin hvilir sönnunarskylda á hínu erlenda fiskveiðaríki. Gerðadómur skal skera úr slíkum deilumálumu innan 5 mánaða, nema öðruvisi sé á- kveðið af deiluaðilumu. Arthur Dean, aðalfulltrúi Bandaríkjanna, taldi þetta sanngjarnar og aðgengilegar tillögur. Hann sagði að Banda- rikin teldu þriggja mílna land- helgi þá einu réttu, og myndu aldrei fallast á neina tillögu sem fæli í sér meiri stækkun en segir í þeirra eigin tillögu. Bandaríkin myndu reyna að sjá til þess að tillögur um 12 sjó- mílna landhelgi næðu ekki nægilegu atkvæðamagni á ráð- stefnunni. Bandaríkin myndu aldrei gerast aðilar að neinum þeim sáttmála, sem kynni að verða gerður á ráðstefnunni, þar sem gert yrði ráð fyrir að landhelgin yrði víðari en 6 sjó- mílur, og Bandaríkin myndu aldrei virða slíkt samkomulag. Tálbeiía fyrir íslenðinga. í iok framsöguræðu sinnar með tillögunum mælti Dean á þessa leið: Eg vil benda á, að I tillögum Bandaríkjastjórnar er ekki reynt að fást við sérstakar að- stæður, þar sem efnahagur ríkis er nær einvörðungu háður fiskveiðum undan ströndum. j St.iórnin viðurkennir, að slikar aðstæður eru til og skapa! vandamál, sem ráðstefnan! skyldi athuga með samúð og varfærni. Enda þótt Bandarikin hafi enga sérstaka tillögu í þessu máli, er bandariska sendinefndin fús að veita að- stoð, og er reiðubúin að ræða við aðrar sendinefndir um til- högun á ytra 6 sjómílna belt- inu við slíkar aðstæður, og taka til athugunar heppilegar til- lögur, sem kynnu að verða gerðar í því efni. Á blaðamannafundi, sem þaldinn var eftir ræðu Deans, var hann beðinn um nánari skýringu á þessum ummælum í niðurlagi ræðu einna. Hann Framhald á 5. siðu iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiimimitim í- s- - í v- - - a í-.-XsvXs-AvV-xí.vS:® í X\>\ :•.:•::•:•'• • :::• .. - ftScfSx:: ' .; •' »KS»ÍÍ ;•.' ■:■ •.■: BloðbaðiS í Sharpeville Að minnsta kosti sjötíu Afríkumenn voru skotn- ir til bana, þegar lögregla Suður-Afríkustjórnar hóf skotliríð á vopnlausan manngrúa í Sharpeville nálæ.gr Jóhannesarborg á mánudaginn. Fólk- ið var að mótmæla kynþáttakúguninni í landinu. Efri myndin sýnir þegar orustuflugvélar voru látnar fljúga rétt yfir liöfðum fólksins. Varð það til þess að grjc*tkast hófst á lögregluna. Hún svaraði með skothríð, og afleiðingarnar sjást á neðri myndinni. Fallnir Afríkumenn, karlar, konur og börn, liggja á víð og dreif í blóði sínu. Kynþáttakúgun stjórnar Suður Afríku fordæmd um allan h&im Mátmæli streyma til kúg- unarstjórnar Suður-Afríku hvaðanæva úr heiminum vegna þeirra fjöldamorga, er hún lét fremja sl. mánu- dag með’ því að skjóta yfir 80 varnarlausa blökkumenn til bana. í gær lét stjórnin gera víðtæka húsleit hjá ýmsum þj óðfrelsislei Ötogum og lýöræöissamtökum í landinu. í gær bannaði stjórnin öll fundahöld í þremur stærstu borgum ' landsins, Jóhannesar- borg, Höfðaborg og Durban. Bannið gildir til júníloka, ogf nær til allra kynþátta í land- inu. A. Lutuli, forseti Þjóðernissam- taka Afrikum. sagði í gær. að vel gæti svo fhrið að blökkumenn sæju sig neydda til að gera verkfall til þess að fá stjórnina Fr.amhald á 2. siðu^.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.