Þjóðviljinn - 29.06.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.06.1960, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 29. júní 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Þrír brezkir atvinnumenn í boðl Ákraness - leika 4 leiki með IA Þessi skemmtilega mynd er frá leik KR og Red boys á Laug- ardalsvelli. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.) íþróttabandalag Akraness (ÍA) a von á góðum gestum í byrjun næstu viku. Er hér um 3 brezka atvinnumenn úr Arsenal að ræða, þá Jack Kelsey, Denis Clapton og Bill Dodgin. Fulltrúar ÍA skýrðu frétta- mönnum fr.á komu þeirra þre- menninganna í gærdag. Guð- mundur Sveinbjörnsson, formað- ur ÍA skýrði frá orsökum heim- sóknar Bretanna, en þær eru í stuttu máli þær, að Akranesi hef- ur ekki tekizt að fá hingað upp lið, sem þeir hafa haft áhuga á. Til dæmis brást norska félag- ið Lilleström, sem Akurnesingar heimsóttu 1958. Tilraunir til að KR til Færeyja Meistaraflokkur KR fer þann 20. júlí í keppnisferð til Færeyja og keppir þar í sambandi við hina miklu hátíð Ólafsvökuna. KR-ingar keppa nokkra leiki í Færeyjum en ferðin mun taka 2 vikur, og verður komið aftur til Reykjavikur 4. ágúst. t>eir leikmenn, sem æfa með landsliðinu, munu ekki fara þessa ferð þar eð landsleikur við V-Þjóðverja fer fram í Reykja- vík 3. ágúst. Háskélavöllur ófær til keppni Knattspyrnuvöllurinn fyr- ir neðan Háskólann mun vera sá af völlunum í Reykjavík, sem mest er notaður bæði til keppni og æfinga. Það er því al- gjörlega óskiljanlegt hversu illa er að vellinum hugað. Á vestari jaðri vallarins er stór bylgja, á báðum köntum er alls- kyns óþverri að festa ræt- ur, og auk þess er völl- urinn harður sem marm- ari og gerir alla knatt- meðferð leikmanna mun erfiðari en vera á un'dir venjulegum kringumstæð um. Það er vonandi að stjóm íþróttavallanna sjái isér fært að vinda bráðan bug að lagfæa þessa galla. Það verður að búa vel að yngri mönn- um okkar í knattspyrn- unni, ekki veitir af. — bip — fá þýzkt lið fóru út um þúfur og írska liðið Limmerick, sem til gréina gat komið, hefur gengið það vel í Evrópubikarkeppninni, að ekki kemur til greina að fara til íslands, vegna leikja í Evrópu. Ríkharður Jónsson, sem var er- lendis í vetur og æfði með hinu fræga Arsenal í London, hefur hins vegar gengizt fyrir að fá hingað 3 mjög góða einstaklinga, sem leika með Arsenal. Guðmundur sagði að 3 leikir væru ákveðnir, 2 í Reykjavik við KR 7. júlí og úrval Reykja- víku.r 19. júlí, 1 leikur á Akra- nesi við Unglingalandslið (undir 23ja ára aldri) og sá fjórði, sem ef til vill færi fram á grasvell- inum í Njarðvík við Keflvíkinga. Ríkharður Jónsson skýrði frá tildrögum að komu Bretanna, en þau eru fyrst viðtal hans við hinn fræga knattspyrnumann Mel Charles og síðar bréfaskrift- ir milli Arsenal og Ríkarðar. Upphaflega var gert ráð fyrir að Jack Kelsey, Len Willes og Len Julian kæmu hingað, en tveir þeir síðarnefndu geta ekki komið, sá síðarnefndi einfaldlega vegna þess að hann var seldur frá Arsenal til Nottingham Forest. Mel Charles hafði mikinn hug á að koma hingað upp, en heilsan leyfði ekki slíkt, því hann var skorinn úpp við svo- kallaðri liðmús fyrir nokkru og verður að hvílast þar^fil keppni- tímabilið byrjar. Þeir sem koma eru þessir: Jack Kelsey, aðalmarkvörður Arsenal og þrítugfaldur landsliðs- maður í landsliði Wales. Kelsey vakti óskipta athygli fyrir frá- bæra markvörslu á heimsmeist- arakeppninni í Svíþjóð 1958. I)enis Clapton, framlínuieik- maður. Ríkarður sagði Clapton hafa gífurlegan sprett, sem hann þó noti í hinu mesta hófi, auk frábærrar knatttækni. William Dodgin, miðvörður ■M**, ■ ^ Frjálsíþrétta- mót KR í kvöld Siðari hluti frjálsíþróttamóts KR, sem fresta varð, heldur áfram í kvöld kl. 8.30 á Laug- ardalsvellinum. Keppt verður í eftirtöldum greinum: 100 m hlaupi, 100 m hlaupi sveina, 400 m hlaupi, 1500 m hlaupi, 400 m grindahlaupi, 1000 m boðhlaupi, kúluvarpi, spjótkasti, stangarstökki og langstökki. Valur — Akureyri 3:2 Arsenal, mjög traustur og sterk- ur leikmaður. Svo sem sjá má er hér ekki um leikmenn af lakaya taginu að ræða og án efa verður Akurnes- ingum mikill styrkur bæði af leik þeirra með liðinu, svo og tilsögn þeirra á æfingum uppi á Skaga, en Bretarnir munu taka þátt í æfingum þar efra og leið- beina eftir Jjví sem þörf verð- ur á. — bip — Um helgina fór fram í Sand- gerði 2. leikurinn i B-riðli II. deildar milli Reynis í Sandgerði og U.M.F. Breiðabliks í Kópa- vogi. Úrslitin komu mjög á óvart, Breiðablik sigraði með einu marki gegn engu, sem að sögn voru nokkuð réttlát úrslit eftir gangi leiksins. Grétar Kristjánsson skoraði mark Kópavogsliðsins snemma í fyrri hálfleiknum. Markfæri Kópavogs voru mun opnari en Sandgerðinganna, en Á sunnudaginn fór fram leikur í íslandsmótinu í knatt- spyrnu á Akureyri milli ÍBA og Vals. Valur sigraði eftir jafnan leik 3:2. Valur skoraði strax j upp- hafi leiks úr vítaspyrnu, sem Björgvin Daníelsson fram- kvæmdi. Akureyringar jöfnuðu á 15 mín., og var þar að verki Tryggvi Georgsson en Akur- a.m.k. tvisvar bjargaði annar bakvörður Kópavogs á línu. Gunnar Aðalsteinsson úr Vík- ing dæmdi vel. Það er ástæða til að óska Breiðabliksmönnum til hamingju með þennan sigur, sem vonandi er ekki sá síðasti. Án efa geta þeir brátt stillt upp nokkuð góðu liði með betri æfingu og æfingaskil- yrðum, en þau eru mjög bág' í Kópavogi, litill völlur og stór- grýttur og enginn búningsklefi utan vallar. eyringar höfðu fram að því haldið uppi látlaueri sókn. Á 35. mín. komst Ægir Ferdi- nandsson einn inn fyrir og skaut framhjá markverðinum, ?:1 fyrir Val. Akureyringar jöfnuðu skömmu fyrir hálfleilc með skoti, sem rakst í vamar- mann Vals og breytti stefnu beint í netið framhjá Björg- vini Hermannssyni, sem var kominn út í annað hornið. I síðari hálfleik byrjuðu Ak- ureyringar ver en fengu á sig mark á 6. mín., er Björgvin Daníelsson skoraði með svip- uðu skoti og Akureyringar sitt annað mark, þ.e. „á batta“. Eftir þetta mark var sem Ak- ureyringar dyttu algjöriega niður, hverju sem um er að kenna. Valsmenn sóttu nú mu j meir en áður og náðu tökur.i á leiknum. Áhorfenidur á Akureyri voru fjölmargir og urðu vitni að allskemmtilegum leik. Marg'r kaflar hans voru hin’r skemmtilegustu, einkum í fyrri hálfleik. Dómari var Baldur Þórðar- son Þrótti, og dæmdi mjög ve!. Fyrsti sigur Kópavogs í 2. deild sigruðu Reyni Sandgerði 1:0 Á sunnudagskvöldið léku Red boys frá Luxemborg -annan leik sinn hérlendis. Msettu þeir Akur- nesingum og lauk þeirri viður- eign þannig, að jafntefli varð 1:1. Leikur þessi var fremur 'jafn framan af, en í síðari hálf- leik hallaði nokkuð á gestina, enda virtust þeir þá leggja megináherzlu á að verjast. Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálf- leik og voru bæði sjálfsmörk og má það teljast nokkuð sérstætt. Leikurinn fór fram á Mela- vellinum og háði það nokkuð gestunum, sem sýnilega voru mjög óvanir þeim sérstöku áhrif- um þess á leikinn. Lið Red boys er skipað fremur jöfnum leik- mönnum, sem flestir eru á svip- uðu stigi hvað knattspyrnulega getu snertir og hérlendir knatt- spyrnumenn. Varð því leikur þessi mjög svipaðuj: þvi, sem við eigum að venjast í leikjum milli liðanna hér, eða í einu orði sagt tilþrifalítill. í liði gestanna voru beztir markvörðurinn og mið- framvörðurinn. Einnig var v.-inn- herji, Letsch, ágætur en hann lék aðeins með í fyrri hálfleik. Lið ÍA fór nokkuð vel af stað, en Markniaðxir Rcd boys og Akra- nesliði í baráttu um knöttinn. (Ljósm. Bj.Bj.) er á leið virtust þeir eiga erfitt með að ná saman árangursríku spili. Þórður Þ. lék nú aftur með og stóð sig allvel, þó að ekki næði hann verulegu samstarfi við samherja sína í framlínunni. Annars virtist Þórður vera í lít- illi þjálfun. Jón Leósson var einnig með nú og stóð sig vel í bakvarðarstöðunni. Sveinn Teitsson var sem oft áður höf- uðstoð liðsins bæði í að byggia upp sóknarlotur og eins í vörn. Helgi Daníelsson varði vel, e:i útspyrnur hans voru lélegcr. f heild er lið Akurnesinga nú held- ur á . framfarabraut og ve.rður væntanlega sterkara síðar á keppnitímabilinu. Dómari var Ingi Eyvinds og tókst vel í því hlutverki. Þœr komu á óvart Frammistaða íslen/.kxi stúlkn- anna, sem kepptu á Norður- landamótinu í handknaífcleik, vakti mikla athygli. Þær höfn- uðu í 2. sæti, næstar á eftir dönsku sveitinni. Þær sigruðu sænsku sveitina, gerðu jafntefli við þá norsku 8-8, en töpuðu fyrir dönsku sveitinni. Urslit keppninnar: í Danmörk 2-1-0 28-15, 5 stig ísland 1-1-1 22-24 3 :stig Noregur 1-1-1 21-25 3 stig Sviþjóð 0-1-1 15-22 1 stig

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.