Þjóðviljinn - 01.09.1960, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.09.1960, Blaðsíða 1
s Fimmtudagur 1. scptember 1960 — 25. árgangur — 194. tölubl. Á íþróttasíðunni í dag er fréttabréf frá RÓM. FABRETAR AÐ VEIÐA UPP AÐ 6 M. F DYRHOLAEY AUSTUR UM AÐ HORN Guðmnndur í. Guðmundsson utanríkisráðherra kom heim í gærkvöld, og búizt er við að viðræður við Breta hefjist í Lundúnum fljótlega. Sú leið sem mest hefur verið makkað um að undanförnu og einkum verður rætt um í samningunum í Lundúnum er þessi: • Bretai iái rétt til Siskveiða upp að 6 mílum við Suðurland, austan Ðyrhólaeyjar; við Austurland og við Norðurland allt að Horni. • Breíar lýsi iafnframt yfir að þeir virði sem Jrið- unarsvæði viss fislcimið utan 12 ,mílna mark- anna við Suð-Vesturland og Vestfirði á vissum tímum árs á því svæði á þá að banna öllum skipum allar togveiðar. « • Samningur þessi á að gilda í 5 ár. • í áætlunum þessum felst engin viðurkenning af Breta hálfu á 12 míhta landhelgi íslendinga, og af því er augljóst að í lok samningstímabilsins stendur allt í sömu sporum og áður. Þá verðum við enn á ny neyddir til að semja við Breta aftur, ella hyrja þeir á sama yfirganginum og nú. Þessi atriði eru nánar rædd í mjög athyglisverðri grein um landhelgismáliö, sem birt er í opnu Þjóöviljans í dag, eftr Lúðvík Jósepsson fyrrverandi sjávarútvegs- málaráðherra. OiMSJj sumtm riwsfus Crunnlínuttbdir Grunntinut Fitkrniðitakmörk 200 m. Skástrikalínurnar á uppdrættinum sýna svæðið, sem Brejtar eiga að fá leyfi til að veiða á. Daníel bœjarstjóra vikid en ásakanirnar ómerktar Talið heimilt að víkja bæjarstjóra án saka^— Enn engin ákvörðun tekin um áfrýjun — Undirskriftasöfnunin er ennþá í ftillum gangi meðal kjósenda á Akranesi < Síðdegis í gær kvað Kristján Kristjánsson, setufógeti, upp úrskurð sinn í hinu svonefnda bæjarstjóramáli á Akranesi. Hafði hans verið beðið með mikilli eftirvænt- ingu enda er hér um einsdæmi aö ræða. Sakargiftir kratanna, sem fram komu 1 brottvikningartillögu þein’a, eru ómerktar með úrskurðinum, en Daníel sviptur um- ráöum yhr eignum Akranesskaupstaðar og þau fengin í hendur Halfdáni Sveinssvni í lok réttarhaldsins lét Svein- björn Jónsson hrl. bóka áskiln- að um áfrýjun úrskurðarins til Hæstaréttar og málshöfðunar til skaðabóta. Úrskurðurinn verður birtur i heild i blaðinu á morg- Varla hefur um annað rheir verið rætt manna á milli en hina einstæðu innsetningargerð á Akranesi. Almenningi á Akra- nesi er Ijóst, að brottvikning Daníels úr bæjarstjórastarfinu er upphaf að pólitískum ofsókn- um í plássinu, sem nýi viðreisn- armeirihlutinn x bæjarstjórninni, kratar og íhald, standa að. Víð- tæk undirskriftasöínun er hafin undir áskorun á bæjarstjóm að feila brottvikningarákvörðunina úr gildi en efna til bæjar- stjórnarkosninga ella. Er sú eöfnun í fullum gangi. Urskurðurinn er í þremur at- iðum. Fyrsta atriði hans er ómerk- ing sakargiftanna á hendur Daniel. Kratarnir rökstuddu brottvikninguna á bæjarstjórn- arfundinum með þvi, að Daní- el hefði gerzt sekur um misferli í starfi, dregið bænum fé af gamalmennum o.s.frv. og þóttu ásakanir þessar strax í upphafi ódrengilegar og tylliástæður ein- ar. Nxi hefur það opinberazt í úrskurðinum. að jafnvel Áki Jakobsson, sem vílar fátt fyrir sér, treysti sér ekki að rök- styðja eða réttlæta þessar á- virðingar. Um þetta atriði seg- ir svo í íorsendum úrskurðar- ins: „Eftir kriifu gerðarþola þykir rétt að ómerkja um- mæli þessi á réttarskjali nr. 9 (brottvikningartillagan): „ ..... það gerræði bæjar- stjóra að æt’.a að draga bæn- um fé af vistfólki Elliheimil- isins ....“ og „...... a eigm ábyrgð dregið bænum fé ....“ enda liafa ummæli þessi eigi verið réttlætt í rekstri málsins“. Annað atriði úrskurðarins er leyfi til framgangs innsetningar- gerðarinnar. Daníel er sviptur umráðum yfir eignum Akranes- kaupstaðar. þeim er hann hefur undir höndum sem bæjarstjóri, Framh. á 2 síðu rvetna lýslr a veina samn Þjóðviljinn hefur haft sam- band við fréttaritara sína víðsvegar unx Iand, spurt þá um á'.it almcnnings á samn- ingamakki rikisstjórnarinnar við Breta um Iandhelgismál- ið. Er það einróma álit frétta- ritaranna. að almcnningur telji tilslökun eða undanþág- ur i'rá núgildandi landhclgi íslands uin lengri eða skenxmri tíma ekki koma til nokkurra má'.a. Fáein viðtöl, sem fréttamenn Þjóðviljans úti á landi hafa átt við s.ió- menn um landhelgismátið, eru bii't á 3. og 12. síðu blaðs- ins í dag. Afstöðu alls almennings til samningamakksins við Breta má einnig glöggt ráða af hin- um fjölmörgu fundarsam- þykktum um landhelgismálið að hvika í engu frá settum 12 milum og heitið á þjóðina að ha’da viiku, sinni í land- helgismáUnu, veita ríkis- stjórninni nauðsynlcgt að- haid. Meðal þeirra aðila sem gert háfa samþykkt í þessa átt er bæjarstjórn Akraness. Einnig var skorinorð álykt- un gerð á almennum fuxxdi á Siglufirði á dögunum, og á eftirtöldum stiiðum hafa lier- námsandstæðingar gert á fundum sínum afdráttarlaus- ar ályktanir um landhe’.gi ís- lands: Laugum Þingeyjar- sýslu, Suðureyi'i, Stöðvarfirði, ísafirði. Fáskrxiðsfirði, Pat- reksíiröi, Eslcifirði, Reyðar- firði, Bildudal, Hrísey, Seyð- isfirði, Borgum Hrútafirði, Hvammstanga, Hólmavík, Borgarnesi, Brún Bæjarsveit Iíorgarfirði, Ólafsvík, Grafar- nesi Grundarfirði. Selfossi, Vik í Mýrdal og Kirkjubæj- arklaustri. ■■■■■■■■■■■■■^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.