Þjóðviljinn - 04.07.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.07.1962, Blaðsíða 1
lflLIIMM VIUIIlll Miðvikiítlagur 4. júlí 1962 — 27. árgangur 146. tölublað. Alsír ððlast loks sjálfstœði eftirsjö ára stríðvið Frakka Ráðherrcr hafa öðru a§ sinna Ríkisstjórnir allra Norður-1 landa nema íslands sendu' stjórn Serkja strax í gser < heillaóskir sínar og tilkynntu * henni viðurkenningu sína. j Seinlæti íslenzku ríkisstjórn-1 arinnar kann að virðast und- ( arlegt, þar eð Island hefur jafnan stutt málstað Serkja! drengilega á vettvangi Sam-1 einuðu þjóðanna og jaínvel I metið hann meira en sam-' stöðu með bandamönnum í ( Atlanzbandalaginu. Skýringin | er hins vegar ofur einföld: < Ráðherrar íslands hafa öðru J að sinna en stjórnarstörfum., Hvorki forsætisráðherra né ( utanríkisráðherra voru við * látnir í gær. ALGEIRSBORG — TÚN- IS 3/7. — í dag varð Alsír sjálfstætt ríki. Serkir hafa Úannig náö mikilvæ'gum á- fanga í baráttu sinni fyrir frelsi, enda þótt enn sé margt óráðið um framtíð þjóðarinnar. Þjóðfrelsis- stjórn Serkja er nú komin heim til Algeirsborgar eftir margra ára útlegð og mun nú taka við völdum í land- inu. Serkir fagna frelsi sínu ákaflega, en nokkurs kvíða gætir vegna sundurþykkis leiötoga þeirra. Skömmu eftir að de Gaulle Frakklandsforseti hafði lýst því vfir að Alsír væri sjálfstætt ríki hélt serkneska Þióðíreisisstjórn- in fiugle.'ðis ■ frá Túnis til Al- geirsborgar. Tveir ráðherranna voru þó ekki í förinni. þeir Ben Bella varaforsætisráðherra og Mohámmed Khider innanríkis- ráðherra, sem mun hafa sagt af sér <S> Mikill mannfjöidi fagnaði Ben Khedda og hinum ráðherr- unum níu er ilugvél þe:rra lenti á Aigeirsborgarvelli. Ab- derrahmane Fares tók á móti þeim og lýstj fögnuði þjóðar- innar yfir heimkomu stjórnar- innar. Ben Khedda sagð; í svar- ræðu sinni að byltingin i Alsír hefði kostað miklar fórnir en nú væri því lokið. Um sundur- þykk.'ð innan stjórnarinnar sagði hann, að meirihlutinn væri and- snúinn hernaðareinræði því er suma hefði dreymt úm. Þjóðin er einnig andsnúin einræði, hinum valdagráðugu, ævintýra- mönnunum og lýðskrumurunum. Síðan óku ráðherrarnir inn í borgina o,g átti lögreglan fullt í fangi með að ryðja þeim braut. Fagnandi manngrúinn fyllti allar götur og torg, Dans og söngur dunaði og hinn hvíti og gr.æni fáni Alsír blakti við ! hún. Landamærin milli Alsír, Tún- | is og Marokko voru opnuð í dag og rafmagnsgaddavírinn fjar- j lægður. í fyrstu var þó í ráði 1 að halda landámærunum lokuð- um til að hindra viss öfl innan þjóðfrelsishersins í að koma t:l landsins. AUmikils kvíða gætir vegna sundrungarinnan innan ■ hersins. 1000 rnanna herflokkur hvarf i gær með miklar vo.pna | b'rgðir. í dag rauf Svo serkneski j herinn er dvelst í Ghardimadou í við landamærin milli Alsír og 1 Túnis allt símasamband við bækistöðvar sínar. Tiiraun.'r Nassers, forseta ! Sameinaða Arabalýðveldisins, til ; að koma á sáttum innan Serkja- stjórnar hafa að ölium líkind- um farið út um búfur'. Sendi- maður Nassers, Ali Sabr:, fór í dag til Bengazi i Lýbíu og hitti Ben Bella að máli. Hinn vara- Framhald á 10. siðu. KVIKMYNDATAKA „79 AF STÖÐINNI" HEFST Á MÁNUDAG OG Á AÐ STANDA YFIR í MÁNUÐ bílstjórann Ragnar, Kristbjörg Kjeld leikur Gógó o« Róbert Arnfinnsson leikur Guðmund. Þá leika í minni hlutverk- um Bessi Bjarnason, Bene- dikt Árnason (sem jafnframt er aðstoðarleikstjóri) Baldvin Halldórsson o.fl. Myndatakan fer fram hér í Reykjavík, á götum bæjai’- ins, Hreyfli og í íbúð, sem enn hefur ekki verið valin. Landslagsmyndir verða teknar í Borgarfirði og á Þingvöll- um og Þingvallavatni. Enn- fremur verður kvikmyndað á Kef laví kurf lugyelli. Fréttamaður spurði Erik hvað hann vildi segja um söguna sem kvikmyndahand- rit 0g sagði hann þá, að þetta væri bezta saga sem hann hefði fengið til kvikmyndunar og hann vænti þess að gera úr hertni góða kvikmynd. Sýningartími myndarinnar er lauslega áætlaður l'.j. klst. Erik vildi ekki að svo konmu máli segja um hvort kvik- myndin myndi líkleg til vin- sælda á Norðurlöndum. Fréttamaður Þjóðviljans hítti í gær að máli Guðlaug Rósin- kranz þjóðleikhússtjóra á skrifstofu hans o“ Erik Ball- ing, leikstjóra, er þeir sátu yfir kvikmyndahandriti er gert hefur verið eftir sögu Indriða G. Þorsteinssonar „79 af stöðinni". Erik Balling kom hingað í fyrrinótt ásamt hluta af fylgdarliði því er sér um tæknilega hlið kvik- myndatökunnar. Guðlaugur og Erik sögðust vera að vinna að undirbúningi og gera breytingar og lagfæringar á kvikmyndahandritinu er, Guð- laugu.r Rósinkranz hefur sam- ið. Á mánudag er svo gert ráð fyrir að kvikmyndatakan hefjist, en að henni vinna leikstjórinn og níu aðrir Dan- ir. Gert er ráð fyrir að kvik^ myndatakan taki mánaðar- tfma og að kvikmyndin verði frumsýnd í október til nóv- ember í haust. Hlutverkin eru 12. Gunnar Eyjólfsson leikur Guðlaugur Rósinkranz og Erik Balling að far a yfir kvikmyndahandrit sögunnar „79 af stöð inni“ (Ljósm. Þjóðv.). Skilyrði sölt- unar að síldin sé 20% feit Síldarútvegsnefnd sendi frá sér svoíellda tilkynningu í gær: Síldai'útvegsneínd hefur á- kveðið að leyfa söltun íyrst urn sinn frá o» með fimmtu- deginum 5. júlí. Skilyrði fyr- ir söltun er að síldin sé a.m.k. 20" v feit, fullsöltuð og ennfremur að síldin sé viður- kennd af umboðsmönnum kaupenda sem samningshæf. þegar um úthlutaða, sérverk- aða síld er að ráeða. Það er að sjálfsögðu að öllu levt: á ábyrgð shdarsalt- enda. ef þeir salta síld, sem ekki í'ullnægir framangreind- um skilyrðum. Lítil veiði á vestur- svœði-Horfur austar £ Siglufirði í gær, frá fréttaritara. — Vciði var hcldur lítil á vcstursvæðinu í nótt. Skipin köstuðu þó mikið, cn síldin stóð djúpt og var mjög' stygg. Sex eða sjö hátar komu þó til Siglufjarðar og aflahæst- ur þeirra var Ilringver frá Vestmannaeyjum með 700 mál. í kvöld bárust þær frétt- ir frá leitarskipinu Pétri Thor- steinssyni, að hann hefði fundið allmargar síldartorfur við Kol- beinscy, cn þær voru smáar. Aðcins citt skip var á þessum slóðum, en af sklpunum seni j fóru frá Siglul'irði. munu ein- hver hafa haldið á þessar slóð- ir. um yfir Kyrrahafi. Var í ráði að sprengingin i'æri fram næst- komandi fimmtudag en nú hefur tilrau.ninni verið frestað um sól- arhring. 1 síðastliðnum mánuði gerðu ckki borizt um afla og horfur* en veðrið er mjög gott þarna og vonandi vciðist síld með morgn- inum. Vísindamenn í Bandaríkjunuin og annars staðar hafa varad bandaríska ráðamenn við þeim afleiðingum sem slíkar kjarn- orkusprengihgar geta haft. ■ Nánari fréttir liöfðu svo Sprengja þrátl fyrir aðvaranir 1 WASHINGTON 3 7. Banda- Bandaríkjamenn tvivegis tilraun ríkjamenn halda áfram undir- til að sprengja kjarnorkusprengj- búningi sínum undir að sprengja! ur í háloftunum og misheppnuð- kjarnorkuspnrengju í háloftun- j ust þær í bæði skiptin. Sprengj- urnar liggja nú á hafsbotni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.