Þjóðviljinn - 04.08.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.08.1962, Blaðsíða 1
Landsleik- urinn við Fœreyinga á 3. síðu Seðiabankinn fyrirskipar al- mennt lánabann Bönn á bönn ofan til truflunar atvinnulífi þjóð- arinnar; það er eina ráðið sem ríkisstjórnin virð- ist sjá til að greiða úr öngþveitinu sem „viðreisn- arstefnan“ hefur ieitt yfir þjóðina. Eitt nýjasta bannið er lánabann frá Seðla- bankanum, sem haft getur stórtruflandi áhrif á framkvæmdir víða um land. ScAIaharkinn mun fyrir skömniu hafa sent orðsendingu til allra banka í landinu, þar sem stranglega er bannað að veita nokkur lán fram til 1. september nema allra brýnustu afurðalán. Banni þcssu virðist skelit á alveg án tillits til þess hvort um þarfar eða óþarfar framkvæimtir er að ræða, í sams konar fálmi og vitleysu og eirfkennt hefur fleiri ráðstafan- ir stjórnarvaldanna. Virðist Seðlabankinn álíta á- standið í peningamálum svo ’ alvarlégt, að verði ■ ekki dregið stórko-stlega úr útiánum pen- ingasto.fnana rnuni ríkisstjórnin telja nauðsynlegt að hækika vexti og hefur jafnvel verið nefnd svo gífurleg hækkun að fara með vextina upp í 16%. Aðrir í stjórnarherbúðunum eru iþegar farnir að ympra á nýrri gengisiækkun. Það eru þeir sem virðast hafa fengið gengislækkun á heilann setm álls- herjarráð við öllum vanda, halda að Ihægt sé að grípa til hennar líkt og eiturlyfjaneytandi gríp- ur til eiturlyfs. Ríkisstjórnin og „sérfræðing- ar“ hennar virðast nú ekki hræddari við annað en að kaup- geta almennings verði of mik- il, m.a. vegna hins miikla síldar- afla. Því verði að gera ráðstaf- anir strax með 'haustinu til að þrengja ihag fólks og rýra kaup- getu þe,ss. Norimenn stefna hverri fleytu á saltsildarveíðar Norska blaðið Fiskaren skýrir frá því, að norskir litgcrðarmenn, sem gera út á íslandssíld hai'i nú framlengt veiðitímann til 5. október vegna þess að þeir eru uggandi um að ekki takist að veiða uppí gerða sölusamninga á saltsíld. Áður var í gildi sam- þykkt þess cfnis að rj lir bátar skyldu vera hættir veiðum þ. 30. september. Bræðslusíldarafli Norðmanna á Íslandsmiðum var þ. 23. júlí sl. kominn í tæpa milljóri hektó- lítra, sem er mu.n meira en hann var komi.nn í þ. 24. ágúst í fyrra Hæsti báturinn er Steinhaug með 18000 hl, en 3 næstu eru með 15000 hver. Alls stunda þessar veiðar 120 bátar. bar af 60, sem landa l flutningaskip, sem eru 20 i Cörum milli miða og lands. Þrátt fyrir þessa geysimiklu bræðslusíldarveiði. er enn gifur- legur skortur á saltsíld og flykk.i- ast reknetabátar ti.l Islands enda óspart til þess bvattir. Einnig héfur ■ verið sambykkt að bátar “béir sem nú stunda fh'tninga. Cf'"i á reknet strax og flutninga- börfin minnkar. Hér sannast það enn, sem Morgunblaðið og Albýðublaðið hafa sagt lýgi. að Norðmenn hafi hvergi nærri undan að uppl'ylla erv-'a sajrminga um sölu á salt- '’H os þetta er á sama tíma rP, tslenzkum síldarsaltendum er bannað að nýta bezta hráefni, sem borizt hefur á land um langt árabil. Eftir það, sem nú hefur vgrið upplýst er ógerningur fyrir rikisstjórnina að afsaka ræfil- dóminn lengur og enn rennir þetta stoðum undir þann grun manna, að hér sé um vísvitandi skemmdarverk að ræða. Sovézki skuttogarinn Gontsarof frá Múrmansk kom til Reykjavíkur í fyrrakvöld. Skipið, sem er tæplega 2ja ára og 3250 tonn að stærð, hefur aðailcga stundað veiðar við Nýfundnaland ogf Labrador. Það hcfur undanfarið tckið þátt í leiðangri í norðurhöfum til að rannsaka möskvastærð, en sá leiðangur er farinn á vegum Alþjóðahafrannsóknarráðsins í Kaupmannahöfn. Einnig liala tckið þátt í honum íslcnzka varðskipið María Júlía og vestur-þýzk, kanadísk og hrezk hafrannsóknar- skip. Sovézka skipið heldur hcðan annað kvöld til áframhaldandi rannsókna í 2—3 daga, ei* heldurheldur síðan á Nýfundnalandsmið til veiða. Myndin sýnir rennu þá aftan á skipinu, sem botnvarpan er tckin innum. Nánari frásögn afskipinu verður í blaðimi á morgun. (Ljósm. Þjóðv« A. K.). Mjðg tvísýnar horfui í EBE-viðrœðunum BRUSSEL 3/8 — Horfur hafa síður en svo batn- að á því að árangur verði af samningaviðræðum Breta við Efnahagsbandalag Evrópu, sem nú eru komnar á úrslitastig. Viðræðufundi sem hefjast átti í kvöld var frestað til morguns á síðustu stundu og þykir sú frestun ekki góðs viti. Fundur þessi átti að hefjast kl. 22.30 í kvöld og var búizt við að hann stæði alla nóttina, enda hafði áður verið yfirlýst að hefði samkomulag ekki tekizt fyrir laugai'dagsmoi'gun, myndi við- ræðum slitið að sinni og þá með öllu óvíst hvort þær yrðu teknar upp aftur. Enn sem fyrr mun það vera á- Ben Bella var fagnað sem sigurvegara í Algeírsborg ALGEIRSBORG 3/8. — Ben Bella var fagnað’ sem sigur- vegara af gífurlegum mannfjölda þegar hann kom til Algeirsborgar í dag í fyrsta sinn í sex ár. Mikill fögn- uður ríkti í borginni allan daginn yfir því að tekizt hafa sættir í hinum höröu deilum serknesku leiðtoganna. Löngu áður en ílugvél Ben Bella lenti á i'lugvellinum ut- anvið borgina hafði saínazt þar saman múgur manns og tug- þúsundir manna biðu meðiram götum og á torgum eftir komu hans inn í borgina. Ferhat Abbas, fyrrv. forsætis- ráðh. og Ahmed Franckis. fyrrv fjármálaráðherra í bráða 'irgða stjórninni. komu ti.1 Algeirsborg- ar um morguninn i bíl frá Oran | og var helzti talsmaðui' Ben Bella. Boumendjel ofursti, í för með þeim. Ásamt Ben Bella komu til Algeirsborgar aðrir fulltrúar í stjórnarnefndinni scm samið hei'ur verið um að taki. við öll- um pólitiskum völ ium í land- inu, en Ben Bella hefur tryggan meirihluta í nefndinni, eins og hún er skipuð nú. Þjóðbyltingar- xáðið mun hins vegar koma 'saman í byrjun næsta mánaðar til að ganga endanlega frá skip- an stjórnarnefndarinnar. Ben Khedda försætisráoh'érra baud Ben Bella og stjó'rnarnefnd- ina velkomna til . Algeirsbprgar á fundi sem hann hélt með blaðamönnum i dag. Hann sagði að helzta verkefni stjórnarnefnd- ai'innar yrði að undirbúa hinar a'mennu þingkosningar sem fram eiga að íara í landinu 27. ágúst greiningur milli sexveldanna f Efnahagsbandalaginu innbyrðis. sem teíur viðræðurnar. Varafor- maður ráðherranefndar banda- iagsins, Giuseppe Caron, sagði að fulltrúar sexveldanna myndu ræðast við sín á milli á, föstu- dagskvöld í stað þess að ræða við brezku samningamennina. Caron skýrði þessa ákvör.ðun ekki frekár, en sagði að fundur- inn með Bretum myndi hefjast kl. 11 á laugardagsmorgun. Hin skyndilega og mjög ó- vænta frestun viðræðnanna er talin stafa af innbyrðis ágrein- ingi sexveldanna um afstöðuna til umsóknar Breta og þeirra skilyrða sem setja bæri fyrir að- ild þeirra. Áður hafði verið full- yrt að þessi ógreiningur hefði verið jafnaður, en því mun fara Ejarri. Andstaða Frakka Það er einnig enn sem fyrr andstaða Frakka gegn brezkri aðild og fríðindum til handa brezku samveldislöndunum fyrir landbúnaðarútflutning þeirra á Evrópumarkað sem veldur á- greiningi sexveldanna c.g er ekk- ert útlit fyrir að þeir muni láta undan. þótt þeir séu nú sagðir standa einir uppi í róðherra- nefndinni. i Gagntillögur Breta Bretar lögðu fram nýjar gagn- tillögur við tillögur ráðherra- nefndarinnar á íimmtudagskvöld að beiðni hennar, en talsmaður bandalagsins sagði að þær hafi skki auðveldað lausn málsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.