Þjóðviljinn - 23.10.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.10.1962, Blaðsíða 4
4 SÍDA ----------------- KR vann Frant 3:0 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. október' Í962 Bikarhafí í þriðja sinn Það verður ekki sagt að mikil spenna hafi verið í úrslitaleik þriðju bikarkeppninnar, sem fram fór s.l. sunnudag. KR hafði mikla yfir- burði og sigraði íslandsmeistarana, Fram, í þess- um síðasta „stóra“ knattspyrnuleik ársins. Vafalaust mun ýmsum hafa dottið í hug að hinir ný- bökuðu Islandsmeistarar myndu sýna baráttuvilja og reyna að selja sig eins dýrt og frekast var hægt, en því var ekki að heilsa. Allur leikur þeirra ein- kenndist af linku, og því sem verra var, þeir virtust ekki skynja hvað þarf að gera til þess að sýna knattspymu. Is- landsmeistaramir ættu þó að vita að flokksleikurinn bygg- ist á samleik, og að samleikur er f því fólginn að koma sér á þá staði sem hægt er að ná til manna þegar þeir hafa ekki fcnöttinn. Þessu virtust þeir hafa gleymt, enda slitnaði allt sundux sem samleik mætti kalla, Það mun heldur ekki Fram, en hann náði heldur ekki verulegum tökum á stöð- unni. KR hafði leikinn i hendi sinni KR lék undan nokkrum suð- vestan kalda, og hélt uppi sókn svo að segja alian hálfleikinn og fyrstu tólf mínútumar kom knötturinn ekki fram fyrir miðju. KR tókst þó ekki að skapa sér veruleg tækifæri fyrsta kortérið, þó Jón Sigurðs- son ætti skot framhjá af all- löngu færi og Gunnar Felixson skot himinhátt yfir þverslá. 1:0 Á 17. mínútu á Gunnar Fel- hörkuskot að marki tír úrslitalciknum milli Fram og KR í bikarkeppninni s.1. sunnu- dag. Grétar Sigurðsson (Fram) og Ellert Schram (KR) kljást um boltann fyrir framan KR-markið. Heimir markvörður blandar sér í viðureignina og bægir hættunni frá. — (Ljósm. Bj. Bj.). 1 leikhléi var 43 drengjum afhent gull-, silfur- og bronsmerki KSl fyrir knattþrautir. 26 drengjanna voru úr Fram, og sjást hér fjór- Ir þeirra (talið frá vinsti): Guðmundu Þórðarson, Stefán Einars- son, Bemharð Stefánsson og Rúnar Vilhjálmsson. (Lm. Bj. Bj.). oftalið að helmingur allra sendinga hafi farið til KR-inga og þá er hægt að sjá hvemig leikur Framaranna hefur verið. Er næsta furðulegt að liðið skuli hafa dottið svo niður, eins og þrír síðustu leikir þess sýna. Að vísu er það þeim svolítil afsökun að þeir gátu ekki teflt fram hinu fasta liði sínu heilu þar sem þrír þeirra léku ekki með. Hallkell í markinu, sem Váí l stað Geirs stóð sig yfir- leitt vel, nema í eitt skiptið hefði hann átt að koma fyrr út Er þar vafalaust gott efni á ferðinni. 1 stað Guðmundar Óskars- sonar lék Hinrik Einarsson, sem átti við að stríða byrjun- arerfiðleika. sem títt er um unga menn, og féll ekki inn í, og í stað Baldurs Scheving kom Grétar Sigurðsson sem er sæmiiega ,senuvanur“ í liði Fram, og undirbjó Hallkell sig undir að verja en Ellert sneið- ir laglega í öfugt hom, 1:0. Eftir markið gera Framarar nokkra tilraun til að sækja og næstu 10 mínútumar skipt- ast svolítið á sóknir af beggja hálfu, en allt er það fremur losaralegt sem Fram aðhefst og auðvelt fyrir hina ákveðnu KR-inga að hrinda sókn Fram- ara af sér. Á 28. mínútu á Sveinn hörku- skot í þverslá, og tveim mínút- um síðar á Ellert hörkuskot sem hafnar í neti Fram. Knött- inn fékk hann frá Jóni ág- urðssyni sem „sóló“-hindraði gróflega, en dómarixm lét gott heita. Enn skall hurð nærri hælum er knötturinn skall í stöng og þaðan út aftur. Tiu mínútum fyrir lok hálfleiksins færGunn- ar Felixson knöttinn langt fram vö&inn sem hann eltir ákaft. Markmaður Fram áttar sig of seint, og Gurmar nær að sneiða knöttinn inn í homið með skalla broti úr sek. áður en Hallkell kom út. Allan þennan hálfleik léku KR-ingar eins og sá sem valdið hefur, og sérhver tilraun Fram til að sækja var brotin vægð- arlaust á bak aftur. Síðari hálfleikur þófkenndur Síðari hálfleikur, er Fram lék undan vindi var frá upphafi þófkenndur og lítið skemmti- legur. KR-ingar létu öryggið fyrst og fremst sitja í fyrirrúmi með Garðar afturliggjandi og eins Ellert. Þótt leikurinn væri jafnari, tókst Frömurum aldrei að ógna KR. Allt var laust í reipum og fálmkennt og það sem sýnt var af knattspymu það gerðu KR-ingar þótt miklu minna væri en í fyrri hálfleik. Aðeins í eitt skipti í leiknum komst Baldvin í sæmilegt færi en skotið fór framhjá. KR-ing- KR-liðið átti í fyrri hálfleik oft allgóðan leik, gekk ákveðið til leiks bæði í sókn og vöm. Útherjamir Sigþór, gerði margt vel, og öm sem er í leik eftir leik að nálgast sína „gömlu góðu daga“. Jón Sigurðsson á líka margt gott til, og er öruggur í send- ingum. Ellert og Gunnar voru hreyf- anlegir og þó manni finnist að þeir séu stundum slippifengir, þá eru þeir báðir oftast í tæki- færunum, það segir líka nokk- uð um þá. I heild var framlín- an samfelld og oft leikandi þ. e.as. í fyrri hálfleik! Vömin var einnig sterk með Garðar og Hörð sem beztu menn, og hina þar nærri. KR var því vel að sigri þess- um komið, sem var sá þriðji í röðinni, eða frá upphafi, en Bik- arkeppnin hófst eins og kunn- ugt er 1960. Eins og fyrr segir náði Fram- liðið aldrei tökum á leiknum, óg má segja að aðeins mark- maðurinn, Halldór Lúðvíksson og enda Hrannar hafi sloppið sæmilega frá leiknum, aðrir ekki, og af hálfu nýbakaðra íslandsmeistara olli leikur vonbrigðum. Dómari var Grétar Norð- fjörð, cg voru dómsniðurstöður hans áhorfendum n unar- efni. V erðlaunadrengir I leikhléi kom hópur ungra dtengja í búningum Fram, KR og Vals og afhenti varaformað- ur KSl Guðmundur Svein- bjömss. þeim brons-, silfur- og gullmerki sambandsins. Voru þama 26 frá Fram, 12 frá KR og 5 fró Val, en þama vantaði drengi frá Þrótti og Víking. Er vonandi að þeir verði með næst, því undirstaða knatt- spyrnunnar er að ráða við knöttinn — leiknin— og knatt- þrautimar miða að því að allir drengir sem knattspymu iðka nái tökum á knettinum. Eftir leikinn var sigurveg- urunum afhentur bikarinn, og hverjum leikmanni peningur til minningar um sigurinn. Vár það Guðmundur Sveinbjöms- son sem það gerði og flutti stutt óvarp. Áhorfendur voru margir. Frímann. Handknatfleikur r Armenningar vöktu athygli S.I. laugardagskvöld hófst nýtt keppnistíma- bil í handknattleik með setningu 17. Reykjavík- urmótsins í handknattleik. Mótið sett Andreas Bergmann í forföllum formanns ÉBR. Rifjaði hann upp í örfáum orðum þátttöku í fyrsta mótinu, sem stóð aðeins í 8 daga, en nú stendur mótið í 8 vikur. Þátttaka var þá helmigi minni en nú. Bergmann benti á að við ættum handknattleiksmenn sem stæðu framarlega í íþrótt- irrni, og mirmti á fyrirhugaða för Fram til þátttöku í Evrópu- liðakeppnmni í handknattleik. Keppnin hófst svo með leik í þriðja flokki milli Fram og Ármanns sem lauk með. sigrj Fram 3:2 eftir að leikar stóðu 2:0 fyrir Fram í hálfleik. Fyrsta markið í mótinu skor- aði Framarinn Eriendur Magn- ússon. Var þetta nokkuð fjör- lega leikinn leikur, og sýndu bæði liðin oft allgóðan hand- knattleik. Ármann ógnaði íslands- meisturum Fram Aðalleikur kvöldsins og sá eini sem verulegt bragð var að var milli Ármanns og Fram í meistaraflokki. Ármenningarn- ir komu Fram á óvart með ægilegum hraða sem Framarar réðu ekki við. Ruglaði það íslandsmeistarana svo að vörn- in opnaðist alvarlega hvað eft- ir annaö og þó hefur vörn in oft veríð þeirra . styrka stoð, Ef Ármenningar hefðu haft meiri leikreynslu og sýnt gætilegri leik þegA þeir voru komnir 3 mörk yfir, og komið langt út í síðari hálfleik, er ómögulegt að segja hvemig leikar hefðu farið. Ármenningar komu mörgum á óvart með hraða sínum og krafti. Þó má raunar segja að við þessu hafi mátt búast um um nokkurt skeið 1 meist-1 araf lokki Ármanns eru þeir, nú allir komnir saman i hinir ágætu annarsflokksmenn1 sem fyrir nokkru vöktu á sér athygli. Hraðinn í leik beirra minnti á Hafnfirðinga þegar þeim tekst upp, nema hvað þeir hafa betri tök á hraðan- um. Það er líka ekki að undra þó þessi leikaðferð sé þar í heiðri höfð því Einar Sigurðs- son frá FH þjálfar Ármenning- ana núna. Þegar um svona leikna menn er að ræða, er slík leikaðferð sjálfsögð, og er tim- ar líða æfast þeir smátt og smátt í að fá þennan hraða leik virkan, auk þess sem slík- ur leikur, (og þá auðvitað æf- ingar líka) miða að því að þol manna verði mun meira. Leikur Fram var oft kröftug- ur og hraður einnig, en samt' sem áður ollu þeir nokkrum' vonbrigðum, þar sem þeir hafa æft vel undanfarið og með það fyrir augum að mæta hraða og krafti, í utanförinni. Að vísu er ekki eins að marka svona stutta leiki (2x15), og gera má ráð fyrir að í lengri leikjum komi æfingin betur fram, og hinn ágæti endasprettur þeirra benti líka til þess, en sem sagt þeim tókst ekki verulega upp, og varnar- leikur þeirra og línuspil var ekki vel heppnað. Beztir í liði Fram voru Karl og Ingólfur sem er orðinn grannur og snar í snúningum og skot- harður. Guðjón og Hilmir áttu einnig góðan leik. Lið Ármanns samanstendur af leiknum og fljótum mönn- um, sem án efa eiga eftir að ná langt ef þeir halda saman, og verður gaman að fylgjast Framhald á 8. síðu. Ármcnningar sækja að marki íslandsmeistarann a — (Ljósm. Þjóðv. G. O.).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.