Þjóðviljinn - 01.04.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.04.1964, Blaðsíða 5
Miðvikudagtir 1. apríl 1964 ÞIÖÐVILIINN siða g Hér birtast þrjár svipmyndir úr 15 km göngunni, sem var jafnframt fyrsta grein mótsins. Talið frá vinstri: Elzti maður keppninnar, Bjami Halidórsson, kemur að marki. Þcssi heiðurskempa skíðaíþr óttarinnar er fimmtugur að aidri. Næst sjáum við sigurvegarann, Gunnar Guðmundsson frá Siglufirði koma í mark. Fast á hæla h onum kemur Frímann Ásmundsson, U. í. A. Þá sjáum við á síð- ustu myndinni Birgi Guðlaugsson frá Siglufirði koma í mark og f ær hann koss hjá konu sinni. — (Ljósm. J. A. Bjamason, Isafirði). Myndarleg skíðahátíð á ísafirði SIGLFIRDINGAR UNNU FLESTAR GREINAR Á SKÍÐALANDSMÓTINU Birgir Guðlaugsson, Siglufirði. sigraði í skíðastökki, og er myndin Skíðalandsmótiö fór fram á ísafirði um pásk- ana. Veður var oftast ágætt og skíðafæri sömu- leiðis. Siglfirðingar hlutu flesta meistaratitla, og sigruðu í öllum greinum nema svigi, stórsvigi og flokkasvigi karla. Gunnar Guðmundsson frá Siglufirði kom manna mest á óvart með sigri sínum í 15 km. og 30 km. göngu. Árdís Þórðar- dóttir, Siglufirði, sigraði í svigi kvenna. Skíðalandsmótið hófst þriðju- daginn 24. marz með keppni í 15 km skíðagöngu fyrir kepp- endur 20 ára og eldri. Úrslit: Gunnar Guðmundsson (Siglu- firði) 1.08,24 klst. Birgir Guðlaugsson (Siglufirði) 1.10,26 Frímann Asmundsson (UlA) 1.10,55 Guðmundur Sveinsson (Siglu- firði) 1.10,55. 10. km ganga 17—19 ára Þórhallur Sveinsson (Siglufirði) 51.43 mín. Kristján Guðmundsson (Isa- firði) 52.25 Bjöm Ólsen (Siglufirði) 57.23. Gunnar Guðmundsson kom mest á óvart í göngukeppninni og sigraði hann m.a. olympíu- farann, Birgi. Gunnar er að- eins tvítugur og hefur ekki áð- ur keppt í flokki fullorðinna. Veður var gott til keppni, örlítið frost, nokkur éljagang- ur en færi ákjósanlegt. Á skírdag var keppni haldið áfram, og urðu úrslit þá þessi. Svig kvcnna (samanlagður brautartími). Árdís Þórðardóttir (Siglufirði) 95.6 sek. Jakobína Jakobsdóttir (Rvík) 96.9 Sigríður Þórdís Júl. (Siglu- firði) 101.2 Marta B. Guðmundsdóttir (R- vik) 101.9. Svig karla Kristinn Benediktsson (ísafirði) 114.0 sek. Svanberg Þórðarson (Ólafsfirði) 116.7 Hafsteinn Sigurðsson (Isafirði) 124.2 Reynir Brynj. (Akureyri) 125.9. Boðganga 4x10 km. Tvær sveitir Siglf. og lsf. Siglfirðingar 3.44,18 Isfirðingar 3.53.03. Siglfirðingamir voru Guðm. Sveinsson, Birgir Guðlaugsson. Þórhallur Sveinsson, Gunnar Guðmundsson. Isfirðingar: Jón Karl Sigurðsson, Gunnar Pét- ursson og Kristján Guðmunds- son. Á föstudag var einmuna veð- urblíða, og var þá keppt i skíðastökki, sem frestað var á fimmtudag vegna hvassviðris. Skíðastökk Sve'nn Sveinsson Siglufirði 30 metra, 231.6 stig Birgir Guðlaugsson Siglufirði 29.5 m. 222.4 Svanberg Þórðarson Ólafsfirði 27.5 m. 209. Skíðastökk 17—19 ára, sem gildir einnig sem stökkkeppni í tvíkeppni Þórhallur Sveinsson Siglufirði 29 m. 243 stig. Haukur Jónsson Siglufirði 27 m. 218 Haraldur Erlendsson 23.5 169. Keppni á laugardag Tvíkeppni í göngu og stökki 20—32 ára Birgir Guðlaugsson S:S:S: stig í göngu 240.0 í stökki 215.1 = 455.1. Sveinn Sveinsson S.S.S. stig í göngu 221.0 i stökki 221.0 — 442.6. Tvíkeppni í gðngu og stökki 17-19 ára: Þórhallur Sveinsson S.S.S. stig í görigu 240.0 í stökki 254.0 — 494.0. Haraldur Erlendsson S.S.S. stig í göngu 143.8 í stökki 175.0 — 318.0. Stórsvig karla Laugardag átti að keppa í stórsvigi karla og kvenna. Allir keppendur í karlaflokki mættu til leiks, veður var slæmt rign- ing og kuldi, þegar búið var að ræsa um fimm keppendur virð- ist það hafa orðið að samkomú- lagi keppenda að hætta við keppnina vegna veðurs, var keppnin síðan kærð, en yfir- dómari mótsins dæmdi keppn- ina gilda og urðu úrslit sem hér segir: Kristinn Ber.ediktsson 1. 44,7 sek. (Ljósm. Jón A. Bjarnasoii). tekín af honum i keppninni. Birgir sigraði einnig I norrænni tvíkeppni, og varð annar í 15 km. göngu. (Ljósm. Jón A. Bjarnason, fsafirði). Árni Sigurðsson 1. 4,6 sek. Svanberg Þórðarson Ó. 46,7 sek. Reynir Pálmason A. 47,2 sek. Ivar Sigmundsson A. 48,3 sek. Keppendur í kvennaflokki mættu ekki til leiks og var þeirri grein frestað þar til á mánudag. Á páskadag fór fram keppni í flokkasvigi, 30 km göngu og svigkeppni unglinga á skíða- viku S.f. Veður var bjart og fremur gott. 1 30 km göngu urðu úrslit sem hér segir: Gunnar Guðmundsson (Sigl.) 1.43,01 klst. Frímann Ásmundsson Ú. I. A. 1.45.37 klst. Guðmundur Sveinsson (Sigl.) 1.45.45 klst., Sveinn Sveinsson (Sigl.) 1.47.42. Gunnar Pétursson (Isaf.) 1.49.37. Sigurður Sigurðsson (Isaf.) 1.50.25 klst. (írslit í flokkasvigi 1. Sveit Isfirðinga 439.9 sek. 2. Sveit Siglfirðinga 446.8 sek. 3. Sveit Rvíkur 483.6 sek. 4. Sveit Ólafsfj. 491.7 sek. Beztu brautartíma höfðu þeir Jóhann Vilbergsson S.S.S. 51,5 í fyrri ferð og 51,6 í seinni ferð og Kristinn Benediktsson I. 51,6 í annarri ferðinni. Svig unglinga 1. Sigurbjöm Jóhannsson S.S.S. 88,2 sek. 2. Bergur Eiriksson S. S. S. 94,3 sek. 3. Albert Einarsson S. S. S. 95.6 sek. 4. Jóhann Tómasson S. S. S. 99.7 sek. 5. Sigurður Jósafatsson S.S.S. 100.9 sek. 6. Ámi Óðinsson A. 104.5 sek. Á sunnudagskvöld hélt bæj- arráð Isafjarðar keppendum og starfsmönnum mótsins hóf í Góðtemplarahúsinu, vom þar um 150 manns samankomnir ávarp flutti forseti bæjarstjóm- ar Bjami Guðbjömsson. Verð- launaafhendingu sá Einar B. Ingvarsson mótsstjóri um. Síð- an vom haldnir dansleikir í öllum samkomusölum bæjarins og var allsstaðar yfirfullt, ölv- un var ekki áberandi og fór allt fram íþróttamönnum, Is- firðingum og öðrum gestum til mikils sóma. Á mánudag (annan í páskum) var mjög gott veður, sólskin og blíða. Stórsvig kvenna 1. Árdís Þórðardóttir (Sigl.) 58.5 sek. 2. Kristín Þorgeirsdóttir (Sigl.) 59,9 sek. 3. Marta B. Guðm. (Rvík) 60.6 sek. Stórsvig karla 1. Kristinn Benediktsson (Isaf.) 44,7 sek. 2. Ámi Sigurðsson (Isaf.) 45.6 sek. 3. Svanberg Þórðarson (Ólafsf.) 46,7 sek. Alpatvíkeppni Meistarar í tvíkeppni í svigi og stórsvigi urðu Árdis Þórð- ardóttir (Sigluf.) í kvennaflokki og Kristinn Benediktsson (Isaf.) i karlaflokki. FRAM GEKK MJÖG ERFIÐ- LEGA MEÐ ÁRMENNINGA KR forðaði sér talsvert frá botninum í 1. deild handknattleiksmótsins með stórsigri yfir yík- ing. Fallhætta Ármanns jókst að sama skapi við ósigur fyrir Fram, en í þeim leik hafði Ármann lengst af betur. Leikir þessir fóru fram á sunnudaginn, og hafði þeim verið frestað vegna landsleikj- anna við Bandaríkjamenn á dögunum. Fram— Ármann 23:17 Mestallan fyrri hálfleik lei~ helzt út fyrir góðan sigur Ármanns yfir Islandsmeistur- unum. Ármenningar skoruðu 6 fyrstu mörkin í leiknum, og síðan standa leikar 8:1 og 9:2, og eru þá 20 mín. liðnar af hálfleiknum. En þegar hér var komið sögu, tóku Framarar við sér og skoruðu 5 mörk í 'röð. þannig að hálfleiknum lauk 9:7 fyrir Ármann. Síðari hálfleikur var lengst af nokkuð jafn, þótt Fram tækist að jafna á 9:9 og halda síðan forystunni leikinn út. Þegar 9 mínútur voru eftir af leik munaði enn aðeins einu marki — 17rifi iyrir Frara s mörk viðstöðulítið meðan Ár- mann bætti aðeins einu við. Fram-liðið hefur átt marga betri leiki en þennan, og þeir voru vissulega í hættu þegar Ármann var kominn í 7 marka forystu. Eigi að síður var sig- ur Fram verðskuldaður. Ing- ólfur og Guðjón vor helztu máttarstólpar liðsins í þessum leik, e:ns og oft endranær. Fram fékk 5 mörk úr víta- köstum en Ármann eitt. Lið Ármanns sýndi enn einu sinni að það er líklegt til af- reka, enda þótt góð tilþrif þess komi oft fyrir lítið, þar sem þolið er betra og ákveðn- ari vörn. Markmaðurinn, Þor- steinn Björnsscn, var bezti maður liðsins og átti nú einn af sínum snjöllustu leikjum. Mörk Fram skoruðu: Ing- ólfur 8. Guðjón 6, Karl Ben. 6 (5 úr víti). Ágúst 2 og Sig- urðw Eiiiars«>c i. Mörk Ármanns: Arni Sam- úelsson 6. Hörður 5 (1 víti), Jakob 3, Lúðvík 2 og Hans 1. KR—Víkingur .27:16 Þetta var ljótur leikur og leiðinlegur af beggja hálfu. Eigi að síður sáust nokkrum sinnum góð tilþrif hjá KR- ingum, einkum Karli Jóh. og Guðjóni markmanni. Leikur- inn bar öll merki hræðsl- unnar við botnfallið, enda bæði liðin í nokkurri fall- hættu úr 1. deild. Þetta var fálmkennt, hrottalegt og ör- væntingarfullt á köflum. Sama harkan hélzt leikinn á enda, þótt KR næði miklum yfir- burðum þegar í byrjun, og héldi þeim allan tímann. Fyrri hálfleik iauk með 13:6 fyrir KR. Markvarzla Víkings var með endemum léleg, og má telja á fingrum annarar hand- ar þau skot, sem markmenn Víkings vörðu. Mörk KR: Karl Jóhannsson 9 (2 vfti), Reynir 5, Heinz 5, Sig. Óskarsson 3, Gísli 3 og Herbert 2. Mörk Víkings: Rósmundur 4 (2 víti), Pétur 3. Þórarinn 2, Gunnar 2, Ólafur 2, Hannes, ■Sjöra ** Sitweaiw *i*t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.