Þjóðviljinn - 14.05.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.05.1964, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 14. maí 1964 — 29, árgangur •— 107, tölublað. Misræmi í kjörum ríkisstarfsmanna Opinberir starfsmenn una ekki aðeins illa þeim fráleita kjara- dómi sem kveðinn var upp fyr- ir nokkru og kvað svo á að ríkisstarfsmenn beri óðaverð- bólguna bótalaust, þótt sumir þeirra séu nú verr settir en þeir voru áður en kjaradómur var kveðinn upp í fyrra. Einnig er í flestum fyrirtækjum mik- il óánægja með skiptingu í flokka og fjölmargar kærur um það efni óútkljáðar enn. Finnst mönnum mikil misræmi milli stofnana og einnig milli ein- staklinga innan sömu stofnun- ar. og ekki örgrannt um að annarleg sjónarmið hafi oft ráð- ið um það hvernig mönnum var skipað í flokka. Þannig skýrdi starfsmaður hjá tollinum Þjóðviljanum svo frá McNamara í Saigon Bandaríkin auka aistoð við Khan SAIGON 13/5 — Robert McNam- ara, Iandvarnaráðherra Banda- ríkjanna, sagði áður en hann fór heim frá Saigon í dag, að Banda- ríkjamenn myndu cnn auka hernaðaraðstoð sína við stjórn Khans í Suður-Vietnam. Bandaríkin myndu láta henni í té 75 orustusprengiþotur af gerðinni- Skyraider. Hins vegar neitaði McNamara því að til mála kæmi að Bandaríkin sendu stærri sprengiþotur af gerðinni B-57 til Suður-Vietnam. Sem fyrri daginn lét McNam- ara sem hann væri harla ánægð- ur með frammistöðu hers stjórn- arinnar í Suður-Vietnam í bar- áttunni við skæruliðasveitir Viet- congs. enda þótt hann hafi íar- ið halloka i flestum viðureign- um að undanfömu. Hann tók fram að hann hefði einkum rætt við herforingjana í Suður-Viet- nam um hina svonefndu „frið- unaráætlun" þeirra, en fram- kvæmd hennar er einkum fólgin í gereyðingu byggðarlaga, þar sem skæruliðar hafast við og njóta stuðnings almennings. Þegar blaðamenn gengu á hann og spurðu hann hvort hann væri í rauninni ánægður með gang striðsins svaraði hann: — Það hefur náðst ágætur árang- ur, en þetta verður langt stríð. Meðan McNamara var í Saigon bárust þangað fréttir af því að skæruliðar hefðu umkringt þrjá herflokka stjómarinnar um 500 km fyrir sunnan höfuðborgina. Tveim þeirra tókst þó að sleppa úr herkvínni, en í henni eru þó enn um 1.000 hermenn stjórnar- innar, og virðist sem þeirra bíði tortíming. Fari svo. mun þetta verður mesti sigur, sem Vietcong hefur unnið til þessa í stríðinu. í gær að mikil óánægja væri hjá þeirri stofnun með flokka- skiptingu og einnig það hversu seint gengi að úrskurða kæru- mál. Starfsmenn hjá tollstjóra- skrifstofunni ráku t.d. augun í það fyrir nokkrum dögum að endurskoðunardeild Reykjavík- urborgar auglýsti eftir vélritun- arstúlku og var henni boðið kaup samkvæmt 13. flokki, án þess að nokkrar óvenjulegar kröf- ur væru gerðar um menntun. Á tollstjóraskrifstofunni starfa hins vegar 14 menn sem fá kaup samkvæmt 11.—12. flokki, og hafa þeir þó allir langa reynslu í starfi, allt í 25 ár. Hafa allir þessir menn og ýms- ir fleiri sent kærur — en ekki fengið nein svör. Þá hefur Þjóðviljanum einnig verið bent á það. að hjá sum- um stofnunum, svo sem Póstin- um, hafi yfirmenn á nýjan leik tryggt sér gamla fyrirkomulag- ið með stórfelldar umsamdar aukagreiðslur fyrir yfirvinnu. hvort sem hún er unnin eða ekki, á saima tíma og þeir lægst- launuðu búa við gersamlega ó- viðunandi kjör og hlutfallslega mun verrf en áður. Tíu vinningar ósóttir Eins o.g frá var skýrt í blaðinu í gær er búið að sækja aðalvinninginn í Happdrætti Þjóðviljans, Volkswagenbílinn. Nú er einnig búið að vitja tveggja annarra vinn- inga, nr. 3, strauvél, Morphy Richards, er kom á nr. 7000. Hana hlaut Páll Jóhannsson á Akra- nesi, og nr. 8, Karlmanns- föt eftir eigin vali er komu á nr. 7387, hlaut Símonia Helgad., Laugar- nesvegi 92. Enn eru ósóttir 10 vinn- ingar og eru það þessir: Húsgögn frá Axel Eyj- ólfssyni nr. 22.668 Hrærivél, Kitchen Aid C4 nr. 18.475 Kvenkápa eftir eigin vali nr. 5.642 Ryksuga, Holland Electro nr. 6.227 Ferðaviðtæki, Nord- mende nr. 10.415 Ljósmyndavél, Moskva nr. 3.099 Hárþurrkuhjálmur, E.V.A nr. 4.476 Bækur eftir eigin vali frá Máli og menningu að verðmæti 1500 krónur nr. 20.405 Brauðrist, Morphy Richards nr. 3.958 Gufustraujárn, Morphy Richards nr. 7.797 I Þeir sem hafa þessa vinningsmiða í fórum sín- um eru beðnir að vitja vinninganna á skrifstofu happdrættisins, Týsgötu 3, Reykjavík, sími 17514. I Jafnframt eru þeir sem vilja halda sömu númer- um og þeir höfðu nú í næsta flokki happdrætt- isins beðnir að tilkynna skrifstofunni það fyrir 22. þ.m. Humarverð óbreytt frá því í fyrra 1 fyrrinótt náðist samkomu- lag í Verðlagsráði sjávarút- vegsins um lágmarksverð á hum- ar í sumar. Samkvæmt viðtali við Svein Finnsson í gær er verðið óbreytt frá því í fyrra- sumar. Þá er það nýmæli, að verð hefur verið ákveðið á slitnum humar. Nokkuð bar á því í fyrrasumar, að humarinn væri þannig unninn um borð í bátunum og þótti rétt að ákveða sérstakan verðflokk fyrir slík- an humar. Humarvertíðin byrjar 15. mai og stendur til 15. september og er orðin viðamikill atvinnuveg- ur í verstöðvunum á Suðurnesj- um. Akranesi og við suður- ströndina allt til Vestmannaeyja. Hér fer á eftir fréttatilkynn- ing frá Vei'ðlagsráði sjávarút- vegsins. „Lágmarksverð á hum- ar fyrir humarvert(ð 1964 fer hér á eftir: 1. flokkur (ferskur og heill, sem gefur 30 gr. hala og yfir) pr. kg. kr. 12.70. 1. flokkur, slitinn pr. kg. kr. 51.00. 2. flokkur (smærri, þó ekki undir 7 cm. hala og brotinn stór) pr. kg. kr. 4.25. 2. flokkur, slitinn pr. kg. kr. 22.00. Sé humarinn flokkaður af kaupendum, þá lækkar hver flokkur um kr. 0.30 hvert kg. Verðflokkun samkvæmt fram- anrituðu byggist á gæðaflokkun f erskf iskef tirlitsins. Verðið er miðað við. að selj- endur afhendi humarinn á flutningstæki við veiðiskipshlið“. Odýr Surts- eyjarför um hvítusunnuna + Æskulýðsfylkingin í Reykja- vík efnir til Vestmanneyjaferð- ar um hvítasunnuna. Flogið verður til Eyja síðari hluta laug- ardags og til baka á mánudag. A sunnudag verður m.a. Surts- ey skoðuð. 4r Ferð þessi verður einhver ódýrasta Surtseyjarferðin, sem enn hefur verið skipulögð. ÖII- um er heimil þátttaka. Nánari upplýsingar eru gefnar í skrif- stofu ÆFR. Tjarnargötu 20. Skrifstofan er opin daglega kl. 5—7 síðdegis — sími 17513. — ÆFR. Þýzkrar konu leitað Leitað hefur verið frá því á föstudag þýzkrar lijúkrunar- konu sem hvarf frá sjúkrahús- inu í Keflavík og hefur ekki orðið vart síðan. Hjúkrunarkonan heitir Freya Burmeister, 33ja ára gömul, ættuð frá Hamborg en fædd í Argentínu af þýzku foreldri. Fylklngin Aðalfundi ÆFR, sem átti að vera í kvöld, er frestað um óákveðinn tíma. 2 drengir slasast í umfer&arslysi ■ í gær laust fyrir kl. 2 e.h. varð það slys á Suður- landsbraut á móts við Nesti að tveir ungir drengir urðu fyrir steypubifreið og slösuðust báðir mikið á höfði. Mun annar þeirra hafa höfuðkúpubrotnað. Vörusala KR0N jókst 23% 1963, varð 91,2 miljónir Hún vann um skeið á sjúkra- húsi í Hveragerði, en kom sl. haust til starfa í sjúkrahúsinu í Keflavík. Föstudaginn 8. maí ætlaði Freya til Hveragerdis með tveimur vinkonum sínum, én þær urðu viðskila við hana áð- ur en lagt var af stað og fundu hana ekki eftir það. Leitað hefur verið úr flug- vél með fjörum fram í grennd við Keflavík og í gær leituðu skátar úr Hafnarfirði hinnar horfnu konu. ■ Vörusala Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis árið sem leið, 1963, nam rösklega 91,2 milj. króna og hafði aukizt um 23% frá því Bifreiðin sem drengirnir urðu fyrir var á leið austur Suður- landsbraut og segir ökumaður BlaSburSar hverfiS FÁLKAGATA er laust nú þegar. AFGREIÐSLA ÞJÓÐVILJANS Sími 17-500 hennar að hann hafi verið að mæta bifreið er slysið varð. Segist hann allt í einu hafa séð drengina tvo koma hlaup- andi út á götuna í veg fyrir bílinn afturundan bílnum sem hann var að mæta. Hann heml- aði í skyndi en fékk ekki forð- að slysi og urðu báðir dreng- irnir fyrir framenda bílsins og köstuðust í götuna. Drengirnir sem heita Pétur Ormslev, Skólastræti 5, fjögurra ára, og Herbert Hauksson, Bankastræti 3, fimm ára. slös- uðust báðir mikið á höfði og er Pétur talinn höfuðkúpubrot- inn. Voru þeir báðir fluttir í slysavarðstofuna og síðan í Landakotsspítala. Á fundinum mættu 99 fulltrú- ar, stjórn og nokkrir starfs- menn félagsins. Ragnar Ólafsson formaður félagsins setti fundinn og flutti skýrslu stjórnar. Skýrði hann frá því, að Ingólfur Ólafsson hefði verið ráðinn kaupfélags- stjóri og Guðmundur Ingimund- arson fulltrúi hans. Á síðasta ári keypti félagið verzlunina Liverpool, Lauga- vegi 18B. Félagið rekur nú 13 matvörubúðir j Reykjavik og Kópavogi, þar af 11 kjörbúðir. Auk þess rekur félagið 5 sér- vörubúðir, efnagerð og kjöt- vinnslu. Félagsmenn í árslok 1963 voru 5578. Vörusala í búðum félagsins nam kr. 91.226.085.13 og hafði aukizt um rösk 23% frá fyrra ári. Tekjuhalli á árinu varð kr. 11.363,67. Söluskatti mótmælt Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt einróma á fundinum: „Aðalfundur KRON haldinn 1964 andmælir harðlega hinum síbækkandi söluskatti. Telur fundurinn, að hann komi harð- ast niður á þeim, sem hafa þyngst heimili, en sé auk þess mjög óeðlileg og ranglát aðferð til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð“. Stjórnarkosning Endurkjörnir voru i stjórn til næstu þriggja ára: Ragnar Ól- Framhald á 9. síðu. ÚrNATO- íShe/l HAAG 13/5 — Tilkynnt hefur verið i Haag, þar sem ráðherrar NATO eru á fundi, að Dirk Stikker muni iáta af stöðu fram- kvæmdastjóra bandalagsins í september í haust. Jafn- framt tilkynnti hollenzki olíuhringurinn (Shell), að Stikker myndi taka við stöðu framkvæmdastjóra hans. NATO hefur ráðið í stað Stikkers núverandi sendi- herra Italíu í París, Man- lio Brosio. sem áður hefur verið sendiherra í Moskvu, London og Washington. Ingólfur Ólafsson árið áður. Félagsmenn Kaup- félagsins eru nú 5578 og er KRON fjölmennasta kaup- félag landsins. Nýr kaupfé- lagsstjóri var ráðinn á ár- inu, Ingólfur Ólafsson. Aðalfundur KRON var hald- inn í Leikhúskjallaranum, sunnudaginn 10. maí s.l. Fundarstjórar voru kjörnir Tngólfur Jónsson og Gunnar Árnason, fundarritarar Björn Jónsson og Guðmundur Illuga- son. Verkalýðsfélag Norðfirðinga boðar vinnustöðvun 20. maí Neskaupstað, 8/5. Á aðalfundi verkalýðsfélags Norðfirðinga. sem haldinn var nýlega, var lýst yfir einróma stuðningi við þær kröfur, sem Akureyrar- ráðstefna verkalýðsfélaga á Norður- og Austurlandi mótaði. Einnig var samþykkt mcð öll- um atkvæðum að félagið lýsi yfir vinnustöðvun frá og með 20. maí. ef samningar nást ekki fyrir þann tíma, og hefur sú samþykkt nú verið staðfest af stjórn og trúnaðarmannaráði fé- lagsins. Með umboð fyrir félagið i samningaviðræðunum, sem brátt hefjast á Akureyri, fer Sig- finnur Karlsson. Fjárhagur félagsins má telj- ast nokkuð góður, skuldlaus eign þess er rúmar 700 þús. kr. og eignir Sjúkra- og lána- sjóðs um síðustu áramót sam- tals 442 þús. kr., en úr þessum sjóðum var veitt fé í fyrsta sinn á síðasta ári. Árgjald í félaginu er nú 400 kr. fyrir karla og 350 kr. fyrir konur. Jóhann K. Sigurðsson formað- ur, Hilmar Björnsson varafor- maður, Guðmundur Sigurjóns- son ritari. Sigfinnur Karisson gjaldkeri, meðstjórnendur: Kar! Jörgensen, Fanney Gunnars- dóttir og Jóhann Jónsson. — Fulltrúar á stofnfundi Verka- mannasambands íslands voru Sigfinnur Karlsson og Halla Guðlaugsdóttir. — H.G

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.