Þjóðviljinn - 28.05.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.05.1964, Blaðsíða 6
g SIÐA ÞJðÐVILHNK f'immtudagur 28. mai 1964 AFÞAKKAÐI KOMUR KRISTMANNS EFTIR LESTUR ÍSOLDAR GULLNU □ Síðastliðinn þriðjudag voru enn réttarhöld í máli þeirra rithöfundanna, skáldanna og spekinganna Kristmanns Guð- mundssonar og Thors Vilhjálmssonar. Fyrir réttinn kom kunnur skólastjóri hér í bæ og lýsti því yfir, að hann hefði ákveðið að færast undan komum Kristmanns eftir að hafa Iesið bókina Isold hin gullna. Kvaðst skólastjórinn ekki vilja í sínum húsum mann, er þjófkenndi heila stétt manna! Kristmann Guðmundsson Vitnið skýrði írá þessu að- spurt og áminnt um sannsögli. Ástæðurnar fyrir því, að dreg- izt hefði að koma þessari virð- ingarverðu afstöðu á fram- færi væru þær, að 1962 til 1963 hefði Kristmann fengið leyfi frá ,,störfum“. Er því leyfi lauk kvaðst hann hafa talið að starfinu yrði annað tveggja hætt eða breytt. Kvaðst hann hafa byggt þá skoðun sína m.a. á því, að við hina nýju launasamninga hefðu laun Kristmanns ekki hækkað eins og tilsvarandi laun, en kvaðst verða að telja, að starf- ið hafi ekki verið ofborgað áður! Póstmenn þjóf- kenndir Eftir nýjár 1964 hefði vitn- ið hinsvegar heyrt á skotspón- um, að áfram yrði haldið kom- um Kristmanns. (Thor: „Var ekki námsstjóri að reyna að troða honum í skólana?") E>á hefði vitnið komið fram und- anfærzlu sinni. Vitnið var spurt um ástæðuna fyrir und- anfærzlu sinni og gaf þau svör, er að framan greinir. Lögmaður Kristmanns spurði, hver þessi stétt væri, sem skáldið hefði þjófkennt á einu bretti. Póstmenn, svaraði vitn- ið. Ohris, fjúkandi vondur: „Sannaðist kannski ekki rétt á eftir að stolið væri bréfum á póstinum?!! Heimsbókmennta- sagan Ólafur Þorgrímsson spurði hvort þetta væri það eina, sem skólastjórinn hefði við bókina að athuga, eða hvort það væri „mórallinn almennt" í henni. Ekki vildi skólastjórinn fara nánar út í þá sálma. Síðan varð enn langt þvarg KRISTMANN gegn THOR um Heimsbókmenntasöguna. Vitnið hafði lesið kafla og kafla úr því gagnmerka riti og var að þvi spurt, hvort það hefði ekki kynnt sér skræð- una nógu vel til þess að vara nemendur sína við henni sem viðsjálu riti. Að sjálfsögðu vildi skólastjórinn ekki fara nánar út í þá sálma, enda ekki^, vani í skólum að bannlýsa bækur. Allmikil orðaskipti urðu vegna bókarinnar. Kvað Kristmann enga bókmenta- sögu vera til utan stolna, og sín væri bó „uppseld, greyið“. (Thor: „50 eintök seld!“) Hnútur fliúga um borð Þegar hér var komið fram- haldssögunni bað nýklipptur dómarinn, Sigurður Líndal, lögmann og stefnda um að hætta þessu bölvuðu hnútu- kasti. Ólafur Þorgrímsson var í fína stuðinu sínu og reifst góða stund að lögmannssið við dómarann, sem hann virtist telja hlutdrægan úr hófi fram og bað um að verða ekki fyr- ir of miklum áhrifum frá stefnda! Dómari kvaðst gera meiri kröfur til lögmanns en leikmanns, en virtist bersýni- lega harla vondaufur um að Ólafur myndi nokkru sinni uppfylla þær kröfur. Krist- mann mæltist til þess, að þetta réttarhald yrði ekki að hrein- um farsa! Og síðan var skólastjóran- um sleppt. Skólastjóra- vottorð Fyrir réttinum lágu í þetta skipti málsskjöl nr. 49—57. Er það safn af vottorðum, sem Kristmann hefur fengið frá skólastjórum út um lands- byggðina, en tvö fljóta með úr Reykjavík. Svo er að sjá, sem þeir skólastjóramir verði öllu fegnir. Þannig er Jón R. Hjálmarsson í Skógum, bein- línis lýriskur: „Komu Krist- manns var alltaf beðið hér með eftirvæntingu (!) og voru erindi hans gagnmerk og flutn- ingur skörulegur. Ég get full- yrt, að nemendur nutu vel þess fróðleiks, sem Kristmann færði þeim, og vissulega var mikill ávinningur að bók- menntakynningum hans. Væri æskilegt að hann fengi tæki- færi til að halda þeim áfram. Um framkomu Kristmanns vil ég taka fram, að hún var í Thor Vilhjálmsson senn Ijúfmannleg og virðuleg og ekkert út á hana að setja á nokkurn hátt“. (Leturbr. hér). Ólafur Haukur Árnason, á Akranesi, segir skáldinu hafa farizt prýðilega upplest- urinn; „Ég hefi að sjálfsögðu aldrei amazt við komum hans, en aftur á móti þótt fengur að þeim“. Benedikt Sigvalda- son, á Laugarvatni hefur tvi- vegis verið sóttur heim: „f hvorugt þessara skipta hefur komið til umtals að biðjast undan komu Kristmanns Guð- mundssonar frekar en annarra opinberra starfsmanna, sem hingað hafa komið á vegum hins háa menntamálaráðuneyt- is. Ég hef boðið Kristmann Guðmundsson velkominn eins og alla aðra góða gesti, sem sótt hafa skólann heim í skóla- stjórnartíð minni“. Heldur er Jóhann S. Hannesson, skóla- meistari á sama stað, daufur í dálkinn og kveðst ekki hafa haft á móti þessum heimsókn- um frekar en heimsóknum annarra, „sem hingað koma í embættiserindum á vegum yf- irstjórnar skólans". Kristirm Ármannsson, rektor, hefur ekki orðið „annars var“, en að framkoma Kristmanns væri öll óaðfinnanleg. Helzt örlar á gagnrýni hjá Þórarni Björns- syni, skólameistara á Akur- eyri: „Hefir mér virzt, að hann gæti hófs í máli sínu. Stund- um befur mér fundizt, að meiri vinna mætti liggja að baki máli hans, en stundum hefir mér þótt honum mælast vel, svo að ávinningur væri að hlýða á ræðu hans. Hins vegar veit ég, að upplestur Framhald á 9. síðu. Nýjar baráttuaðferðir blökkumanna ■ Blökkumenn í Bandaríkjunum verða með hverjum degi virkari í baráttu sinni fyrir jafnrétti og þeir verða æ hugkvæmari í baráttuaðferðum. ■ Hér verður sagt nokkuð frá nýjustu aðferðum þeirra sem breiðast mjög hratt út um landið og valda ráðamönnum miklum áhyggjum. Enn eru japanskir hermenn í felum í frumskógum Trúir sínum keisara Atta amerískir hermenn löbbuðu sig um frum- frumskóga Kyrrahafseyjunn- ar Guam. Þetta var venjuleg varðliðsganga, farin á hverj- um degi. Allt í einu stakkst ör á kaf í stofn trés, sem hermennimir voru að fara fram hjá. Ameríkanarnir hlupu í þá átt sem skotið var úr. Nokkrar klukkustundir eltu þeir tvo síðhærða, hálf- nakta menn og náðu þeim að lokum. Þetta reyndust Japanir úr setuliði því sem var á Guam í heimstyrjöld- inni. Þeir höfðu enga hug- mynd um að stríðinu lauk fyrir mörgum árum . . . Þúsundir smárra og stórra eyja Kyrrahafsins urðu or- ustuvöllur í heimstyrjöldinni. Og blöð kunna frá því að segja að á mörgum þeirra feli sig enn þann dag í dag japanskir hermenn, sem ekki hafa lagt niður vopn. Sumir þeirra vita ekki að stríðinu er lokið, aðrir hafa heyrt um uppgjöfina, en álíta hana ó- verðuga sonum hinnar rís- andi sólar. Samkvæmt „bus- hidu” — lögum samúræa eiga þeir að berjast þar til yfir lýkur. Arið 1954 var stofnsett sér- stök skrifstofa í Tokyo sem hefur það verkefni að leita uppi þessa þrjózku kappa og hjálpa þeim að hefja eðlilegt líf að nýju. Ai sex og hálfri miljón jap- anskra hermanna sem á styrjaldarárunum voru dreifðir um Kyrrahafssvæðið eru enn tugir þúsunda taldir týndir. Nokkrir þeirra hafa gerzt herskáir Robinsonar. Margir þessara Robinsona eru syrgðir dauðir af ættingjum sínum, er setja þeim minnis- varða sem „föllnum hetj- um”. Einn þessara hetja, Ito, sem náðist einmitt á eyjunni Guam og var fluttur til Japan, varð mjög hrærð- ur er hann sá minnisvarða yfir sjálfan sig. Mánuð hvern skreytir hann sína eigin gröf með blómum og kallar hana „grafhýsi hermannsörlaga’’. Ito faldi sig einn { frum- skóginum. Hann seg;r svo frá, að hann hafi orðið að nærast á músum og skor- kvikindum. Og hann hafði engan til að tala við. Eftir ellefu ára, sjö mánaða og tólf daga hungur og þögn brást Ito liðþjálfi keisara þeim sem hann hafði trúað á — og gaf sig á vald Banda- rikjamanna. Annar Japani, Minagava að nafni, lifði sextán ár i frumskógum Nýju-Gíneu og var svo villtur orðinn af langri einveru. að ástralskii læknar þurftu hálft ár til að kenna honum að sitja við borð. Fróðleg er saga ofurstans Kakuo Sjimada. Hann fald- ist ásamt nokkrum félögum sínum í mjög afskekktu hér- aði á Nýju Gíneu. I tíu ár tókst honum að halda aga í herflokki sínum og var það að þakka poka sem í var dá- lítið af salti. „Ég útskýrði það fyrir fé- lögum mínum. segir Sj;mada að við yrðum að treina okkur betta salt í ein tfu ár. Þó að Ameríkanar hefðu hertekið eyna. þá myndu herir keis- arans vafalaust koma aftur og leggja hana undir sig á nýjan leik. Þess vegna þyrft- um við að halda okkur i sómasamlegu líkamlegu á- standi til að vera reiðubúnir að styðja okkar liðssveitir hvenær sem þörf krefði,” Sjimada og félagar hans ruddu smásvæði þar i skóg- unum og ræktuðu þar kart- öflur, grænmeti, ávexti og sykurreyr. Þegar saltbyrgð- imar voru búnar, ákvað of- urstinn að halda til hafs. Þar rakst amerískur her- flokkur á Japanana og til- kynnti þeim þau óvæntu tíð- indi að stríðinu hefði lokið fyrir hundrað tuttugu og fimm mánuðum. En enn eru ófáir japanskir Robinsonar eftir á eyjum Kyrrahafs:ns. Og það er ekki ólíklegt, að einhver þeirra slái árið 1973 met Robinsons Krúsó sem dvaldi á eyðieyju tuttugu og átta ár. Máske það verði Kosuko undirliðþjálfi. Við vitum enn ekkert um þann mann annað en það, að í Nýju Gíneu hef- um fundizt eftirfarandi áletr- un. skorin á trjástofn með hníf: „Drepum Iíanana. Jap- an mun sigra. — Og undir- skrift: Kosuko undirlið- þjálfi.” Ein þessara aðferða er fólgin í því að stöðva umferð, og var hún fyrst reynd við opnun heimssýningarinnar í New York í apríl í nýju formi. Áður höfðu svertingjar haft þann hátt á, þegar þeir vildu vekja athygli á baráttumálum sínum. að setjast í hópum nið- ur á miðjar götur. Nú setja þeir svo lítið af benzíni á bíla sína, að það rétt nægir til að koma þeim að fjölförrium gatnamótum. Þar verður bíla- hópur benzínlaus og verður ekki hreyfður þaðan góða stund og á meðan myndast hræðilegt umferðaröngþveiti á allstóru svæði. Önnur er sú að „eyða vatni“. Henni hefur enn ekki verið beitt, en leiðtogar blökku- manna segja að svo verði gert víða hvar sem þurfi að fylgja eftir kröfum blökkumanna til yfirvalda. Hugmyndin er mjög einföld: svertingjar taka sig saman um að skrúfa frá öll- um krönum í heimilum sín- um og spilla þannig gífurleg- um vatnsbirgðum, en vatns- skortur er töluverður í mörg- um borgum landsins. Hin þriðja aðferð „leigjenda- verkfall" hefur þegar breiðzt töluvert út í ýmsum bo.rgum Bandaríkjanna. Leigjendur sem óánægðir eru með ásig- komulag íbúða sinna taka sig saman um að borga ekki leigu fyrr en þær viðgerðir hafa verið gerðar sem þeir krefjast. Leiðtogar blökkumanna hafa þegar krafizt þess af borgar- stjórn New York að hún við- urkenni þetta verkfallsform i öllum fátækrahverfum. I San Francisco hafa bar- áttumenn fyrir jafnrétti kyn- þátta tekið upp nýja aðferð í viðureign við stór verzlunar- hús, sem ber ákærða fyrir það að mismuna mönnum eftir lit- arhætti við starfsráðningar. Þeir fylla innkaupakörfur með allskonar varningi og skilja þær svo eftir við kassana án þess að bor.ga. Þar hrúgast upp allmiklar vörubirgðir og afgreiðslufólk tefst mikið við að koma þeirn á sinn stað aft- ur í hillunum. Tilbrigði við þessa aðferð er að taka vörur úr sínum stað á hillum og setja þær á aðrar innan um allt annan varning. Yfirvöld margra borga láta þegar í Ijós áhyggjur af þess- um aðferðum sem geta haft mjög víðtækar afleiðingar. Ekki sízt vegna þess hve erf- itt er að beriast gegn þeim. F-mbættismenn í New York flýta sér að setja í lög 30 daga fangelsi og 50 dollara Framhald á 9. síðu. «

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.