Þjóðviljinn - 11.04.1965, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.04.1965, Blaðsíða 6
T 6. slÐA H6ÐVILIINN Sunnudagtir 11. apríl 1965 SÍDUSTU DAGAR HITLERS SÍÐARI HLUTI Allt tekur enda að lokum. Að kvöldi dags 29. apríl gerði Hitler sér það loksins ljóst, að nú gætu ekki djörfustu áætl- anir bjargað honúm hvað þá annað. Um nóttina las hann fyrir erfðaskrá sína („persónu- lega“ og „stjómmálalega") og um miðjan næsta dag hélt hann til herbergja sinna ásamt Evu Braun.... Við höfum engan skjalfest- an vitnisburð um það er nú skeði, aðeins vitnisburð þeirra, er þá voru í jarðhýsinu og síð- ar voru teknir til fanga. Bezt þekktur er vitnisburður bíl- stjóra Hitlers, Erich Kempka, sem var vitni í Niirnberg-rétt- arhöldunum og síðar gaf út bók með fyrirsögninni „Ég brenndi Adolf Hitler". Hitler og Eva Braun höfðu, að sögn bílstjórans, framið sjálfsmorð og þjónninn Heinz Linge, læknir að nafni Stump- fegger og Martin Bormann höfðu síðan borið líkin út í húsagarð. í bók sinni segir Kempka ennfremur: „Reichskanzlei-byggingin lá undir stöðugum sprengjuárás- um og rússneskar sprengjur féllu mjög nærri. Moldin þyrl- aðist upp og loftið var fullt af ryki. í flýtinum höfðu dr. Stumpfegger og Linge látið líkama Foringjans á jörðina, á að gizka þrem metrum til hægri við innganginn í jarð- hýsið. Nálægt okkur var stór hrærivél sem flutt hafði ver- ið þangað nokkru áður til þess að bæta nokkrum metrum af steinsteypu á þakið á jarðhýsi Foringjans...... Rússnesku sprengjurnar þutu um loftið allt í kringum okkur; það var eins og sprengjuflugvélarnar hefðu margfaldað sprengju- hríðina á Reichskanzlei-bygg- inguna og jarðhýsið.... Hvað eftir annað huldumst við mold, er sprengjurnar féllu til jarðar. Án þess að skeyta um hættuna sótti ég hverja benzínkönnuna eftir aðra frá innganginum að jarðhvsinu— ... Fyrir starf steypuvélarinn- ar hafði myndazt lægð í jörð- ina, einmitt þar sem líkamarn- ir lágu, benzínið safnaðist þar saman og gegnbleytti fötin.“ Kempka lýsir síðan hvernig líkbrennslunni var haldið á- fram. Brennandi tusku var fleygt á líkamána og eldurinn gaus upp..... Vítnisburður annarra — Voss aðmíráls, Hans Fritzsches og allmargra SS-manna — er sammála þessari frásögn bíl- stjórans í öllum aðalatriðum. Þar sem einhveriu munar er um það, hve mikið benzín hafi verið notað, hversu lengi líkbrennslan hafi staðið yfir o.s.frv. Myndin er ljós af at- burðinum. En á þessum síð- ustu dögum stríðsins var hún hvergi nærri ljós. Hvernig fannst svo líkami Hitlers og hvernig þekktist hann? Hér fylgir á eftir frá- sögn sem byggð er á fram- burði sjónarvottar, Elena Rz- hevskaya, sem var túlkur sov- ézku leyniþjónustunnar og hafði með höndum þetta mik- ilvæga verkefni. Leitin ..... í garði Reichskanzlei- byggingarinnar til hægri við jarðhýsi Foringjans (ef að því var snúið) var gryfja þakin steypu og hafði bersýnilega verið notuð til þes^ að láta í lík þeirra sem létu lífið í sprengjuárásunum. Eitt lík- anna, í einkennisbúningi og með lítið yfirvararskegg, leit út ekki ósvipað og Hitler séð- ur úr fjarlægð. Þessu líki var náð úr gryfjunni, en við sáum þegar, að það var ekki lík Hitlers. Til öryggis var likið þó sýnt fólki sem treystandi var til að þekkja lík hans, en þeir kváðu þegar upp úr um það, að þetta væri ekki lík Foringjans. En þetta lík, með yfirvararskegg og í einkennis- búningi og klæðnaði ekki ó- svipuðum klæðnaði foringjans varð þess valdandi, að sú saga kom upp með fréttamönnum, að Hitler hefði haft „tvífara". Upplýsingar þær, sem við hö.fðum, skýrðu svo frá, að Hitler hefði framið sjálfsmorð. Meðal þeirra fyrstu sem frá því skýrðu, voru Voss aðmír- áll, Karl Schneider, starfsmað- ur í Reichskanzlei, og Wilhelm Lange. Ég þarf ekki að lýsa því, hve vandlega við leituð- um að líki Hitliers. Við viss- um, að það hlyti að vera ein- hversstaðar í innra garði Reichskanzlei-byggingarinnar, nema því aðeins að það hefði verið gjöreyðilagt. Þá hefðum við aldrei fengið fullar sann- anir fyrir dauða Hitlers. Þann 4. maí rannsakaði einn af mönnum Klimenkos ofursta sprengjugryfju, sem myndazt hafði vinstra megin við inn- ganginn að jarðhýsi Foringj- ans. Jarðvegurinn í botni holunnar var mjúkur og laus og grátt teppi sást í gryfjunni; hann gat séð skothylki sem oltið hafði ofan í gryfjuna. Maðurinn stökk niður í gryfj- una — og ofan á hálfbrunnin lík manns og konu, aðeins lauslega hulin moldu. Þannig fundum við lík þeirra Hitlers og Evu Braun. Þegar líkin voru tekin úr gryfjunni, grófu hermennirnir litlu neðar og fundu hræ tveggja hunda. Andlit mannsins og konunn- ar voru óþekkjanleg af bruna- sárum. Við spurðum fjölmarga menn og reyndum að komast fyrir um það, hvað skeð hefði. Einn þeirra var handtekinn SS-maður úr lífverði Hitlers, Harry Mengeshausen, risavax- inn maður dulbúinn í borgara- legum klæðum sem stóðu hon- um á beini. Hann hafði sjálf- ur séð, er líkamar þeirra Hitl- ers og Evu Braun voru færðir út úr jarðhýsinu, gegnbleyttir í benzíni og síðan kveikt í öllu saman. En benzínið brann án þess að brenna líkin til ösku og aftur þurfti að bera á þau benzín — hér var engin loft- ræsting til aðstoðar eins og í Auschwitz. Mengeshausen bauðst til þess að sýna okkur hvar líkin hefðu verið brennd. Það var á sama stað og við höfðum fundið lík mannsinr og konunnar. Eftirfarand^ skýrsla var samin: , „Við undirritaðir, Klimenko ofursti og hermennirnir Olei- nik, Tsjúrakof, Navash og My- alkin.. ásamt Harry Menges- hausen, rannsökuðum í dag stað þann þar sem brenndur var ríkiskanzlarinn Adolf Hitl- er og kona hans.... Rannsókn á stað þeim er bent var á af Mengeshausen, staðfesti gildi framburðar hans.. Gildi þess framburðar var ennfremur staðfest af sprengjugryfju þeirri, er hann benti okkur á en þaðan höfðum við tekið, þann 4. maí, brennd lík manns og konu og tveggja hunda, sem höfðu verið í eigu Hitl- ers og konu hans Ifa Braun, er áður var einkaritari hans.* Með skýrslunni fylgja kort af staðnum þar sem fundust lík- in og ljósmyndir af staðnum." Hitler þekkist En til þess að ganga endan- lega úr skugga um það, að lík Hitlers væri raunverulega fundið, var ákveðið að fram- kvæma frekari rannsókn. Mcð- al þeirra, sem leitað var til um aðstoð, var sérfræðingur í háls- nef- og eyrnasjúkdóm- um, Carl von Eicken, prófess- or, sem um eitt skeið hafði stundað Hitler. Elena Rzhev- skaya skýrir þannig frá þeirri rannsókn: „---- Að lokum komum við að sjúkrastofunni. Hér var nú sjúkrahús, aðallega fyrir ó- breytta borgara, það var neð- anjarðar og ljósin dauf undir lágu þaki. Þreytulegar hjúkr- unarkonur í gráum einkennis- búningum gegndu skyldustörf- um sínum. Sú staðróynd, að þeir sem hér lágu, voru ó- breyttir borgarar, undirstrik- aði grimmd þess stríðs sem nú var lokið. Jú, prófessor von Eicken var hér, hár, grannur, gamall mað- ur. Hann hafði verið um kyrrt og unnið við hræðilegustu skilyrði þessa hættulegu, hörmulegu daga, í stað þess að flýja frá Berlín enda þótt lagt hefði verið að honum að gera svo. Og starfsliðið hafði fylgt fordæmi hans og farið hvergi. Hann fylgdi okkur um sjúkrastofurnar og í skrifstofu hans áttum við tal saman. Jú, það var rétt að hann hafði stundað Hitler sem þá var veikur í hálsi. En það Séð er nú, hversu vcrða vill. Hersveitir Sovétríkjanna og Vesturveldanna mætast við Elbu í april 1945 og um Icið er útséð um þær vonir nazistahcrforingjanna, að til átaka komi með þeim er þær komi saman. þeirra lækna, sem nýlega höfðu stundað Hitler. Prófess- or Blaschke hafði verið tann- læknir Foringjans. Einn af stúdentum von Eickens hafði lært hjá prófessor Blaschke og hann bauðst til þess að hjálpa okkur. Stúdentinn, kringluleitur ungur maður, með dökkt, hrokkið hár, var vingjarnleg- ur og hjálpfús. Hann steig upp í bílinn með okkur og vísaði okkur til vegar. Það kom í ljós hann var Búlgaríumaður, hafði verið við nám 'í Berlín er stríðið brauzt út og hafði ekki verið sleppt heim aftur.. Aðalgötur borgarinnar, sem nú höfðu að mestu verið rudd- ar, voru fullar af sovézkum farartækjum og rauðir fánar blöktu hvarvetna — þetta var sigurdagurinn 9. maí. Við renpdum upp að óskemmdu húsi í einu af tízkuhverfum borgarinnar. Lágvaxinn maður var einmitt að koma út úr Viðurcignin er töpuð, allir gera sér það ljóst nema c.t.v. Foríng- inn. Þann 20. júlí 1944 kemur Stauffenbcrg ofursti til fundar með Hitler og herforingjum hans og notar tækifærið til þess að leggja öskju, sem í er falin sprengja, undir borðið þar sem Ilitler stendur og horfir á landabréf. Fyrir einbera tilviljun lætur Hitler þó ekki lífið í þetta sinn. Myndiro hér að ofan er af sk.ifstofunni eftir sprenginguna. hafði verið fyrir löngu og áð- ur en Hitler komst til valda. Hann gat þó sagt okkur nöfn * Skírnarnafn Evu Braun og staða er hér rangt með farið — en þess verður að minnast. undir hvilíkum kringumstæð- um þessi skýrsla var samin! húsinu. Maðurinn kynnti sig sjálfur, hann var dr. Bruck. Er við spurðum hann um pró- fessor Blaschke svaraði hann því til, að prófessorinn væri horfinn; hann hefði flúið með öðrum aðstoðarmönnum Hitl- ers til Berchtesgaden. Dr. Bruck fylgdi okkur inn í tannlækningastofuna og við spurðum hvort hann gæti bent okkur á einhvern af starfsliði prófessors Blaschke. „Hæglega“, svaraði hann, „Kathchen Hausermann býr fimm mínútna gang hér frá.“ Stúdentinn bauðst til þess að sækja hana og kom aftur með háa, granna konu í bláum kyrtli. Er Bruck hafði útskýrt fyr- ir henni, hversvegna við þyrft- um aðstoðar hennar við, spurð- um við hvort sjúkraannáll Hitlers væri hér geymdur. „Vissulega“, svaraði hún, „og líka röntgenmyndir af tönnum hans.“ Hún náði sér í spjaldskrá og blaðaði í henni; við horfðum á með eftirvæntingu. Hér var spjald Goebbels, konu hans og bama. Að lokum kom hún að spjaldi foringjans — en rönt- genmyndimar voru hvergi sjá- anlegar. Eftir nokk'ra umhugsun stakk hún upp á því, að þær væru á læknastofu Blaschkes í Reichs- kanzlei-byggingunni. Við kvödd- um búlgarska stúdentinn og héldum þangað ásamt henni. Og hér var byggingin. Við gengum gegnum anddyri og niður stiga. f herberginu það- an sem Goebbels var vanur að flytja útvarpserindi sín fundum við sovézkan hermann sofandi með hjálminn niður yfir augu. Tannlæknagtofa Blaschkes var lítil og þröng og þungt lpftið. Við kveiktum á vasa- Ijósi og sáum tannlækningastól og legubekk, einnig lítið borð. Og með aðstoð ungfrú Hauser- mann fundum við það sem við leituðum að: Röntgenmyndir ekki aðeins af tönnum Hitlers heldur einnig nokkrar gullfyll-^ ingar sem Hitler voru ætlaðar. Að lokum leituðum við uppi tannsmiðinn Fritz Echtmann, ?em hafði smíðað allar falskar tennur Foringjans. Líkt og ung- frú Hausermann skrifaðj hann fyrst niður lýsingu á tönnum Hitlers eftir minni, siðan rann- sakaði hann hinar raunveru- legu tennur. Hann lét sér fátt um þetta finnast. Hann hafði dvalizt með konu sinni og böm- Um í Berlín öll stríðsárin og hafði reynt svo mikið upp á siðkastið, að hann var orðinn ónæmur fyrir geðshræringu. Foringinn, svo ekki sé nú minnzt á dauðan foringja, vakti honum ekki minnsta á- huga. En þegar hann leit á tennur Evu Braun bráði skyndilega af htanum, Fyllingarnar sem hann hafði gert fyrir framtennur hennar voru brenndar en tann- sarðurinn ella óskemmdur. „Þetta var síðasta og full- komnasta smíðin mín“ hrópaði hann, „alveg einstök smíði!“ “ Þetta var frásögn Elenu Rzhevskaya. Segja má, að öU þessi smáatriði séu ekki sér. lega mikilvæg og eigi heldur heima í sjúkraannál. Ég lít öðravísi á málið. Það er eitt- hvað táknrænt í þvi, að loka línumar í ævisögu Hitlers skul! hljóma eins og rannsóknar- skýrsla um glæpamál.*) Og sögulegur sannleikur krefst þess að þess sé getið, að það var sovézki hermaðurinn sem stóð yfir höfuðsvörðum naz- ismans og reit lokaorðin. Það getur þannig enginn vafi á því leikið, hvemig lauk æviferli Adolfs Hitlers: Hann óttaðist makleg málagjöld fyr- ir glæpi sína og svipti sig Iífi. „Þúsund ára riki nazismans** stóð aðeins tólf ár. Tilraunir * þess til að sigra heiminn og stöðva gang sögunnar fóra út um þúfur, svo er átaki sovét-.. þjóðanna fremur öðram að þakka. Hitler er nú allur. En eigf að síður er þörf á ítrustu var- kámi allra þjóða, þeirra á með- al Þjóðverja, að sjá svo til að glæpir hanj verði aldrei end- urteknir. Og ævilok hans aettu að vera öllum hugsanlegum arftökum hans til nokkurs vamaðar. •) Rannsókn á líki Hitlers leiddi það í ljós, að Foringinn hafði ekkí skotið sig til bana eins og ætlað hafði verið Og öll þýzku vitnin höfuð haldið fram, heldur tekið eitur. Þjóð- sagan um að hann hefði skotið sig var sennilega búin til svo að segja mætti, að Foringinn hefði „látizt ein5 og liðsfor- ingi“. Síðasti farsinn! — Hjónabandlð er I upplausn. Hann gaf konunni í afmælis- gjöf náttfataefni á sjálfan sig! 1 i 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.