Þjóðviljinn - 04.07.1965, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.07.1965, Blaðsíða 6
g SÍDA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 4. júií 1965 T RÆTT VIÐ JÓN RAFNSSON ÁTTRÆÐAN 'Ár Hann er einn af gömlu víkingunum. Ekki þessum sem vóðu um brytjandi aðra menn niður, blóðugir til axla, held- ur hinum sem lögðu alla orku í verk sín, var mest kappsmál að afkasta sem mestu, hvort heldur var að róa sexæringi, slá gras, byggja hús eða sprengja klappir fyrir hitaveituleiðslu, — og munu samstarfsmenn hans hjá Hitaveitunni vitnisbær- ir um það, að eigi hafi hann látið skutinn eftir liggja ef aðr- ir réru knálega framí. 'jÁ' Hann er upprunninn inn í Skagafjarðardölum. — Það get ég helzt sagt mer til frægðar að ég byrjaði að stela neftóbaki um 10 ára ald- ur! (og nú tökum við vitan'ega í nefið og andvörpum af ánægju). — Ekki satt! Jú víst er það satt. Ég var látinn skera tóbak 7 ára gamall og hélt því svo á- fram, þá vandist ég lyktinni af tóbakinu og fór að þykja hún góð og fór að taka ögn í nefíð af fjöiinni þegar ég var að skera. En það leið svo langt á milli þess að var skorið — ég var látinn skera í tvo hrúts- kyllra í einu — og þau vildu ekki gefa mér tóbak — ég mátti ekki venja mig á það! svo ég fór að taka örlítið í bréf handa mér. og seinna í tóma biek- byttu. — Óhollt að taka í nefið! getur verið, en ég þekkti einn mann sem varð blindur, það var Steinn gamli kennari í Néskáupstað. Hann flutti hing- að suður og fór til margra lækna, en þeir gátu ekkert gert fyrir hann. Loks sagði einn honum að hann bekkti dætni þess að sjón manna hefði skerpzt við að taka í nefið, hann gæti reynt; og Steinn' fór að taka í nefið — og eftir nokkum tíma var hann orðinn sjáandi aftur. Sá er þetta mælti hefur nú tekið í nefið í sjö tugi ára og þrem árum betur. því hann er áttræður f dag. Raunar ætlaði ég að rabba við hann tíu ár- um fyrr, en þá mátti hann vst ekki vera að þvf. nú hefur hann nægan tíma og auk bess ’fékk ég Jón Rafnsson bróður hans í lið með mér, ef afmæl- isbamið Jón Rafnsson bæt'ist ekkert hafa að segja. hópi manna hittast oft al- nafnar. hitt er sjaldgæfara að vera með tveimur alnöfnum einum saman — og það er sannarlega ekki á hverjum degi að maður hittir bræður sem eru alnafnar. Það er sá áttræði Jón Rafnsson I Drápuhlíð 34 sem svarar. — Nei, ég er ekki fæddur á Hvalnesi (og nú megið þið ekki rugla þessu Hvalnesi við Hval- nesið grjótfræga á suðurströnd inni, þetta Hvalnes er ,,hinu- megin“ á landinu, norður á Skaga) ég er fæddur á Gili i Svartárdal vestra kl. 8 laugar- dagskvöldið 4. júlí 1885, en fór tveggja ára að Hvalnesi, sagði móðir mín mér, og hún hefði átt að vita það. — Á Hvalnesi var aðallega búið til landsins, en einnig ró- ið. Það var róið á haustin og fram að jólum ef vel fiskaðist; fylltur stór hjallur. Fiskurinn var látinn verða tveggja ára gamall áður en hann var etinn eða seldur. Ég mann að Jón á Hafsternsstöðum og annar bóndi komu með 20 hesta, þeir tóku fisk á nokkra þeirra en reka- við á hina. Það var enginn bók til nema guðsorðabækur og eithvað svo- lítið af rímum. — Já, ég ólst upp við búskap og sió. Á áttunda ári var ég lánaður af bæ til að sitia vf'r 40 rollum. hví mér var bá ekKi treyst tit að sitja yfir 130. sem voru í kvíum heima hjá mér. Næsta ár var ég samt látinn reyna bað, og hélt þvf áfram bangað til ég bótti orðinn of dýr vinnukraftur til að eyða f hjásetu, enda farið að fækka í kvíum bá. Það var skemmti- lesasti tími ævinnar þegar éa Já, það var stórt bú heima á Hvalnesi. Ég er alinn upp við auð og allsnægtir, einn mesta auð Skagafjarðar, svonefndan Svaðastaðaauð. Mamma sagði mér að komið hefði af fjaiii eitthvað á 7. hundrað fjár peg- ar flest var. Það voru 250 sauðir, já rausnarbú — enda var maturinn eftir því. Það var alltaf tekið út til ársins í emu þegar farið var í kaupstaðinn. Fóstri fór með ullina á Skaga- strönd þar til ég var á 17. ári, þá var sláturhúsið komið á Sauðárkróki og þá fórum við í fyTsta skipti með féð þangað. Það var langur rekstur, en menn slógu sér saman með mörg hundruð fjár — oft var þá kominn snjór á heiðina. Bretar keyptu áður unga sauði og ær, úrvalið úr fénu, og létu fyrir það gull. Ég seldi einn mjallhvítan sauð, hann dró lagðinn, — ég sé eftir hon- um enn. Ég fékk 10 kr. gull- pening og 2 kr. í aurum. Enskir komu á hverju hausti og keyptu úrvalið úr fénu. Hann hét Knutson sem keypti fyrir þá og fór um allan Skagafjórð. Einu sinni var kominn snjór þegar hann var að kaupa féð. svo hann varð að kaupa hesta til að troða slóð svo hægt væri að koma fénu. Þá var hann spurður hvort það hefði ekki verið óskaplega dýrt. „Reikn- ingamir voru feitir — en skepnumar magrar“, svaraði hann. — Nei, það var eiginlega að- eins eitt bú á Hvalnesi, en þama voru svokallaðir þurra- búðarmenn f kring sem höfðu kindur og heyjuðu fyrir þeim, en lifðu annars á sjósólcn og byssunni. Auk rekans em þama önnur hlunnindi: Ölvisvatn, í því er eyja og þrír hólmar í kringum hana. í eynni er töðugæft fcey og veltigras á hverju sumri, það gerði fuglinn, kría, endur og álftir — þá var ekki mink- urinn kominn! Við ókum hey- inu heim á sleða á vetuma; það var sagt að kýmar græddu sig þegar eyjataðan kom, og bó var hin taðan ágæt. Stundum veiddi ég í vatninu. Þá var skemmtilegt. Sérstak- lega er ég sat yfir rollunum. einn úti í sumargrænni náttúr- inni, vatn, veiði, gróðurangan, — þá var gaman að lifa! Það var feiknarleg silungsveiði i vatninu, langt fram á haust. Það var nú búskapur f lagi. Og ég var ekki sveltur; í malpok- anum hafði ég í hjásetuna hert- an fisk, öskjur með smjöri, þótt það sé sagt óhollt nú! mjólk, sauðakjöt. Stundum • hafði ég með mér fötu og skrapp i pramma út í eyjuna. kom oft með fulla fötu af eggjum. . . . Nei hrossakjöt var ekki smakkað heima. Oftast var þó slátrað tveim hestum á haustin — og þeir gefnir. Fóstri gaf það fátækum mönntim. Og svohafði kerlingin fóstra mfn mifcla bölvun á hrossaketi að ef krakkar spm borðuðu hrossa- ket komu sem gestir þá færði hún þeim góðgerðir út í dyr og sagði þeim að fara út í varpa meðan þau væru að borða eða drekka. — Nei, félagslíf var ekki til þegar ég man fyrst eftir mér. Ég mun hafa verið 17-18 ára þegar voru teknir í hrepptnn skólapiltar frá Hólum, eitthvað búfræðilærðir. Þá var ekki sléttur blettur til í túninu á Hvalnesi. Kerlingin mátti ekki heyra nefnt að slétta þúfurnar. „Þegar þessar stóru þúfurverða sléttaðar verður aðeins örlítill blettur eftir þar sem þær voru, nei það verður ekki gert hér!" Þessir piltar voru fengnir í hreppinn til , að slétta, og ég lenti með þeim í túnasléttun og lærði að rista ofan af — en þeir fengu ekki að slétta exna þúfuþúfu heima! — Jú, það var skemmtilegt búskaparlag, þetta, þótt það væri hroðalega á eftir tíman- um og annarlegt. — Menntun? Það var talið nóg — a.m.k. voru prestar á- nægðir með það — ef maður kunni kverið og biblíusögumar, það töldu þeir nóg bókvit fvr- ir lífið. Þegar ég var að læra lestur var bara grútarljós sem var stungið í dyrastaf milli bað- stofu og hjónaherbergis — og það lýsti öllum. ÞaS var ekki nema þrjú síðustu ár gömlu hjónanna að þau höfðu lamoa, fyrr þekktum við ekki olíu- Iampa. Verkfæri voru engin nema ljár, orf og hrífa — og rré- skóflur með jámvari. Fóstri minn átti alltaf brenm- vín í bláleitu strífuðu glasi er tók rúman pela, fékk hann sér oft út í kaffi, og mældi það bá í homspæni, — já hann var framúrskarandi reglumaður. Já, hann hafði brennivínið eins og meðal. Hann hafði nábít og tók brennivínið sem meðal, og hafði svo daufa sýrublöndu, hlá sér á nóttunni. Einn góðan veðurdag hættu fósturforeldrar mínir að búa og frændfólk þeiira — sem bét sömu nöfnum: Guðrún og Sig- urður — fékk jörðina. — Æ, mér var eiginlega i'la við fóstru mína. Það átti sx'n- ar ástæður. Hún kom i veg íyr- ir að ég lærði. Og þó — ég var eina bamið af 15 sem fermdust samtímis mér, sem hafði verið á skólabekk fyrir ferminguna. Mamma var kunn- ug á Sauðárkróki og kom sér þar fyrir hjá timburmeistara og mér líka, meðan skólinn stóð, ég var þar í 4 mánuði. Það gekk ekki hljóðalaust að ég fengi að fara, en mamma fóx með mig samt! Einn • ,ag með- an' ég beið eftir heimferð eft'r að skólanum lauk vann ég við að hreinsa í kringum húsið hjá Claessen gamla. Dagkaup var þá 2 kr. — og hann borgaði mér, sfrálymum það. — Þaðvar fyrsta kaup sem ég fékk út- borgað. Fyrsti bamakennarinn kom i sveitina þegar ég var á 17. ári. Það var stutt milli bæja, roll- umar úti, og ég hitti þennan mann þegar ég var að e'ta rollumar. Hann spurði mig hvað ég - hefði lært. Fóstri minn kenndi mér litlu og stóru töfluna, og hann kunni fingra- rím, en það nennti ég ekki að læra. Ég segi manninum þetta, og bætti við að mig langi til að læra að reikna. ..Getur þú ekki skroppið til mín á kvöldin, einn klukkutíma eða svo, ég skal kenna þér að reikna'f sagði maðurinn. Ég varð glaður við og þakkaði honum fyrir. Þá var það mitt verk, auk fjárgeymslu, að kemba og spinna hroshár af 40 hestum og þessu átti ég að hafa kom- ið í reipi, hnappheldur, klif- beragjarðir og annað slíkt fyr- ir sumarmál. Ef því ég vissi að kerlingin réð öllu sem hún vildi, þá talaði ég fyrst við hana um að mig langaði til að læra að reikna. „Hvemig fer þá með hross- hárið?" sagði hún. „Ég verð þá að vaka klst. lengur til að vega upp' tímann sem fer í reikninginrí', svar- aði ég. Hún tók þessu eins og venju- lega. Ég byrjaði svo að læra að reikna og þýt yfir fyrri hluta Eiríksbókarinnar og byrja á seinni hlutanum. Ég var kom- inn aftur í kvaðratrótarreikn- ing þegar mánuðurinn var bú- inn. Þá sagði kennarinn: ,.Þú ert kominn vel niður í þessu, en fáu er gleymt e’ns fljótt og reikningi, nema hon- um sé haldið við. Þú þyrftir að fara yfir þetta einu sinni enn svo það festist betur í þér." Ég fer þá til kerlingarinnar og segi .henni þetta. „Hverslags er þetta! Þú ert búinn að vera dag eftir dag i mánuð — og er nú hægt að læra meira?" svaraði hún. — Og þá gafst ég upp, og þar lauk námi mínu. Kennarinn gaf mér reikn- ingsbækur Briems þegar hann fór um vorið. Briemsbækumar voru mjög góðar að því leyti að þær voru með skýringardæmum og svör- um svo maður gat hjálpað sér mikið sjálfur, ef maður hafði þær. Og þetta bjargaði mér þegar við stofnuðum pöntunar- félagið Ægi í Neskaupstað. Og svo ég fari að hæla mér! Seinna, í Neskaupstað, settu þeir mig í verkstjóm við uppskipun sem verkamannafélagið tók að sér og ég varð að reikna tíma og kaup hvers manns. Tómas Zo- ega var í búðinni þegar ég kom til að skila útreikningun- um. Nokkrum dögum seinna mætti ég honum og þá sagði hann með undrun og viðirr- kenningu í röddinni: „Það skakkaði ekki einum eyri hjá þér!“ Nú fc.ef ég týnt reikn- ingnum niður; minninu hrak- aði svo við sjónleysið. — Já. ég bjó 2 ár á Hval- nesii Þá var móðlr mín orðin útþrælkuð, rúmlega sextug. Hún kom þá til mx'n. Hvalnes var 26 hundraða jörð, og ég tók þriðjunginn úr henni. Ég skrifaði föður min- um í Reykjavík og bað hann að útvega mér tvo unglinga sem gætu róið. Ég fékk þá, en mamma hafði ekki heilsu til að annast þrjá menn. Ég átti hálfan bát á móti hinum bóndanum og við gerð- um út til Drangeyjar — á fugl aðallega. Bóndinn lét tvo menn á móti. Við höfðum aflað okk- ur ..Drangeyjarútgerðar", þ.e. fengið fleka og snönxr. Svo fer ég með annan strákinn út, í Drangey. en lét hinn vera heima yfir fénu — þá rak ég 75 hausa á fjall og átti 5 hross og eina kú, og auk þess 400 kr. í Sparisjóði Sauðárkróks, sem var töluvert fé þá. — Vertíðin? Það var norðan og vestan rok og sjógangur. I Drangey er lítil fjara og á henni voirn skýli fyrir menn- ina, en brimið var svo mikið þama að við urðum að gæta bátsins nótt og dag. Sumir fengu venjulega mikið af fiskl. auk fuglsins, en þetta sumar fékkst sama og ekkert af fisfcf, það kom aldrei fiskur að gagni í fjörðinn. Mig minnir að Dani, Popp að nafni, keypti fiskinn af körlunum á Selnesi, þar sem danskir kaupmenn áttu bá bækistöð. Eithvað Htilshátíar seldi ég honum og man að ég fékk 2 aura fyrir ýsupundið — eða nákvæmlega jafnmikið og saltpundið kostaði!! en 3 aura fyrir þorskinn. í landi var alltaf þoka og súld þetta sumar, stundum stórrigning og óáran yfir öli- um Skagafirði þetta ár. tít- gerðin tapaði. 1 þetta fóru fjármunir mi'nir. Já, það var gaman að byrja að búa!! Það var líka fiskilaust árið eftir. Seinna búskaparárið mitt á Hvalnesi sléttaði ég í túninu, keypti plóg — þann fyrsta sem kom í Skefilstaðahrepp, en ak- tygi átti ég engin en rak mó- álótta meri undir reiðingi í stað aktygja á undan mér — og plægði vel. Það var eina slétt- an af mannahöndum á Hval- nesi þá. Móðir mín var svo að segja komin í rúmið svo að ég varð að hafa ráðskonu, og búskap- urinn horfði ekki efnilega svo ég sagði mínum hluta af jörð- inni lausum. Um veturinn skrapp ég inn á SauðárkrOk. Kona á Sauðárkróki hét Helga, kennd við Keldudal í Hegra- nesi og hafði hún greiðasölu á Sauðárkróki. Barst þá í tal við Helgu að ég hafi sagt jörðinni lausri. Þá segir hún: „Veiztu að % af Heiði f Gönguskörðum eru lausir? Eig- um við ekki að slá í að taka þá?“. Ég kvaðst skyldu hugleíða þétta. Ég talaði við mömmu, er hafði verið á Sauðárkróki, þekkti þama til og var kunn- ug Sigurði Bjömssyni erkennd- ur var við Veðramót, og leizt henni vel á þetta. Það verður að ráði að við förtim að búa á Gönguskörðum og_ um vorið flyt ég móður mi'na að Heiði, skil hestana eftir og fer á lánshesti að Hval- nesi. Svo ber ég dót mitt í bát- inn. Það varð töluvert háfennl. mamma átti stóra kistu og eitt- hvað var af kössum o.fl. Kunn- ingi minn á næsta bæ ætlaðl með mér á bátnum en var veikur svo ég lagði af stað einn á bátnum með búslóðina. Fyrst var logn og gekk ferðin seint, en þegar ég er kominn lnn undir Disk kom kæla og vax-ð töluvert hvasst, en ég kemst þó samt inn og Iendi á Reykj- um. Friðrik bóndi stóð f fjör- unni þegar ég Ienti og hafði staðið þar Iengi og starað á þennan furðulega gest, kvaðst ekki hafa trúað sínum eigin augum þegar hann kom aldrel auga á nema einn mann á þessum sexæringi sem nálgað- ist land. Ég hafði aldrei séð Friðrik fyrr, en hann tekur mér eins og aldavini. Morguninn eftir er blíða logn, og ég held ferð- inni áfram og lendi rétt við Gönguskarðsárósinn. Ég ryð drasli mínu f fjöruna og maður frá næsta bæ kemur og. setur með mér bátinn Ée Jú, þið lásuð rétt! 1 stórum sat hjá. ______________________ ■ ■ — ■ ■ ■■ ( fei^Rtdinacrfélacpið í New York érm ofmœlis síns Afmælishóf félagsins var haldið föstudagskvöldið 18. júni sl. að Hótel Delmonico, Park Avenue við 59. götu. að við- stöddum um 200 gestum. Sigurður Helgason formaður félagsins setti hófið og raktj tildrög stofnunar félagsinj vet- urinn 1939—1940. en þá hóf- ust að nýju ferðir jslendinga til New York vegna heims- styrjaldarinnar. Félagið hefur starfað með miklum blóma síðan, og samkomur hafa ver- ið haldnar reglulega minnst þrisvar á ári, og ávallt kring- um 1. desember og 17. júní. Fyrsti formaður íélagsins var Haraldur Sveinbjarnarson, íþróttakennari, sem nú býr í grennd við Boston. Formenn félagsins hafa verið fimmtán frá byrjun, og sérstaklega heiðx-uð við þetta tækifæri voru þau Guðrún Crosier og Ólafur J. Ólafsson, sem bæði voru íneðal stofnenda félagsins og unni* hafa lofsvert starf í þágu þess, Tru þau bæðj fyrr- verandi formenn félagsins, og voru bæði viðstödd þetta kvöld1 Skýrt var frá þvj að verið væri að skrá sögu félagsins, og verður hún fáanleg fyrir fé- lagsmenn og aöra eftir nokkra mánuði. Þá hylltu fundarmenn þau Elinu og Hannes Kjartansson í tilefni af útnefningu Hann- esar sem ambassadors fslands hjá Sameinuðu þjóðunum með aðsetri í New York. Var þe-ss getið hve ötult og óeigingjarnt starf Hannes hefur unnið að málefnum fslendinga og fslend- ingafélagsins í New York frá byrjun. Valdimar Bjömgson, fjár- málaráðherra Minnesota flutti aðalræðu kvöldsins. Talaðist honum vel, en ræðuefni hans var sjálfstæðisxnál íslands, ís- lenzk t«ngs og íslenzkt þjóð- emi, og gerðu menn géðan róm as málí hans. enda er Valdi- rnar or^l^^iir rfP*SnsVnnir»cnn». 1 1 t i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.