Þjóðviljinn - 13.01.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.01.1966, Blaðsíða 8
3 SÍÐA — WðÐVBMISH —• KrftmtiriteSQ* IS. Jmðav Í968 : : 13.00 Eydís Eyþórsdóttir stjóm- ar óskalagaþætti fyrir sjó- mefrn. 14.40 Margrét Bjarnason talar um Katrínu miklu. 15.00 Middegisútvarp. Sigurö- ur Bjömsson syngur. N. Mil- stein og sinfóníusveitin í Fittsburg .leika konsert fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Dvorák. M. Callas og G. di Stefano syngja dúett úr Tosca. eftir Puccini Hljóm- sveit Wal-Berg leikur marz úr Hnotubrjótnum, eftir Tjai- kovskí og vals úr Coppeliu, eftir Delibes. 16.00 Síödegisútv.. F. Hensdh, C. Caiente, P. Alexander o.fl. syngja og leika gömul vinsæl lög. Mantovani og hljómsveit leika lagasyrpu, B. Streisand syngur, W. Múller og hljómsveit og Ritu-Williams kórinrf flytja lagasyrpu, H. Zacharias og hijómsveit leika rússnesik bjóölög og Erna Skaug, Vík- ingamir o.fl. syngja og leika þjóðlög og dansa frá Noregi. 18.00 Sigríður Gunnlaugsdótt- ir stjómar þætti fyrir yngstu hlustenduma. 1 tímanum les Stefán Sigurðsson fram- haldssöguna Litli bróðir og Stúfur. 18.30 Tónleikar. 20.00 Daglegt mál. 20.05 J. Katchen leikur verk eftir Brahms. 1: Ballötur op. 10 nr. 2 og 3. 2: Valsa op. 39. 20.35 Séra Heigi Tryggvason flytur erindi um almenna safnaðarþjónusitu fyrir aldr- að fólk; — fyrri hluti. 21,00 Sinfóníuhljómsveit ís- lands heldur tónleika í Há- skólabíói. Stjómandi: Dr. Ró- bert A. Ottósson Einleikari á fiðlu: Fredell Lach frá Texas. a) Leikhússtjórinn. óperuforleikur eftir Mozart. b) Fiðlukonsert nr. 3 (K216) eftir Mozart. 21.45 Sigurður Jónsson frá Brún flytur ný frumort kvæði. 22.35 Átta ár í Hvíta húsinu. 22.35 Dja&sþáttur: Brezkir djassleikarar í Bandaríkjun- um. Ólafur Stephensen hefur umsjón á hendi. 23.05 Bridgeþáttur. Hjalti Elí- asson og Stefán Guðjohnsen ræðast við. Jón H. Björnsson skrifar mikið um Garðyrkjuskólann um þessar mundir. í Þjóð- viljanum hinn 5. janúar nægir honum ekki að halda sér að aðalefninu, heldur fær Skóg- rækt ríkisins smákveðju frá honum í þessu sambandi. Þar sem greinarhöfundur fer með algerlega staðlausa stafi í að- dróttunum sínum, neyðist ég til að ieiðrétta missagnir hans. Jón segir m.a.: „Þannig get- ur sú stofnun, sem átti að ryðja atvinnuvegunum braut, staðið þeim fyrir þrifum. Garð- yrkjuskóli ríkisins er ekki eins- dæmi um þetta hvað garðyrkj- unni viðkemur, þar á einnig Skógrækt ríkisins hlut að máli. Með trjáplöntusölu sinni á skrúðgarðsmarkaði hefur hún e.t.v. bælt niður margan verð- andi plöntuframleiðanda.“ Nú veit Jón H. Björnsson það alveg eins vel og ég, að Skógrækt ríkisins hefur um mörg ár reynt að fá hingað til • Minnispeningar frá ýmsum löndum • Pétur Hóffmann Salómons. son sagði ókkur þau tíðindi. er hann hafði síðast við okkur símasamband. að nú um sinn ’ legði hann einkum fyrir sig kaup og sölu minnispeninga hvaðanæva að úr löndúm. — Nú hef ég til dæmis á boðstólum peninga, sem slegn- ir hafa verið og gefni,r út til minningar um ýmsa þjóðar- leiðtoga og þjóðhöfðingja svo sem Winston Chúrchill hinn brezka, Kennedy hinn banda- ríska. konungshjónin af Grikk- landi þau Önnu Maríu drottn- ingu og Konstantin kóng einn. ig Maríu Theresiu drottningu af Ungverjalandi o. fl. Verð- inu er þér að segja. mjög i hóf stillt. ef miðað er við dýr- tíðina. Pétur bindur annars ekki sin viðskipti eingöngu við guil- og siifurdaii heldur legg- ur hann einniir stund á sölu fyrstadags-umslaga og hann segir okkur að söluverðið hjá sér sé enn hið sama og það var á útkomudegi frímerkj- anna —* og geri aðrir betur nú í verðbólgunni. Sveinn Halldórsson Framhald af 2. siðu. — það var enginn lestur, — mér fannst klerkurinn frá Akur- eyri kominn þar, gnæfandi hátt, sem jötunn, og skuggar risans flökta um loft og veggi, tal hans eldur og logi, Þann- ig verður skáldskapur lifandi. Eldur sem öllu yljar, öllu lýs- ir og öllu brennir. Mér finnst, sem haldi ég ( tveim fagurskyggðum perlum í sin hvorri hendi. er ég hugsa um þessar tvær síðustu gjafir hans til okkar hinna. Ég kreppi hnefa og opna til skipt- is, hrædd og forviða hvort hverfa muni gersemarnar. En djásnin eru þar og munu allt- af verða. sem gjöf frá þér Sveinn og eign okkar. dýrmæt eign okkar, sem höfum séð þig vera á sviðinu lifað bar og starfað með þér o* við^segj- um hafðu hjartans þökk. Ekkisens fjandans bull er í stelpunni. ætlar hún ekki að hætta, nú er nóg komið, hugsar hann Sveinn nú. En það er svo að aldrei verður sögð öll sagan af honum Sveini Halldórs- syni Bæði er að afköst manns- ins. persóna hans og líf allt er svo viðamikið að meira þarf en smágrein til að gera nokk- ur skil. En lætur Sveinn penn- ann hvissa hratt yfir ævibókina og er alls ekki hættur. Þú hefur reyndar oft sagt, að nú væri þú hættur. en það verður ekki og má ekki verða í bráð. Því meðan sá eldurinn logar skær- ast og brennur heitast, sem lengst hefur brunnið. þá ber honum að ylja og orna hinum, sem ekkj var gefin slík gnægð. Qg nú á 75 ára afmælinu þínu ertu vestur ; Bolungarvík að starfa og vera með Bolvíking- um. Það íer svo vel á því, en mikið fjandi öfunda ég þá. Ég tala ekki um hvað ég öfunda Þá af þvi að mega vera með þér á morgun og eiga og eyða deginum með Þér. Ég vildi vera komin þangað óg drekka súkkulaði, eins og Gest- ur sagði í gríni og eins og var svo gaman að gera þegar þú varst sjötugur. Svo óska ég þér til lukku með daginn og Bolvíkinga og þeim með þig. Farðu svo að koma suður, — því við þolum ekki að eldurinn sé frá oss svo lengi, — okkur er kalt á klónum, og hana nú. Gunnvör Braga. lands fjölda trjátegunda frá ýmsum stöðum heims, þar sem aétla má að loftslag og gróð- urskilyrði séu svipuð og hér. Skógræktin hefur fyrst og fremst flutt inn trjátegundir til að gróðursetja í skóglendi, en auðvitað hefur líka verið seilzt eftir trjátegundum til að auka fjölbreytni í görðum manna, hvenær sem því varð við komið. Allar þessar teg- undir hafa auðvitað verið ald- ar upp í gróðrarstöðvum skóg- ræktarinnar til að byrja með. Ennfremur er Jóni vel kunn- ugt um, að um mörg ár hafa hvaða garðyrkjumenn, sem vildu, getað fengið keyptar ungar trjáplöntur úr gróðrar- stöðvum skógræktarinnar við sanngjörnu verði til þess að ala þær upp unz þær væru hæfar til plöntunar í garða. Ég veit ekki betur en að þetta hafi gengið prýðilega hjá sinn- ugum garðyrkjumönnum, enég veit líka að þetta hefur fa.rið úr reipunum hjá öðrum. þeim til skaða °g sárrar raunar. Ennfremur hafa garöyrkju- menn ávallt átt kost á að kaupa trjáfræ eftir þörfuro, þegar það hefur verið á boð- stólum. Loks má bæta því við, að stefna skógrælctarinnar var og er sú, að létta undir mcð garðyrkjumönnum við þessa ræktun til þess að hún gæti eingöngu sinnt skógplöntu- uppeldinu. Þetta veit Jón H. Björnsson mæta vel, þó að hann láti liggja að öðru nú. Enda höf- um við oft átt tal saman um þetta áður fyrr. Skógrækt ríkisins hefur reynt að sneiða lijá uppeldi trjá- plantna í skrúðgarða eftir mætti, því að slíkt drepur kröftunum á dreif í gróðrar- stöðvunum. Hinsvegar varð hún að sinna þessu nokkuð áður fyrr, þegar engar gróðr- arstöðvar voru til, sem gátu alið upp trjáplöntur, og hún hlýtur að sinna þessu lítils- háttar enn, þar sem langt er til garðyrkjustöðva. Hinsvegar geta skógræktarfé- lögin, bæði hér í Reykjavik og á Akureyri. ekki komizt hjá því að ala úpp trjáplöntur til skrúðgarða. Þeim ber að gera það samkvæmt lögum þeirra og verkssviði. Mér er þó fullkunnugt um, að Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur hefur ekki lagt meira kapp á þetta en svo, að það hefur um mörg ár selt ótal garðyrkjumönnum 2—4 ára trjáplöntur til fram- haldsrælctunar, svo að þær væru hæfar fyrir skrúðgarða. Norðanlands eiga menn varla í annað hús að venda en til gróðrarstöðvar Skógræktarfé- lags Eyfirðinga við Akureyri að því er garðþlöntur snertir, því að þar hefur enginn garð- yrkjumaður fengizt vfð þess- konar plöntuuppeldi slðan Jón Rögnvaldsson hætti því. Ýmsu mætti bæta hér við, en þetta er nóg til að sýna. að Jón H. Björnsson fer með algerlega staölausa stafi í aö- dróttunum sínum um Skóg- rækt ríkisins. Ef fleira er í greinum hans á sömu lund, getur verið varhugavert að leggja of mikinn trúnað á þær. En um það brestur mig kunn- ugleika að dæma. verið. í vor, sem leið var t.d. eftirspurnin meiri en fram- leiðslan. Þeir garðyrkjumenn, sem öt- ulastir hafa verið við upp- eldi garðtrjáa á undanförnum árum, verða nú að leggja nið- ur stöðvar sínar innan skamms sakir hins nýja bæjarskipulags. Þótt yfirvöld borgarinnar létu þeim aðra staði í té, er mér til efs að þeir gætu þegið það. Það tekur a.m.k. heilan áratug að koma upp sæmilegri gróðrarstöð, og auk þess bind- ur það mikið fé og óhemju vinnu um langan tíma áður en tekjur koma í aðra hönd. Ef þessir menn hætta uppeldi garðtrjáa verður það aðeins gróðrarstöð Skógræktarfélags- ins í Fossvogi, sem getur hald- ið þessu starfi áfram, og vafa- samt er hvort hún ein mun nægja til að sinna þessu verk- efni. Þess vegna vil ég benda skipulagsmönnum bæjarins á að hugsa sig tvisvar um áður en þeir útrýma gróðrarstöðvum garðyrkjumannanna úr Foss- voginum. Með því koma þeir í veg fyrir að bæjarbúar geti fengið nægilegt magn trjá- plantna í garöa sína um all mörg ár. 1 þessu tilfelli er ekki unnt að bæta trjáplöntu- skortinn með innflutningi plantna nema að óverulegu leyti. Hér er því vandamál á ferð- um. sem hinum vísu feðrum bæjarins hefur sést yfi,r. Það er ekki nóg að leggja götur, malbika þær og reisa síðan grá og litlaus steinhús við þær. Það er gróðurinn við húsin og þá fyrst og fremst trén, sem gera bæinn okkar vistlegan. Hákon Bjamason. • Gamanleikurinn JÁRNHAUSINN hefur nú verið sýndur 46 sinnum við mjög góða aðsókn og verður næsta sýning leiksins á föstudag. Það eru aðeins eftir fáar sýningar á leiknum. — Myndin er af Róbert Arnfinnssyni og Bessa Bjarnasyni i hlut- verkum sínum. Ei'ginmaður minn og faðir okkar GÍSLI SIGURÐSSON( sérleyfishafl Sigtúni; Skagafirði, er lézt 2. janúar s.l. verður jarðsunginn frá Sauðárkróks- kirkju laugardaginn . 15. janúar kl. 13.30. F. h. vandamanna Helga Magnúsdóttir og böm. VINNINGSNÚMERIN BIRT: □ 24. desember sl. var dregið í Happ- drætti Þjóðviljans um tvær bifreiðir, Skoda MB 1000. Bifreiðirnar komu á eftirtalin númer: 17277 18264 Hverjir hlufu bíiana? □ Handhafar vinningsnúmeranna geta vitjað vinninganna á skrif- stofu Þjóðviljans á Skólavörðu- stíg 19, sími 17500. D Um leið og við birtum vinnings- númerin viljum við færa þakkir öllum þeim mörgu sem styrktu blaðið með því að kaupa miða í happdrættinu. Happdrætti Þjóðviljans En úr því að ég fór að leiðrétta, mishermi Jóns finnst mér ekki úr vegi að benda á þá hættu, sem steðjar að skrúðgarðsmálum höfuðstaðar- ins innan skamms. Er það fyrirsjáanlegur skortur á trjá- plöntum í garðana. Sakir hinna miklu bygginga í Reykjavík og nágrenni á síðari árum hlýtur eftirspum eftir garðtrjám að margfald- ast frá því, sem áður hefur I I I I ! i Í útvarpið Hákon Bjarnason: A THUCASEMD VIÐ SKRIF JÓNS H. BJÖRNSS0NAR Fáar sýningar á Járnhausnum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.