Þjóðviljinn - 10.09.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.09.1966, Blaðsíða 1
 Laugardagur 10. september 1966 argangur 205. tölublað HvaS gerlsf 1. okfóber n.kJ? Samningar verkalýðs- félaganna útrunnir Samningar þeir sem almennu verkalýðsfé- lögin gerðu við atvinnurekendur í sumar renna út 1. október n.k. og flest iðnaðarmannafélög- in hafa nú einnig sagt upp samningum sínum frá og méð sama degi að telja. Má því búast við að í haust dragi til allmikilla tíðinda í kaup- gjaldsmálunum. ■ ■ ■ ■ ■ ! HVAÐ SEGJA /. ÞEIR UM TAKMÖRKUN DÁTA- SJÓNVARPSINS? □ í gðer sneri Þjóðviljinn sér til 2ja manna, annars úr TÖðum þeirra sem barizt haía íyrir lókun hermannasjónvarpsins á Keflavíkurílug- velli og hins úr flokki þeirra er ákafast hafa barizt fyrir því að dátasjónvarpinu væri leyft óhindrað að leggja undir sig íslenzk heimili. Spurði blaðið þá um álit þeirra á þeirri ákvörð- un sem nú hefur verið tekirn um að takmarka útsendingar Keilavíkursjónvarpsins við flug- völlinn og næsta nágrenni hans er starfsemi ís- lenzka sjónvarpsins hefst. Fara svör þeirra hér á eftir. // Viðunandi lausn " Sigurður Líndal, hæstarétt- arritari, er. einn þeirra manna úr röðum borgaraflokkanna sem hvað skeleggast hefur bar- izt gegn þeirri þjóðarsmán að leyfa erlendu stórveldi einok- un á jafn áhrifaiíiiklu áróð- urstæki og sjónvarp er. Þjóðviljinn hafði í gær tal af Sigurði og spurði hann um álit hans á- þeirri ákvörðun að takmarka hermannasjónvarp- ið við Keflavíkurvöll ognæsta nágrenni. „Ég tel þetta eftir atvikum viðunandi lausn“. sagði Sigurður. „Þetta mál hefur annars skýi-t ýmislegt og sýnt ýmsar veilur í við- horfum manna til þjóðernjs- mála. Ég er þeirx-ar skoðunar, að það þyrfti að gera ein- hverskonar úttekt á stefnu • okkar í menningarmálum og því sem lýtur að þjóðemis- málum. Óþarfi og út í hött Vignir Guðmundsson blaða- maður við Morgunblaðið á sæti í stjóm félags þess sem sjónvarpsáhugamenn mynd- uðu með sér á sínum tíma til verndar „hagsmunum“ sínum og hefur hann jafnan verið einn þeirra ákafasti forvígis- maður. I viðtali við Þjóðviljann i gær kvað Vignir óíjköp lítið um málið að segja á þessu stigi. Forráðamenn félagsins hefðu ekki komið saman síðan ákvörðunin um takmörkun Keflavíkursjónvarpsins var tilkynnt, en hann sagðistgera ráð fyrir að eitthvað yrði gert af hálfu félagsins til þéss að „fá það hindrað að sjón- varpið (þ.e. Keflavíkursjón- varpið) yrði takmarkað11. Ann- ars finnst mér, sagði Vignir, að það hafi verið, sé og verði óþarfi 'og út í hött að tak- marka sendingar Keflavíkur- sjónvarpsins, enda skammt að bíða þess að alheimssjónvarp komist á, sem allir geta horft á óhindrað. Mér finnst sjálf- sagt, sagði hann að lokum, að við fáum að njóta allra fjöl- miðlunartækja án nokkurrar takmörkunar, hvaðan sem þau eru. AÐ ÞVÍ ER Snorri Jónsson framkvæmdastjóri Alþýðu- sambands íslands sagði í viðtalj við Þjóðviljann í gær hafa enn ekki hafizt neinar samningaviðræður milli verkalýðsfélaganna og samtaka atvinnurek- enda en búast má við að senn fari að draga að því að þessir aðilar hefji und- irbúnings viðræðu r. SUMARFRÍ hafa dregið mjög úr undirbúningi þessara mála en forvígismenn beggja aðila. verkalýðsfé- laganna og atvinnurek- enda eru nú sem óðast að koma til starfa að aflokn- um fríum og fer þá vænt- anlega að komast meiri skriður á allar aðgerðir. INNAN verkalýðsfélaganna mun þegar farið að ræða samningamálin og vænt- anlegar kröfur, a.m.k. inn- an stjórna þeirra. Hendrik Ottósson lézt í gær Héndrik Ottósson lézt í gær, 9. september, á Landsspítalan- um' eftir langvarandi heilsubrest. Handrik var sonur Ottós N. Þorlákssonar og konu hans Caro- linu Siemsen. Hann var fæddur 8. október 1897'í Rvík. Stúdent varð Hendrik frá Menntaskólan- um £ Reykjavík 1918 og stundaöi næstu árin nám í háskólagrein- um varðandi málvísindi og lög- Dyrfjöll og Stórurð j í Eiríksdal Starfsfólk skógræktarinnar að Hallormsstað fór fyrir skömmu í leiðangur að sækja fornt steintré er fannst í fyrrahaust undir fjallinu Súl- um sem er rétt norðan við Dyrfjöll. Leiðangurinn fór upp frá Hjaltastaðaþinghá eftir svo- nefndum Eiríksdal inn að Dyrfjöllum og er þarna mjög sérkennilegt landslag og hrikafagurt eins og meðfylgj- andi myndir sýna sem teknar voru í þessari ferð. Á einum stað hafa lirunið úr fjöllunum óhemjustór mó- bergsbjörg og heitir þar Stór- urð og ber hún sannarlega nafn með réttu. Annars stað- ar í dalnum eru sléttar grös- ugar grundir og einnig er þar fallegt jökullón. Á stærri myndinni hér xð ofan sjást Dyrfjöll, séð frá Stórurð, og á þeirri minni eitt móbergsbjargið í Stór- urð og má ráða stærð þess af hlutfalli þess við mann- inn er uppi á því stendur. — (Ljósm. sibl.). Síldveiðin fyrra sólarhring: 91 skip með alls 8000 tn. Hcndrik Ottobson fræði. en vann árum saman að málakennslu; í eigin málaskóla í 16 ár. Hendrik varð þjóðkunnur mað- ur af starfi sínu í hreyfingu ís- lenzkra sósíalista og af bókum er hann skrifaði frá 1948, og flestar eru minningabækur frá yngri árum og æsku hans íVest- urbænum. Hann flutti og fjölda erinda í útvarp og skrifaði sæg blaðagreina, og naut einnig þar ritleikni sinnar og alhliða mennc- unar. Hann var fréttamaður Rík- isi'tvarpsins frá 1946 til dauða- dags. Gott veður var á síldarmið- unurn fyrra sólarhring. Veiði- svæðið var í Reyðarfjarðardýpi 32—60 mílur undan landi. Sam- tals tilkynntu 91 skip afla, a-lls 8.005 lestir. Dalatangi Pétur Sigurðsson RE 80 lestir, Ólafur Magnússon EA 80, Jón Þórðarson BA 90, Ólafur bekkur OF 85, Sæfaxi II NK 55, Sól- fari AK 170, Gullver NS 160 Gullberg NS 100, Náttfari ÞH 50, Höfrungur II AK 35, Dag- fari ÞH 150, Þráinn NK 135, Guðbjartur Kristján IS 110, Haf- rún IS 170, Sigurður Jónsson SU 50, Ársæll Sigurðsson GK 100, Gullfaxi NK 70, Auðunn GK 90, Guðrún GK 100, Akraborg I EA 50, Jörundur II RE 60, Ingi- ber Ólafsson II GK 130, Seley SU 80, Súlan EA 120, Brimir KE 100, íesleifur IV VE 120, Helga RE 70 Huginn II VE 100, Sigurður Bjarnason EA 150, Helgi Flóvents- son ÞH 50, Sigurbjörg OF 40, Þorbjörn II GK 110, Bára SU 55, Keflvíkingur KE 100, Margrét SI 100, Kópur VE 60, Skálaberg NS 75, Þorsteinn RE 100, Halkion VE 85, Sigurey EA 30, Glófaxi NK 25, Reykjaborg RE 300, Svanur IS 25, Jón Kjartansson SU 130, Skarðsvík SH 80, Hamravík KE 80, Búðaklettur GK 40, Guðbjörg GK 80, Sólrún IS 80, Arnar RE 80, Bjarmi II EA 70, Arnames GK 0, Reykjanes GK 70, Árni GK 60, Reykjanes GK 70, Árni Magnússon GK 60, Guðrún Guð- Barði NK 160, Bjarmi EA 60, Sigurvon RE 75, Vigri GK 130 Jón Finnsson GK 150, Guðbjörg IS 145, Fróðaklettur GK 80, Hannes Hafstein EA 85. Snæfugl SU 60, Eldborg GK 90, Anna SI 60. Björg NK 170, Stapafell SH 30, Hólmanes SU 60, Björgúlfur EA 50, Ásbjörn RE 120, Hafþór RE 80, öm RE 160, Engey RE •100, Viðey RE 50, Geirfugl GK 40, Dan IS 25, Þorleifur OF 35, Gissur hvíti SF 20, Ltoftur Ba.ld- vinsson EA 160, Húni II HU 80, Einar Hálfdans IS 110, Framnes IS 70, Fagriklettur GK 50, Berg- um VE 90, Snæfell EA 130. Guð- jón Sigurðsson VE 40, Hilmir II IS 55, Freyfaxi KE 30, Björgvin EA. Nr. 25000 hlaut verSlaun I gærkvöld kom 25 þúsund- asti gesturinn á Iðnsýning- una og var honum afhentur hvíldarstóll frá Gamla kompaníinu. Sá heppni var Ólafur Jónsson, Bræðraborg- arstíg 13. Einnig var dregið í happ- drætti sem efnt var til af þeim aðilum sem sýna mat- vælaiðnað. Vinningar í happ- drættinu voru 70 talsins og metnir samtals á 30—35 þús- ind krónur. Matvælaiðnaðurinn áfti daginn í gær á Iðnsýningunni og var í því tilefni efnt til happdrættis með 70 vinningum. Happdrséttis- miðarnir voru afhentir viðinn- ganginn í gær og var síðan dreg- ið um kl. 10,30 í gærkvöldi. Einnig gaf Gamla kompaníið gesti nr. 25000 hvíldarstói. sem metinn er á 12 þúsund kr. Hlaut Ólafur Jónsson, Bræ&aborgai’- stíg 13, stólinn og var honum og konu hans Lilju Sigurðardóttur afhentur stóllinn í gærkvöld, en þau komu á sýninguna um kl. 9,30. Þá er það titf af Iðnsýning- unni að tilefni af degi efnaiðn- ariðnaðarins, sem er í dag verður sett upp lítið gjósandi eldfjall. A eldfjallið að tákna landsins elztu og yngstu efnaframleiðslu, að sögn forráðamanna Iðnsýn- ingarinnar. Á morgun, sunnudag, er dag- ur steinefnaiðnaðarins. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.